Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1991 Alfreð I. Jóns- son - Kveðjuorð Fæddur 28. maí 1910 Dáinn 31. mars 1991 Hver lítil stjarna sem lýsir og hrapar er ljóð sem himinninn sjálfur skapar. Hvert lítið blóm sem Ijósinu safnar er Ijóð um kjamann sem vex og dafnar. Hvert lítið orð sem lífinu fagnar er ljóð við sönginn sem aldrei þagnar. (D.St.) Það mun hafa verið veturinn 1977 sem kynni okkar Alla, eins og hann var oftast nefndur, hóf- ust. Þann vetur réð ég mig til vinnu hjá Fiskiðju Vestmannaeyja, en hjá því fyrirtæki hafði Alli ver- ið starfsmaður um árabil. Þar vann hann störf sín af samviskusemi í kyrrþey eins og svo margir aðrir sem ekki gera stóra kröfu um at- hygli sjálfum sér til handa. Forlögin höguðu því svo til að minn gististaður þennan vetur, og fleiri síðar, var rétt hjá herbergi því, í húsnæði Fiskiðjunnar, sem Alli bjó í mestan hluta ársins, að undanskildum þeim tíma er hann tók sér stutt sumarfrí og skrapp þá gjarnan norður á kunnar slóðir sem glöddu hann ætíð, ásamt heimsóknum ættingja og vina. Marga kvöldstund átti ég er dagsverkinu var lokið inni í her- berginu hans Alla, og kom ég þangað aldrei öðruvísi en umhverf- ið þar bæri þess glöggan vott hversu þrifinn og snyrtilegur Alli var í allri umgengni. Þarna átti hann sínar veraldlegu eigur sem valdar voru af mikilli smekkvísi og hveijum hlut komið svo hagan- lega fyrir að mér fannst undrum sæta. Þar virtist hann vera ham- ingjusamur að loknu dagsverki og hlustaði þá gjarnan á útvarpið sitt, eða horfði á sjónvarpið, meðan hann hvíldi sig eftir erfiði dagsins. Þá var ósjaldan að kveikt var á plötuspilaranum og söngurinn ómaði af einhveri plötunni hans Alla, sem mér að minnsta kosti fundust flestar það góðar að hægt væri að hlusta á þær all oft án þess að verða tiltakanlega leiður á efninu. Ekki var að undra þótt Alli spilaði nokkuð oft plöturnar sínar, því hann hafði mikið yndi af söng, og var sjálfur framúrskar- andi góður söngmaður. Nýttist honum þar eins og í mörgu öðru vel sá eiginleiki, að skynja öðru Fjóla Ag. Agústs- dóttir - kveðjuorð Fædd 27. október 1931 Dáin 19. maí 1991 „Mamma, mér finnst ekki eins og amma sé dáin, mér finnst bara eins og hún sé ekki heima — eða að þetta sé draumur,“ sagði litla dóttir mín við mig og víst er að mér líður eins. Það er svo undarleg tilfinning að hún Fjóla sé farin frá okkur og komi ekki aftur. Það er oft svo erfitt að sætta sig við dauð- ann. Einhvers staðar stendur að sorgin sé okkar sem eftir stöndum en ekki þess sem fór. Honum líður vel með ástvinum sínum annars staðar, og efast ég ekki um að það sé rétt. Aftur er ég svo eigin- gjörn að ég á erfitt með að sætta mig við það sem orðið er. Mér finnst við sem eftir stöndum missa svo mikið. Viðbrigðin verða mikil hjá barnabörnunum hennar því hjá ömmu Fjólu áttu þau öruggt skjól. Hún var öllum stoð og stytta og mátti ekkert aumt sjá eða vita, þá var hún tilbúin að rétta fram hjálparhönd. Lífið heldur áfram, öðruvísi en áður, en sönn ástæða til að lifa því lifandi eins og Fjóla gerði. Mig langar til að þakka Fjólu samfylgdina og allt það góða sem hún hefur gert fyrir okkur í gegn- um árin. Guð blessi hana. _ Asta María fremur fegurðina sem