Morgunblaðið - 24.05.1991, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDÁGUR 24. MAÍ 1991
Opið bréf til Framkvæmda-
stiórnar Leiklistarráðs
Þ.ÞORGRÍMSSON&CO
Ármúla 29, Reykjavik, sími 38640
eftir Viðar
Eggertsson
Eins og ykkur mun e.t.v. kunn-
ugt var EGG-leikhúsið stofnað 21.
júlí 1981 með sýningunni „Ekki ég
... heldur ...“ eftir Viðar Eggerts-
son, sem þá var frumsýnd í Nýlista-
safninu og vakti athygli fyrir sér-
stöðu og þótti reyna á „þanþol leik-
húsformsins". Sýningin var tilraun
með samband leikanda og áhorf-
anda. Sýningar urðu 32 og stóðu
eina nótt. EGG-leikhúsið náði at-
hygli víða um heim, þar sem það
hefur sýnt sérstaka leikgerð á verk-
inu undir nafninu „Not I... but...“.
Leikhúsið hefur ekki getað sinnt
öllum þeim boðum sem því hefur
borist og má helst rekja ástæður
þess hve févana það hefur verið til
slíkrar kynningar á íslenskri leik-
list. Þess má þó geta að 'fyrrnefnd
sýning var sýnd alls 280 sinnum.
Ónnur sýning leikhússins, „The
Turtle Gets There Too (Skjaldbakan
kemst þangað líka)“, eftir Árna
Ibsen hefur einnig verið sýnd víða
um heim. Hafa þessar sýningar
EGG-leikhússins vakið athygli á
íslenskri leiklist og jafnan fengið
lofsamlega dóma fyrir nýstárleika
og alvarlegt og tímabært inntak og
þótt reyna á „þanþol leikhúsforms-
ins_“.
í þau tæp tíu ár sem EGG-leik-
húsið hefur starfað, hefurþað jafn-
ératórían Páll jiostull
eftir Mendelssohn
Frumflutningur óratóríunnar verður
föstudaginn 24. maí kl. 20 í Hallgrímskirkju.
Miðasala í Hallgrímskirkju kl. 12 - 18
og við innganginn. Upplýsingar
í síma 11416, 11417 og 11418.
an vakið athygli fyrir sýningar sín-
ar, en þær eru orðnar níu talsins,
en eingöngu þijár þeirra hafa hlot-
ið ijárstuðning frá hinu opinbera.
Ekki verða þessi verk tíunduð hér,
en þó ástæða til að staldra aðeins
við síðasta verk leikhússins fyrir
svið. Það er „Sál mín er hirðfífl í
kvöld“ sem var samþætting tveggja
einþáttunga, annars vegar eftir
belgíska rithöfundinn Ghelderode
og hins vegar Árna Ibsen. Þessi
sýning var eingöngu leikin hérlend-
is, en vakti þó athygli út fyrir land-
steinana (enda er þó nokkur fjöldi
erlendra leihúsáhugamanna sem
fylgist með sýningum leikhússins),
því til sönnunar skulu tilfærð orð
norska gagnrýnandans Edvard
Hoem sem gerði sér ferð á sýningu
leikhússins og skrifaði m.a. í blað
sitt Dagbladet. „Ein kan ikkje anna
enn forundra seg, over det kunstn-
eriske niváet. Dersom dette er typ-
isk for islandsk gruppeteatret, , er
de visst mange andre teaterprosjekt
i Norden som berre kan avlysast jo
för jo heller. — Eit opplegg basert
pá hög professjonell ambisjon og
ein ravgalen visjon om kva teatret
er og bör vera.“ Þetta litla dæmi
verður að nægja úr þeim bunka
lofsamlegra umsagna sem leikhús-
inu hefur fallið í skaut og er ein-
göngu til að sýna að allt fram til
síðustu verka sinna hefur leikhúsið
þótt framsækið meðal kunnáttu-
manna, sem ekki hafa haft neinn
hagnað af að hampa því.
Á þessu ári verður EGG-leikhús-
ið tíu ára og er því elst þeirra at-
vinnuleikhópa sem nú starfa og
ekki njóta reglulegra ijárveitinga.
í tiléfni þessara tímamóta hugðum
við sem að EGG-leikhúsinu stönd-
um, minnast þeirra með veglegri
sýningu á einni af fornsögum okkar
Islendinga, „Bandamannasögu“.
