Morgunblaðið - 24.05.1991, Síða 27

Morgunblaðið - 24.05.1991, Síða 27
Stefnumótun í ferðamálum: Oflug* móttökuskrifstofa o g auk- ið beint flug brýnustu verkefnin Morgunblaðið/Rúnar Þór Sigtryggur Jónsson. MEGINFORSENDA þess að ferðaþjónusta eflist á Akureyri er að komið verði á fót öflugri móttökuskrifstofu sem milliliða- laust aðstoðaði ferðamenn m.a. við skipulagninu ferða og ráð- stefnuhalds. Þá er mikilvægt að efla upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn og auka beint flug til Akureyrar frá útlöndum. Nauð- synlegt er að sameina hagsmuna- aðila í ferðaþjónustu. Þetta kem- ur m.a. fram í nýrri skýrslu um stefnumótun í ferðamálum, sem vinnuhópur um ferðamál hefur skilað atvinnumálanefnd Akur- eyrar, en efni hennar var kynnt á fundi í gær. Hópinn skipuðu Jón Þór Gunnarsson, Sigríður Stef- ánsdóttir og Jakob Björnsson, en Þorleifur Þór Jónsson ferðamála- fulltrúi starfaði með hópnum. í skýrslunni kemur fram að áætl- áð hefur hefur verið að ferðamenn eyði um tveimur milljörðum á ári og fari veltutölur vaxandi. Áætlað er að ársverk í ferðaþjónustu séu um 1.500 og sé rétt að málum stað- Skjót viðbrögð viðstaddra og góð aðhlymiing skiptu sköpum ið megi auka þau meira en um þau 200 ársverk sem áætlað er að þeim fjölgi á næstu 10 árum. Þeir þættir sem byggja þarf upp eru m.a. að auka mikilvægi bæjarins sem þjónustumiðstöðvar fyrir Norð- urland, það megi gera með því að leggja áhersiu á menningu, auka verslun og þjónustu í bænum, m.a. með því að hafa verslanir opnar á laugardögum. Á veturna verði að leggja áherslu á ímynd bæjarins sem vetraríþróttamiðstöðvar, en að vori og hausti verði reynt að ná til bæjar- ins fundum og ráðstefnum auk svo- kallaðra hvataferða. Hvað varðar framkvæmdir á sviði ferðamála er lagt til að hagsmunaað- ilar í ferðaþjónustu sameini krafta sína m.a. með rekstri kynningar- og upplýsingaskrifstofu. Þá sé nauð- synlegt að þrýsta á ríkisvaldið að ljúka uppbyggingu Akureyrarflug- vallar sem millilandaflugvallar innan tveggja ára. Einnig að tjaldstæði- verði komið í betra horf þannig að rými verði fyrir 350 tjöid þar og aðstaðan verði bætt auk þess sem afar mikilvægt sé að Sundlaug Ak- ureyrar verði endurbætt og strax verði hafist handa við gerð barna- laugar á svæðinu. Fram kom á fundinum að ekki skorti hugmyndir, en þeim þyrfti að koma í framkvæmd. Hópurinn taldi hlutverk bæjarins einkum eiga að felast í stefnumarkandi verkefnum og þátttöku í starfsemi er lýtur að ferðaþjónustu í heild, m.a. í kynn- ingu og sem aðili að upplýsingamið- stöð, en hvað beinar framkvæmdir varðar er að bænum snúa er gerð barnaaðstöðu við sundlaugina og stækkun tjaldstæðis. - segir Sigtryggur Jónsson sem bjargað var úr Sundlaug Akureyrar SIGTRYGGUR Jónsson telur að þrennt hafi orðið til þess að giftusani- lega tókst að bjarga lífi hans eftir að hann rotaðist og féll til botns í Sundlaug Akureyrar á laugardaginn; skjót viðbrögð viðstaddra, góð aðhlynning á sjúkrahúsi, auk þess sem líkamlegt