Morgunblaðið - 24.05.1991, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1991
Heiðraður fyrir þátt í
friðun arnarstofnsins
EIÐUR Guðnason umhverfisráðherra veitti á miðvikudag Birni
Guðbrandssyni lækni viðurkenningu Islandsdeildar Norræns
umhverfisárs fyrir þátt sinn í friðun íslenska arnarstofnsins og
Gúmmivinnslunni fyrir endurvinnslu á gúmmíi. Athöfnin fór
fram í Norræna húsinu að viðstöddum forseta íslands, frú
Vigdísi Finnbogadóttur.
í máli umhverfisráðherra kom
fram að á engan væri hallað þótt
fullyrt væri að Bjöm Guðbrands-
son Iæknir ætti stærstan þátt í
því að íslenska amarstofninum
hefði verið bjargað frá útrýmingu.
„Fyrir atorku, ódrepandi dugnað
og þrautseigju Bjöms og banda-
manna hans tókst að koma í veg
fyrir óbætanlegt umhverfísslys,“
sagði umhverfísráðherra.
Umhverfísráðherra sagði að það
væri nýlunda hér á landi að fyrir-
tæki láti til sín taka á sviði um-
hverfísverndar. Gúmmívinnslan á
Akureyri sem hefði starfað frá
árinu 1983 hefdi lagt til merkan
skerf til umhverfismála. Árlega
falli til þúsundir af notuðum hjól-
börðum sem eru til vandræða í
umhverfínu. Gúmmívinnslan sinni
í vaxandi mæli endurvinnslu gam-
alla hjólbarða, breyti þeim í nytja-
vaming af ýmsu tagi, svo sem
Vitni vantar
Slysarannsóknadeild lögreglunn-
ar í Reykjavík lýsir eftir vitnum að
banaslysi sem varð við Hekluhúsið
við Laugaveg síðdegis þann 17.
apríl síðastliðinn. Þar lentu í
árekstri bifhjól og jeppi. Sérstak-
lega er lýst eftir konu sem ók Dai-
hatsu-bifreið í austurátt, samsíða
sendibifreið.
mottur, hellur, umferðarhnalla og
trollbobbinga. Það sé samdóma
álit þeirra sem til þekkja að hjá
þessu fyrirtæki fari saman dugn-
aður, hugsjónir og hagsýni. 50
tonn af hjólbörðum séu endurunn-
in hjá fyrirtækinu á hverju ári og
uppi séu hugmyndir um að fjór-
falda það magn innan skamms.
Þórarinn Kristjánsson fram-
kvæmdastjóri Gúmmívinnslunnar
veitti viðurkenningunni viðtöku
fyrir hönd fýrirtækisins.
Morgunblaðið/Keli
Frá setningu Kirkjulistahátíðar í Hallgrímskirkju en meðal gesta voru Helgi Skúlason, Helga Bac-
hmann, sr. Ragnar Fjalar Lárusson, Herdís Helgadóttir, Ingibjörg Rafnar, Þorsteinn Pálsson dóms-
og kirkjumálaráðherra, Ebba Sigurðardóttir, hr. Ólafur Skúlason biskup, Sólveig Æsgeirsdóttir,
hr. Pétur Sigurgeirsson biskup, sr. Guðmundur Þorsteinsson, sr. Jón Dalbú Hróbjartsson og Inga
Þ. Geirlaugsdóttir.
Davíð Oddsson um val á borgarstjóraefni;
Venjan að hópurinn
geri upp þessi mál
ELLERT B. Schram, ritstjóri DV, lagði til í grein sl. laugardag að
haldið yrði nk. prófkjör um borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins sem
ekki yrði einskorðað við borgarsljórnarflokk sjálfstæðismanna. Þegar
Morgunblaðið bar þessa hugmynd undir Davíð Oddsson, borgarstjóra,
sagði hann að hann hefði ekki kynnt sér hugmyndir Ellerts. Venjan
væri hins vegar sú að borgarsljórnarhópurinn gerði þessi mál upp
við sig innbyrðis. Flestir þeir sem þar væru hefðu þar að auki gengið
í gegnum prófkjör og fengið þar stuðning fólks.
Morgunblaðið bar hugmyndina hafa reynst mjög farsæl og full
INNLENT
um prófkosningu um borgarstjóraef-
nið einnig undir þá borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins sem helst hafa
verið orðaðir sem líklegir til að taka
við af Davíð Oddssyni er hann lætur
af störfum sem borgarstjóri.
Árni Sigfússon, borgarfulltrúi,
segir að sú leið sem hingað til hafí
verið notuð við val á borgarstjóra
ástæða til að ætla að hún muni reyn-
ast það áfram. „Þau mál ræðum við
í okkar hópi og höfum við þegar
hist einu sinni vegna þessa,“ segir
Ámi.
„Þetta er alveg fráleit hugmynd,“
segir Magnús L. Sveinsson, forseti
borgarstjórnar. „Það er almennt
gengið út frá því að borgarstjórnar-
Jötunuxar á
Gjánni
SUNNLENDINGUM gefst kostur
á að sjá og heyra hljómsveitina
Jötunuxa spila í Gjánni á Selfossi
í kvöld, föstudaginn 24. maí. Jöt-
unuxar munu m.a. kynna lög af
hljómplötu sem þeir hafa nýlega
lokið upptökum á og kemur út í
júní. Hljómsveitina skipa: Rúnar
Friðriksson, Guðmundur Gunn-
laugsson, Hlöðver Ellertsson, Jón
Óskar Gíslason og Jósep Sigurðs-
son.
