Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJONVARP SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1991 43 Rás 1: Ævftíminn eyðist Ævitíminn eyðist, um kveðskap á upplýsingaöld, nefnist 03 annar þáttur Bjarka Bjarnasonar í þáttaröð hans um iO íslenska bókmenntasögu. í fyrsta þættinum, sem hann nefndi „Vondslega hefur oss veröldin blekkt“ fjallaði Bjarki um kveð- skap á siðskiptaöld. í þáttunum, sem verða á sumardagskrá Rásar 1 á mánudögum kl. 15.03, hyggst Bjarki rekja sig gegnum íslenska bókmenntasögu eins og hún kemur fram í ljóðagerð frá siðaskiptum til vorra daga. Bjarki mun einkum staldra við söngtexta og verða þeir honum til- efni til umfjöllunar um höfundana og þá bókmenntalegu strauma og stefnur sem birtast leynt og ljóst í viðkomandi textum. 17.03 Vita skaltu. Ari Trausti Guðmundsson sér um þáttinn. 17.30 Tónlist é síðdegi. - Tvö sönglög eftir Hector Berlioz. Janice Tayl- or messó-sópran syngur, Dalton Baldwin leikur é píanó og Bernard Greenhouse á selló. - „Fingalshellir" ópus 26. eftir Felix Mendelss- hon. Sinfóníuhljómsveit Lundúna leikur; Claudio Abbado stjómar. - „Dans Khödru" ópus 51 númer 4 eftir Jean Sibelius. Sinfóniuhljómsveit Gautaborgar leikur; Neeme Járvi stjórnar. FRETTAUTVARP 18.00-20.00 18.00 Fréttir. 18.03 Hér og nú. 18.18 Að utan. (Einnig úivarpað eftir fréttir kl. 22.07.) 18.30 Auglýsingar. Dánarfregnir. 18.45 Veðurfregniri Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Um dagirin og veginn. Þór Vigfússon talar. KVOLDUTVARP KL. 20.00 - 01.00 20.00 Óskostundin. Umsjón; Már Magnússon. 21.00 Sumarvaka. a. Smásaga eftir Böðvar Guð- mundsson. Eymundur Magnússon les. b. Gam- alt gamankvæði eftir Jón Mýrdal. c. „ísaskraf", frásaga eftir Halldór Ármannson, skráð af syni hans Ármanni Halldórssyni. Pétur Eiðsson les. Umsjón. Arndís Þorvaldsdóttir. 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. (Endurtekinn þátturfrá kl. 18.18.) 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Orð kvöldsins. Dagskrá morgundagsins. 22.30 Af örlögum mannanna. Áttundi þáttur af fimmtán: Menningin, barbarar úr móöurkviði. Umsjón: Jón Bjömsson. Lesari með umsjónar- manni: Steinunn Sigurðardóttir. (Endurtekinn þáttur frá sunnudegi.) 23.10 Stundarkom i dúr og moll. Umsjón: Knútur R. Magnússon. 24.00 Fréttir. 0.10 Tónmál. (Endurtekinn þáttur úr Árdegisút- varpi.) 1.00 Veðurfregnir. 1.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. RÁS2 FM 90,1 7.03 Morgunútvarpið - Vaknað til lifsins. Leifur Hauksson og Eirikur Hjálmarsson hefja daginn með hlustendum. Upplýsingar um umferð kl. 7.30 og litið í blöðin kl. 7.55. 8.00 Morgunfréttir. Morgunútvarpið heldur áfram. Fjármálapistill Péturs Blöndals. 9.03 9 - fjögur. Úrvals dægurtónlist í allan dag. Umsjón: Eva Ásrún Albertsdóttir, Magnús R. Einarsson og Margrét Hrafnsdóttir. 12.00 Fréttayfirlit og veður. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 9 - fjögur. Úrvals dægurtónlist, í vinnu, heima og á ferð. Umsjón: Margrét Hrafnsdóttir, Magnús R. Einarsson og Eva Ásnjn Albertsdótt- ir. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagskrá: Dægurmálaútvarp og fréttir. Starfs- menn dægurmálaútvarpsins, Áslaug Dóra Ey- jólfsdóttir, Sigurður Þór Salvarsson. Kristín Ólafs- dóttir, Katrín Baldursdóttir og fréttaritarar heima og erlendis rekja stór og smá mál dagsins. 17.00 Fréttir. Dagskrá heldur áfram. 18.00 Fréttir. 18.03 Þjóöarsálin - Þjóðlundur i beinni útsend- ingu. þjóðin hlustar á sjálfa sig Stefán Jón Haf- stein og Sigurður G. Tómasson sitja við símann, sem er 91 - 68 60 90. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 íþróttarásin — islandsmótið i knattspymu, fyrsta deild karla. íþróttafréttamenn lýsa leik Fram og Vals. 22.07 Landið og miðin. Sigurður Pétur Harðarson spjallar við hlustendur til sjávar og sveita. (Úr- vali útvarpað kl. 5.01 næstu nótt.) 0.10 i háttinn. 1.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 22.00 og 24.00. Samlesnar auglýsingar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 19.30. NÆTURÚTVARPIÐ 1.00 Sunnudagsmorgunn með Svavari Gests. (Endurtekinn þáttur.) 2.00 Fréttir. Þáttur Svavars heldur áfram. 3.00 i dagsins önn. Umsjón: Berijót Baldurs'dóttir. (Endurtekinnþátturfrá deginum áðurá Rás 1.) 3.30 Glefsur. Urdægurmálaútvarpimánudagsins. 4.00 Næturlög. 4.30 Veðurfregnir. • Næturlögin halda áfram. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 5.05 Landið og miðin. Sigurður Pétur Haröarson spjallar við hlustendur til sjávar og sveita. (Endur- tekið úrval frá kvöldinu áður.) 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 6.01 Morguntónar. Ljúf lög i morgunsárið. LANDSHLUTAÚTVARP Á RÁS 2 8.10-8.30 og 18.35-19.00. Útvarp Norðurland. AÐALSTÖÐIN FM 90,9 / 103,2 7.00 Morgunandakt. Séra Cecil Haraldsson 7.00 Góðan daginn. Morgunútvarp Aðalstöðvar- innar. Umsjón ÓlafurTr. Þórðarson og Hrafnhild- ur Halldórsddottir. Kl. 7.25 Morgunleikfimi með Margréti Guttormsdóttir. Kl. 8.15 Stafakassinn, spuringarleikur. Kl. 8.35 Gestir I morgunkaffi. 9.00 Fréttir. Kl. 9.05 Fram að hádegi með Þuriði Sigurðardóttur. Kl. 9.20 Heiöar heilsan og ham- ingjan. Kl. 9.30 Heimilispakkinn. Kl. 10.15 Hver er þetta? Verðlaunagetraun. Kl. 11.30 Á ferð og flugi. 12.00 Á þeininu frá blaðamönnum. Umsjón: Blaða- menn Alþýöublaðsins, 13.00 Strætin úti að aka. Umsjón Ásgeir Tómas- son. Kl. 13.30 Gluggað i síðdegisblaöið. Kl. 14.00 Brugðið á leik i dagsins önn. Kl. 14.30 Saga dagsins. 15.00 Topparnir tákast á. Spumingakeppni. Kl. 16.00 Fréttir. 16.30 Á heimleið með Erlu Friðgeirsdóttur. Kl. 18.30 Smásaga Aðalstöðvarinnar. 19.00 Kvöldmatartónlist. Umsjón Randver Jensson. 20.00 Blár mánudagur. Blúsþáttur Aðalstöðvarinn- ar. Umsjón Pétur Tyrfingsson. 22.00 i draumalandi. Umsjón Ragna Steinunn Ey- jólfsdóttir. 24.00 Næturtónar Aðalstöðvarinnar. ALFA FM 102,9 8.45 Morgunbæn. Tónlist. 10.00 (stónn. íslensk tónlist flutt og leikin. 11.00 Alfa-fréttir. Fréttir af því sem Guð er að gera. Umsjón Erla Bolladóttirog Kristbjörg Jónsdóttir. 11.30 Blönduð tónlist. 16.00 „Svona er lifið." Umsjón Ingibjörg Guðnadótt- ir. 17.00 Blönduð tónlist. 23.00 Dagskrárlok. BYLGJAN FM 98,9 7.00 Morgunútvarp Bylgjunnar Eirikur Jónsson og Guðrún Þóra. 9.00 Fréttir frá fréttstofu. Kl. 9.03 Létt spiall og tónlist. Haraldur Gíslason. 11.00 íþróttafréttir - Valtýr Bjöm. 12.00 Hádegisfréttir. 12.10 Rólegheitatónlist. Valdis Gunnarsdóttir. 14.00 íþróttafréttir. Kl. 14.03 Snorri Sturluson. 15.00 Fréttir. Kl. 15.03 Snorri Sturlusonl 17.00 ísland i dag. Jón Ársæll Þórðarson og Bjarni Dagur Jónsson. Fréttir kl. 17.17. 18.30 Kristófer Helgason. Kl. 19.30 Fréttirfrá Stöð 2. 22.00 Hafþór Freyr Sigmundsson. 2.00 Björn Sigurðsson á næturvakt. EFFEMM FM 95,7 7.00 A-Ö. Steingrímur Ólafsson. 8.00 Fréttayfirjit. 9.00 Jóri Axel Ólafsson. 10.00 Fréttir. 10.40 Komdu i Ijós. Jón Axel. 11.00 jþróttafréttir. 11.05 Ivar Guðmundsson i hádeginu. 12.00 Hádegisfréttir. 12.30 Vertu með ívari i léttum leik. 13.00 Agúst Héðinsson. Tónlistarþáttur. 14.00 Fréttir. 16.00 Fréttir 16.05 Anna Björk Birgisdóttír. 16.30 Fregnir af flugi og-flugsamögnum. 17.00 Topplag áratugarins'. 17.30 Brugðið á leik. 18.00 Kvöldfréttir. 18.05 Anna Björk heldur áfram. 18.20 Lagaleikur kvöldsins. 18.45 Endurtekið topplag áratugarins. 19.00 Bandaríski og breski vinsældalistinn. 22.00 Auðun G. Ólafsson á kvöldvakt. 01.00 Darri Ólason á næturvakt. HUÓDBYLGJAN Akureyri FM 101,8 16.00 Tónlist. Pálmi Guðmundsson. Óskalög og afmæliskveðjur i sima 27711. 17.00 ísland i dag (frá Bylgjunni). Fréttir frá frétta- stofu Bylgjunnar/Stöð 2 kl. 17.17. Tónlist milli kl. 18.30 og 19. STJARNAN FM102/ 104 7.30 Tónlist. Páll Sævar Guðjónsson. 10.00 Tónlist. Ólöf Marin Úlfarsdóttir. 13.00 Sigurður Ragnarsson. 16.00 Klemens Arnarson. 19.00 Guðlaugur Bjartmarz. 20.00 Kvöldtónlistin þin. Arnar Bjarnason. 24.00 Næturhrafninn. Guðlaugur Bjartmarz. Rás 1: Barbarar úr moðurkviði ■■ Menninginn: Barbarar úr móðurkviði, er yfirskrift þáttarins QO 30 A.f örlögum manna að þessu sinni. Börnin koma ekki sunn- ” an úr höfum með storknum. Þau fæðast fjölskyldum á til- teknum stað, á tilteknum tíma, við tilteknar kringumstæður, í tiltek- inni menningu. Börnin ráða því ekki sjálf hvar, hvenær né hvetjum þau fæðast. Samfélagið og menningin taka barnið til meðhöndlunar frá fyrstu tíð og um það leyti sem barnið veit að það er til, þá er kyrfilega búið að planta inn í vitund þess einmitt þessum samfélags- háttum og þessari menningu. Manningin skapar mönnunum örlög ekki síður en líkamserfðirnar. Umsjón hefur Jón Björnsson en lesari með honum er Steinunn Sigurðardóttir. SjónvarpBð: Sigild hönnun Hvað eiga Eiffel-turninn og tennisskyrtur sameiginlegt? OI 35 