ástand hans sjálfs hafi verið gott. Sigtryggur, sem er Reykvíkingur, var á ferðalagi á Akureyri um hvíta- sunnuna og sagðist hafa brugðið sér í sund á laugardaginn, en hann syndi að jafnaði mikið auk þess að stunda líkamsrækt. Hann sagði að atvikið hefði orðið með þeim hætti að hann hefði í fyrstu farið í heita pottinn til að hita sig upp fyrir sundið, en síðan væri vani hans að fara ofan í laugina þar sem grynnri endi hennar er. „Ég fer þannig ofan í, að ég held í laugarbarminn, stekk út í, fóta mig, sný mér við og spymi frá. Það sem þarna gerist er að ég áttaði mig ekki á því að grynnri endi laug- arinnar snýr öfugt við það sem vani er til í flestum sundlaugum, þ.e. dýpið er þeim megin sem snýr að búningsklefanum. Ég næ því ekki að botna er ég stekk út í og þegar það gerist rek ég höfuðið í laugar- brúnina og rotast,“ sagði Sigtrygg- ur, en hann sagðist aldrei áður hafá komið í sundlaugina á Akureyri. Sigtryggur taldi að þijú atriði hefðu einkum orðið til þess að svo giftusamlega tókst að bjarga honum, en hann lá meðvitundarlaus á botni laugarinnar um stund. „Það sem ég BRYNDÍS Pálsdóttir fiðluleikari og Sólveig Anna Jónsdóttir píanóleikari halda tvenna tón- leika á Norðurlandi um helgina. Hinir fyrri verða haldnir á Akur- eyri á morgun, laugardag, á sal Tónlistarskólans á Akureyri og hefjast þeir kl. 17, en hinir síðari verða á Sauðárkróki á sunnudag. Á tel að skipt hafi sköpum eru skjót og hárrétt viðbrögð Jóhanns Jóns- sonar sem gestur var í sundlauginni er þetta átti sér stað og Þorsteins Þorsteinssonar sundlaugarvarðar, góð viðbrögð og aðhlynning á gjör- gæsludeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og í þriðja lagi er ég í góðu líkamlegu formi,“ sagði Sig- tryggur, en hann vildi að lokum koma á framfæri þökkum til Jó- hanns, Þorsteins og starfsfólks gjör- gæsludeildar FSA. efnisskránni eru verk eftir Bach, Beethoven, Prokofiev, Áma Bjöms- son og fleiri. Bryndís hefur síðustu tvö ár ver- ið fastráðinn fiðluleikari hjá Sin- fóníuhljómsveit íslands og kénnari við Tónlistarskólann í Reykjavík, en Sólveig Anna starfar sem píanó- kennari og píanóleikari á höfuð- borgarsvæðinu. Tvennir tónleikar e. nortæna binglO um umferðarlækningar 7.-9. ágúst 1991 - Hútel KEA, Akureyri Sjötta norræna þingið um umferðarlækningar verður haldið á Akureyri dagana 7.-9. ágúst 1991. Efni: Umferðarslys á landi, á sjó og í lofti og björgun- araðgerðir, sem taka.til þessara tegunda slysa. Þingið er ætlað heilbrigðisstarfsfólki, skipuleggjendum umferðar, flugmála- og siglingafélögum, áhugamanna- félögum, björgunarsveitum, sjúkraflutningamönnum, faraldsfræðingum, vísindamönnum og öllum, sem áhuga hafa á umferðarmálum. Vinsamlegast athugið að senda staðfestingu um þátt- töku eigi síðar en 1. júní til: Ferðaskrifstofunnar Nonna h/f, Brekkugötu 3, pósth. 