fólgin er í hinum ýmsu þáttum mannlífsins. Fannst mér oft að sterk tengsl væru á milli þeirra fallegu tóna sem bárust úr herberginu hans Alla og þeirrar áráttu hans að ganga á góðviðrisdegi út á brúna er tengdi saman -hús Fiskiðjunnar og virða þaðan fyrir sér fegurð iífsins. Væri ég nærstaddur kallaði hann venjulega til mín og veitti mér hlutdeild í sinni hamingju með því að benda á það sem augað gladdi hveiju sinni, og sagði þá gjarnan: „Guðmundur, sérðu hvað þetta er fallegt." Það er oftast misjafnt hvað lífið leggur miklar byrðar á hvern einstakling á lífs- leiðinni, og trúlega ekki allra að geta borið sinn hlut með þesshátt- ar raunsæi. Eftir að Alli lauk starfsdegi sín- um í Fiskiðju Vestmannaeyja, flutti hann í Hraunbúðir, dvalar- heimili aldraðra, þar í bæ. Heim- sótti ég hann þar veturinn 1984, og fór ekki á milli mála að þar leið honum vel, og hann naut þar umhyggju og góðs atlætis. Það var ánægjulegt að heyra við útför hans hið fallega lag Odd- geirs, Heima, berast frá hinu hljómfagi-a orgeli Sauðárkróks- kirkju. Þá var ekki síðra að hlusta á þann mikla og fagra söng er þar var fluttur, og er ekki vafi um að slíkt hefur verið honum að skapi. Það bárust góðar kveðjur við útför hans, frá Fiskiðju Vestmannaeyja og fyrrverandi samstarfsfólki þar. Ber slíkt fagurt vitni um þann hlýhug sem þeir aðilar bera til fyrrverandi starfsmanna og vinnu- félaga. Þá var ekki síðri kveðjan frá Hraunbúðum, og mun sú ákvörðun ættingja Alla á útfarardaginn, að láta allar eignir hans renna til styrktar starfsemi þar vera mjög í anda þeirrar umhyggju sem þau vita að hann naut þar. Þrátt fyrir að andlát og útför góðs vinar sé harmsefni, er það vissa mín vegna þeirra kynna sem ég hafði af þessum vini mínum, að hann sé nú reglulega hamingju- samur. Það er nú lokið hans da- gleið en síðasti náttstaðurinn verð- ur ekki á ókunnri strönd, heldur þar sem hugurinn dvaldi svo oft, eins og kom fram í okkar spjaili á góðum stundum, þegar hann kannski sagði allt í einu: „Nú syngja þeir vel, elsku vinirnir í blessuðum Skagafirðinum." Það er gleðiefni að ættingjar hans skuli hafa séð til þess að hann fengi hinstu hvílu í því hér- aði sem hann unni svo mjög. Ekki skemmir að heimkoma hans þang- að skuli hafa átt sér stað í bless- aðri sæluvikunni, eins og hann komst stundum að orði í okkar spjalli. Ég þakka Alla innilega fyrir allar samverustundirnar á her- bergi 5 í Fiskiðju Vestmannaeyja og bið hann nú að vertíðarlokum velkominn heim. Guðmundur Valtýsson Morgunblaðið/Bjarni Rannsóknarnefnd umferðaslysa fundaði með Sven-Olof Hassel. Standandi frá vinstri Jón Baldur Þorbjörnsson, Benedikt Jóhannes- son og Óli H. Þórðarsson ritari íslensku nefndarinnar. Sitjandi frá vinstri er Sven-Olov Hassel og Hjalti Zóphóníasson formaður ís- lensku nefndarinnar. Norræn rannsoknanefnd umferðarslysa: * Ahersla á aukna sam- vinnu við ökumenn SAMTOK norrænna rannsóknanefnda umferðarslysa kom saman til fundar hér á landi fyrir skömmu en ísland á áheyrnarfulltrúa á fundum samtakanna. Að sögn Sven-Olofs Hassel, fulltrúa Finn- lands, hefur í auknum mæli verið lögð áhersla á samvinnu löggæsl- unnar og ökumanna á Norðurlöndum undanfarin ár. Hassel sagði að eitt stærsta vandamál í umferðinni í Finnlandi væri ölvunarakstur. Þá hefur verið kannað hvaða atriði önnur hefðu Suðurlands- mót skáta í Galtalæk Selfossi. GERT ER ráð fyrir að ríflega eitt hundrað skátar sæki skátamót í Galtalækjarskógi nú um helgina. Mótið ber yfirskriftina Guffi í Galtalæk og býður upp á fjöl- breytta dagskrá. Auk skátanna sem verða á mótinu frá föstudags- kvöldi til sunnudagskvölds mun fjöldi smáskáta koma á mótið á sunnudag og einnig er gert ráð fyrir góðri aðsókn í fjölskyldu- tjaldbúðirnar. Það er óformlegt skátasamband á Suðurlandi sem stendur að mótinu sem er liður í fjölþættu skátastarfi. Setning mótsins fór fram á föstu- dagskvöld en yfir helgina er boðið upp á fjölbreytta skátadagskrá með þrautapóstum, hækferðum, varðeld- um og söngvum. Flokkakeppni verður í póstunum þannig að þess er vænst að vel verði tekið á og unnið við hverja pósta- þraut. Sig. Jóns. áhrif á umferðaróhöpp og taldi hann ljóst að þau mætti meðal annars rekja til áhrifa frá nánasta umhverfi og skorts á upplýsingum til vegfarenda. Auka þyrfti um- ferðarfræðslu og þá sérstaklega hjá ungum vegfarendum. Það nægði ekki að sú fræðsla færi ein- göngu fram í skólastofunni, hún yrði einnig að fara fram utandyra undir leiðsögn lögreglu. Sagði Hassel að finnska lögregl- an hefði tekið upp þá stefnu að leiðbeina ökumönnum í stað þess að sekta. Með nýrri leysigeisla- tækni og ratsjárbúnaði í lögreglu- bifreiðum er settur upp búnaður á þaki bifreiðarinnar, sem sýnir öku- mönnum er leið eiga hjá, hversu hratt þeir aka. Sagði hann að þeir ökumenn sem héldu löglegum hraða fengju viðurkenningu og að í fýrstu hefði það komið þeim veru- lega á óvart. Þeir væru vanari sektum í samskiptum við lögregl- una. Samskonar búnaður mælir einn- ig fjarlægð milli ökutækja, sem oft er allt of stutt, sérstaklega í hálku. Þegar ekið er framhjá Iög- reglubifreið með slíkum búnaði sýnir ljósaskilti stöðvunartíma miðað við færð á vegum. „Með þessu viljum við vekja athygli á vandamálunum og reyna að koma í veg fyrir óhöpp í stað þess að sekta menn í hvert sinn sem þeir sýna ekki næga aðgát,“ sagði Sven-Olof Hassel. Kj| lÐ/4 UGL ÝSINC ^ A D Þorskkvóti Þorskkvóti fyrir árið 1991 til sölu eða í skipt- um fyrir rækjukvóta. Tilboð óskast send auglýsingadeild Mbl. fyr- ir mánudagskvöld, merkt: „Þorskkvóti - 3945“. ) KVÓTI [SIÍ FÉLAGSSTARF Þorskkvóti Til sölu 400 tonna þorskkvóti 1 /1 -31 /8 ’91. Tilboð óskast send til auglýsingadeildar Mbl., merkt: „Kvóti - 3943“, fyrir 21. júní. Sumarferð Varðar Hinn árlega sumarferð Varðar verður farin laugardaginn 29. júní nk. Farið verður í Dalina. Aðalleiðsögumaður verður Höskuldur Jónsson, forstjóri. Ferðin verður nánar auglýst síðar. Stjórn Varöar. TILKYNNINGAR Kvóti - kvóti Við óskum eftir að kaupa afnotarétt að „framtíðarkvóta". Upplýsingar í símum 95-22747 og 22690. Hólanes hf., Skagstrendingur hf. Rækjukvóti Óska eftir að kaupa rækjukvóta fyrir árið 1991 gegn staðgreiðslu. Tilboð óskast send auglýsingadeild Mbl., merkt: „Rækjukvóti - 3946". G9 Kópavogur- W Kársneshöfn Enn eru nokkur pláss laus við flotbryggju. Upplýsingar gefur hafnarvörður í síma 641695. Hafnarstjori.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.