Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 19
iMORGÚNBLAÐÍÐ SUNNOÐAGUK 9:UÚNÍ 'líftíl Yfirleitt er það eldra fólk sem hér er. Það vantar unga fólkið á þetta þing og yfirleitt vantar ungt fólk í félagsstörfin. Það segir manni ákveðna sögu. Það er ekkert óeðli- legt að fólk sé hrætt við svona til- lögu sem kemur óundirbúið fram á svona þingi, enda kom það fram hjá þeim sem tóku til máls að fólk hefur alls ekki kynnt sér þessi mál nægi- lega vel. í fyrst lagi erum við alls ekki að leggja til að skerða rétt þeirra sem þegar eru búnir að ná sínum réttindum, né viljum við skerða þær tryggingar sem sjóðimir bjóða upp á. Þar álítum við að Al- mannatryggingarnar eigi að koma til. Við viljum stuðla að eflingu þeirra og að þær sjái alveg um örorku- og sjúkratryggingar fyrir alla þjóðfé- lagsþegna. Síðan komi söfnunarsjóð- ur til élliáranna alveg þar fyrir ut- an,“ sagði Jón. I öðru lagi segist hann óttast að lífeyrissjóðurinn geti eyðilagst á næstu 5-10 árum og öðrum þræði væri þessi tillöguflutningur hugsaður til að bjarga honum. Ef eftir ná- kvæma rannsókn sýndu sig einhver hættumerki varðandi stöðu sjóðanna væri hægt að bregðast við með við- eigandi hætti. Ríkissjóður hefði ekki staðið við skuldbindingar sínar gagn- vart lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og því hefði safnast upp skuld. Þar væri ekki aðeins um að ræða skert framlög upp á hálfan eða einn millj- arð heldur miklu meiri skuldbinding- ar. Um uggvænlega háar töiur væri að ræða, svo háar að þjóðfélagið stæði vart undir þeim. Ungt fólk í brælafjötrum „Auk þessa var ég einnig að gagn- rýna okkur sjálf og siðgæði okkar. Sjóðurinn núna hefur breyst þannig að hann er orðinn fjármagnsmarkað- ur sem er að sækjast eftir hæstu vöxtum með fullri verðtryggingu. Hvar ávaxtar sjóðurinn peningana? Hveijir eru mjólkurkýr sjóðsins? Auðvitað eru það félagsmenn í BSRB vítt og breitt um landið og annað fólk sem ekki er á háum launum. Ungt fólk sem er að byija lífsbarátt- una og koma þaki yfir höfuðið. Er ungt fólk í dag traustur greiðandi? Ég spyr? Er ungt fólk í dag á svo háum launum að það geti staðið undir vöxtum og verðbótum? Til að geta greitt raunvexti verður viðkom- andi einstaklingur eða fyrirtæki að hafa rauntekjur. Hefur almenningur þessar tekjur? Ég segi nei. Verka- lýðshreyfingin og við höfum ekki getað skaffað þessu fólki rauntekj- ur,“ segir Jón. Hann segir að fólk standi ekki lengur undir þessum lánum, enda hafi verið óhemju eftirspurn eftir greiðsluerfiðleikalánum. ■ Skulda- staða heimila samkvæmt upplýsing- um hans hafí verið talin 170 milljarð- ar samtals í lífeyrisjóðslánum, hús- næðislánum og bankalánum og þessi staða hafi versnað um 17 milljarða á síðasta ári. Fólk hafi tekið lán til að borga af öðrum lánum. Það væru ekki bara fyrirtæki sem væru gjald; þrota heldur væru gjaldþrota f|öl- skyldur út um allt land. Það hefðu verið grundvallarmistök að afnema verðtiyggingu á launum 1983, en halda henni á ljárskuldbindingum. Þeir sem hefðu verið búnir að fjár- festa fyrir þennan tíma, hafi „aukið eignir sínar óeðlileg mikið á kostnað hinna, unga fólksins, sem er hrein- lega í þrælafjötrum. Það losnar aldr- ei ef þessu heldur áfram. Því er þetta bæði siðlaust og ekki góð fjárfesting. Hann er að aukast svo mikið þessi Benedikt Vilhjálmsson Jón Pétursson Tryggvi Friðjónsson pappírsauður og það er eins gott að fara varlega með eld. A bak við ríkis- skuldabréf er ekkert annað en loforð um að skattgreiðandi þess tíma þeg- ar bréfið fellur til borgi. Það er ákveðinn þróun orðin í peningamál- um sem mér finnst að við hjá BSRB og sjálfsagt aðrir einig hafi alls ekki fylgst nægilega vel með.