Morgunblaðið - 24.05.1991, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUUAGUR 24. MAÍ 1991
SMAÞJOÐALEIKARNIR I ANDORRA
MGUÐMUNDUR Bragason tróð
knettinum á glæsilegan hátt í körfu
Mónakó í byijun leiksins, eftir
skemmtilegt hraðupphlaup. „Þessi
sókn, sem allir leikmenn okkar
snertu knöttinn, virkaði sem
vítamínsprauta á okkur,“ sagði Jón
Kr. Gíslason.
■KÝPURMENN voru hræddir um
að Islendingar myndu ekki leika
á fullu gegn Mónakó, því að ef
Mónakó hefði unnið, hefðu Mónak-
ómenn komist í undanúrslit, en
ekki Kýpurmenn, þar sem þeir
gætu náð betri stigahlutfalh Þegar
Kýpurmönnum var sagt að Islend-
ingar léku alltaf til sigurs, brostu
þeir bfeitt.
MLEIKUR íslands og Mónakó
var leikinn kl. 9.30 í gærmorgun,
þannig að leikmenn íslenska liðs-
ins þurftu að vakna fyrir allar aldir.
■ VALUR Ingimundarson, lands-
liðsmaður í körfuknattleik, mun
fara í hnéuppskurð fljótlega eftir
Smáþjóðaleikina. „Ég verð að fá
mig góðan fyrir næsta keppnistíma-
bil,“ sagði Valur.
MKEPPNI í kúluvarpi karla var
nokkuð skrautleg. Ástæðan? Jú,
v* nokkrir keppendur áttu í miklum
erfiðleikum með að kasta kúlunni
yfir tíu metra markið.
MEINN bandarískur leikmaður
og tveir Frakkar léku með lands-
liði Mónakó. „Bandaríkjamaðurinn
væri góður fyrir Grindvíkinga.
Hann er góð skytta og hefur næmt
auga fyrir samleik," sagði Axel
Nikulásson um Bandaríkjamann-
inn Billy Joe Williams, sem skor-
aði 22 stig.
MEGGERT Bogason, kringlu-
kastari, glataði keppnisnúmerum
sínum, sem hann átti að vera með
í sleggjukastskeppninni. Eggert
var skráður keppandi númer 172.
Katrín Atladóttir, flokkstjóri
fijálsíþróttamannanna þurfti að
fara og útvega honum ný keppnis-
númer.
■ KÝPURSTÚLKAN, sem deil-
urnar stóðu um í körfuknattleik
kvenna, er lögleg. Kýpurmenn
skiluðu inn skilríkjum hennar í
gærmorgun fyrir kl. 11.
MJÓN Kr. Gíslason, fyrirliði
landsliðsins, hefur leikið 98 lands-
leiki og mun hann því leika sinn
100. landsleik í úrslitakeppninni í
Andorra.
■ Gudmundur Bragason, varafyr-
irliði landsliðsins, leikur sinn 50.
landsleik í undanúrslitum.
MVALUR Ingimundarson hefur
leikið flesta landsleiki, eða 114.
MLYFTUNNI á hótelinu sem
íslensku íþróttamennirnir búa á í
Andorra, var stöðvuð í gær vegna
biluna. Lyftan tekur 375 kg, en
nokkrum sinnum mátti sjá fjóra
karlmenn yfir 100 kg, skáskjóta sér
út úr lyftunni.
MRAGNHEIÐUR Runólfsdóttir
missti af gulli í 200 m bringu vegna
mistaka hjá þeim manni sem ræsti
keppendur. Hann ræsti sundið þeg-
ar Ragnheiður var ekki viðbúin —
en hún kastaði sér í laugina á eftir
hinum keppendunum og með mik-
.illi hörku náði hún öðru sæti.
MGUNNAR Kjartansson, hagla-
byssuskytta, er í fjórða sæti eftir
annan keppnisdag. Gunnar hitti
66 leirdúfur af 75 mögulegum og
hefur hann náð að hitta 133 dúfur
af 150 mögulegum. Theódór hitti
60 dúfur og hefur hann hitt 116
leirdúfur af 150. Nicolaides frá
Kýpur hefur náð bestum árangri
— hitt 149 dúfur af 150.
Axel IMikulásson.
- segirAxel Nikulásson
Það á enginn leikmaður að
hætta á toppnum. Axel hefur
leikið vel með landsliðinu, jafnt og
með KR, og er hann lykilmaður í
báðum liðunum. Það yrði sárt að
horfa á eftir Axel,“ sagði Torfi
Magnússon, þjálfari landsliðsins um
Axel Nikulásson, sem sýndi það enn
einu sinni í gær hvað hann leikur
stórt hlutverk með landsliðinu. Axel
er sífellt að hvetja meðspilara sína
og barátta hans og dugnaður eflir
landsliðið.
„Ég hef lengi verið að hugsa um
að hætta og var ákveðinn að gera
það eftir Smáþjóðaleikana hér í
Andorra. Það verður erfiðara að
hætta með hveijum leik. Það er
einfaldlega svo gaman að leika
körfuknattleik," sagði Axel Niku-
lásson, sem hefur leikið 46 lands-
leiki fyrir Ísland. „Axel á mikinn
kraft eftir,“ sagði Torfi.
