Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 28
28.
MORGUNBLAÐIÐ
AGUR 9. JUNI 1991
rrrrn
ATVINNIIA UGL YSINGAR
Kennarar - kennarar
Grunnskóli Bolungarvíkur auglýsir eftir kenn-
urum sem hér segir:
1. Almenn kennsla í 1.-7. bekk (nokkrar
stöður).
2. íþróttir (1 staða).
3. Mynd- og handmennt (1 — 1V2 staða).
4. Tónmennt (hálf staða).
5. Heimilisfræði ('h-^h staða.
6. Samfélagsgreinar í 8.-10. bekk.
7. Enska í 7. og 8. bekk.
8. Sérkennsla (2h staða).
Ágæt vinnuaðstaða fyrir kennara í nýju hús-
næði. - Fyrsta flokks aðstaða til kennslu í
leikfimi og sundi. - Bæjarstjórn útvegar
kennurum húsnæði og stillir leigu í hóf. -
Flutningsstyrkur og staðaruppbót.
Upplýsingar hjá skólastjóra í símum 94-7288
og 7249.
Skólanefnd.
\W X 'JOF (X, IWNNr/«
Sölumaður
eldhúsinnréttingar
Við leitum nú að einstaklingi til þess að taka
að sér sölustarf hjá athyglisverðu fyrirtæki
sem selur innréttingar, parket, hurðir og
aðrar tengdar byggingavörur. Megin áhersla
í starfi verður á sölu eldhúsinnréttinga og
mun viðkomandi starfsmaður starfa í nánum
tengslum við innanhúsarkitekt fyrirtækisins.
Leitað er að líflegum, snyrtilegum og metn-
aðarfullum sölumanni, sem hefur til að bera
mikið fumkvæði, á auðvelt með að umgang-
ast fólk og býr yfir góðum skipulagshæfileik-
um. Um er að ræða vel launað, skemmtilegt
og krefjandi framtíðarstarf. Æskilegt er að
viðkomandi geti byrjað í starfi 1.-15. júlí.
Upplýsingar veitir Einar Páll Svavarsson
hjá ráðningarþjónustu Ábendis.
Ábendi, Laugavegi 178, sími 689099
(á mótum Bolholts og Laugavegar).
Opið frá kl. 9-12 og 13-16.
Rafmagns-
verkfræðingur
Vegna aukinna umsvifa óskar Marel hf. að
ráða verkfræðing á vöruþróunarsvið fyrirtæk-
isins til starfa við verkefni, sem lúta að tölvu-
sjón og myndgreiningu. í boði er áhugavert
starf hjá fyrirtæki, sem framleiðir hátækni-
vöru og selur meginhluta framleiðslunnar
erlendis.
Nauðsynlegt er að viðkomandi sé rafmagns-
verkfræðingur eða hafi hliðstæða menntun
og reynslu. Starfið krefst þess að umsækj-
andi sé hugmyndaríkur, hafi sköpunargáfu
og frumkvæði. Æskilegt er að umsækjandi
hafi áhuga á myndgreiningu og reynslu í
tæknilegri forritun.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu
fyrirtækisins, Höfðabakka 9, Reykjavík. Um-
sóknarfrestur er til föstudagsins 21. júní nk.
Upplýsingar eru ekki veittar í síma.
Höföabakka 9, pósthólf8394,128 Reykjavík,
sími 91-686868, Telex 2124 MARELIS, Telefax 91-672392.
ORVI
StarfsþjálfunarstaiSur
Kársnesbraut 110, 200 Kópavogi,
Forstöðumaður
Forstöðumaður óskast til starfa í Örva, sem
er starfsþjálfunarstaður fatlaðra.
Umsóknum skal skila til Örva, Kársnesbraut
110, 200 Kópavogi, fyrir 24. júní nk. Upplýs-
ingar veitir forstöðumaður í síma 43277.
Frá Grunnskólanum
í Hveragerði
Lausar stöður
a. Staða íþróttakennara
b. Almenn kennsla í 6. bekk
c. Kennarastöður í íslensku og erlendum
tungumálum í 8.-10. bekk
d. 60% staða forstöðumanns í mötuneyti
e. Staða gangavarðar.
Upplýsingar gefa Guðjón Sigurðsson skóla-
stjóri í síma 98-34195 eða 98-34950 og
Pálína Snorradóttir, yfirkennari í síma
98-34195 eða 98-34436.
Skólastjóri.
LAND SPITALINN
Reyklaus vinnustaður
Sérfræðingur
Staða sérfræðings við svæfinga- og gjör-
gæsludeild Landspítalans er laus til um-
sóknar. Um er að ræða fullt starf sérfræð-
ings, 60% starfsins tengist starfsemi á
kvennadeild Landspítalans.