“ Jón segir að hinn venjulegi félags- maður í BSRB hafi í raun minna út úr lífeyrissjóðnum en þeir sem aldrei hafi’ borgað í sjóðinn. Hins vegar geti hátekjufólk haft það mjög gott og fái miklar tekjur frá honum. Þetta sé óréttlátt. Auk þess sé rekstrar- kostnaðurinn við lífeyrissjóðina frá 4-40% af innkomu. „Því til viðbótar er ég sannfærður um eftir að hafa leitað sérstaklega eftir því við fólk að það vill orðið hafa sína peninga sjálft. Borga þá inn og eiga þá sjálft. Þetta er orðin ein aðalkrafa fólks. Auk þess sem okkur er haldið niðri í launum vegna þess hve við eigum að vera með góðan lífeyrissjóð." 19,2 millj.kr. 125 6 Allar greiðslur yrðu skattfrjálsar og við andiát verði eftirlaunasjóðurinn eign maka eða erfðafé aðstandenda. Ragnhildur Guðmundsdóttir Ásta Sigurðardóttir Sigríður Kristmsdóttir „Það er fullkomlega eðlilegt að félagar í BSRB ræði lífeyrismál sín. Þetta er eitt af stærstu hagsmuna- málum okkar og það hefur lengi verið hitamál gagnvart öðrum verka- lýðsfélögum að við erum talin búa við betri kjör í lífeyrismálum en mörg önnur heildarsamtök og við höfum iðulega verið látin gjalda þess eða að minnsta kosti á það minnt við gerð kjarasamninga,“ sagði Ásta Sigurðardóttir, sjúkraliði á Akureyri, en hún var fulltrúi Starfsmannafé- lags Akureyrarbæjar á þinginu og átti sæti í lífeyrismálanefnd þingsins. „Eins og kom fram á þinginu telja ýmsir að þetta kerfi sé gengið sér til húðar á margan hátt, en ég er ekki sammála að svo þurfi að vera ef rétt er á málum haldið. í fyrsta lagi tel ég, eins og kom skýrt fram í tillögum lífeyrismálanefndar sem voni samþykktar, að nauðsynlegt sé að ríkið lagfæri þá skekkju sem orð- in er á framlagi þess til lífeyrissjóðs- ins. Ég hef hins vegar alltaf verið þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að skoða lög um lífeyrissjóði og tryggingalöggjöfina samtímis. Það er nánast ekki hægt að skoða eitt öðru vísi en hitt sé skoðað í leiðinni og það hefur mér oft þótt skorta. Það ástand sem ríkir í dag er mjög óheppilegt, því við erum í raun og veru með mörg kerfi í gangi í einu,“ sagði Ásta. Tryggingalöggiöíina barf að endurskoða Ásta segir að stefnan hafi verið sú að hinir lífeyrissjóðirnir hafi viljað skerða lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna til jafns við það sem gerist á almennum markaði í stað þess að leggja áherslu á að auka réttindi annarra launþega til jafns við réttindi opinberra starfsmanna. Að hennar mati séu lífeyrissjóðirnir eitt besta dæmið um samneyslu. Þess vegna væri hún algjörlega á móti tillögunni um einkareikninga sem væri byggð á þingsályktunar- tillögu Guðna Ágústssonar. Að minnsta kosti þurfi að breyta trygg- ingalöggjöfmni verulega áður en slíkar hugmyndir komi til fram- kvæmda. Þar yrðu að koma inn ákvæði um örorkulífeyri og maka- lífeyri, því þó svo slíkir einkareikn- ingar erfist geti maki lifað svo miklu lengur en