Morgunblaðið - 24.05.1991, Qupperneq 42
42
PRjESSAN
Jón Hjaltalín
Magnússon
LÉT HSÍ GREIDA
SÉR TVÆR
MILLJÓNIR í
ÞOKNUN FYRIR
ÓLAUNAD STARF
eigin
fegurðar-
samkeppni
GÓDGERBAR-
MALEFNINOTUÐ
SEMAGNI
FJAROFLUN
TIL ALLT
ANNARRA HLUTA
Sigurður Örn
í Hagskiptum
Þetta er
ekki föndur
frá níu til
fimnr
Sólarferðir fyrr og nú
Drukkiö,
dancsað, eytt
‘Ög spennt
Fullt blað af slúðrí
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1991
HANDKNATTLEIKUR / SPANN
Atletico býður Sigurði
samning með fyrirvara
FORSVARSMENN spænska
handknattleiksliðsins Atletico
Madríd sögð á fundi með Sig-
urði Sveinssyni í gær að þeir
væru tilbúnir að gera við hann
nýjan samning til eins árs, ef
þeim tekst ekki að fá örvhentu
skyttuna Garalda hjá Granoll-
ers, en það skýrist innan
tveggja vikna.
Garalda er einn eftirsóttasti
leikmaður Spánar og hafa
mörg félög gert honum tilboð. At-
letico hefur að sögn boðið best, um
57 millj. ÍSK fyrir þriggja ára samn-
ing, en Teka telur sig engu að síður
vera með pálmann í höndunum
samkvæmt spænskum fréttum.
Pilturinn, sem er aðeins 21s árs,
ætlar ekki að taka ákvörðun um
framhaldið fyrr en að loknu yfir-
standandi keppnistímabili, en Gran-
ollers mætir Atletico í Madrid í
síðustu umferð um aðra helgi.
Samningur Sigurðar við Atletico
rennur út 30. júní, en hann er tilbúr
inn að vera áfram.
BORÐTENNIS
SUND
Einokun
KR-inga
íflokka-
keppni
órofin
Keppni í flokkakeppni á Islands-
móti karla í borðtennis lauk
fyrir nokkru. Er óhætt að segja að
keppnin hafi aldrei verið jafnari og
skemmtilegri en í ár. Tvö lið, KR
og Víkingur, börðust um titilinn,
sem KR-ingar höfðu einokað
síðustu 15 árin.
Bæði liðin unnu jafnmarga leiki
í keppninni og voru því jöfn að stig-
um. Var þá reiknað hlutfall unninna
og tapaðra leikja liðanna í allri
keppninni. í ljós kom að KR sigraði
16. árið í röð og er það einsdæmi
að lið í keppni sem þessari nái
slíkum árangri.
í liði KR léku Hjálmtýr Haf-
steinsson, Kjartan Briem, Tómas
Guðjónsson og Jóhannes Hauksson.
Þeir Hjálmtýr, Kjartan og Tómas
hafa sem kunnugt er allir orðið Is-
landsmeistarar í meistaraflokki
karla og gefur það nokkra skýringu
á velgengni liðsins í ár sem og und-
anfarin ár.
Amþór
settimet
Arnþór Ragnarsson sund-
kappi úr Hafnarfirði setti
um helgina nýtt glæsilegt Is-
landsmet í 400 metra ijórsundi.
Arnþór setti metið á móti í
Randers í Danmörku þar sem
hann dvelur við æfingar. Hann
synti 400 metrana á 4 mínútum
48,8 sekúndum en gamla ís-
landsmetið, 4 mínútur 50,7 sek-
úndur, átti Eðvarð Þór Eðvarðs-
son.
IÞROTTASKOLAR
Pétur kennir
körfubolta
PÉTUR Guðmundsson mun kenna
körfubolta í körfuknattleiksskóla
Breiðabliks frá 11.-15. júní. Stelpur
og strákar sem fædd eru á árunum
1973 til 1980 mega vera með í
skólanum. Allir þátttekendur fá
körfuboltaboli og fleira auk veg-
legra verðlauna sem verða veitt
fyrir frammistöðu í æfingum og í
leikjum. Upplýsingar í síma 27053.
Handbolta-
skóli hjá Fram
í golfi ferfram á Hólmsvelli í Leiru,
laugardaginn 25. og
sunnudaginn 26. maí.
Leiknar veröa 36 holur
meö og án forgjafar.
Glœsileg verölaun -
m.a. Maxfii golfsett o.m.fl.
Skráning í golfskálanum í Leiru,
sími 92-14100.
Rcest frá kl. 08.00
Austurbakki hf.
Meistarar í 16 ár
Sigurvegararnir úr KR með
verðlaunagripinn. Frá vinstri
Tómas Guðjónsson, Hjálmtýr
Hafsteinsson og Kjartan
Briem. Ekkert annað félag hef-
'ur skráð nafn sitt á bikarinn.
FRAM gengst fyrir fjórum nám-
skeiðum fyrir stelpur og stráka í
handbolta í sumar. Allir sem fædd-
ir eru á árunum 1978-1985 hafa
rétt til þátttöku á námskeiðunum
sem standa frá 3.-14. júní og
18.-28. júní. Umsjón með skólanum
hefur Guðríður Guðjónsdóttir. Inn-
ritun er á skrifstofu Fram og í síma
680344 milli klukkan 16 og 18.
Samstarfssamningur við Eystrasaltslöndin
Eystrasaltslöndin hafa að undanfömu mjög sóst eftir samstarfi á sviði íþrótta-
mála við Vestur-Evrójm og ekki síst Evrópu. Fyrir skömmu var gengið frá
samstarfssamningi ÍSI við Eystrasaltslöndin og er myndin frá undirritun samn-
ingsins. Sveinn Björnsson, forseti ÍSÍ, til vinstri skrifar undir fyrir hönd ÍSÍ en
við hlið hans situr Algudas Raslanas. Standandi frá vinstri eru Sigurður Magn-
ússon, Edda Jónsdóttir, Hannes Þ. Sigurðsson og Vaidotas Verba.