Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1991 eftir Hjálmar Jónsson MIKLAR umræður urðu um lífeyrismál á þingi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja í fyrri viku eftir að lögð var fram tillaga á þinginu um að lífeyrissjóðakerfið í núverandi mynd yrði lagt niður og í staðinn teknir upp einkareikningar lífeyrisréttinda sem bönkum og sparisjóðum verði falið að varðveita. Tillögunni var vísað til lífeyrismálanefndar þingsins, sem skilaði frá sér ályktun þar sem lýst er yfir að efla skuli lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna jafnframt því sem sett er á fót milliþinganefnd sem hefur það verkefni að fara í saumana á lífeyrismál- unum. Alyktunin var samþykkt samhljóða og því kom tillagan um einka- reikningana aldrei til atkvæða. Morgunblaðið ræddi við sex þingfull- trúa um þessar hugmyndir og önnur atriði sem tengjast lífeyrismálum, en þau hafa mjög verið í umræðunni á undanförnum misserum. Benedikt Vilhjálmsson „Þessi tillaga er samhljóða tillögu til þingsályktunar sem flutt var á 112. og 113. löggjafarþingi af Guðna Ágústssyni og fleirum. Eftir að hafa kynnt mér þessa tillögu og fylgst. með þeirri umræðu sem hefur átt sér stað í þjóðfélaginu um bága stöðu lífeyrissjóðanna sýnist mér þetta vera sú leið sem lífeyrissjóðirnir hafa út úr þeim þrengingum sem þeir eru að sigla inn í núna. Það er alveg ljóst að rekstur sumra lífeyrissjóðanna er það erfíður að það stefnir í gjaldþrot ef ekkert verður að gert,“ sagði Benedikt Vilhjálmsson frá Egilsstöð- um en hann var flutningsmaður til- lögunnar um að teknir yrðu upp lífeyriseinkareikningar. „Samkvæmt þessari tillögu Guðna kemur fram að reksturskostnaður í lífeyrissjóðunum er á bilinu 4 til 41% og það sér náttúrlega hver heilvita maður að það getur ekki gengið til lengdar að reka lífeyrissjóði sem taka svo hátt hlutfall tekna til sín. Til að lífeyrissjóðirnir geti staðið við skuld- bindingar sínar er gert ráð fyrir að iðgjöld þurfi að hækka úr 10% af launum í 18% og sumir fullyrða raun- ar að iðgjöldin þurfi að verða ennþá hærri. Þessi tillöguflutningur minn var meðal annars hugsaður til að vekja upp umræðu um þessi mál því það stefnir í óefni. Eins og ég bjóst við vakti tillagan upp mjög hörð við- brögð og mikil mótmæli hjá ákveðn- um aðilum, þó maður heyri á fólki, bæði hér á þinginu og almennt að það hefur miklar áhyggjur af þessum málum,“ sagði Benedikt ennfremur. Stolnað til einkareikninga í Bretlandi tyrir bremur árum Hann sagði að til viðbótar væri þetta mikið hagsmunamál fyrir landsbyggðina. Þingið hefði sam- þykkt tillögfu um að efla landsbyggð- ina með öllum tiltækum ráðum og í fljótu bragði sýndist honum að þessi einkavæðing lífeyrissjóðanna væri ein besta leiðin til þess að geyma .fjármagnið í heimabyggð, svo það gæti nýst þar til uppbyggingar. Benedikt sagðist eindregið vera þeirrar skoðunar að hagur fólks verði betur tryggður með einkalífeyris- sjóðsreikningum heldur en með nú- verandi kerfi. Þessi breyting hafi verið gerð í Bretlandi fyrir þremur árum og það sé engin ástæða til að hafna hugmyndinni fyrr en hún hafi verið rækilega skoðuð og athugað hver reynslan af þessari breytingu sé. Lífeyrissjóðirnir hafi átt fullan rétt á sér á sínum tíma en reglur um þá þurfí að endurskoða og aðiaga þeim breytingum sem orðið hafi á þjóðfélaginu. „Það er sá grundvallarmunur á þessu kerfi og iífeyrissjóðunum að þarna fær sérhver einstaklingur nán- ast fulla endurgreiðslu á því sem hann leggur inn eða erfingjar hans, maki og börn, í stað þess að pening- amir daga uppi í einhverri ófreskju sem þetta lífeyrissjóðakerfi óhjá- kvæmilega er eins og það er úr garði gert í dag. Auðvitað má hugsa sér að því verði breytt en menn hafa haft til þess 40 ár án þess að gera nokkurn skapaðan hlut í því. Sameig- inlegur sjóður myndi síðan ti-yggja menn gagnvart veikindum og slysum og koma til þegar fólk nær mjög háum aldri.