Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 1
104 SIÐUR B/C 128. tbl. 79. árg. SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1991 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Víðtækt eftir- lit flokksins Kommúnistaflokkur Víetnams hnýsist um of í einkamál fólks, eftir því sem hugmyndafræðirit flokksins, Tap Chi Cong San, hefur upplýst. í blaðinu segir frá aðgerðum sem gripið var til gegn hjónunum herra og frú T. sem fengu lögskilnað en voru skikkuð til að.búa áfram saman í eins herbergis íbúð sinni vegna gífurlegs húsnæðisskorts í Víet- nam. En holdið er veikt, eins og menn vita, og í skjóli myrkurs kom fyrir að þau létu undan þörfum þess. Meðlimir flokkssellunnar í hverfinu komust að þessum „eftir-hjónabands-yfirsjónum“, fordæmdu parið opinberlega og sektuðu fyrir úrkynjaða hegðun. Dýr klipping í fangelsimi Lögreglustjóraembættið í Kaliforníu hefur samþykkt að greiða 100.000 doll- ara fyrir klippingu á fjórum mönnum. Að sögn Bandarísku mannréttindasam- takanna tók lögreglan í Humboldt-hér- aði mennina fasta í septembermánuði þegar þeir voru að mótmæla því að forn- ar strandarisafurur væru felldar. Þegar komið var með þá í fangelsið var hár þeirra skorið þrátt fyrir mótmæli þeirra. Lögreglustjóraembættið lýsti yfir að mennimir hefðu verið lúsugir, en við réttarhöldin báru þeir að engin læknis- rannsókn hefði farið fram. Ekki er alltaf bót að bindindi LÆKNIR nokkur í Bretlandi, William Frankland, nagar sig jafnan í handar- bökin þegar hann heyrir minnst á Sadd- am Hussein íraksforseta eða sér honum bregða fyrir á skjánum. Honum finnst nefnilega sem hann beri nokkra ábyrgð á öllum þeim hörmungum, sem einræð- isherrann hefur leitt yfir þegna sína og aðra. Er ástæðan sú, að hann telur sig hafa bjargað lífi Saddams fyrir 15 árum. Frankland segir í blaðaviðtali að hátt- settir embættismenn í Irak hafi þá boð- ið honum til Bagdad til að kynna sér heilsufar Saddams en það var ákaflega bágborið þótt írösku læknarnir gætu ekki fundið ástæðuna fyrir því. „Eg leit á hann einu sinni og sá strax hvað var að - reykingamar voru að drepa hann,“ segir Frankland en Saddam reykti þá 60 sígarettur eða þrjá pakka á dag. „Eg sagði, að hann ætti aðeins tveggja kosta völ, að hætta að reykja eða deyja drottni sínum og ég er viss um að hann væri löngu farinn ef mín hefði ekki notið við. Ég get því ekki varist þeirri tilhugs- un, að mér hafi orðið á alvarleg mis- tök,“ segir Frankland. Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs: Noregur sækir hugsan- lega um EB-aðild 1993 GRO Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, lýsti því yfir í viðræðum um Evrópskt efnahagssvæði (EES) á norska þinginu að Norðmenn myndu fylgja eigin tímaáætlun hvað varðar hugsanlega aðild að Evrópubandalaginu (EB). Að sögn norska dagblaðsins Aítenposten útilokaði hún samt ekki að Norðmenn myndu jafnvél sækja um aðild að bandalaginu árið 1993. Brundtland sagði að það sem máli skipti þessa stundina væri að koma EES-samn- ingnum í höfn. Hins vegar lægi ekki á kom- ast að niðurstöðu um það hvort Noregur ætti að gerast aðili að EB eða ekki. Verka- mannaiíokkurinn myndi gera upp hug sinn gagnvart aðild á landsfundi sínum á næsta ári og ef hann kæmist að þeirri niðurstöðu að umsókn um aðild væri Norðmönnum í hag væri hægt að hefja aðildarviðræður við bandalagið árið 1993. Forsætisráðherrann taldi ólíklegt að þau lönd sem sæktu um árið 1993 gætu orðið formlega aðilar fyrr en 1995-1996. Þá taldi hún líklegt að EB vildi frekar ræða sameig- inlega við hóp umsækjenda heldur en að fara í tvíhliða viðræður við hvern og einn. Kaci Kullmann Five, formaður Hægri- flokksins, sagði það vera áhyggjuefni hve þær tímasetningar sem ríkisstjórn Verka- mannaflokksins ræddi um varðandi EB- aðild væru í lítilli snertingu við raunveruleik- ann. Nefndi hún þróunina í Svíþjóð og Sviss til samanburðar en þar gengju mál mun hraðar fyrir sig. Stefnt er að því að ganga frá samningn- um um Evrópskt efnahagssvæði, sem ríki Evrópubandalagsins og Fríverslunarsam- taka Evrópu ættu aðild að, í Salzburg í Austurríki síðar í þessum mánuði. Nokkuð öruggt er talið að a.m.k. % norska þingsins eigi eftir að greiða EES-samningnum at- kvæði sitt, eins og nauðsynlegt er til að hann hljóti samþykki þar í landi. Ríkisstjórn Brundtlands er hins vegar ekki alveg örugg með að samningurinn nái fram að ganga þar sem tveir flokkar, Framfaraflokkurinn og Kristilegi Þjóðarflokkurinn, hafa haldið þeim möguleika opnum að greiða atkvæði gegn honum. ÁLAFOSS er í raun gjaldþrota GORBATSJOV 18 DEMANTURINN BHIÖRr 3 SLAND 20 IIM pt ^ c€J AOSTOOll J LÍFEYRIS- SJÓÐIR ÍELD- LÍMMM rfisfrömuður- i Moss. m—æiBagamiMgm 16 — E B -5 J c GATA MEÐ SÁL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.