Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 39
39 MORGIJNBLAÐÍÐ FÓLK í FRÉTTUM 'sÚNNLlbÁGUR 9. JUNI 1991 p0re\di'ar UPPELDISMAL Tilraunaleikskólinn KONUR ÍJii jJIjj EINSTAKT TÆKIFÆRI FYRIR AÐEINS 19.800,- KRÓNUR Innifalið í verði er flug, gisting og flutningur til og frá flugvelli úti. Þetta er alveg einstakt tækifæri til að halda upp á þjóðhátíðardaginn í hinni ægifögru borg Zurich í Sviss í góðra vina hópi. FERÐATILHÖGUN: 15. júnf. Bröttför frá Keflavík kl. 07.40. Lent í Zurich kl. 13.35. Akstur heim á hótel. Glæsilegur svissneskur kvöldverður. 16. júnf. Boðin verður sigling um hið fallega Zurichvatn. Þjóðhátíðarkvöldverður um kvöldið með hljómsveit, gríni, glensi og gamni að hætti 17. júní. 17. júní. Frjáls tilhögun, t.d. hægt að versla. Brottför frá Zúrich kl. 14.25. Lending í Keflavík kl. 16.35. ATH! Þrír dagar og enginn vinnudagur. fEBOAMigSTlfllN AUSTURSTÆT117, SÍMI 62 22 00 Mamma mín og mamma kon- unnar mlnnar eru komnar í hár saman. Ástæðan er einföld. Dóttir mín er orðin sjö mánaða. Sjö mánaða aldurinn er dálítið merkilegur aldur, því um þessar mundir eru að koma fram alls kyns hæfileikar. Hún er farin að gera hluti, sem sýna að hún er að þroskast sem ein- eftir Steingrim staklingur. Hún Ólofsson er að breytast úr komabarni, i lítinn einstakling. Og þar með byija vandamálin. Við emm nefnilega farin að leyfa öm- munum tveimur að passa litla eng- ilinn. Fyrst var þetta agalega sak- laust. Þegar við sóttum hana var einum og hálfum tima eytt í að segja okkur hversu ofsalega, ægi- leg, ógurlega róleg hún hafi verið. „Hún svaf alveg eins og steinn. Það heyrðist ekkert i henni. Æ henni líður greinilega svo vel hjá mér," var sagt i hvert sinn ... hjá báðum ömmunum. Svo þurfti maður að passa sig að dreifa pössununum rétt. Það varð nefnilega alltaf að láta passa til skiptis. Ef maður dirfðist að láta tengdamömmu passa tvisvar í röð hringdi mamma. „Hvernig hefur Steinunn Edda það? (það er dóttir min). Ég hef ekkert séð hana langalengi. Hvemig er það. Er mér ekki tre- yst? Ég gat nú alið þig upp!“ Þá verður maður að gera sér upp til- efni til að fá mömmu til að passa. þó svo að maður hefði helst viljað hanga heima og glápa á sjónvarpið koma henni í pössun, hanga síðan kannski úti í bíl í tvo tíma og fara svo og sækja hana. Þá hringdi tengdó. „Ég hef ekkert heyrt frá Steinunni Eddu i langan tíma! Ég ól nú upp þrjú böm, með mann í námi og það á erlendri gmnd. Ég ætti nú að geta passað!" Þá var að finna nýtt tilefni, setja stelpuna i pössun til tengdó, hanga út i bíl í tvo tima, sækja hana svo og fara i heim. Þetta var smám saman að |breytast í martröð. En loksins þeg- ar maður hélt að ástandið gæti ekki orðið verra, varð það verra. Miklu, miklu verra. Dóttir min fór að þroskast og gera hluti. Einn daginn skildi hún spurninguna: „Hvað ertu stór?! og lyfti höndun- um upp yfir höfuð, ægilega ánægð. Við montuðum okkur náttúmlga heilmikið og hringdum i mömmu. „Uss, hún var löngu byrjuð að gera þetta hjá mér," sagði mamma þá. þó það væm tvær vikur síðan hún passaði síðast, og mamma hefði ekki minnst orði á þetta við einn eða neinn. Við hringdum þá í tengdó. „Elskan mín, ég kenndi henni þetta þegar ég passaði síðast," sagði hún, þó svo að það væm þrjár vikur siðan þær hitt- ust. Svo fór dóttir mín að klappa, gera aahh (stjúka hendinni yfir vangann og segja aahh). og byija að standa upp. Það var alveg sama hvað hún gerði, alltaf hafði þetta byrjað hjá ömmunum, óháð tíma og rúmi. Dóttir mín hætti að vera einstaklingur, og varð einhvers konar keppikefli tveggja kvenna. Skyndilega var dóttir mín farin að segja heilu setningarnar hjá ömm- unum, sérstaklega ef dóttir mín var ein með þeim. „Hún sagði Besta amma," sagði tengdó eftir eina pössunina. Ég benti henni á að dóttir mín væri sjö mánaða. „Hvað með það? Konan þín var farin að ganga þriggja mánaða. Við emm svo fljótþroska konurnar í minni Ijölskyldu." Mamma bætti ura bet- ur, þegar hún heyrði þetta. „Ég vi bar ver hjá ér, ekku amma," átti dóttir min að hafa sagt eftir síðustu pðssun. Rök min um málþroska sjö mánaða barna höfðu ekkert að segja, frekar en hjá hinni