Morgunblaðið - 24.05.1991, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1991
Iðnaðarráðherra:
„Ráðstj ómarhugmynd-
ir stj ómarandstæðinga4 ‘
Vaxtahækkun er skattahækkun, segir Svavar Gestsson
FRAMHALDSUMRÆÐUR um stefnuræðu forsætisráðherra voru í Sam-
einuðu þingi í fyrradag. Ekki tókst að ljúka umræðu og verður henni
framhaldið á mánudaginn. Þá verður væntanlega einnig skýrsla fjár-
málaráðherra um stöðu ríkisfjármála rædd en henni var dreift til þing-
manna í upphafi fundar.
Kristín Einarsdóttir (SK-Rv)
taldi ekki þörf á að bæta mörgu við
gagnrýni talsmanna Kvennalistans
sem fram hafði komið í útvarpsum-
ræðunum síðastliðið þriðjudagskvöld
en það voru nokkur atriði sem hún
vildi ræða frekar, m.a. taldi hún
ummæli í stefnuræðu Davíðs Odds-
sonar forsætisráðherra um að ríkis-
stjórn hefði bolmagn til að fella úr
gildi margvísleg ólög skráð og óskráð
sem truflað hefðu menn við verð-
mætasköpun og viðskipti, benda til
þess að hömlulaust markaðskerfi
væri stefna ríkisstjórnarinnar.
Kristín taldi einnig ástæðu til að
forsætisráðherra útskýrði betur það
stefnumarkmið að kannaðir yrðu
kostir þess að tengja íslensku krón-
una við evrópska myntkerfið. Hvern-
ig ætlaði ríkisstjórnin að mæta sveifl-
um í hagkerfinu? Það mátti skilja
af orðum ræðumanns að hún tryði
ríkisstjórninni til að seilast í vasa
launafólks í þeim tilgangi.
Ræðumaður taidi fyrstu ráðstaf-
anir ríkisstjórnarinnar ekki lofa
góðu. Hún spennti upp vextina og
fjármagnseigendur högnuðust án
þess að þurfa að greiða nokkuð af
þeim ávinningi. Krístin taldi litla stoð
í ákvæði í stefnuskrá ríkisstjórnar-
innar um að samræmd yrði skatt-
lagning eigna og eignatekna.
í stefnuræðu forsætisráðherra
kom m.a. fram að lögð yrði mikil
áhersla á einkavæðingu ríkisfyrir-
tækja. Kristínu fannst oftast vera
talað um einkavæðingu einkavæð-
ingarinnar vegna, hún taldi að sölu
ríkisfyrirtækja yrði að gaumgæfa
mjög vel. Reynslan væri misjöfn er-
lendis og oft hefði ekki verið tekið
tillit til heildarhagsmuna. Ræðumað-
ur varaði við að komið yrði á fót
einokunarfyrirtækjum í einkaeigu og
var Bifreiðaskoðun íslands nefnd í
því sambandi. Kristín taldi það þó
vera af hinu góða að dregið yrði úr
miðstýringu í kerfinu og sjálfstjórn
stofnana og ábyrgð starfsmanna yrði
aukin.
Kristín sagði ráðuneyti umhverfis-
máia vera eitt hið mikilvægasta í
stjórnarráðinu og ítrekaði þá skoðun
að gera yrði hinar ströngustu kröfur
í því álveri sem væntanlega verður
reist á næstu árum. Hún innti um-
hverfismálaráðherra um stöðu þeirra
mála.
Ræðumaður óttaðist um velferð-
arríkið í höndum þessarar ríkisstjórn-
ar og reifaði hann sérstaklega mál-
efni kvenna og barna og brýndi fyr-
ir þingmönnum að standa betur á
þeim málum en hingað til hefði
reynst. Almennt sýndist Kristínu
Einarsdóttur málafylgja ríkisstjóm-
arinnar bera miklu ráðleysi vitni.
Ríkisstjórninni yrði einna helst til
úrræða að gefa alveg eftir efnahags-
lega stjórn til yfirþjóðlegra stofnana.
í ræðulok sagði Kristín Einarsdóttir
að Samtök um Kvennalista myndu
leitast við að vera málefnaleg og
þingmenn hans myndu taka ' undir
þau málefni ríkisstjórnarinnar sem
góð þættu. En þeirra hlutverk yrði
að gæta hagsmuna kvenna, bama
og umhverfisins og sjá til þess að
efnalegt og menningarlegt sjálfstæði
þjóðarinnar yrði í heiðri haft.