“ Engin gagnrðk komið fram Benedikt sagði að það væri með ólíkindum ef bankakerfið gæti ekki tekið við þessari viðbótarþjónustu. Það hljóti að vera miklir hagsmunir í því fólgnir fyrir bankana að fá þessa aukningu innlána. Auk þess myndi það gerast í beinu framhaldi að þeg- ar lífeyrissjóðakerfið í núverandi mynd verði ekki lengur við lýði þá muni húsnæðiskerfið einnig leggjast af, en það sé gengið sér til húðar fyrir löngu. Það sé með það eins og lífeyrissjóðakerfið að það hafi átt fullan rétt á sér á sínum tíma en svo sé ekki lengur. Bankakerfið eigi að geta sinnt öllum þessum verkefnum með litlum viðbótartilkostnaði og það sé miklu eðlilegra að fólk sem hygg- ur á húsnæðiskaup eða húsnæðis- byggingu geti leitað sér fyrirgreiðslu á einum stað og gert greiðsluáætlun í samræmi við greiðslugetu í stað þéss að lejta fyrirgreiðslu á mörgum stöðum, sem geri málin miklu erfið- ari og ómarkvissari. „Það er ekkert sem hefur komið fram í umræðunni á þessu þingi sem hefur hrakið þessa tillögu Guðna og menn hafa verið fremur gífuryrtur án þess að hafa rök máli sínu til stuðnings. Ég sagði við umræðuna að ég væri tilbúin að draga tillöguna til baka ef menn kæmu fram með 'fullnægjandi rök gegn henni en þau hafa látið á sér standa," sagði Bene- dikt að lokum. Ragnhildur Gnðmundsdóttlr „Lífeyrissjóður opinberra starfs- manna er trúlega sá sjóður sem gef- ur mest og best réttindi og við skul- um ekki gleyma því að þetta eru kjör sem við höfum samið um. Þetta er hluti launa okkar og við viljum njóta þessara kjara,“ sagði Ragnhild- ur Guðmundsdóttir, formaður Félags íslenskra símamanna, en hún var formaður lífeyrisnefndar þings BSRB. Ragnhildur sagði að lífeyrissjóður- inn væri ekki aðeins sparnaður til elliáranna, heldur einnig trygging ef fólk yrði fyrir langvarandi veikindum eða örorku. Það væri margt sem mætti breyta og laga hjá sjóðnum, en þær breytingar ættu að hafa það að markmiði að bætta réttindin en ekki að skerða þau. Hún sagði að þær tillögur sem komið hafi til umræðu á þingi BSRB horfi tvímælalaust til þess að skerða réttindin. Slík breyting myndi ekki bara vera neikvæð fyrir opinbera starfsmenn heldur einnig fyrir aðra. Seld réttiodi aldrei bætt að follo Aðspurð um þá fullyrðingu gagn- rýnenda lífeyrissjóðsins að hann þjóni hagsmunum hálaunamanna, en lágalaunafólk innan BSRB sé í raun litlu betur sett en það væri ef það fengi ellilífeyri og tekjutryggingu frá Tryggingastofnun ríkisins, sagði Ragnhildur að það væri þáttur sem yrði að skoða og lagfæra. Það þyrfti að færa lífeyrissjóðinn frá almanna- tryggingakerfinu, þannig að lífeyris- greiðslur hefðu ekki áhrif á þær bætur sem kæmu frá almannatrygg- ingum. Það fyrirkomulag sem nú gilti væri ekki heppilegt. Hins vegar væri veikindaréttur miklu ríkari í lífeyrissjóðunum en hjá almanna- tryggingakerfinu. Ennfremur þyrfti að lagfæra reglur varðandi maka- lífeyri, því réttur maka væri skertur. „í tillögum lífeyrisnefndar er einn- ig mótmælt tvísköttun lífeyris- greiðslna. Það er óeðlilegt að borga skatt af tekjum frá lífeyrissjóðunum, Er hagkvæmara fyrir launhega að eiga lífeyrisreikninga í bönkum en eiga réttindi í núverandi lífeyrissjöðakerfi? Fer of stör hluti tekna líf- eyrissjöðanna