Morgunblaðið - 24.05.1991, Síða 43
Utúm
FOLK
■ HOWARD Wilkinson er byrj-
aður að styrkja lið Leeds. í gær
keypti hann tvíburana Ray og Rod-
ney Wallaee frá Southampton
imHi fyrir um 160 millj.
FráBob ÍSK Og félagið
Hennessy greiddi sömu upp-
lEnglandi hæð fyrir Tony
Dorigo, vamar-
mann og enskan landsliðsmann hjá
Chelsea.
■ PETER Shilton er líkegasti
eftirmaður Cris Nicholl, sem var
rekinn frá Southampton í fyrra-
dag. Hann viil taka að sér liðið og
hefur sagt starfi sínu lausu sem
markmannsþjálfari enska lands-
liðsins. Shilton lék með Southamp-
ton í fimm ár áður en hann fór tii
Derby, þar sem hann hefur verið
í fjögur ár.
■ SOUTHAMPTON hefur hald-
ist vel á framkvæmdastjórum og
er Nicholl þriðji stjóri liðsins frá
1955. Hann tók við félaginu 1985
og átti eitt ár eftir af samningnum
er honum var sagt upp.
■ LOU Macarier nefndur sem
stjóri hjá Celtic í staðinn fyrir Billy
McNeill, sem var látinn taka po-
kann sinn vegna slakrar uppskeru
á tímabilinu.
■ OSSIE Ardiles gerði í gær
fyrstu kaupin fyrir Newcastle, þeg-
ar félagið greiddi Nottingham For-
est tæplega 24 millj. ÍSK fyrir út-
herjann Franz Carr.
GOLF
Opið mót í Leiru
21. opna Dunlop mótið í golfi,
elsta opna mótið hjá Golfklúbbi
Suðurnesja, verður haldið á Hólm-
svelli í Leiru um helgina. Leiknar
verða 36 holur með og án forgjaf-
ar, en mótið gefur stig til landsliðs.
Skráning fer fram í golfskálanum
(s. 92-14100), en ræst verður út
frá kl. 08 á morgun.
Öldungamót hjá Keili
Lekmót verður á golfvelli Keilis
í Hafnarfirði í dag kl. 14.
Opið mót í Grafarholti
Opna Lacoste-mótið fer fram í
Grafarholti á sunnudaginn og verð-
ur keppt um glæsileg verðlaun.
Ræst verður út frá kl. 9 en skrán-
ing fer fram í Golfskálanum í Graf-
arholti i síma 82815.
KNATTSPYRNA
VormótViðeyjar
Vormót Viðeyjar fyrir 6. flokk c
og 7. flokk verður haldið á Fram-
vellinum á laugardaginn og hefst
keppni klukkan 9:30. Sex félögtaka
þátt og sendir hvert þeirra tvö lið
til keppni.
Víkingsmót
Víkingur og Pepsi halda halda
knattspyrnumót í 7. flokki á Víking-
svellinum við Hæðargarð á morgun
og hefst keppni kl. 9.10 félög senda
tvö lið hvert til keppninnar.
SUND
Akranes:
Fjölmennt
unglingamót
Um helgina verður haldið eitt
fjölmennasta sundmót ársins,
unglingamót ÍA/ESSÓ, í Jaðars-
bakkalaug á Akranesi. Skráðir
keppendur eru um 360 frá 16 félög-
um víðs vegar að af landinu. Keppt
verður í fjórum aldursflokkum, 10
ára og yngri, 12 ára og yngri, 14
ára og yngri og 17 ára og yngri.
Þeir 10, sem fá besta tíma í
hverri grein, keppa til úrslita. Mótið
hefst klukkan 9 á iaugardag og
sunnudag, en úrslit kl. 4.
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1991
43
JUDO
Bjarni Friðriksson hefur haft
mikla yfírburði í júdó á íslandi, en
keppir ekki-meira á árinu.
íþróttamaður ársins úr leik:
Bjami frá keppni út
árið vegna meiðsla
BJARNI Friðriksson, júdómað-
ur verður frá keppni næstu sex
mánuði eftir að hafa slitið
krossband og innra liðband i
hægra hné.
Bjarni var fjarri góðu gamni á
Evrópumótinu í síðustu viku
og á Smáþjóðaleikunum í Andorra
og hann missir einnig af Heims-
meistarakeppninni í júdó sem fram
fer í Barcelona í júlí.
