Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLApiÐ; DAGBOK ■gUlWWAfíUíhfoJpNÍ 1991
IFJ \ /”^ersunnudagur9. júní, semerl60. dagur
ársins 1991.Kólúmbamessa.Árdegisflóð
í Reykjavík kl. 3.13 og síðdegisflóð kl. 15.46. Fjara kl. 9.31
og kl. 22.06. Sólarupprás í Rvík kl. 3.06 og sólarlag kl.
23.50. Sólin er í hádegisstað í Rvík kl. 13.27 og tunglið er
í suðri kl. 10.24. (Almanak Háskóla íslands.)
Lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi neinum velgjörð-
um hans. (Sálm. 103, 2.)
ÁRNAÐ HEILLA
HJÓNABAND. í
Háteigskirkju voru
brúðhjónin Ólöf Ás-
björg Arnarsdóttir
og David Grisson
gefin saman. Heim-
ili þeirra er á Frosta-
fold 71. Sr. Heimir
Steinsson gaf brúð-
hjónin saman. (Ljós-
myndarinn.)
ára afmæli. Á morgun,
10. júní, er sjötugur
Þorlákur Þórðarson, Stóra-
gerði 20, Rvk, leiksviðs-
stjóri í Þjóðleikhúsinu.
Kona hans er Björg H. Rand-
versdóttir. Þau taka á móti
gestum í Kristalssal Þjóðleik-
hússins á morgun, afmælis-
daginn, milli kl. 17 og 19.
MORGUNBLAÐIÐ
FYRIR 50 ÁRUM
Flak þýskrar herflugvél-
ar hefur fundist í fjalli
yst við Reyðarfjörð. Lík
áhafnarinnar, þrír
menn, voru þar hjá.
Breskir hermenn fluttu
líkin til Reyðarfjarðar.
Voru þau greftruð þar
aðfaranótt föstudagsins.
Nokkrum nóttum áður
hafði heimilisfólkið á
Krossanesi, Tryggvi
Eiríksson, séð til ferðar
flugvélar. Hún hafði
horfið í þoku með stefnu
inn yfir landið. Skömmu
síðar kvað við mikil
sprenging. Húsin höfðu
nötrað.
FRÉTTIR/
MANNAMÓT
VIÐEY. í dag kl. 15.15 verð-
ur gengið á austureyna.
BARNADEILD Heilsu-
vemdarstöðvarinnar, Bar-
ónsstíg. Næstkomandi þriðju-
dag er opið hús fyrir foreldra
ungra báma kl. 15. Rætt
verður um nudd ungbarna.
BISKUP íslands augl. í Lög-
birtingablaðinu laus presta-
köll og stöður fræðslufulltrúa.
Prestaköllin em: Vestmanna-
qyjar í Kjalarnesprófasts-
dæmi, Ofanleitissókn. Á Pat-
reksfirði, en þar falla undir:
Sauðlauks-, Breiðavíkur- og
Saurbæjarsóknir. ísafjörður,
þar falla undir: Hnífsdals-,
Isafjarðar- og Súðavíkur-
sóknir. Laufás í Þingeyjar-
prófastsdæmi, Svalbarðs- og
Grenivíkursóknir. Annar
fræðslufulltrúanna skal hafa
búsetu á Norðurlandi. Stað-
an verður veitt um miðjan
ágúst nk. Hinn fræðslufull-
trúinn skal hafa búsetu á
Austurlandi. Sú staða verður
veitt 1. des. næstkomandi.
Þeir eiga að hafa lokið há-
skólaprófi, auk guðfræði í
uppeldis- og kennslufræðum.
Um þessar stöður allar er
settur umsóknarfrestur til 26.
þ.m.
í SKORRADAL. Oddviti
Skorradalshrepps, Davíð
Pétursson tilk. í Lögbirtingi
að gerð hafi verið breyting á
skipulagi sumarbústaðalóða í
Dagverðarnesi í Skorradal.
Uppdráttur sem samþykktur
hefur verið er til sýnis hjá
Skipulagi ríkisins, Laugavegi
Láttu okkur víkingana um að ryðja brautina, frú Brundtland.