til reksturs? Þarf að endurskoða samspil lífeyrissjóðanna og almanna- Skattleggur ríkið lífeyrishega fyrir að spara hví ötgjöld? Fara hagsmunir yngri og eldri Áað stefna að einum lífeyris- sjóði fyrir alla landsmenn? Eru lífeyrisiðgjöld í eðii sínu aukaskattlagning? Eru Iffeyrissjóðirnir fyrst og fremst hagstæðir hálauna- mönnum? EIGIN EFTIRLAUNASJOÐUR skv. þingsályktunartillögu Guðna Ágústssonar o.fl. nr. 66 Við upphaf starfsævi eignast hver einstaklingur eigin eftirlaunareikning og fylgir reikningurinn viðkomandi einstaklingi út starfsævina. i í sjóðinn skal greiða iðgjald i sem er 10% af öllum launa- tekjum hvers launþega, 6% greidd af atvinnurekanda en 4% af launþega því við erum búin að borga skatt af þeim 4% launa sem við greiðum í sjóðinn. Þetta er einn þáttur sem taka þarf á. Frá því staðgreiðslukerf- ið var tekið upp þarf að borga tvisv- ar sinnum skatta af þessum greiðsl- um. Það má einnig segja að það gildi um allar aðrar bætur að þær eru tvískattaðar. Almannatrygginga- kerfið er líka meingaílað að þessu leyti,“ sagði Ragnhildur. Hún sagði að það væru skiptar skoðanir í lífeyrissjóðsmálum og það fari ekki hjá því að yngra fólk hefðr ÍEftirlaunasjóður yrði verðtryggður og ávaxtaður á bankareikningi eða með verðbréfum skráðum á opinberu verð- bréfaþingi. minni áhuga á þeim en það eldra. Yngra fólk hugsi meira um lánsrétt- inn úr sjóðunum, en eldra fólk hugsi um eftirlaunin. „Þegar maður er ungur er maður ekki mikið að hugsa um elliárin. Þá finnst manni lífið bjart og allir vegir færir og gerir ráð fyi- ir að það verði svoleiðis áfram. Það komu fram hugmyndir á þinginu um að selja lífeyrisréttindi fyrir laun. Það er nú svo að þessi réttindi hafa ekki áunnist fyrirhafnalaust. Nú eru það 10% af launum, 4% frá starfsmanni 6% frá atvinnurekanda, sem ganga til lífeyrissjóðsins og það myndi ekki hækka laun nema um rúma þijá launaflokka. Reynslan hefur verið sú að seld réttindi hafa aldrei verið bætt að fullu. Og bönkum og fjárfest- ingafélögum treysti ég ekki til þess að varðveita minn sparnað eins og lífeyrissjóðurinn gerir, því hvorir tveggja geta orðið gjaldþrota hvenær sem er,“ sagði Ragnhildur að lokum. Jón Pétuisson Jón Pétursson, formaður Lög- reglufélags Reykjavíkur, var á þing- inu mikill stuðningsmaður þess að breytingar yrðu gerðar á lífeyrissjóð- unum. Hann sagði að hugmyndir hans í þessum málum ættu sér Iang- an aðdraganda. Hann hafi lengi fylgst með hvað ungt fólk, bæði hans félagar og aðrir, væri að hugsa í þessum efnum og það væri dálítið síðan hann hefði farið að hugsa um til hvers lífeyrissjóðurinn væri í raun og veru. Fyrir þetta þing hafi verið ætlun hans og nokkurra annarra félaga í BSRB, að koma fram með rökstudda tillögu og fá sérfróða menn til að meta hver staða lífeyris- sjóðakerfisins væri. Hins vegar hafi ekki unnist tími til þessa sökum anna, en þegar tillaga hafi komið fram varðandi þetta, hafi hann ákveðið að styðja hana, þó æskilegra hefði verið að undirbúa málið betur. Niðurstaða þingsins, að vísa málinu til milliþinganefndar sem ætti að endurskoða lífeyrismálin í heild sinni og fara í saumana á þeim, væri rök- rétt. Það þyrfti að skoða málin ve! áður en breytingar væru gerðar. Það væri ekki hægt að ætlast til meira að sinni. „Það finn ég hér á öllum málflutn- ingi að fólk er hrætt við breytingar. Dæmi um lífeyrisspamað í 45 ár Mánaðarla.in Mánaðargreiðslur Inneign Manaðariaun ísjóðinn eftir45ár 70 þús.kr. 7 þús.kr. 13,4 millj.kr. 100 þús.kr. 10 þús.kr. 19,2 millj.kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.