Umsóknir ásamt upplýsingum um námsferil,
fyrri störf, kennslu- og vísindastörf sendist
skrifstofu Ríkisspítalanna, Rauðarárstíg 31,
101 Reykjavík, fyrir 6. júlí 1991.
Nánari upplýsingar um stöðuna veitir Þórar-
inn Ólafsson forstöðulæknir svæfinga- og
gjörgæsludeildar Landspítalans, í síma
601375.
íslenska járnblendifélagið hf.
Icelandic Alloys Ltd.
Grundartangi - Skilmannahreppur
301 Akranes lceland
Efnafræðingur
íslenska járnblendifélagið hf. óskar eftir að
ráða efnafræðing til starfa. Efnafræðingnum
er ætlað að vinna að rannsóknum á hráefnum
til járnblendiframleiðslu, sérstaklega kolum
og koksi. Verkefnið er til þriggja ára og unn-
ið undir stjórn starfsmanna járnblendifélags-
ins, en er fjármagnað af erlendum samstarfs-
aðilum félagsins. Rannsóknir verða gerðar í
samvinnu við erlendar rannsóknastofnanir
og verður því hluti vinnunnar erlendis, eink-
um vestan hafs.
Umsækjendur verða að hafa lokið framhalds-
námi í efnafræði og hafa reynslu af rannsókna-
störfum. Gott vald til vinnu á ensku og kunn-
átta í Norðurlandamáli er nauðsynleg.
Frekari upplýsingar veita dr. Þorsteinn Hann-
esson eða dr. Jón Hálfdánarson, íslenska
járnblendifélaginu, síma 93-20200.
Umsóknir berist íslenska járnblendifélaginu
hf., 301 Akranesi, fyrir 15. júlí 1991.
Húsvörður
Stór verslun í Vesturbæ óskar að ráða hús-
vörð í fullt starf. Meðal verkefna eru eftirlit
á opnunartíma, þrif og minni viðgerðir.
Starfið er laust strax.
Þeir, sem áhuga hafa, eru beðnir að skila
upplýsingum um nafn, aldur og fyrri störf á
auglýsingadeild Mbl. fyrir 12. þ.m. merktum:
„M - 3001“.
Skemmtilegt
verslunarstarf
Verslun með skemmtilegar gjafa- og heimilis-
vörur vantar nú þegar:
A) Starfsmann í fullt starf (9.00-18.00).
B) Starfsmann í hálft starf (13.00-18.00).
Ef þú ert á aldrinum 25 til 45 ára, ert fram-
takssamur og áhugasamur verslunarmaður,
sendu okkur þá umsókn á auglýsingadeild
Mbl. fyrir 12. júní, merkta: „Framtakssamur
- 7877".
Aðeins reyklaust fólk vant, sölu- og af-
greiðslustörfum, kemur til greina.
Verkmenntaskólinn á Akureyri
Lausar
kennarastöður
Kennara vantar í þessum greinum:
Hjúkrunargreinum, 1/i staða.
Rafeindavirkjun, 1/i staða.
Raungreinum, 1/i staða.
Þýsku, 1/i staða.
Umsóknarfrestur er til 15. júní nk. Undirritað-
ur veitir nánari upplýsingar.
Skólameistari.
Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar
Rekstrarstjóri
Við óskum eftir rekstrarstjóra í 50% starf til
afleysinga í eitt ár. Æskilegt er að viðkom-
andi geti hafið störf um miðjan ágúst nk.^
Skilyrði er að viðkomandi hafi reynslu í bók-
haldsstörfum.
Megin verksvið rekstrarstjóra er að sjá um
fjárreiður Félagsmálastofnunar Hafnarfjarð-
ar og undirstofnana hennar.
Upplýsingar gefa Kolbrún Oddbergsdóttir,
rekstrarstjóri, og Marta Bergmann, félags-
málastjóri, alla virka morgna í síma 53444,
milli kl. 11.00 og 12.00.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu Félags-
málastofnunar Hafnarfjarðar fyrir 15. júní nk.
Umsjónarfóstra
Umsjónarfóstra óskast í 50% starf á Félags-
málastofnun Hafnarfjarðar.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf
1. ágúst nk.
Meginverksvið er umsjón með dagvistun
barna í heimahúsum.
Upplýsingar gefa María Kristjánsdóttir, dag-
vistarfulltrúi, og Marta Bergmann, félags-
málastjóri, alla virka morgna í síma 53444,
milli kl. 11.00 og 12.00, fyrir 15. júní nk.
Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði.