Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 27
ATVINNU/RAD- OG SMÁAUGLÝSINGAR "'",l — Mm\ Y o//n/C^/a/x Nýtt hótel Nýtt hótel í miðborginni óskar eftir fólki til starfa sem fyrst. Leitað er að herbergisþernum, næturvörðum og aðstoð í gestamóttöku. Reynsla og tungu- málakunnátta æskileg. Umsóknum skal skilað til auglýsingadeildar Mbl. eigi síðar en mánudaginn 10. júní fyrir kl. 17.00, merktar: „H - 1609“. m BORGARSPÍTALINN Skurð- og lyflækningadeild Starfsmenn vantar í rúmaþvott og ýmis að- stoðarstörf á skurðlækningadeild og lyflækn- ingadeild hálfan daginn. Upplýsingar gefa hjúkrunarframkvæmda- stjórar í síma 696351. Gjörgæsludeild Starfsmann vantar í ræstingu og ýmis að- stoðarstörf. Fullt starf. Einnig vantar sjúkra- liða til starfa. Upplýsingar gefur Kristín Gunnarsdóttir, deildarstjóri, í síma 696336. Sumarstarf í eldhúsi Starfsmaður óskast til afleysinga í eldhúsið á Grensásdeild. Upplýsingar gefur matráðsmaður í síma 696719 fyrir hádegi. FWXJOF C X, FWDNINC V\R Vantar þig vinnu? Við leitum nú að fólki í eftirtalin störf: 1. Almenn skrifstofustörf hjá lífeyrissjóði. Um er að ræða fullt starf við ritvinnslu, tölvuinnslátt, símavörslu, móttöku og önnur tilfallandi skrifstofustörf. Æskilegt að umsækjendur hafi góða tölvukunnáttu, einhverja reynslu af sambærilegum störf- um og geti byrjað strax. 2. Lagerstarf hjá verslun með byggingavör- ur og innréttingar. Gott starf fyrir trésmið eða aðra iðnaðarmenn, sem vilja skipta um starfsvettvang. í boði eu gott starf hjá góðu fyrirtæki. Góð vinnuaðstaða og góð laun. 3. Aðstoðarverkstjóri hjá flutningafyrirtæki sem annast flutning og pökkun á búslóð- um. Um er að ræða gott starf hjá traustu fyrirtæki. Æskilegur aldur 30-40 ára. Nauðsynlegt að viðkomandi geti byrjað strax. Ábendi, Laugavegi 178, sími 689099 (á mótum Bolholts og Laugavegar). Opið frá kl. 9-12 og 13-16. Upplýsingafulltrúi Eitt stærsta fyrirtæki landsins óskar að ráða upplýsingafulltrúa til starfa. Starfið er laust samkvæmt nánara samkomulagi. Starfssvið: Öll almenn samskipti við fjöl- miðla, greinaskrif og útgáfumál, samskipti við innlenda og erlenda aðila, ásamt skyldum verkefnum er heyra undir starfssvið upplýs- ingafulltrúa. Starfsreynsla og þekking ífjölmiðlaheiminum er æskileg svo og menntun á því sviði. Al- menn þekking á þjóðmálum er nauðsynleg. Gott vald á íslensku máli svo og einu Norður- landamálanna og ensku, ásamt reynslu í að tjá sig í ræðu sem riti er skilyrði. Farið verður með allar fyrirspurnir og um- sóknir sem algjört trúnaðarmál. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun ásamt fyrri störfum sendist skrifstofu okkar. Umsóknarfrestur er til 20. júní nk. Guðní Tónsson RÁÐGJÖF &RÁÐNINCARMÓNUSTA TIARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 62 13 22 Norræni genbankinn Bókasafnsfræðing- ur/skrifstofustjóri Norræni Genbankinn fyrir nytjaplöntur, sem staðsettur er í Alnarp í Suður-Svíþjóð, óskar að ráða þókasafnsfræðing eða starfsmann með hliðstæða menntun í ofangreinda stöðu. Norræni genbankinn (NGB) er ein af stofnun- um Norðurlandaráðs og heyrir því undir Norrænu ráðherranefndina, sem hefur að- setur í Kaupmannahöfn. Staðan er veitt til fjögurra ára en möguleiki er á framlengingu. Opinberir