Allt blátt
Svavar Gestsson (Ab-Rv) gerði
að umtalsefni í upphafi sinnar ræðu
að stefnuyfirlýsingar ög skýrslur
þessarar ríkisstjórnar væm bundnar
í bláu bandi. Taldi Svavar það viðeig-
andi að litur Sjálfstæðisflokksins
væri á útgáfunni því allt væri blátt
frá þessari ríkisstjórn; kratar ættu
þar ekkert nema fimm stóla.
Svavar ræddi nokkuð útgáfu ríkis-
stjórnarinnar. Hann gagnrýndi harð-
lega að ráðherrar ríkisstjórnarinnar
hefðu í útvarpsumræðum í fyrra-
kvöld talað um skýrslu fjármálaráð-
herra um stöðu ríkisfjármála áður
en þingmenn hefðu borið hana aug-
um. Nú hefði þessari skýrslu verið
dreift í upphafi þessa þingfundar; svo
seint að óhjákvæmilegt væri að hafa
um hana sérstaka umræðu, væntan-
lega í næstu viku. Stefnuyfirlýsing
ríkisstjórnarinnar, fyrsta bláa kverið,
hefði vakið athygli fyrir það að vera
stutt og snaggaralegt en fram hefði
komið samkvæmt viðtölum við ráð-
herra að til væm gögn sem hétu
„bakskjöl". Svavar vildi fá að vita
hvar þessi bakskjöl væru og vænti
þess að forsætisráðherrann sæi sér
fært að birta þinginu þessi skjöl.
„Hvað er í hinum óttalegu bakskjöl-
um?“ Svavar taldi mögulegt að ein-
hver þeirra væru eldri en frá því í
kosningunum. E.t.v. mars eða febrú-
ar.
Svavar gerði að umtalsefni það
val ríkisstjórnarinnar að hafna
skattahækkunum en hækka frekar
vexti. Svavar sagði vaxtahækkun
vera ekkert annað en skattahækkun
á atvinnuvegi og húsbyggjendur.
Síðasta vaxtahækkun væri í þynging
um 7-8 milljarða. Þessi skattahækk-
un legðist á atvinnuvegina og ein-
staklinga án tillits til fjárhags þeirra
sem greiða ættu. Hann innti forsæt-
isráðherra og viðskiptaráðherra eftir
því, hvaða kannanir lægju fyrir um
áhrif þessara vaxtahækkana á hag
húsbyggjenda og hag atvinnguveg-
anna og möguleika þeirra til að
greiða kaupbætur í samræmi við
þann viðskiptakjarabata sem þjóðin
hefði fengið undanfarin misseri.
Félagsmálaráðherrann var einnig
inntur eftir því hver hann hygði áhrif
vaxtahækkana verða á húsbréfa- og
vaxtabótakerfið.
Svavar samþykkti ekki þau rök
að ríkisstjórnin tæki við þjóðarbúinu
í kaldakoli og yrði því að hækka
vextina. Sparnaður landsmanna færi
eftir fleiru en vaxtastigi, greindi
hann frá því að í aprílmánuði síðast-
liðnum hefði aukning í innlánum og
ný útgáfa verðbréfa numið 1,3 millj-
arði, en almenn útlán á sama tíma
um 1,1 milljarði. Þetta bæri því ekki
vitni að sparnaður hefði verið að
hrynja.
Svavar taldi í sinni ræðu að ríkis-
stjórnin stefndi að því að binda Is-
land við erlend bandalög í ríkari
mæli. Hvað þýddi það að tengjast
evrópska myntkerfinu og afsala sér
gengisskráningarvaldinu? Hann
spurði hvort þetta hefði verið rætt
innan þingflokka Alþýðuflokks og
Sjálfstæðisflokks.
Óskertur hlutur
Eiður Guðnason umhverfismála-
ráðherra tók undir orð Kristínar Ein-
arsdóttur um að umhverfismálin
væru hin mikilvægustu og vildi full-
vissa hana um að nýtt álver yrði
búið hinum fullkomnustu mengunar-
vörnum sem tíðkanlegar væru í
slíkum fyrirtækjum.
Eiður svaraði Svavari Gestssyni
því að auðvitað hefði verið rætt inn-
an þingflokks Alþýðuflokks um að
kanna fordómalaust að tengjast evr-
ópska myntkerfinu.