Valur Ingimundarson átti mjög góðan leik gegn Mónakó í gærmorgun — var frábær á lokasprettinum.
Valur fór á
kostum gegn Mónakó
„Ég var viss um að hann myndi klára dæmið,"
sagðiTorfi Magnússon, landsliðsþjálfari
VALUR Ingimundarson var nær
óstöðvandi á lokamínútunum
þegaríslenska landsliðið vann
Mónakó, 101:91, í gær á Smá-
þjóðaleikunum í Andorra. Þar
með eru strákarnir komnir í
undanúrslit gegn Möltu og ef
allt fer á eðlilegan hátt leika
þeir til úrslita gegn Lúxemborg
eða Kýpurá laugardaginn.
Þetta var köflóttur leikur, en ég
er ánægður með margt sem
strákarnir gerðu,“ sagði Torfí
Magnússon, landsliðsþjálfari. „Ég
setti Val inná til að
klára dærnið, sem
hann gerði. Ástæð-
an fyrir því hvað ég
hef notað Val lítið í
undanförnum leikjum, er að hann
er meiddur á hné og er hann spraut-
aður verkjasprautum fyrir hvern
leik.“
„Ég vissi að Valur, sem er mikill
keppnismaður, myndi leggja sig
allan fram um að ljúka leiknum
snöggt," sagði Toifi, sem setti Va!
SigmundurÓ.
Steinarsson
skrifar
fráAndorra
inná þegar staðan var, 76:72, fyrir
ísland. Valur byijaði á því að skora
þriggja stiga körfu og þegar staðan
var, 85:82, skoraði hann tvær
þriggja stiga körfur á stuttum tíma
og var maðurinn á bak við að Is-
land náði 93:84, en Valur skoraði
þrettán stig á lokakafla leiksins.
Ég var ekki að svekkja mig yfir
því hvað ég fékk að leika lítið með.
Ég hef verið meiddur og átti von á
því að ég myndi ekki leika mikið
með í byijun,“ sagði Valur Ingi-
mundarson.
„Við lékum oft vel. Þó að Mónakó-
menn hefðu náð að minnka muninn
ig komast yfir í seinni hálfleik, var
ég aldrei hræddur um að við mynd-
um tapa fyrir þeim. Það var gaman
að sjá hvað Valur var sterkur á
lokasprettinum,“ sagði Jón Kr.
Gíslason, fyrirliði íslenska landsliðs-
ins. „Við höfum tekið stefnuna á
að vinna gull hér í Andorra," sagði
Jón Kr., sem lék vel eins og Valur,
Guðmundur Bragason og Teitur
Örlygsson.
Jón Kr. Gíslason fyrirliði íslands
stjórnaði sínum möpnum eins og her-
foringi.
Karl
fékk
brons
Karl J. Eiríksson tryggði sér
bronsverðlaun í loft-
skammbyssuskotfimi. Karl fékk
555 stig, en Mónkómaðurinn
Commeau var annar með 556
stig, en, sigurvegarinn Wagner
frá Lúxemborg fékk 567 stig.
Hann fékk flest stig í annarri
umferð, eða 97. Karl J. fékk 96
stig í sjöttu umferð, en aðeins
tveir aðrir skotmenn, fyrir utan
Karl og sigurvegarann, fengu
96 stig.
„Erfiðara
aðhætta
með hverj-
um leik“
Sundmennimir fengu
tólf verðlaunapeninga
Sundmennirnir héldu sigur-
göngu sinni áfram í Andorra
í gær, þar sem þeir unnu sér inn
tólf verðlaunapeninga, - fimm
gull, þijú silfur og fjögur brons.
Ragnheiður varð sigurvegari í
100 m. baksundi á nýju íslands-
meti, 1:07,94 mín., en Elín Sig-
urðardóttir varð þriðja á tímanum
1:11.86 mín.
Eðvarð Þór Eðvarðsson varð
sigurvegari í 100 m baksundi á
nýju Smáþjóðameti 59,49 sek., en
Ævar Örn Jónsson varð þriðji á
1:02,28 mín.
Ingibjörg Arnardóttir setti
Smáþjóðamet í 400 m skriðsundi
á 4:36,90 mín.
Helga Sigurðardóttir varð sig-
urvegari í 50 m skriðsundi á 27,90
sek. en Elín Sigurðardóttir varð
fjórða á 29,03 sek.
Magnús Már Ólafsson varð
annar í 50 m skriðsundi. Hann
synti á tímanum 24,48 sek. og
Eðvarð Þór varð sjötti á 25,56 sek.
Hörður Guðmundsson varð
annar í 400 m skriðsundi á
4:32,17 mín.
Arnar Freyr Ólafsson varð sjö-
undi í 100 m flugsundi á 1:02,40
mín.
Arna Þóra Sveinbjörnsdóttir
varð önnur í 100 m fiugsundi á
1:08,32 mín. og Bryndís Ólafs-
dóttir varð þriðja á 1:08,47 sek.
Mikil hitamolla er í sundiaug-
inni, sem keppnin fer fram, 27-30
stiga hiti, og líkist sundlaugin
gufubaði.