embættismenn hafa rétt til leyfis frá störfum til að gegna störfum fyrir Norðurlandaráð. Starfsmanni er ætlað að bera ábyrgð á bóka- safni og skjalasafni stofnunarinnar, auk alls útbúnaðar á skrifstofu NGB. Einnig er starfs- manni ætlað að skipuleggja fundi, ráðstefnur og ferðir, auk þess að annast alla útgáfu stofnunarinnar. Æskilegt er að umsækjendur hafi bókasafns- fræðimenntun-eða hliðstætt nám og reynslu af starfi því, sem auglýst er eftir, að baki. Staðan er laus frá 1. ágúst 1991 og þyrfti viðkomandi starfsmaður að hefja störf sem næst þeim degi. Umsóknir um stöðuna ásamt fylgiskjölum skulu berast Norræna genbankanum, póst- hólf 41, 23053 Alnarp, Svíþjóð, fyrir 8. júlí 1991. Þorsteinn Tómasson, forstjóri Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins, veitir nánari upp- lýsingar um starfið, auk þess sem hægt er að hringja í NGB í síma 90-46-40-461790. Skíðaþjálfari Skíðadeild KR óskar að ráða skíðaþjálfara til starfa veturinn 1991-1992. Um er að ræða þjálfun í Alpagreinum fyrir börn og unglinga. Vinnutími miðast við æfingatíma, sem eru á kvöldin tvo daga í viku, auk laugardaga og sunnudaga. Við leitum að þjálfurum með starfsreynslu og menntun á þessu sviði, þó er það ekki skilyrði. Umsóknarfrestur er til 20. júní nk. og ber að skila umsóknum til auglýsingadeildar Mbl. merktum: „Skíðaþjálfari - 7879“. Allar nánari upplýsingar veita Guðjón Ólafs- son, formaður deildarinnar, í síma 91-37591 á kvöldin og Egill Kolbeinsson, formaður Alpagreinanefndar, í síma 91-686695 (vs) og 91-51416 (hs). Skíðadeild KR hefur aðsetur sitt í Skálafelli og hefur yfir að ráða sérstöku æfingasvæði. Aðstaða er öll hin ákjósanlegasta. Um 60-70 börn og unglingar stunda æfingar hjá deild- inni á aldrinum 7-18 ára. Starfsemin hefst þegar í ágúst með Kerlingafjallaferð. Stund- aðar eru þrekæfingar til áramóta, en æft í fjalli eftir áramót 4 daga vikunnar. Framtíðarstörf Óskum eftir að ráða eftirfarandi starfsmenn nú þegar: 1. Lagermann hjá innflutningsfyrirtæki. Lyftararéttindi skilyrði. Vinnutími kl. 8- 17. 2. Afgreiðslumann hjá sérverslun með vandaða gjafavöru. Vinnutími kl. 13-18 (14-19). Æskilegur aldur 30-40 ára. 3. Skrifstofumann við símavörslu og létt skrifstofustörf. Ritvinnslukunnátta skil- yrði. Vinnutími kl. 8.30-16.30. Æskilegur aldur 20-30 ár. 4. Ritara hjá opinberri stofnun við síma- vörslu og vélritun. Vinnutími kl. 8-16. 5. Lagermann/bílstjóra hjá innflutnings- fyrirtæki. Æskilegur aldur 25-40 ár. 6. Afgreiðslu-/sölumann hjá framleiðslu- fyrirtæki í húsgagnaiðnaði. Vinnutími kl. 9- 18. 7. Skrifstofumann hjá opinberri stofnun við gagnaskráningu, upplýsingagjöf o.fl. Vinnutími kl. 8-16. Starfsreynsla æski- leg. 8. Húsvörð í fjölbýlishús austast í borg- inni. Leitað að laghentum manni. Ein- staklingsíbúð fylgir. Æskilegur aldur um 65 ár. 9. Bókara/skrifstofumann hjá þjónustu- fyrirtæki í Hafnarfirði. 50% starf f.h. 10. Ritara hjá ráðuneyti. 50% starf f.h. Rit- vinnslukunnátta skilyrði. 11. Bókara/skrifstofumann hjá opinberri stofnun. 75% starf. Starfsreynsla skil- yrði. Umsóknarfrestur ertil og með 14. júní 1991. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. A/leysmga- og raðnmgapionusui Lidsauki hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.