166, og hjá oddvitanum. At-
hugasemdir þurfa að berast
oddvita fyrir 15. þ.m. segir í
þessari tilk.
FÉL. eldri borgara. Opið
hús í dag í Goðheimum við
Sigtún kl. 14. Fijáls spila-
mennska. Dansað kl. 20.
Mánudag er opið hús í risinu
kl. 13-17, brids ogfijáls spila-
mennska.
MOSFELLSBÆR. í tilk. frá
bæjarstjóra Mosfellsbæjar, í
Lögbirtingi, tilk. hann að till.
að deiliskipulagi flugvallar-
svæðis á Tungubökkum hafi
verið lagður fram til sýnis í
skrifstofu bæjarins og verði
til sýnis 1. júlí nk. Athuga-
semdir eða ábendingar skal
senda til bæjarstjórnarinnar
fyrir 1. júlí nk.
ÍÞRÓTTIR aldraðra. Fél.
áhugafólks um íþróttir aldr-
aðra efnir til ratleiks í Grasa-
garðinum í Laugardal á
morgun, mánudag, kl. 14.
Strætisvagnar sækja þátttak-
endur í þessar félagsmið-
stöðvar í borginni, kl. 13:
Gerðuberg, Furugerði,
Hvassaleiti, Lönguhlíð og
Vesturgötu.
NIÐJAMÓT Hróbjargar-
staðar-ættar, Kolbeinsstaða-
hreppi, verður 15. júní næst-
komandi austur í Aratungu.
Vagn fer frá BSÍ austur kl.
12.
KVENFÉL. Laugarnes-
sóknar. Sumarferð félagsins
verður farin hinn 22. júní
nk., á Snæfellsnes. Þessar
konur veita nánari uppl. og
skrá væntanlega þátttakend-
ur til 15. þ.m.: Brynhildur,
s. 35079, og Jónína, s.
32902.
KIRKJUSTARF
FELLA- og Hólakirkja.
Fyrirbænir í kirkjunni þriðju-
dag kl. 14.
SKIPIN
REYKJAVÍKURHÖFN:
í dag eru væntanlegir inn til
löndunar togararnir Jón
Baldvinsson og Ásgeir. Á
morgun er Laxfoss væntan-
legur að utan og á þriðjudag-
inn kemur norska skonnortan
Sörlandet, þrímöstruð, sem
kemur með norska fulltrúa á
norræna umhverfisráðstefnu.
HAFNARFJARÐAR-
HÖFN: í dag er Höfsjökull
væntanlegur að utan. Erl.
saltflutningaskip er væntan-
legt nú um helgina.
LÁRÉTT: — 1 skelfileg, 5
saltlög, 8 líkamshlutar, 9
braka, 11 votar, 14 guð, 15
sjúga, 16 reyfið, 17 vindur,
19 sæla, 21 væga, 22 undir-
fatnaður, 25 flana, 26 veinir,
27 eyði.
LÓÐRÉTT: — 2 tunna, 3
málmur, 4 tapar, 5 hárkolla,
6 heiður, 7 svelgur, 9 öfluga,
10 völskuna, 12 bikars, 13
langur gangur, 18 mestur
hluti, 20 handsama, 21 kusk,
23 kyrrð, 24 tveir eins.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
LÁRÉTT: — 1 háfur, 5 kerra, 8 nafar, 9 öflug, 11 prúða,
14 núp, 15 damla, 16 arfar, 17 rýr, 19 nekt, 21 árið, 22
argandi,^25 sær, 26 ána, 27 nær.
LOÐRÉTT: — 2 álf, 3 Unu, 4 ragnar, 5 kappar, 6 err,
7 ráð, 9 öldungis, 10 lúmskar, 12 útfarin, 13 afræður, 18
ýsan, 20 tr, 21 AD, 23 gá, 24 Na.
SIJMARÍJTSALA t SÉR 'l
í örfáa daga — 30—70% afsláttur
O
^ Laugavegi 95, 2. hæð. J