926, 602 Akureyri (sími 96-27922, fax 96-26649). Nánari upplýsingar eru veittar hjá undirrituðum. HÉRAÐSLÆKNIRINN Á NORÐURLANDI EYSTRA Ólafur Hergill Oddsson, héraðslæknir. Sími 96-24052. KENNSLA Vélritunarnámskeið Notið sumarið og lærið vélritun. Vélritunarskólinn, s. 28040. FÉLAGSLÍF í Hreinsunardagur í Hamragili verður nk. laugardag 25. maí. Mæting eftir hádegi og takið pylsurnar með þvi við grillum seinni partinn. Félagar fjölmennið, því nú hreinsum við allt svæðið léttir i lund. Stjórr|in. FERÐAFELAG # ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3S 11798 195? Göngudagur Ferðafélagsins sunnud. 26. maíkl. 13.00 Nú ættu allir, ungir sem aldnir, að koma í göngu- ferð. Trjásýnisreiturinn í Vífilsstaðahlíð skoðaður. Nú er komið að 13. göngudegi Ferðafélagsins. Gengið verður um fallega skógarstíga i Vffils- staðahlíðini (Heiðmörk) og áð i trjásýnisreitnum (opnaður 1990). Farin verður um 2 klst. auðveld ganga um hlíðina, sér- staklega hentug fyrir fjölskyld- ur með börn. Að lokinni göngu og skoðun á trjásýnireitnum verður pylsugrill (hafiþ pylsur með). Sungið við harmóniku- og gítarundirleik. Appelsínusafi og góðgæti í boði FÍ. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin, kl. 13.00. Hægt að taka rúturnar á leiðinni t.d. á Kópavogshálsi, í Garðabæ og við kirkjug. Hafnarfirði. Verð 500,- kr., frítt fyrri börn 15. ára og yngri með foreldrum sínum. Hægt að koma á eigin bílum að trjásýnisreitnum, sem er í miðri Vífilsstaðahliö. Ekiö um Vífilsstaði eöa Flóttaveginn úr Hafnarfirði. Leitið uppl. á skrifst. Búrfellsgjá - Vífils- staðahlíð kl. 10.30 Þeir, sem vilja lengri göngu, geta mætt kl. 10.30 við BSÍ, austan- megin. Gengið um gjána frá Hjallasniði, þar sem vegurinn beygir fyrir Vifilsstaöahlíöina. Þar er einnig hægt að mæta á eigin bíium. Allir með Ferðafélaginu á göngudaginn. Kynnist góðum félagsskap og skemmtilegu úti- vistarsvæði. Á göngudeginum getið þið skráð ykkur í Ferðafé- lagið. Ath. ferðir félagsins eru öllum opnar, jafnt félögum sem öðrum. Nánari uppl. á skrifst., Öldugötu 3, opið kl. 9.00-17.00 alla virka daga. Á laugardaginn 25. maí verðum við á islandsdeginum i upplýs- ingamiðstöð Ferðamála. Banka- stræti 2, kl. 10.00-18.00. Munið ókeypis skoðunarferðir þaðan um Reykjavíkkl. 14.00 og 16.00. Feröafélag íslands. ÚTIVIST GRÓFIHH11 • REYKJAVÍK • SÍMIAÍMSVARI14606 Kvöldganga Þar eð margir misstu af kvöld- göngunni i fyrrakvöld vegna slæmrar veðurspár, verður gangan endurtekin í kvöld, föstudagskvöld 24. mai kl. 20.00. Gengið verður frá Stef- ánsvörðu eftir hluta gömlu þjóð- leiðarinnar suður með sjó og siðan niður i Nausthólsvík og austur með ströndinni að Hrafnagjá. Forn skjólgarður, krossgarður og rúnaristur skoð- aöar í leiðinni. Farið í leiki vestan við Klukku undir dynjandi harm- ónikuleik. Við göngum í hvaða veðri sem er! Básar - Goðaland 2 dagar, 25.-26. maí I tilefni þess að nú er farið að vora i Básum og trén tekinn að laufgast, býður Útivist upp á tveggja daga ferð á þennan vin- sæla stað á sérstaklega hag- stæöu verði. 