Morgunblaðið - 24.05.1991, Qupperneq 44
*
FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR.
Kepptá hjólum
Morgunblaðið/Þorkell
Börn úr 5., 6. og 7. bekk Lækjarskóla í Hafnarfirði Ijúka í dag þriggja
daga keppni í reiðhjólaþrautum, sem lögreglan í bænum gengst fyrir
í tengslum við árlega skoðun á reiðhjólum barna í bænum. Að sögn
Valgarðs Valgarðssonar lögregluvarðstjóra er keppt í níu þrautum og
fær sá árgangur sem bestum árangri nær afhentan farandbikar til
varðveislu.
Jóhannes Nordal formaður álviðræðunefndar:
Samkomulag' liggur fyrir
um endurskoðunarákvæðin
Raforkusamningnr nær frágenginn o g aukin bjartsýni á niðurstöðu í álsamningum
„VIÐ LUKUM samningum um
endurskoðunarákvæði í raforku-
samningnum á fundi í dag, en það
mál hefur verið á dagskrá hjá
okkur á mörgum fundum, án þess
að niðurstaða fengist," sagði Jó-
hannes Nordal formaður álvið-
ræðunefndarinnar í samtali við
Morgunblaðið í gærkveldi, að
afloknum samningafundum með
fulltrúum Atlantsál ,í Atlanta í
Bandaríkjunum. Hann kvaðst mun
bjartsýnni nú en fyrir tveimur vik-
um að samningar tækjust um að
nýtt álver rísi á Keilisnesi.
„Þetta hefur gengið mjög vel í dag
■ og við höfum gengið frá langflestum
atriðum í orkusamningnum. Ég held
að það sé óhætt að segja að við höf-
um náð þeim áfanga hér á þessum
fundum í Atlanta, sem við höfðum
stefnt að,“ sagði Jóhannes.
Hann sagði að eftir væri að ganga
frá ákveðnum atriðum er tengjast
tímasetningu orkuafhendingar, sem
ekki væri hægt að ljúka endanlega
fyrr en heildarsamningar lægju fyrir.
Raforkuverðið verður tengt heims-
markaðsverði á áli, eins og áður hef-
ur komið fram. Jóhannes sagði að
ákvæðið um það hvenær Landsvirkj-
‘un hæfi orkuafhendingu til Atlant-
sáls væri ófrágengið, þar sem það
réðist af því hvenær skrifað yrði
undir heildarsamninga. „Menn þurfa
að athuga byggingaráætlanir frekar,
með tilliti til þess hvenær undirskrift
fer fram. Það hefur áhrif á ýmsar
dagsetningar í samningnum, afslátt-
artímabil og fleira,“ sagði Jóhannes.
' Aðspurður sagði Jóhannes að enn
væri ófrágengið í hve langan tíma
Atlantsál fengi raforku á afsláttar-
kjörum. Hann sagði alla samninga
og vinnu langt komna. Hann taldi
að fundir um umhverfismál í næstu
viku og endanlegur frágangur á
samningi um hafnar- og lóðarmál
myndu enn skila málinu áleiðis.
„Við stefnum að því að heildar-
myndin liggi fyrir í lok júní,“ sagði
Jóhannes, „en það er ekki þar með
sagt að búið verði að skrifa undir
samninga, því þá standa fyrirtækin
þijú frammi fyrir lokaatrennunni, að
fjármagna fyrirtækið, semja um það
sín á milli og síðan yrðu niðurstöður
lagðar fyrir rétt stjórnvöld og stjórn-
ir fyrirtækjanna,“ sagði hann.
Jóhannes var spurður hvort hann
væri orðinn viss um að Atlantsál
byggi nýtt álver á Keilisnesi á næst-
unni: „Nei, ég er enn ekki viss um
það, en ég er verulega bjartsýnni á
það heldur en ég var fyrir tveimur
vikum. Það sem hefur gerst að und-
anfömu hefur allt bent til þess að
horfurnar séu betri en virtust um
tíma,“ sagði Jóhannes Nordal.
ÞRÍR vísindamenn frá Belgíu,
Spáni og Grikklandi eru væntan-
legir til landsins í október til að
gera nákvæmar mælingar á óson-
laginu yfir íslandi í samvinnu evr-
ópskra geimvísindastofnana og
Veðurstofu Islands.
Borgþór H. Jónsson veðurfræðing-
ur sagði að mælingarnar væru meðal
annars gerðar til að ganga úr skugga
um gildi kenninga bandarískra
vísindamanna um að óson geti eyðst
ef frost í háloftunum fer niður fyrir
70 gráður á celsíus. Þessi skilyrði
hefðu myndast yfír landinu í janúar
síðastliðnum og hefði Veðurstofa Is-
lands þá gert mælingar frá jörðu og
sent Bandaríkjamönnunum. Mæling-
arnar, sem voru ekki mjög nákvæm-
ar, leiddu ekki í ljós að ósonlagið
hefði þynnst.
Borgþór sagði að mælingar
vísindamannanna í haust yrðu gerðar
með loftbelgjum og tækjabúnaði á
jörðu niðri. Hann sagði þetta fyrsta
sinn sem mælingar á ósonlagi væru
framkvæmdar úr loftbelgjum hér, en
það hefði tíðkast síðustu ár við Suð-
urskautslandið. Veðurstofan hefur
gert mælingar af þessu tagi af jörðu
frá 1949.
