Morgunblaðið - 24.05.1991, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1991
Gömlu símaskrám-
ar til endurvinnslu
SIMASKRAIN 1991 er komin
út og verður afhent á póst- og
símstöðvum um land allt á
næstu dögum gegn framvísun
miða, sem sendir hafa verið til
símnotenda. Símnotendum
Byggðastofnun:
Afskrifa öll
lán loðdýra-
ræktenda
STJÓRN Byggðastofnunar
samþykkti samhljóða á
fundi sínum í gær að af-
skrifa öll þau lán, sem stofn-
unin hefur veitt loðdýra-
ræktendum. Samtals eru
eftirstöðvar þeirra 81,4
milljónir króna. Formaður
stjórnarinnar, Matthías
Bjarnason, segir að með
þessu sé stofnunin aðeins
að viðurkenna staðreyndir.
Þetta sé löngu tapað fé og
ekki hefði svarað kostnaði
að halda innheimtu þessara
lána til streitu.
Matthías Bjarnason segir, að
forsendur þeirrar ákvörðunar
stjórnar Byggðastofnunar, að
afskrifa lánin, séu þær, að
þarna sé um margra ára gömul
lán að ræða, sem ekki hafi tek-
ist að innheimta, vegna þess
að margir lántakendur séu
hættir rekstri í greininni og
fjárfestingar þeirra orðnar
verðlausar. „Við töldum enga
ástæðu til að halda þessum lán-
um lengur inni í bókhaldi stofn-
unarinnar, enda er þetta í raun
löngu tapað fé. Það hefði
kannski tekist, með ærinni fyr-
irhöfn, að innheimta einhvern
sáralítinn hluta þessarar upp-
hæðar, en við teljum að það
myndi ekki svara kostnaði,"
segir Matthías.
Á fundi stjómar Byggða-
stofnunar var jafnframt ákveð-
ið að afskrifa nokkur lán At-
vinnutryggingarsjóðs upp á
samtals 88,7 milljónir króna.
Matthías Bjarnason segir að
þar hafi verið um að ræða lán
til fyrirtækja, sem nú hafi verið
tekin til gjaldþrotaskipta.
gefst nú kostur á að koma með
gamlar símaskrár þegar þeir
sækja þær nýju og mun Póstur
og sími reyna að koma þeim í
endurvinnslu í samráði við um-
hverfisráðuneytið. Er þetta til-
raun og því verður einungis
tekið við gömlu skránum á póst-
og símstöðvum á höfuðborgar-
svæðinu og Suðurnesjum.
Þann 30. maí nk. verður síma-
númerum hjá nokkrum hópi not-
enda í Reykjavík breytt. Þau núm-
er sem byrja á stafnum 8 munu
eftirleiðis byija á 81 í staðinn en
verða að öðru leyti óbreytt.
Uppsetning símaskrárinnar er
með breyttu sniði til að auðvelda
notkun. Á hverri síðu eru nú þrír
dálkar í stað fjögurra og einnig
hefur letrið í númerunum verið
stækkað. Upplag símaskrárinnar
er um 157 þúsund eintök og hefur
síðuQöldinn aukist um 72 bls.
Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson
Minkur lagður að velli
Tíkin Táta var.eldsnögg að leggja að velli mink sem varð á vegi
hennar í Hafnareyjum á Breiðafirði á dögunum. Þangað var farið
með Tátu að leita að mink sem þar geta gert mikinn usla í æðar-
varpi og lundabyggð.
Reykjavík:
10% dýrara
á sundstaði
BORGARRÁÐ Reykjavíkur hef-
ur samþykkt 10% hækkun á
gjaldskrá sundstaða I borginni.
Hin nýja gjaldskrá tók gildi á
miðvikudag.
Samkvæmt nýju gjaldskránni
hækka gjöld fullorðinna úr 100
kr. í 110 kr. og gjöld barna úr
50 kr. í 55 kr. Tíu miða kort fyrir
fullorðna hækkar úr kr. 900 í kr.
1.000, tíu miða kort barna úr 290
kr. í 300 kr. og 30 miða kort fyr-
ir fullorðna hækkar úr 2.200 kr.
í 2.450 kr.
Gjald fyrir aðgang að gufubaði
á sundstöðunum hækkar úr 210
kr. í 230 kr., tiu miðar í gufubað
úr 1.820 kr. i 2.000 kr. og leiga
sundfata úr 150 kr. í 160. Árs-
kort fullorðinna hækka úr 13.000
kr. í 14.300 kr., árskort fyrir börn
úr 4.800 kr. í 5.200 kr. og fyrir-
tækjakort úr 2.200 kr. í 2.450 kr.