reikningseigandi og jafnvel verið í þeirri aðstöðu að vera sjálfur heilsuskertur og geta ekki sjálfur myndað sinn eigin reikning. Þetta væru atriði sem lífeyrisréttindin tækju til, auk ótal margs annars. Hún segist gera ráð fyrir að allir aldraðir þurfí mjög svipað til fram- færslu. Því væri hún fremur talsmað- ur þess að efla tryggingakerfið þann- ig að allir gætu notið sömu bóta og þyrftu hvorki að vera háðir lífeyris- sjóðum eða einkareikningum. Ásta segir það alveg rétt að há- launafólk sé betur sett hvað varði greiðslur úr lífeyrissjóðum en lág- launafólk, rétt eins og það sé fyrr á lífsleiðinni. Auk þess væri tvísköttun- in ennþá ósanngjarnari vegna þess að fólk væri skattlagt fyrir að spara ríkinu útgjöld. „Við vitum að sjóðimir eru notað- ir sem lánasjóðir einnig og það kom fram á þinginu greinileg óánægja með að við værum að ávaxta fé okk- ar hjá fólki sem hefði alls ekki efni á að borga þá vexti sem farið sé fram á. Auðvitað væri ósköp gott ef við gætum fundið heppilegri ávöxtunarleið heldur en að vera níðast á félögum okkar, unga fólk- inUj sem lendir í vaxtaraununum.“ Ásta segir að það hafi valdið þeim miklum vonbrigðum sem hafi ient í því á síðasta ári að skipta um vinnu- veitendur vegna laga um verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga að hafa verið neydd til þess að ganga í Lífeyr- issjóð starfsmanna ríkisins, en þau hafi áður verið í lífeyrissjóðum starfsmanna bæjanna. Nú renni lífeyrisiðgjöld þeirra til Reykjavíkur, Þau hefðu hins vegar viljað halda peningunum í heimabyggð, ekki ein- ungis framlagi launamanns, heldur einnig að framlag ríkisins kæmi einn- ig til byggðanna þar sem teknanna væri afiað. Hún teldi að það hefði átt að efla sjóði starfsmannafélag- anna og sveitarfélaganna jafnhliða verkaskiptalögunum. Tryggvi Friðjónsson „Ég er afar ósáttur við tillögur um að stofna einhvers konar einka- reikninga, en jafnframt er ég ósáttur við óbreytt ástand. Ég er ósáttur við það að ríkisstarfsmenn hafi sér- stakan rétt umfram aðra í þessum efnum. Þeim hefur verið boðið upp á lægri laun í og með vegna þessara sérréttinda og ég tel að fóikið í landinu sætti sig ekki við það til lengdar að ríkisstarfsmenn þurfi hundruðir milljóna ár hvert á fjárlög- um ríkisins til þess að greiða lífeyri til ríkisstarfsmanna sem komnir eru á eftirlaun,“ sagði Tryggvi Friðjóns- son, einn fulltrúa Starfsmannafélags ríkisstofnana á þinginu. „Ég vil gera þarna ákveðna breyt- ingu. í rauninni eru þessi lífeyrisið- gjöld bara skattlagning, þar sem þú kemst ekki undan að greiða þau. Þessi gjöld vil ég nota til að jafna rétt fólks og því vii ég að þessir peningar gangi inn í almannatrygg- ingarkerfið. Við erum að tala um milljarða á milljarða ofan og með því að láta þá ganga þangað getum við stuðlað að meiri jöfnuði. Við getum gert það kleift að allir, ekki bara ellilífeyrisþegar, heldur ekki síður örorkulífeyrisþegar, sem margir hveijir ná ekki að afla sér lífeyrisrétt- inda vegna örorku sinnar, hafi mann- sæmandi framfærs!u.