öm- munni. „Þið strákamir voruð alltaf svo bráðþroska, og hún er alveg eins og þú. Mín ætt hefur nefnilega alltaf verið á undan," var viðkvæð- ið. Þá ætti það að liggja ljóst fyrir. Það er slíkur þroski i fjölskyldun- um tveimur að dóttir mín útskrif- ast líklega úr læknadeild, fer í framhaldsnám og verður yfirlækn- ir barnadeildar Landakots fyrir tvítugt. Þvílíkt lif! Og nú er ég jafn- vel farinn að sjá aðeins eftir þvi að hafa eignast dóttur, en ekki son. Mér skilst nefnilega að stúlk- ur séu bráðþroskaðri en strákar. Ég hefði alveg þegið frið í nokkrar vikur í viðbót. Klettaborg eins árs LEIKSKÓLINN Klettaborg í Hamrahverfi í Grafarvogi átti eins árs afmæli um síðustu helgi. Klettaborg er tilraunaleiks"kóli í skipulagningu húsnæðis og umhverfis og aldursdreifingu á deildum. í tilefni dagsins var efnttil grillveislu ogforeldrafélagið færði leikskólanum myndbandstæki að gjöf. Þá brugðu foreldrar og starfsmenn á leik með börnunum og meira að segja veðurguðirnir tóku sérstakt tillit til þessa áfanga. Forstöðumaður á Klettaborg er Sigfús Aðalsteinsson og sagði hann að reynsla af þessu tilraunaverkefni, sem nefnist Leikskóli framtíð- arinnar, væri mjög góð. Nú væri annar slíkur leik- skóli í byggingu í Rima- hverfi og hugsanlega yrði sá þriðji byggður í Húsa- hverfi. Þijár deildir eru á Klettaborg og eru þær ald- ursblandaðar, á tveimur þeirra eru 3-6 ára börn og þeirri þriðju 1-3 ára börn. Börnin eru 104 í leikskólanum, í heilsdagsvist, fjögurra, fimm og sex tíma vist. Áð sögn Sigfúsar er tilraunin meðal annars sú að fá úr því skorið hvernig slík aldurs- dreifíng gengur með tilliti til hús- næðisins, en þar er stórt leikrými i miðju húsinu auk sérstakra her- bergja fyrir tónlistariðkun og lista- starfsemi, þar sem þemavinna fer fram. Leikskólinn er vel mannaður og þar starfa tíu fóstrur af alls 20 starfsmönnum í ýmsum stöðugild- um. Öflugt starf fer fram á vegum foreldrafélags Klettaborgar og hefur það staðið fyrir fyrirlestrum um uppeldisleg málefni og á af- mælishátíðinni færði það leikskó- lanum myndbandstæki að gjöf, en fyrir átti hann myndbandstökuvél sem er mikið notuð við leikskóla- starfið. fVó\menT4t efni sem viðkomandi lið máttu nota til að taka saman máltíð fyrir 80 manns á aðeins einni klukkustund. „Vertarnir á Pal- mer House tóku okkur sérstak- lega vel, lofuðu okkur að æfa í eldhúsinu eins og við vildum. Ekki fengu allir slíkar móttök- ur,“ sagði Sigurður. Þátttaka liðsins hefur opnað ýmsar dyr, auk þess að vera mikil og góð landkynning. Þann- ig hefur liðinu verið boðið á 14 landa kokkamót í Sviss 1993 og er það mikil upphefð að sögn Arnar og Sigurðar. Þá liggur leiðin á óopinbera Olympíuleika í Frankfurt í haust... Morgunblaðið/Gugu Sigfús Aðalsteinsson for- stöðumaður við mynd- bandstækið sem foreldr- afélagið gaf Klettaborg. Á innfelldu myndinni má sjá að sú stutta hafði meiri áhuga á barna- vagninum en pylsuáti og boðhlaupi. Sigursælir íslendingar, f.v. Úlfar Finnbjörnsson, Baldur Öx- dal, Bjarki Hilmarsson, Ásgeir H. Erlingsson, Sigurður Hall og Örn Garðarsson. Á myndina vantar Sverri Halldórsson. MATUR Nú halda kokkun- um engin bönd Eins og frá var skýrt í Morgunblaðinu á sinum tíma fór kokkalandslið íslands til alþjóðlegs matseldarmóts í Chicago Illinois og var það frægðarför. „ Við fengum silfurverðlaun fyrir heitu réttina, bronsverðlaun fyrir kalda rétti, en dómararnir sögðu við okkur að við hefðum unnið gull í reynslu, en með því áttu þeir við að við fórum heim reynslunni ríkari. Við vorum að keppa í þessu erfiða móti í fyrsta sinn, liðið hafði aðeins verið saman við æfingar í fjóra mánuði og þetta var lang yngsta liðið að meðaltali í keppninni. Við erum því hæst ánægðir," sögðu þeir Sigurður Hall liðsstjóri og Órn Garðarsson fyrirliði í samtali við Morgunblaðið. Kokkar frá 15 þjóðlöndum í fjórum heinmsálfum voru meðal keppenda og kröfurnar voru miklar. Sem dæmi má nefna „leynikörfuna" sem liðin áttu að vinna úr. Þá var dregið klukkan 14 deginum áður en til kastana kom. Var dreginn listi yfir hrá- Dómararnir athuga vinnubrögð strákanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.