3.400 fyrir félags- menn og 3.800 fyrir utanfélags- menn. Að venju verða skipulagö- ar gönguferðir um Goðaland og Þórsmörk þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Brottför á laugardags- morgun kl. 08.00. Komið heim á sunnudag um kl. 19.00. Miða veröur að panta á skrifstofu Úti- vistar í síðasta lagi fyrir lokun á föstudag, 24. mai. Esja Sunnudagur 26/5 kl. 13.00. Nú er aftur kominn tími til þess að ganga á fjöll! Boðlð verður upp á tvær mismunandi erfiðar göngur: Hópur A: Gengið upp Lág-Esj- una, sem er ein auðveldasta uppgönguleiðin en býður jafn- framt upp á frébært útsýni, og upp á Kerhólakamb. Farið verð- ur niður Esjubergið. Hópur B: Hraöferð, fer upp Esju- bergið og upp á Kerhólakamb og niður Gunnlaugsskarð. Áætl- að er að hóparnir hittist á Ker- hólakambi. Brottför ki. 13.00 frá BSÍ-bensínsölu. Stansað and- spænis Mætti, við Árbæjarsafn og við Kaupfélagið í Mosfellsbæ. Sérstakt tilboðsverð kr. 600. Ath.: Ef þú hefur ekki enn geng- ið á Esjuna, gefst hér lokkandi tækifæri til þess að ráða bót á því og kynnast þessu föngu- lega fjalli sem við höfum fyrir augum daglega - og það í góð- um hóp og i fylgd kunnugra manna. Sjáumst i Esjugöngunni! Útivist. H ÚTIVIST GROFIKHi 1 • REYKJAVÍK • SÍMl/SÍMSVARI 14606 Básar- Goðaland 2 dagar, 25.-26. mai. Nú gefst tækifæri til þess að eyða helginni á þessum einstaka stað fyrir gjafverð. Kr. 3.400 fyr-' ir félagsmenn, 3.800 fyrir utan- félagsmenn. Brottför á laugar- dagsmorgun kl. 08. Komiö heim á sunnudag kl. 19. Munið Esjugönguna á sunnu- daginn 26. maí. Sjáumst. Otivist. Qútivist öRÓFIHHI I • REYKJAVÍK • SÍMIAÍMSVARI14606 Með Útivist um ísland Laugardagur 25. mai Ferðakynning í Upplýsingamið- stöð ferðamála, Bankastræti 2. Kynnt verður ferðaáætlun Útivistar 1991. Hér gefst gott tækifæri til þess að kynnast starfsemi Útivistar og þeim teg- undum feröa sem félagið þýður’ upp á: Dagsferðum, þar á meðal raðgöngum og fjallgöngum, helgarferðum, jöklaferðum, hjól- reiðaferöum, sumarleyfisferðum (bakpokaferðum og ferðum sem eru sambland af rútu- og göngu- ferðum). Boðið verður upp á gönguferðir út frá Upplýsinga- miðstöðinni í fylgd með farar- stjórum Útivstar á eftirtöldum tímum: Kl. 13.30, 14.30, 15.30 og 16.30. Ekkert þátttökugjald. Sjáumst! Útivist. FERÐAFÉLmu ÍSLANDS ÖLDHGÖTIf 3 - S:11798-1P”33 24.-26. maí: Helgarferð til Vestmannaeyja Ferðast með Herjólfi eða flugi til Eyja. Gist í svefnpokaplássi. Skoöunarferðir um nýja hraunið. Gengið á Eldfell. Á siglingu um- hverfis eyjarnar gefur að lita ið- andi fuglalíf, stórbrotna hamra- veggi og hella. Leitið upplýsinga á skrifstofu Fi. Laugardaginn 25. maí verður ferðakynning í Upplýsingamið- stöð ferðamála, Bankastræti 2. Ókeypis skoðunarferð um Reykjavík meö leiðsögn kl. 14.00 og 16.00. Hinn árlegi Göngudagur Ferða- félagsins er á sunnudaginn 26. maí. Gengið verður um skóg- arstiga í Vffilsstaðahlíöinni og áð í trjásýnireitnum (opnaður 1990). Skipulagning öll miðast við að fjölskyldan geti öll verið með á Göngudegi F.í. Ferðafélag islands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.