Eiður sagðist hafa heyrt það áður
að Alþýðuflokkurinn hefði fengið
litlu framgengt í þessu stjórnarsam-
starfi. Hann taldi það ekki lítinn hlut
að fá þann málaflokk sem 86-87%
landsmanna teldu mestu skipta,
þ.e.a.s. umhverfismál.
Jóhannes Geir Sigurgeirsson
(F-Ne) vísaði til ummæla Davíðs
Oddssonar að ríkisstjómin mæti það
svo að hæfilegar aðhaldsaðgerðir á
sviði ríkisfjármála og peningamála
myndu duga til að koma á jafnvægi
í þjóðarbúskapnum og varðveita for-
sendur kjarasáttar og stöðuðleika í
gengi. Það skyti skökku við ef þetta
hefði verið allur vandinn sem við
blasti en tala svo með þeim hætti
að ekki stæði steinn yfir steini í pen-
inga- og ríkisfjármálum. Jóhannes
Jón Svavar
Sigurðsson Gestsson
Geir taldi að stærsti þensluvaldurinn
á peningamarkaðnum væri ekki
ríkisfjármálin heldur húsnæðismálin.
Húsbréfakerfinu hefði verði skellt
inn án þess að hyggja nánar að því
að sníða agnúana af eldra kerfi.
Hefði harka Jóhönnu Sigurðardóttur
félagsmálaráðherra þar ráðið svo
engu tauti hefði verið við komandi.
Það kom fram í ræðu Jóhannesar
Geirs að Alþýðubandalagið hefði að
nokkru leyti brugðist á síðustu mán-
uðunum í ríkistjórnarsamstarfinu.
Fjármálaráðherrann hefði reynst of
undanlátssamur og ríkisfjármálin að
nokkru leyti farið úr böndum. Enn
alvarlegra hefði þó verið að ráðherr-
ar hefðu hætt að gera greinarmun á
flokk og ríki. Það hefði m.a. komið
fram í útgáfu auglýsingabæklinga
og samningagleði um nýfram-
kvæmdir.
Um stefnu núverandi ríkisstjórn-
arinnar almennt sagði ræðumaður
m.a. að hún einkenndist af hörðum
enskum fijálshyggjuskóla og fyrstu
aðgerðir ríkisstjórnarinnar staðfestu
það.
Jóhannes Geir ræddi í nokkru
máli um landbúnaðarmál og fagnaði
því að framfylgja ætti þeirri stefnu
sem bændur og stjómvöld hefðu
mótað. Ræðumaður lýsti sig einnig
fylgjandi því að skógrækt væri mála-
flokkur sem tilheyrði landbúnaðar-
ráðuneytinu og innti Halldór Blöndal
nánar um það atriði. Davíð Oddsson
forsætisráðherra var spurður um
hvort lög um aðstöðugjöld væru
meðal þeirra ólaga sem ætti að
breyta eða fella úr gildi.
Hagkvæmni ogjöfnuður
Jón Sigurðsson iðnaðar- og við-
skiptaráðherra sagði að ríkisstjórnin
væri mynduð um stór verkefni, fijáls-
ara, jafnara og réttlátara þjóðfélag;
ijúfa kyrrstöðu og efla verðmæta-
sköpun. Það væri ranghugmynd að
hagkvæmni og jöfnuður þyrftu að
rekast á. Miklu oftar en ekki færi
markaðsfrélsi og jafnrétti einstakl-
inganna saman. Iðnaðar- og við-
skiptaráðherra taldi að fyrri fjár-
málaráðherra hefði margt vel gert
en tók undir þau orð Jóhannesar
Geirs Sigurgeirssonar að Olafi Ragn-
ari Grímsyni hefði nokkuð skjöplast
í lok síns valdaferils. Ræðumaður
fagnaði því hve stjórnarandstæðing-
ar létu sér annt um stefnumál Al-
þýðuflokksins. Um sjávarútvegsmál
sagði ráðherrann m.a. mikilvægt að
ná því skipulagi sem skilaði sem
mestum arði fyrir þjóðarbúið og það
fólk sem við sjávarútveginn inni.