Námsmenn mótmæla fyrir-
hugaðri skerðingu á lánum
SAMSTARFSNEFND námsmannahreyfinganna kom saman til fund-
ar í gær og ræddi þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að breyta útlána-
reglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) þannig að draga megi
úr viðbótarfjárþörf sjóðsins um 300 m.kr. á þessu ári. Enn liggur
ekki fyrir hvernig útlánareglunum verður breytt. I ályktun sem
samþykkt var á fundi nefndarinnar er mótmælt harðlega fyrirhug-
aðri skerðingu á námslánum á næsta skólaári og lýsir nefndin yfir
furðu sinni á því að fyrirhugað sé að skerða námslán um eða yfir
20% á meðan aðrir þegnar landsins vænti aukins kaupmáttar.
í ályktun Samstarfsnefndarinnar
segir að þessi skerðing muni valda
því að hluti námsmanna verði að
hverfa frá námi eða hætta við fyrir-
hugað nám. Síðan segir: „Það er
með öllu óþolandi að námsmenn,
margir hveijir með ijölskyldur á
framfæri, sem hafa hafið nokkurra
ára nám hériendis eða erlendis,
skuli búa við slíkt óöryggi sem raun
ber vitni; að lífsviðurværi þeirra sé
skert um tugi prósenta fyrirvara-
laust án þess að þeir hafi möguleika
á að bæta sér það upp á nokkurn
hátt. Því 'munu margir þurfa að
leita á náðir foreldra og ættingja
sem margir hveijir eru ekki aflögu-
færir og stríða aðgerðir sem þessar
því gegn megintilgangi laga um
námslán sem er að tryggja jafnrétt-
is til náms óháð efnahag.
Þann 600 mijljón króna fjárhags-
vanda sem LÍN stendur frammi
fyrir á þessu ári má að mestu leyti
skýra á þrennan hátt. í fyrsta lagi
ákvað Alþingi að flytja 200 milljón-
ir króna frá LÍN í húsnæðiskerfið
við þriðju umræðu fjárlaga fyrir
árið 1991 og-áttu þær að skila sér
á lánsljáraukalögum þessa árs. í
öðru lagi er um að ræða afborgan-
ir, vexti og lántökugjöld upp á um
200 milljónir vegna lána sem tekin
voru en ekki var gert ráð fyrir í
fjárlögum. I þriðja lagi er um að
ræða meiri fjölgun námsmanna en
gert var ráð fyrir og þykir Sam-
starfsnefndinni óeðlilegt að lán séu
Morgunblaðið/Sverrir
Frá fundi Samstarfsnefndar námsmannahreyfinganna um fyrirhug-
aða skerðingu námslána í gær.
lækkuð vegna aukins fjölda náms-
manna og má benda á að í fjárlög-
um segir að útgjaldaauki vegna
fjölgunar skuli bættur.“
í lok ályktunarinnar er sagt að
fundurinn harmi þá breytingu sem
35 vaxtarræktarmenn stefna lækni fyrir meint ærumeiðandi ummæli:
Krefjast 10,5 milljóna króna
í bætur auk fangelsisvistar
orðið hafi á vinnubrögðum við ráð-
herraskipti í menntamálaráðuneyt-
inu. Námsmenn hafi fyrst séð þess-
ar breytingar í fjölrniðlum og ekki
hafi enn verið haldinn fundur í
stjórn Lánasjóðsins þótt þijár vikur
sé síðan núverandi ríkisstjórn tók
við og því ekkert samráð verið haft
við_ námsmenn.
í Samstarfsnefnd námsmanna-
hreyfinganna eiga sæti fulltrúar frá
Stúdentaráði Háskóla íslands, Sam-
bandi íslenskra námsmanna erlend-
is og Bandalagi íslenskra sérskóla-
nema. Samtök þessi eiga hver sinn
fulltrúa í stjórn LÍN.
35 vaxtarræktar- og kraftlyftingamenn, þeirra á meðal Jón Páll
Sigmarsson, hafa stefnt Pétri Péturssyni lækni á Akureyri fyrir
bæjarþing Ákureyrar og krefjast þess að hann verði dæmdur til að
greiða þeim samtals 10,5 milljón króna miskabætur, auk þess sem
hann verði dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar vegna ummæla
sem hann lét falla í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins 10. apríl síðast-
liðinn um vaxtarrækt og lyfjanotkun og þau ummæli verði dæmd
dauð og ómerk. Málið var þingfest í gær en frestað um einn mánuð.