Viðræður við erlenda fjár-
festa um kaup á húsbréfum
LANDSBRÉF hf. eru í viðræðum við erlend verðbréfafyrirtæki um
kaup erlendra fjárfesta á íslenskum húsbréfum. Gunnar Helgi Hálfdan-
arson, forstjóri Landsbréfa, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær
að sala húsbréfa á erlendum verðbréfamarkaði væri raunhæfur mögu-
leiki, sérstaklega þegar ávöxtunarkrafan væri jafn há og hún er nú,
en það gæti tekið langan tíma að þróa þessi viðskipti.
Gunnar Helgi sagði að í kjölfar
þess að opnað var fyrir kaup íslend-
inga á erlendum verðbréfum á
síðasta ári hefðu einhveijir ijármun-
ir farið úr landi. Bf mikið yrði um
kaup lífeyrissjóða og annan-a
íslenskra fjárfesta á verðbréfum er-
lendis væri hætta á að vextir hér
hækkuðu enn frekar. Því hefðu
Landsbréf farið að huga að mögu-
leikum þess að finna langtímakaup-
endur að íslenskum verðbréfum er-
lendis til mótvægis, einkum húsbréf-
um. Væri fyrirtækið í viðræðum við
verðbréfafyrirtæki á Norðurlöndun-
um, Bretlandi og í Bandaríkjunum
og taldi Gunnar Helgi að það væri
raunhæfur möguleiki að af viðskipt-
um gæti orðið, sérstaklega þegar
litið væri til þess munar sem væri á
vöxtum hér og í Evrópu til dæmis.
Taldi hann að möguleikarnir væru
einkum hjá svokölluðum stofnana-
fjárfestum, það er verðbréfafyrir-
tækjum og sjóðum á þeirra vegum.
Taldi Gunnar Helgi þessi viðskipti
fullkomlega eðlileg í ljósi þeirrar
stefnumörkunar stjórnvalda að opna
fyrir erlend verðbréfakaup íslend-
inga.
Gunnar Helgi sagði að talsverðar
hindranir væru enn í veginum og
því líklegt að það tæki nokkum tíma
að koma þessum viðskiptum á. Hann
sagði að erlendu íjárfestarnir þekktu
ekki til viðskipta í íslenskum krónum
og enn síður til lánskjaravísitölunn-
ar. Þeir skynjuðu hættuna á að fjár-
festa í bréfum tryggðum með lán-
skjaravísitölu í ljósi þeirrar breyting-
ar sem gerð hefði verið á útreikn-
ingsaðferðum hennar. Gunnar sagði
að framboð á verðbréfum hér væri
það lítið miðað við þarfir erlendra
fjárfesta að ekki væri líklegt að þeim
stæði til boða að kaupa hér verðbréf
nema með mun lægri ávöxtun en
almennt bjóðast á íslenska markaðn-
um nú. Hugsanleg kaup þeirra gætu
því haft áhrif til lækkunar ávöxtun-
arkröfu húsbréfa.
Talið er að ávöxtunarkrafa hús-
bréfa sé nálægt hámarki eftir nýleg-
ar hækkanir og kemur fram í sam-
tali við Gunnar Helga í Morgunblað-
inu í gær að þeir sem kaupa hús-
bréf nú gætu fengið verulegan geng-
ishagnað þegar vextir falla aftur.
Samkvæmt upplýsingum Gunnars
Helga gæti maður sem kaupir hús-
bréf í dag fyrir eina milljón fengið
88 þúsund króna gengishagnað ef
ávöxtunarkrafan lækkaði um 1%,
úr 8,8 niður í 7,8%, og 223 þúsund
ef ávöxtunarkrafan færi niður í
6,5%. Reikningsdæmið er miðað við
að þetta gerðist allt á einum degi.
Á sama hátt myndi sá sem kaupir
bréf fyrir 10 milljónir kr. hagnast
um 880 þúsund á 1% lækkun ávöxt-
unarkröfu og um 2,2 milljónir ef
krafan færi niður í 6,5%. Svo tekið
sé þriðja dæmið þá myndi maður sem
kaupir húsbréf fyrir 100 milljónir
kr. fá 8,8 milljónir kr. í gengishagn-
að af lækkun ávöxtunarkröfu frá
því sem nú er og niður í 7,8% og
22,3 milljónir ef krafan færi niður
í 6,5%.
Nákvæmar
mælingar á
ósonlagi hér
40 milljarða út-
tekt á greiðslu-
kort í fyrra
Evrópskar geim-
vísindastofnanir:
ÍSLENDINGAR tóku yfir 40 millj-
arða kr. út á greiðslukort í fyrra.
Miðað við 1,5% þóknun kaup-
manna til kortafyrirtækjanna,
námu þær greiðslur um 600 millj-
ónum króna. Þetta kemur fram í
nýjasta tölublaði Neytendablaðs-
ins.
I blaðinu er fjallað um aukna
notkun greiðslukorta hérlendis og
áætlað að kostnaður kaupmanna af
notkun þeirra sé allt að 5% vöru-
verðs í landinu. Þá hafi korthafar
greitt nær 300 millj. kr. í útskriftar-
og ársgjöld til kortafyrirtækja.