„Vissulega eru það vonbrigði að
lenda í þessu, ég hagaði undirbún-
ingi mínum í vetur með það í huga
að vera í sem bestu formi á Evrópu-
mótinu og á HM. Það er hins vegar
lán í óláni að þetta gerðist ekki
seinna og ég á ekki von á því að
þessi meiðsli munu breyta néinu
hvað varðar þátttöku á Ólympíu-
leikunum á næsta ári,“ sagði Bjarni.
„Meiðslin þýða það að ég keppi
ekki meira á þessu ári. Hugsanlega
verð ég orðinn góður fyrir Opna
Skandinavíska mótið í lok nóvember
en ég vil ekki hætta á neitt.“
Bjarni varð fyrir meiðslum á
æfingu. Hann var þá að glíma við
Sigurð Bergmann. í glímunni féll
Sigurður á Bjarna með þeim afleið-
ingum að liðbönd slitnuðu og hann
gekkst undir aðgerð á Borgarspítal-
anum. „Þetta var óviljaverk og það
er ekkert við þessu að gera. Ég
ætla mér að nota tímann til að æfa
og stefni að því að vera kominn í
gott úthald þegar ég get farið að
glíma aftur,“ sagði Bjarni en þess
má geta að Sigurður tók sæti
Bjarna á Smáþjóðaleikunum í And-
orra.
Bjarni er þegar byrjaður að æfa
léttar lyftingar og þá er verið að
smíða sérstaka plastspelku sem
getur flotið í vatni. Bjarni hyggst
nota spelkuna ásamt flotvesti tii
þess að geta stundað æfíngar í
sundi.
Bjarni hefur einu sinni áður lent
í hnémeiðslum á fímmtán ára
keppnisferli. Árið 1987 slitnaði
sama liðbandið en meiðslin eru
nokkuð verri nú vegna þess að
fremra krossbandið slitnaði líka.
Það var Gunnar Þór Jónsson lækn-
ir sem framkvæmdi aðgerðina.
|| FATLAÐIR / NM
GOLF
Karen reynir fyrir
sér í Bandaríkjunum
ÍSLANDSMEISTARI kvenna í
golfi, tvö sl. ár Karen Sævars-
dóttir hyggur á nám í Lamarhá-
skólanum íTexas í Banda-
ríkjunum næsta haust. Karen
mun þá jafnframt leika með
golfliði skólans sem er eitt af
sterkustu háskólaliðunum í
Bandaríkjunum.
ÆT
Eg hef verið að bæta mig um
2-3 í forgjöf hér heima með
því að leika í fjóra mánuði á ári og
ég hlýt að standa betur að vígi með
því að leika allt árið,“ sagði Karen
sem mun verða á hálfum skólastyrk
en hún ætlar sér í viðskiptanám.
„Ég er búinn að vera spennt fyr-
ir þessu allt frá því að Úlfar [Jóns-
son] fór út og það var síðan eigin-
kona John Gardners sem skrifaði
Lamar háskólanum í Texas en hún
stundaði nám í skólanum. Til að
byija með ætla ég mér að vera í
eitt ár og sjá svo til með framhald-
ið,“ sagði Karen.
Fleiri kylfingar hafa verið að
velta fyrir sig skólavist í Banda-
ríkjunum næsta haust og má þar
nefna Siguijón Arnarsson og Ragn-
heiði Sigurðardóttir.
Karen Sævarsdóttir
Tólf kepp-
endur
héðan
Norðurlandamót fatlaðra í sundi
hefst í dag og fer keppnin fram
í Stavangri í Noregi.
Tólf keppendur taka þátt í mótinu
fyrir Islands hönd og er hópurinn skip-
aður eftirtöldum; Guðrúnu Ólafsdótt-
ur, Báru B. Erlingsdóttur og Sigrúnu
H. Hrafnsdóttur úr ÖSP; Rut Sverris-
dóttur Óðni, Lilju M. Snorradóttur
Sundfélagi Hafnarfjarðar, Kristínu R.
Hákonardóttur, Jóni H. Jónssyni, Ól-
afí Eiríkssyni, Halldóri Guðbergssyni
og Birki R. Gunnarssyni frá ÍFR og
þeim Svani Ingvarssyni og Gunnari
Þór Gunnarssyni, Suðra.