“ Lífeyrissjóöurinn fyrir hálaunamenn Tryggvi segir að þrátt fyrir þessa breytingu telji hann að ríkisstarfs- maður með meðallaun yrði svipað settur og við núverandi kerfi. Svo dæmi væri tekið af ríkisstarfsmanni sem hefði starfað í 30 ár þegar hann færi á eftirlaun og væri með 60 þús- und króna mánaðalaun, þá fengi hann 2% rétt fyrir hvert unnið starfs- ár eða 36 þúsund á mánuði frá lífeyr- issjóðnum þegar hann færi á eftir- laun. Þetta væru það miklar tekjur að þær skertu tekjutryggingu frá almannatryggingakerfínu svo þessi launþegi fengi í raun sáralítið meira en þeir sem aldrei hefðu borgað í lífeyrissjóð. Samt hafí þessum manni verið haldið á þessum lágu launum á þeirri forsendu meðai annars að hann hafí svo góð lífeyrisréttindi. „Þetta þýðir náttúrlega það að lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins er fyrst og fremst hagstæður fyrir þá sem hæst hafa launin. Hann er ekki hagstæður þeim sem eru með meðal- laun eða þar fyrir neðan. Þess vegna vil ég flytja þetta inn í almannatrygg- ingakerfið og ég tel að þar með væri stigið stórt. skref til að jafna kjör landsmanna,“ sagði Tryggvi Friðjónsson ennfremur. Sigríöur Kiistinsdóttir „Ég hef í gegnum tíðina verið þeirrar skoðunar að það lífeyrissjóða- kerfi sem við opinberir starfsmenn búum við sé að mörgu leyti eitt það besta sem er fyrir hendi hér í samfé- laginu. Það er það vegna þess að þetta er félagslegt kerfi, þó auðvitað séu einhveijir agnúar á því sem þarf að lagfæra," sagði Sigríður Kristins- dóttir, formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana. Hún segist til að mynda hafa í híiga örorkutryggingar sjóðsins sem séu betri en gerist hjá starfsmönnum á almennum vinnumarkaði. Árum saman hafí verið umræða í þjóðfélag- inu um að skerða lífeyrisréttindi op- inberra starfsmarina, milliþinga- nefndir hafi fjallað um þessi mái og frumvarpið sé tilbúið í fjármáiaráðu- neyti, þó það hafí ekki verið lagt fram í þinginu ennþá. Því líti hún þessa umræðu á þinginu mjög alvar- legum augum og jafnframt það að þingfulltrúar komi með þingsálykt- unartillögur frá alþingismönnum og ætlist til að þingheimur samþykki slíkt. Það sé ekki í anda þeirrar sjálf- stæðu verkalýðsbaráttu sem eigi að heyja þrátt fyrir mismunandi pólit- ískar skoðanir. Samfélagsleg trygging „Reyndar vitum við það að sjóður- inn kemur betur út fyrir fóik eftir því sem það hefur hærri tekjurnar, en eftir sem áður er lífeyrissjóðurinn sú trygging sem ellilífeyrisþegar geta gengið að. Það er rætt um að tekju- tryggingin sé ekki miklu minni en greiðslur frá Almannatryggingum og það er eitt af þeim málum sem við þurfum að skoða og reyna að fínna flöt á. Það eigum við frekar að gera en að fara að safna inn á bankabæk- ur til elliáranna til þess eins að bankakerfíð blómstri." Hún segir að BSRB hafi krafíst þess að hætt verði að tvískatta lífeyr- isgjöld. Hún líti á lífeyrissjóðina sem samfélagslega tryggingu og það sé það jákvæða við þá. Það hijóti að skipta ellilífeyrisþega meira máli að hafa mannsæmandi lífeyri eftir að þeir komast á eftirlaun heldur en að eitthvað verði eftir handa erfingjun- um inn á bankabókum. Markmið lífeyrissjóðanna sé að tryggja fólk gagnvart elli og örorku, en ekki að skapa eignir. „Það er full ástæða til að endurskoða ýmis atriði sem snerta lífeyrissjóðina, en það á að gera út frá því sjónarmiði að fyrst og fremst hljóta opinberir starfsmenn að veija lífeyrissjóðinn sinn. Við höfum átt í vök að veijast vegna þess að hann hefur þótt of góður.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.