Virkja þannig bókmenntaarfinn í
framsæknu leikhúsi. Enda við hæfi
þar sem langflest verkefni Ieikhúss-
ins hafa verið frumflutningur ís-
lenskra leikverka. Við hófumst þeg-
ar handa við undirbúning síðasta
sumar. Þá starfrækti leikhúsið leik-
smiðju með völdu leikhúslistafólki:
Ingridi Jónsdóttur, Baltasar Korm-
áki, Stefáni Sturlu Siguijónssyni
og Kristjáni Franklín Magnús lei-
kurum, Guðna Franssyni tónskáldi,
Viðari Eggertssyni leikstjóra,
Sveini Einarssyni handritshöfundi,
Sigrúnu Guðmundsdóttur búninga-
hönnuði og Birni Jónssyni leik-
myndahönnuði. Þessir listamenn
störfuðu meira og minna saman í
einn mánuð 6-8 tíma á dag. í leik-
smiðju þessari var grunnur lagður
að nýstárlegri sýningu á „Banda-
mannasögu“. Áhugi ýmissa kvikn-
aði þegar á sýningunni, þar sem
um forvitnilegt verkefni var að
ræða. Tvö boð bárust erlendis frá
þegar á leiksmiðjutímanum og fleiri
voru í farvatninu. Eins og nærri
má geta þóttumst við vera vel undir-
búin til að sækja um styrk af íjár-
veitingu þessa árs, til að hrinda
sýningunni af stað og myndi þá
Borgar Garðarsson leikari bætast í
hópinn. Einnig var sótt um styrk
til að sviðsetja nýstárlegan einleik
„Strategie eines Schweines" til sýn-
ingar í upphafi 11. starfsárs leik-
hússins og þannig tengjast því sem
leikhúsið hefur verið þekktast fyrir,
þ.e. óvenjulega einleiki.
Vert er að taka fram áður en
lengra er haldið, að vegna Ijárhags-
stöðu hefur leikhúsið einbeitt sér
að fámennum sýningum sem kostað
hafa lítinn umbúnað. Fremur látið
reyna á þanþol þeirra aðstæðna sem
það hefur búið við. Enda hefur það
engan skuldahala nema við lista-
mennina sem hafa þegið lítil sem
engin laun.
Við sem stöndum að leikhúsinu
töldum ekki rétt að sækja um af
fjárveitingu til atvinnuleikhópa til
að greiða þær launaskuldir, enda
álitið að henni væri ætlað að hrinda
af stað sýningum atvinnuleikhópa.
Hver leikhópur er sjálfstæður og í
sjálfsvald sett hvort hann ræðst í
verkefni eða ekki, hvort sem er með
tvær hendur tómar eða létta pyngju
frá menntamálaráðuneytinu. Enda
sér hver maður í hendi sér hvernig
ástandið yrði, ef allir atvinnuleik-
hópar réðust í þær sýningar sem
hugur þeirra stendur til og með
þeim tilkostnaði sem þeir vildu
leggja í sýningarnar og gætu síðan
sent bakreikningana til mennta-
málaráðuneytisins. Sú stefna virðist
þó ætla að verða ofaná ef litið er
til hvernig fjárveitingu þessa árs
Viðar Eggertsson
„Hver er ástæða þess
að ekki er rúm fyrir
EGG-leikhúsið í björt-
ustu framtíðardraum-
um um aukna fjárveit-
ingu til atvinnuleik-
hópa?“
og þess síðasta til atvinnuleikhópa
hefur verið varið.
Mánudaginn 22. apríl sl. var boð-
ið til fundar með fulltrúum þeirra
atvinnuleikhópa sem sóttu um ijár-
stuðning á þessu ári og blaðamönn-
um. Þar gerði Kolbrún Halldórs-
dóttir formaður framkvæmda-
stjórnar Leiklistarráðs grein fyrir
fjárveitingum til atvinnuleikhópa.
Tillaga framkvæmdastjórnar í um-
boði menntamálaráðueytisins var,
að þrír leikhópar fengju styrki að
þessu sinni, m.a. til að rétta af ijár-
hagsstöðu þeirra. EGG-Ieikhúsið er
ekki í þessum hópi og lítið við því
að segja, þar sem það getur tæpast
verið áskrifandi að fjárveitingu og
eflaust brýnni verkefni sem lágu
fyrir frá þessum þremur hópum en
EGG-leikhúsinu. Þá kom fram í
máli Kolbrúnar að framkvæmda-
SmáMál ERU HIN BESTU MÁL
Taktu þau fyrir
um helgina
- með fjölskyldunni.