HANDKNATTLEIKUR / HSI
Yfirlýsing frá formanni HSÍ
Morgunblaðinu hefur bor-
ist eftirfarandi yfirlýsing frá
Jóni Hjaltalín Magnússyni,
formanni HSÍ:
„Undirritaður óskar vinsamleg-
ast eftir að grein þessi birtist í
blaði ykkar vegna mjög níðings-
legrar greinar í „Pressunni“ um
störf undirritaðs sem formanns
HSI undanfarin ár. Grein þessi
í „Pressunni" kemur mér ekki á
óvart, eftir að blaðamaður sá er
undir greininni stendur tjáði mér
fyrir nokkrum dögum í kaffistofu
ÍSÍ, að hann hefði fengið það
verkefni af ritstjórn „Pressunnar"
að „finna fram allt neikvætt um
formann HSÍ“ og að hann mundi
sennilega lítið hafa að segja um
endanlegt útlit greinarinnar. Við
höfðum þá rætt saman urti mál-
efni HSÍ góða stund. Hann sagð-
ist því miður ekki geta birt mikið
af því sem ég upplýsti hann, senni-
lega ekkert, því ekki hafi verið
markmið að taka fram það já-
kvæða í starfi HSÍ.
Á síðastliðnu ári samþykkti
sambandsstjórn HSÍ að formaður
og gjaldkeri skyldu þiggja þóknun
fyrir störf sín í þágu HSÍ eftir
umfangi starfsins. Stjórn HSÍ
taldi sig ekki hafa efni á áð ráða
framkvæmdastjóra í fullt starf á
þeim tíma. Því tók formaður að
sér mest af þeim störfum, sem
framkvæmdastjóri hefði tekið
annars að sér. Um síðastliðin ára-
mót réð HSÍ framkvæmdastjóra
í fullt starf og hefur formaður
HSÍ, að sjálfsögðu, ekki þegið
þóknun síðan.
Á síðasta sambandsstjórnar-
fundi HSI var gengið frá greiðsl-
um til formanns fyrir störf á þessu
starfstímabili samtals að upphæð
kr. 1.470.000 + 260.000 í VSK
eða samtals kr. 1.730.000 sem
verktakagreiðslu, þar af kr.
430.000 í bílastyrk og símakostn-
að.
Innifalið í þessari greiðslu var
einnig vinnuframlag við gerð aug-
lýsingasamninga fyrir HSI að
upphæð um 50 milljónir króna við
nokkur innlend og erlend fyrir-
tæki til næstu fimm ára eða fram
yfir HM 95. Fyrir alla þá ómældu
vinnu fór formaður fram á 0,8%
þóknun eða kr. 400.000 auk VSK.
Launagreiðslur einkum vegna HM
95 verkefnisins voru því kr.
640.000 auk kr. 160.000 í VSK.
Að sjálfsögðu má deila um
slíkar greiðslur til forystumanns
í íþróttahreyfingunni eða sérsam-
bandi sem veltir tugum milijóna
króna. Aðalatriðið er að sam-
bandsstjórn HSI hafði fyrirfram
samþykkt að formaður skyldi
þiggja þóknun fyrir beint vinnu-
framlag fyrir utan hefðbundna
stjórnun HSI.
Framundan er ársþing HSÍ. Að
áskorun margra áhugaaðila um
eflingu handboltans á íslandi og
HM 95, þá hefur undirritaður
ákveðið að bjóða sig áfram til
embættis formanns HSÍ. Það eru
síðan fulltrúar á ársþingi HSÍ sem
velja sér formann HSI.“
Virðingarfyllst,
Jón Hjaltalín Magnússon,
formaður HSÍ.
KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ
Tilkeppní
Keflavík
Um land og þjóð:
Stærð: 27.398 ferkilómetrar
Ibúar. 3.200.000 (1989)
Stjórnarfar Stjórn Kommúnista-
flokks frá stríðslokum 1945
■njngumál: Albanska, nokkrar
mállýskur
Trúarbrögð: Öll trúarbrögð voru
bönnuð til skamms tíma. Áður var
Múhameðstrú algengust, nokkuð
um rómversk katólska trú í
norðurhluta landsins, en grísk
katólsk i suðurhlutanum.
Atvinnulíf: Um 52% Albana starfa
við landbúnað. Önnur aðal atvinnu-
greinin er iðnaður sem byggist á
stórum framleiðslueiningum.
,í Albaníu
JUGOSLAVIA
Landsliðið í knatt-
spymu keppir i
Tírana á sunnudag,
og landslið 21 árs og
yngri keppir í
Elbasan á laugardag.