í fréttum Ríkisútvarpsins fullyrti Lögmaðurinn segir að sá sem
læknirinn að notkun hormónalyfja
væri mjög algeng meðal vaxtar-
ræktarmanna og kraftiyftinga-
manna. Meðal annars sagði hann:
„Mér skilst, að þeir sem stunda
vaxtarrækt, að það heyri til undan-
tekninga, ef að þeir karlmenn séu
ekki á sprautum.“ í stefnu lög-
manns vaxtarræktarmannanna,
Ólafs Sigurgeirssonar, hdl., er kraf-
ist ómerkingar þessara ummæla og
einnig segir að ýmis önnur um-
mæli hafi verið höfð eftir lækninum
um vaxtarræktar- og kraftlyftinga-
menn og síðan hafi hann ítrekað
bendlað íslenska vaxtarræktar-
menn við ólögleg hormónalyf.
beri það á ákveðinn afmarkaðan
hóp íþróttamanna að þeir noti þessi
lyf sé í raun að kalla þá dópista.
Slíkt sé meiðandi fyrir æru þeirra,
sem fyrir verði, og sé málið mun
alvarlegra þar sem aðdróttunin hafi
komið fram opinberlega. Þá séu
eftirtalin ummæli læknisins í
Ríkisútvarpinu: „Eistun á þessum
ræflumjýma og verða ræfilsleg",
og opinber framsetning þessara
orða ærumeiðandi fyrir stefnendur.
Þá segir að stefnendurnir séu allir
vaxtarræktarmenn og framan-
greindar aðdróttanir hafi valdið
þeim miklum miska og óþægindum,
ekki síst þar sem læknir hafi við-
haft þær. Áburður um lyfjamisnotk-
un og dóp sé litinn alvarlegum aug-
um en vart sé neitt meir meiðandi
fyrir karimann en fullyrðing um
getuleysi eða ófijósemi.
Fyrir vaxtarræktarmann sé þetta
enn alvarlegri áburður þar sem
markmið æfinga hans sé „að full-
komna karlmannsímyndina. Vel
þjálfaður líkami vaxtarræktar-
manns á að þeirra mati að vera
imynd^ hreysti, heilbrigði og kyn-
orku. í meðförum stefnda er slíkur
líkami sönnun um dóp, getuleysi
og óheilbrigði. Þeir sem taka
stefnda trúanlegan munu hugsa sig
tvisvar um áður en þeir t.d. ráði
vaxtarræktarmann í vinnu vegna
þeirra alvarlegu sjúkdóma er fylgi
lyfjamisnotkun þeirra," segir í
stefnu Ólafs Sigurgeirssonar. Þá
segir lögmaðurinn að stefnendur
vilji ekki ofbjóða greiðslugetu lækn-
isins og geri því kröfu um 300 þús-
und króna bætur á mann.
Pétur Pétursson læknir sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær að
engar sáttatilraunir væru í gangi
vegna þessa máls og að hann hygð-
ist halda uppi vörnum. Hann kvaðst
standa við allar yfirlýsingar sínar.
„Það vita allir sem eitthvað leggja
eyrun við hvernig þessum málum
er háttað og það er ljóst hver hefur
hag af því að ljúga í þessu efni..
Það eru þeir sem eru að veija hina
ímynduðu karlmennsku sína,“ sagði
Pétur Pétursson. Hann sagði að
frumkvæði lögmanns vaxtarrækt-
armannanna að opinberri umfjöilun
um þetta mál hefði mjög auðveldað
sér að halda uppi vörnum í málinu
þar sem fjöldi fólks hefði hringt í
sig með hvatningarorð og upplýs-
ingar, sem styrktu enn frekar sann-
leiksgildi fullyrðinga sinna. Hann
kvaðst telja að stefnan væri tilraun
til að þagga niður í sér og gera sér
erfitt fyrir þar og kvaðst telja að
lögmaðurinn treysti á að erfitt yrði
að fá sjúklinga til að bera vitni fyr-
ir rétti.
Flugleiðir fá
þriðju Boeing
757 vélina
FLUGLEIÐIR tóku í gær við
þriðju Boeing 757 flugvélinni hjá
Boeing verksmiðjunum í Seattle.
Vélin var strax leigð til breska
flugfélagsins Britannia Airways,
þar sem hún verður í tvö ár. Að
þeim tíma loknum er gert ráð
fyrir að vélarinnar verði þörf í
flugrekstri Flugleiða.
Nýja þotan er sömu gerðar og
Boeing 757 þoturnar, sem Flugleið-
ir nota í flugi yfir Norður-Atlants-
haf.
Flugleiðir hafa keypt sjö nýjar
farþegaþotur á tveimur árum. Á
næsta ári verður innanlandsflug-
floti félagsins endurnýjaður. Þá fær
félagið fjórar nýjar Fokker 50
skrúfuþotur.