Morgunblaðið - 24.05.1991, Side 9
Breiðhyltingar
Almennur hreingerningardagur
verður í Breiðholti 1,2 og 3
laugarðaginn 25. maí.
Bílamarkaöurinn
v/Reykjanesbraut
Peugout 405 GR '88, hvítur, 5 g., ek. 52
þ. km., upphituð sæti, o.fl. V. tilboð. (sk. á
Cherokee eða Wagoner ’85-’86).
AMC Comanche Pisk Up (langur) 4x4 '89,
grásans, 41 vél, sjálfsk., ek. 29 þ. km., upp-
hækkaður, 33“ dekk, krómfelgur, o.fl. V. til-
boð.
Toyota Corolla Liftback '88, svartur, 5 dyra,
ek. 40 þ. km., sjálfsk., 2 dekkja gangur,
o.fl. aukahl. V. 880 þús.
Dodge Aries '87, hvítur, sjálfsk., ek. 62 þ.
km. V. 750 þús.
(sk. á ód.)
Nissan Sunny Sedan 1.6. SLX '89, svartur,
5 g., ek. 24 þ. km., vökvast., sportfelgur,
o.fl. „Topp eintak".V. 870 þús.
Saab 900i ’89, grásans, sjálfsk., ek. 20 þ.
km., vökvastýri, rafm. í öllu. V. 1320 þús.
Wagoneer LTD ’87, brúnn m/viðarkl.,
sjálfsk., ek. 42 þ. km., 4I vél, álfelgur, rafm.
í öllu, o.fl. V. 2.1 millj.
Daihatsu Rocky '87, rauður og grár, 5 g.,
ek. 41 þ. km., vökvast., dekk á felgum fylgja.
V. 980 þús.
sans, 5 g., ek. 52 þ. km., vökvast., rafm.
rúður, centrall., o.fl. V. 790 þús.
TANNRÉTTINGAFÉLAG
ÍSLANDS
Tilkynning
Nú er svo komið i langri togstreitu um flokkun tannréttingameðferð-
ar og endurgreiðslur frá Tryggingastofnun, að heilbrigðisyfirvöld hafa
viljandi eða óviljandi hrakið alla sérfræðinga í greininni út úr kerfinu.
Þetta ástand veldur sjúklingum okkar og fjölskyldum þeirra miklum
óþægindum og auknum útgjöldum. Við munum þvi ótrauð berjast
áfram gegn ósanngjörnum reglum, sem mismuna þeim, er þurfa tann-
réttingameðferð, en þeir unglingar, sem byrja í tannréttingum ár
hvert, eru á annað þúsund.
Heilbrigðisráðherra gerir sér fulla grein fyrir skyldum almannatrygg-
inga, því hann segir í bréfi til Tannlæknafélags íslands dags.
14.5.1991:
„Til að firra þá einstaklinga og fjölskyldur fjárhagslegu tjóni, sem
þegar hafa byrjað tannréttingar, verður áfram greiddur 50% kostn-
aðar við tannréttingar þeirra þangað til þeim tannréttingum er
lokið, enda hafi þær sannanlega hafist fyrir 1. febrúar 1991.“
Á sama hátt getur ráðherra leyst þennan vanda til frambúðar.
Við hörmum að þessi staða er komin upp og lýsum ábyrgð á hendur
- embættismönnum, sem gáfu Alþingi rangar upplýsingar við laga-
breytinguna í desember 1989,
- heilbrigðisráðherra, sem afþakkaði faglegar ráðleggingar okkar
við setningu reglna um flokkun í janúar 1991, og
- tryggingayfirtannlækni, sem daginn eftir að samningar voru undir-
ritaðir í mars sl. hafði endaskipti á bókuðu samkomulagi um að
Tryggingastofnun flokki tannréttingasjúklinga.
Árni Þórðarson, Miðstræti, 12 Reykjavík
Gísli Vilhjálmsson, Laugavegi 162, Reykjavík
Guðrún Ólafsdóttir, Snorrabraut 29, Reykjavík
Helgi Einarsson, Faxafeni 11, Reykjavík
Ketill Högnason, Snorrabraut 29, Reykjavík
Ólafur Björgúlfsson, Miðstræti 12, Reykajvik
Ólöf Helga Brekkan, Miðstræti 12, Reykjavík
Pétur H. Ólafsson, Domus Medica, Reykjavik
Ragnar M. Traustason, Grensásvegi 16, Reykjavik
Sæmundur Pálsson, Álfabakka 14, Reykjavík
Teitur Jónsson, Glerárgötu 34, Akureyri
Þórður Eydal Magnússon, Domus Medica, Reykjavik
Lánsfjárþörf-
in tvöfaldast
Sighvatur Björgvins-
son, heilbrigðisráðherra,
sagði m.a. í eldhúss-
ræðu:
„Lánsfjárþörf ríkisins
er við viðskilnað fyrrver-
andi fjárinálaráðherra
orðin 10 milljörðurn
meiri en hún var fyrir
fjórum árum. Lánsfjár-
þörf rikissjóðs i hlutfalli
af landsframleiðslu hefur
tvöfaldast i valdatíð
hans. Þetta er ástæðan
fyrir því að ríkisstjórnin
komst ekki hjá þvi að
gripa til þess úrræðis að
viðurkenna það sem orð-
ið var í hans eigin vald-
atíð.