Jú, samkvæmt bresku sérfræðingaáliti teljast bæði þessi ^ fyrirbrigði til sígildrar hönnunar. Fyrir vikið er það tennis- skyrtan sem siglir í kjölfar umfjöllunar síðustu viku, þar sem Eiffei- turninn var tekinn undir smásjána. Legíó er tala þeirra vörumerkja í dag, sem bjóða tennisskyrtur, samkeppnin er gífurleg og sumir framleiðendur greiða frægu fólki vænar fúlgur fyrir að skarta skyrtum frá sér fremur en öðrum. I kvöld kynnumst við hins vegar frumkvöðlinum í þessari grein fatnaðar, sem er hin svonefnda Fred Perry-skyrta, nefnd eftir skap- ara sínum og framleiðanda. Skyrtur þessar urðu tískutákn á sjötta áratugnum og jafnframt eins konar vörumerki nýrrar kynslóðar eft- irstríðsáranna. Þýðandi og þulur er Stefán Jökulsson. eftir Elínu Pá/madóttur Að vera og gera - eða ekld gera E11 itt hneyksli á viku kemur heilsunni í lag. Eins gott að þjóðin fái sín hneyksii ma- treidd jafnt og þétt, svo skammt- urinn verði ekki of stór í einu, því flest enda hneykslin sem álag á skattborgarana. En í svo litlu landi getur reynst æði strembið að framreiða hneyksli í viku hverri. Ekki undarlegt þó þaú verði dulítið abstrakt stundum. Þegar langþráð hneyksli fimmtu- dagsins leit dagsins ljós - fyrir skömmu, gleyptu tryggir les- endur það auðvitað í sig. Efni þessa hneykslis var það að hann Gísli á Elliheimilinu hefði bara allt frá 1934 verið að byggja upp hús- næði fyrir gamalt fólk og lasið. Ekki nóg með að hann sé nú kominn tíjjp í það að skjóta skjólshúsi yfir 500 manns í Reykjavík og Hveragerði, heldur hafi hann þetta fólk fyrir 33-60% af þeim daggjöldum sem ríkið greiðir á Hrafnistu. Það er skammturinn frá hinu opinbera. Og hann hefur víst aldrei sótt um ábót eftirá vegna halla. Hvílíkt hneyksli! Og svo er hann Gísli sífellt að kaupa ný hús fyrir sambýli til að geta skotið skjólshúsi yfir fleiri aldraða og sjúka af ýmsu tagi. Við það aukast ávirðing- arnar auðvitað jafnt og þétt, því eftir því sem húsunum og pláss- unum fjölgar verða sjálfseigna- stofnanirnar Elliheimiiið Grund og Dvalarheimilið Ás í Hvera- gerði ríkara — reiknað á verð- lagi húseigna. Þær bera ábyrgð á sér og eignum sínum sjálfar, og svo hefur hann Gísli tryggt. þær með styrktarsjóði, svo- nefndum Styrktarsjóði líknar- og mannúðarmála, til þess að vera varasjóður ef illa fer í rekstri þeirra. Og það sem verra er, sjóðinn varðveitir hann og ávaxtar í öruggu fyrirtæki, þar sem hann getur ekki horfið. Þessi heimili munu því sennilega aldrei koma vælandi til sjóðsins okkar allra og hóta að hætta að sinna öldruðum og sjúkum ef ekki verði reitt fram fé. Ofan á allt saman og það er mesta hneykslið, býr svo hinn 83ja ára gamli forstjóri, sem ekki er hættur að leggja fram sína krafta, í húsi frá stofnuninni, eins og framkvæmdastjórar og læknar ýmissra opinberra stofn- ana. Og það sem meira er dætur hans tvær, sem reka þetta nú orðið með honum, eru líka skráð- ar til heimilis