Fiskveiðistjórnkerfið hefði lent í
vanda. T.a.m. kæmu upp ný vanda-
mál þegar 2.000 smábátum hefði
verið bætt við kerfið og það væru
vaxandi vandamál varðandi viðskipti
og framsal með veiðiheimildir. Gera
þyrfti ákvæðið í lögum um stjóm
fiskveiða um að fiskstofnarnir væru
þjóðareign virkt.
Ræðumaður sagði að móta yrði
landbúnaðarstefnu sem hefði að leið-
arljósi lægra verð til neytenda, bætta
samkeppnisstöðu bænda og verndun,
lægri ríkisútgjöld og gróðurvernd.
Þetta fæli m.a. í sér breytingar á
dreifingar- og vinnslukerfi landbún-
aðarvara í framhaldi af endurskoðun
búvörusamningsins. Unnið yrði af
skynsemi að því að lækka kostnaðinn
í þessu kerfi.
Viðskiptaráðherra sagði húsnæði-
skerfið frá 1986 hafa verið mistök
frá upphafi. Ráðherra sagði vanda
og kostnað í húsnæðismálum nú ekki
lengur falinn í reykjarkófi verð-
bólgubálsins. í sinni ræðu hafnaði
hann „ráðstjórnarhugsun" sem hann
taldi sig verða varan við í málflutn-
ingi stjórnarandstæðinga; ætla að
stjórna vöxtum með valdboði. Svavar
Gestsson hefði talað um vexti sem
skatt. Ræðumaður minnti á að fjár-
magnseigendur væru m.a. almenn-
ingssjóðir s.s. lífeyrissjóðir og að
þúsundir íslendinga ættu sparifé.
Vextir væru til að auka sparnað,
draga úr neyslu og hafa áhrif á ráð-
stöfun fjármuna. Ríkisstjórnin hefði
orðið að horfast í augu við veruleik-
ann á lánamarkaðinum.
Jóhanna Sigurðardóttir, félags-
málaráðherra, tók næst til máls.
Svaraði hún gagnrýni á hækkun
vaxta á húsnæðismálastjórnarlánum
og lagði fram dæmi um hvað þessi
vaxtahækkun þýddi í aukinni
greiðslubyrði. Lagði hún áherslu á
að fólk með lágar og meðal tekjur
fengi vaxtakostnaðinn endurgreidd-
an.
Hún svaraði einnig gagnrýni á
húsbréfakerfið sem komið hafði fram
í máli Ólafs Ragnars Grímssonar
fyrr í umræðunum. Sagði Jóhanna
að hún teldi að ekkert hefði aðstoðað
fyrrum íjármálaráðherra jafn mikið
við að ná niður halla ríkissjóðs og
húsbréfakerfið. Ólafur Ragnar hefði
hins vegar kosið að fjármagna ríkis-
sjóð í' gegnum Seðlabanka til að
koma í veg fyrir hækkanir á spari-
skírteinum.
Davíð Oddsson, forsætisráð-
herra, svaraði ýmsum athugasemd-
um sem komið höfðu fram í máli
fyrri ræðumanna. Taldi hann alþýðu-
bandalagsmenn m.a. gera full mikið
úr þeim lit sem væri á nýframlagðri
skýrslu um ríkisfjármál. Ef jafn djúp
merking væri lögð í aðra hluti s.s.
nýtt merki Alþýðubandalagsins
mætti lesa úr því margt. Þar væri
t.d. rauður punktur sem gæti þýtt
enda sósíalismans og græn sletta
sem væntanlega ætti að minna á
fortíð formannsins í Möðruvalla-
hreyfingunni. Varðandi allt. tal um
einhver „bakskjöl" þá hefði það legið
fyrir frá því að stjórnin var mynduð
að ætlunin væri að leggja fram ítar-
legri stjórnarsáttmála í haust.
Hann sagðist telja að þessar um-
ræður, sem hefðu orðið í kringum
stefnuræðuna, sönnuðu að fullyrð-
ingar um að auðvelt hefði verið að
endurvekja fyrri ríkisstjórn væru
rángar. Það mikill ágreiningur væri
uppi milli þessara flokka. Þá væri
það líka augljóslega rangt að
Kvennalistinn hefði getað orðið slíkri
stjórn einhver styrkur.
'“•v
FLUGLEIDIR
Upplýsingar í síma 690300 (alla 7 daga vikunnar) á söluskrifstofum okkar, hjá umboðsmönnum um land allt og ferðaskrifstofum.
*Stgr. á manninn m.v. 4 í bíl í b-flokki (2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára).
E3ŒJ