Sé um tilræði við þjóð-
arsátt að ræða, þá er til-
ræðismaðurinn fyrrver-
andi Qármálaráðherra
Ólafur Ragnar Grimsson,
sem skildi þannig við
ráðuneyti sitt ... að
standa i háværum deilum
við sitt eigið starfsfólk
síðustu dagana i ráðu-
neytinu um viðskilnað-
inn...“
Ríkissjóðshall-
inn, lánsfjár-
þörfin og
skuldin við
Seðlabankann
Friðrik Sophusson
fjármálaráðlierra sagði i
sömu umræðu:
„Þegar fjárlög voru
afgreidd var gert ráð
fyrir að rekstrarhalli
rikissjóðs, það er útgjöld
umfram teigur, yrðu
rúmlega 4 milljarðar
ki’óna. Nú er ljóst að
hallinn stefnir að
óbreyttu i 9 milljarða...
Samkvæmt fjárlögum
var gert ráð fyrir að
ríkissjóður þyrfti að taka
tæplega 6 milljarða
króna að láni innanlands
til eigin fjármögnunar.
Nú bendir flest til þess
að lánsfjárþörf ríkisins
verði tvöfalt meiri eða
Lánsfjárhungur og
vaxtaþróun
Staksteinar glugga í dag í eldhúss-ræður
Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra
og Sighvatar Björgvinssonar heilbrigðis-
ráðherra. í máli þeirra kom fram að láns-
fjárþörf ríkissjóðs og húsnæðiskerfisins
1991 er að óbreyttu 33-34 milljarðar
króna. Fjárlagahallinn og lánsfjárhungur
hins opinbera er meginástæða hárra
vaxta í landinu.
yfir 13 miHjarðar á árinu,
ef ekki verður gripið til
sérstakra aðgerða. Til
viðbótar lánsfjárþörf
ríkisins þarf opinbera
húsnæðiskerfið á 20
miljjarða Iántöku að
halda að óbreyttu. Sam-
anlagt má því gera ráð
fyrir að lánsfjárþörf hins
opmbera sé 33-34 miljj-
arðar króna í ár...
Þetta hefur leitt til
þess að við stjómarskipt-
in um sl. mánaðamót var
yfirdráttur í Seðlabanka
yfir 9 milljarðar-, sem er
þrefalt hærri upphæð en
á sama tíma árið áður.
Slík skuldasöfnun jafn-
gildir i raun erlendri lán-
töku og hefur nákvæm-
lega sömu þensluáhrif í
efnaliagskerfinu."
„Alþýðu-
bandalagið á
ekkert veð í
Alþýðuflokkn-
um“
Sighvatur Björgvins-
son heilbrigðisráðherra
sagði í ræðu sinni:
„Forráðamenn Al-
þýðubandalagsins og þá
ekki sízt formaður þess
hafa farið hamfömm
gegn Alþýðuflokknum
eftir stjómarskiptin.
Þessi hæstvirti fyrrv.
ráðherra, sem allir vita
að stóð sjálfur í viðræð-
um við forystumenn
Sjálfstæðisflokksins fyrir
kosningar um möguleika
á samstarfi þessara
flokka eftir kosningar...
Var það samehiing
jafnaðarmanna sem
vakti fyrir þessum fyrr-
verandi ráðherra þegar
hann fyrir kosningar
reyndi að þvælast fyrir
fótum iðnaðarráðherra
Alþýðuflokksms í álmál-
inu, gera lítið úr ráðstöf-
unum félagsmálaráð-
hcrra Alþýðuflokksins í
húsnæðismálum og koma
landi'áðastimpli á for-
mami Alþýðuflokksins í
Evrópumálum...
Alþýðubandalagið á
ekkert veð í Alþýðu-
flokknum. Alþýðuflokk-
urinn var ekki stofnaður
og er ekki starfræktur
til þess að þjóna því sem
Alþýðubandalagið vill.
Við eigum skyldur við
okkar flokk, við okkar
stefnu og við okkar
fólk..."
„Flokkar hins
óbreytta
ástands“
Heilbrigðisráðherra
rakti stefnumið nýrrar
ríkisstjórnar og sagði
síðan:
„Það kemur í hlut
ríkisstjórnarinnar að
hafa forustu um og tak-
ast á um þessi viðfangs-
efni framtíðarinnar og
vonandi ber hún gæfu til
þess að ná samstöðu um,
hvemig það verður
gert...
Hitt bið ég menn að
íhuga í ljósi reynslunnar
að ef ekki tekst með sam-
starfl Alþýðuflokksins og
Sjálfstæðisflokksins að
ryðja úr vegi gömlum
fordómum, að opna fyrir
nýjum straumum frelsis
og framfara, ef ekki
tekst í samstarfi þessara
flokka að ryðja nýjar
brautir i atvinnumálum,
í utanríkisviðskipta- og
gjaldeyrismálum, í pen-
inga- og lánamálum, með
auknu fijálsræði og sam-
keppni með hag neytend-
anna fyrir augum, hveij-
ir eiga þá að vinna það
verk. Em það Framsókn-
arflokkurinn og Alþýðu-
bandalagið, sem báðir
em flokkar hins óbreytta
ástands
Ráðherrann sagði það
meginviðfangsefni ríkis-
stjómar Alþýðuflokks og
Sjálfstæðisflokks „að
lýsa Islandi og Islending-
um veghin til nýrrar ald-
ar með því að I júka þeim
viðfangsefnum nýsköp-
unar í atvinnumálum,
efnahagsmálum, ut-
amíkisviðskiptamálum
og peninga- og lánamál-
um, sem samstarf þess-
ara tveggja flokka á að
geta skilað“.
SlMINN ER
689400
BYGGT & BÚIÐ
KRINGLUNNI
FÖSTUDAGUR TIL FJÁR
KAFFIVEL
Tilvalin fyrir sumarbústaðinn
Í DAG
Á KOSTNAÐARVERÐI
byggtÖbUið
I KRINGLUNNI