í húsum Elliheimil- isins vestur í bæ. Hvílíkt og annað eins, bara í námunda við vistfólkið! í kjölfarið á þessu hneyksli vikunnar kom annað. í Hvera- gerði hafði hugsjónafólk af ann- arri gerð byggt í áratugi upp heilsuhæli, í þeirri trú að bæta mætti heilsu fólks með völdu mataræði og líkamsþjálfun. Að- sókn raunar verið svo mikil að sífellt hefur verið bætt við húsa- kost og starfsemi, þar til það rúmar nú 177 dvalargesti. Bíða að sögn hundruð manna eftir að komast að. Og nú vill þessi stofnun, með réttu eða röngu, halda áfram sem hingað til með þá lífshætti sína sem hún trúir að séu heilsusamlegir. Hvílíkt og annað eins! En af hvetju ætli ríkisvaldið hafi viljað í sívaxandi mæli leigja af þessum stofnunum rými og þjónustu við það veika og aldr- aða fólk, sem því ber að sjá um? Gæti það ekki verið af því að það er hagkvæmt og ódýrarara en hægt er að komast af með annars staðar. Og í raun af því að ríkisvaldið hefur ekki megnað að byggja sjálft yfir slíka starf- semi og hefur kosið að setja þar inn æ veikari sjúklinga, meðan spítaladeildum í eigin húsnæði er lokað af auraleysi og fólks- leysi. Af hveiju ætli ríkið vilji endilega ieigja og koma sínu fólki inn á stað, sem það telur ekki nógu góðan og vill ekki hafa það á? Ég hefi eiginlega aldrei getað almennilega skilið af hveiju aðil- ar vilja endilega vera á staðnum — til að framkvæma það sem þeir vilja alls ekki gera. Það er víst einn af þessum mannlegu veikleikum! Ekki er það and- skotalaust hve marga langar óviðráðanlega mikið til að vera án þess að gera — það sem áformað er að framkvæma. Er þeim jafnvel ógeðfellt. Þetta er víst mjög ásækinn kvilli í stjórnmálum. Eða er það bara af því að hann verður þar svo áberandi — fyrir allra aug- um? Ekki er það þó algilt. Til dæmis hætti hinn harðsnúni franski stjórnmálamaður Edith Cresson í fyrra að vera Evr- ópumálaráðherra heldur en að vinna að efnahagsmálum stjórn- arinnar, sem henni líkuðu ekki. Vildi ekki vera til að gera — það sem til var ætlast eða gera það ekki sem henni var ætlað að framkvæma. En nú, átta mánuð- um síðar, fékk hún stjórnar- taumana sem fyrsti kvenforsæt isráðherra Frakka og þarme stefnu til að framkvæma sem hún hefur sannfæringu fyrir. En þetta er háttur á þeim stjórn- arbæ. Sagði ekki hermálaráð- herrann franski af sér þegar hann var ekki sáttur við afstöðu frönsku stjórnarinnar sem hann átti að fylgja í Flóastríðinu? Enda kemur fyrir að flæðir und- an ráðherrum í miðjum straumi, þegar mörkuð stefna reynist ekki vel, en þeir bera ábyrgð og sitja eftir með henni. Og forset- inn fríar sig með því að skipa nýtt fólk með nýja stefnu. Þykir ekki tiltökumál ef málefnin skar- ast. Og hver er svo málshátturinn í dagbók Gáruhöfundar í dag? Störf eru manni ómissandi. Ef þau eru geðfeld eru þau til ánægju; ef þau eru nytsöm eru þau manninum sæla!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.