Hljómsveitin Jöt.unuxar.
fiokkurinn geri tillögu til borgar-
stjórnar um borgarstjóra. Þannig
hefur þetta ævinlega verið og sá
háttur verður einnig hafður á núna.
Það kemur ekki til greina að mínu
áliti að vísa þessu til fulltrúaráðsins.
Við þurfum að gera okkur grein
fyrir því að þegar kosið er, er kosið
til fjögurra ára í senn. Og þó að við
göngum út frá því að tiltekinn mað-
ur sé í framboði sem borgarstjóra-
efni þá geta aðstæður breyst. Við
erum með varamenn í borgarstjórn
til að koma inn ef aðalmenn forfall-
ast og hljótum einnig að ganga út
frá því að ef borgarstjóri hverfur
úr starfí höfum við á að skipa það
hæfu fólki að það sé fullfært um
að gera tillögur um borgarstjóra-
efni. Það er beinlínis gert ráð fyrir
því að mínu mati. Annað er alveg
fráleitt."
Hann sagði tillögu Ellerts B.
Schram einungis vera hugaróra.
Framboðshugmyndir hans væru einu
ári of seint á ferðinni en þá hefði
síðast verið kosið til borgarstjórnar.
Katrín Fjeldsted, borgarfulltrúi,
segir hugmyndir af þessu tagi ekki
hafa verið til umræðu. „Það er ekki
verið að leita að manni utan borgar-
stjómarflokksins og maður tekur því
ekki afstöðu til svona hugmynda."
„Þetta mál, val á borgarstjóra, er
til umfjöllunar í borgarstjórnar-
flokknum og einungis á þeim vett-
vangi ræði ég það,“ segir Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi.
Þorsteinn Gylfason
Almennur fyrir-
lestur í Há-
skóla Islands
í TILEFNI af 80 ára afmæli Há-
skóla íslands í ár mun kynningar-
nefnd Háskólans standa fyrir al-
mennum fyrirlestrum fræði-
manna um fjölmörg efni á þessu
ári. Fyrsti fyrirlesturinn verður
haldinn laugardaginn 25. maí nk.
kl. 15.00 í stofu 101 í Odda. Þar
mun.Þorsteinn Gylfason prófess-
or í heimspeki flytja fyrirlestur
er hann nefnir Orðasmíð.
Fyrirlesturinn fjallar bæði um
íslenska orðmyndun og heimspeki-
lega merkingarfræði. Þar mun Þor-
steinn gagnrýna ýmsar ríkjandi hug-
myndir um nýyrðasmíð og íðorða-
starf. Þá gagnrýni mun hann síðan
tengja fáeinum hugmyndum sínum
um frumatriði merkingarfræðinnar.
Um þessar hugmyndir hefur hann
ijallað mikið erlendis á undanförnum
árum, en lítið á íslandi. Ein ritgerða
hans um merkingarfræði hefur birst
á ensku, frönsku, kínversku og
spænsku. Fyrirlesturinn er öllum
opinn.
(Fréttatilkynning)
Kirkjulistahátíð ’91;
Óratórían Paulus flutt í
Hallgrí mskirkj u í kvöld
ÓRATÓRÍAN Páll postuli, eftir Felix Mendelssohn-Bartholdy, er
á dagskrá Kirkjulistahátíðar í Hallgrímskirkju í kvöld, föstudag-
inn 24. maí kl. 20. Flytjendur eru Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran,
Alina Dubik mezzósópran, Frieder Lang tenór, Andreas Schmidt
barítón, Loftur Erlingsson og Ragnar Davíðsson bassar auk Mót-
ettukórs Hallgrímskirkju og Sinfóníuhljómsveitar Islands. Sljórn-
andi er Hörður Áskelsson.
Óratórían Paulus var frumflutt
á Rínartónlistarhátíðinni árið
1836 og var flutningur hennar
hápunktur hátíðarinnar, segir í
efnisskrá listahátíðar. Tveimur
árum síðar hafði verkið verið flutt
í nær 50 borgum í Þýskalandi.
I texta óratóríunnar er nær
algerlega byggt á texta biblíunn-
ar. „Ofsafenginn múgur strang-
trúaðra Gyðinga grýtir Stefán,
fyrsta kristna píslarvottinn. Sál
frá Tarsus ofsækir einnig hina
kristnu söfnuði miskunnarlaust
og notar lærdóm sinn til þess að
veija með oddi og egg lögmál
feðranna."
Mendelsson var Gyðingur að
ætt og uppruna, en valdi að láta
skírast til kristinnar trúar. Hann
samdi verk sín undir áhrifum af
gömlu meisturunum J.S. Bach og
F. Hándel. „Tónlist hans var þó
aldrei nein eftiröpun. Hvarvetna
komast persónuleg sérkenni hans,
hlýja og heit tilfinning, til skila
með ósviknum Mendelssohnskum
brag.“
Morgunblaðið/Sverrir
Björn Guðbrandsson læknir, t.v., og Þórarinn Kristjánsson fram-
kvæmdastjóri Gúmmívinnslunnar með viðurkenningaskjölin.
Viðurkenningar Norræns umhverfisárs: