Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SÚNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1991 Útlit fyrir 5% fjölg- un erlendra ferða- manna á árinu - segir Birgir Þorgilsson ferðamálasljóri FYRSTU fimm mánuði ársins komu 34.856 erlendir ferðamenn hingað til lands og er það um 2,8% aukning miðað við sama tíma í fyrra. Að sögn Birgis Þorgilssonar ferðamálastjóra er gert ráð fyrir að erlendum ferðamönnum fjölgi um 5% yfir allt árið miðað við árið í fyrra. Tekjur af ferðamönnum voru rúm- ir 11 milljarðar árið 1990 sem var metár og er búist við að þær verði um 12 til 13 milljarðar í ár. „Allt útlit er fyrir að þetta verði gott ferðaár í ár,“ sagði Birgir. „Menn hafa verið að spá því að erlendum ferðamönnum muni fjölga um 5% miðað við árið í fyrra eða um rúmlega 7.000 manns. Það gæti þýtt um 45.000 viðbótargistinætur í landinu. Þessi aukning milli ára er nokkuð mikil og spurning hvað við þolum mikla fjölgun, til dæmis í júní, júlí og águst, sem eru lang stærstu mánuðirnir. Það reynir á í júlí og ágúst hvort þessi auknign næst, en 5% þykir mjög mikið og gott að ná því hvar sem er í heiminum, þar sem ferðaþjónustan er orðin þróuð atvinnugrein. í þeim löndum er ekki reiknað með svo mikilli fjölgun.“ Reiknað er með að hver ferða- maður gisti hér í sex nætur að meðaltali og eyði 78.000 krónum til 90.000 krónum á meðan á dvölinni stendur. Á síðasta ári skiluðu ferðamenn rúmlega 11 milljarða tekjum að meðtöldum fargjöldum til og frá landinu og er áætlað að í ár skili þeir milli 12 og 13 milljörðum. Birgir sagði, að útlit væri fyr- ir að ferðamönnum frá Mið-Evr- ópu, Frakklandi, Austurríki, Sviss og Ítalíu auk Bretlandseyja fjölgaði verulega á árinu en óvissa væri enn þá með ijölda bandarískra ferðamanna. „Það hefur verið áberandi aukning frá Ítalíu, Sviss og Frakklandi," sagði hann. „Norðurlandabúar eru enn þá fjölmennasti hópurinn eða um einn þriðji þeirra ferða- manna sem hingað koma. Þeir eru nokkuð frábrugðnir öðrum gestum sem hingað sækja. Koma mikið á norrænar ráðstefnur auk annarra erindagjörða og þó svo að flestir komi yfir sumarmánuð- ina dreifast þeir meira yfir allt árið. Þeir ferðast einnig meira um landið en aðrir og dvelja leng- ur, einkum á sumrin. Þeim finnst dýrt að koma til íslands miðað við aðra ferðamöguleika sem þeir hafa og vilja sjá meira. Bandaríkjamenn aftur á móti dvelja skemur og er meðaldvalar- Birgir Þorgilsson tími þeirra um þrír sólarhringar. Þeir ferðast því minna um landið en aðrir ferðamenn.“ Norræna kom í sína fyrstu ferð til landsins í vikunni og með henni um 500 manns. „Það er ekki mjög stór hluti af heildinni sem fer á eigin farartækjum yfir fjöll og firnindi," sagði Birgir. „Þetta er lítill hópur en umtalað- ur vegna þess að talið er að þeir valdi þar skemmdum. Vegirnir eru betur undir þessa umferð búnir í ár, þegar voraði snemma og klaki er allur farinn úr jörðu. Hálendið er ennþá lokað og von- andi tekst að halda því. Það er ekki lengi verið að vinna þar skemmdir sem erfitt er að lag- færa og þarf að hafa ákaflega strangt eftirlit með þessum há- lendisferðum hvort sem um inn- lenda eða erlenda ferðamenn er að ræða. Við íslendingar erum ekki barnanna bestir og haldnir þessari áráttu að þurfa að aka utan vega.“ Málverkauppboð Gallerís Borgar: Drekkingarhylur eftir Kjarval dýrasta verkið Drekkingarhylur eftir Jóhannes S. Kjarval seldist á 1.350 þusund og var dýrasta myndin sem slegin var á málverkauppboði sem Galleri Borg gekkst fyrir á fimmtudagskvöld í samvinnu við Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar hf. Hundrað verk voru á uppboðinu og af þeim seldust um níutiu. Tuttugu verk á uppboðinu voru gefin af listamönnum í söfnun til styrktar krabbameinssjúkum börn- um og söfnuðust um 450.000 krón- ur. Meðal þeirra verka sem seldust á uppboðinu voru Síldarsöltun á Siglu- firði eftir Gunnlaug Blöndal sem slegin var á 750.000 og Kona eftir sama listamann á 42.000, Blóm eft- ir Kristínu Jónsdóttur á 260.000, Kjarvalsmynd frá Snæfellsnesi á 900.000, Abstraktion eftir Kristján Davíðsson á 150.000, Kaupmanna- höfn bennur eftir Þorvald Skúlason á 70.000 og Botnssúlur eftir sama listamann á 180.000, Frá Fjóni eftir Mugg á 32.000, Séð yfir sundið eft- ir Asgrím Jónsson á 70.000, Á bæj- arhlaði eftir Jón Engilberts á 105.000, Lakar eftir Finn Jónsson á 300.000 og Huset det gode eftir Svavar Guðnáson á 85.000. Hátt á ij'órða hundrað manns mættu á málverkauppboðið sem haldið var í Súlnasal Hótels Sögu. Tilboð frá Sovétmönnum: Sovéskar þyrlur með auka- búnaði á 350-400 millj. kr. SOVÉSKA fyrirtækið Aviaexport hefur gert íslenskum stjórnvöldum tilboð um sölu á sovéskum þyrlum sem geta borið þann fjölda farþega sem jafnan er í áhöfnum íslenskra fiskiskipa. Um tvö tilboð er að ræða, þyrlur af gerðunum KA-32T og MI-17. Vélarnar kosta á bilinu 250-265 milljónir ísl. kr. með hefðbundnum búnaði að undanskildum hífingarbúnaði. Verð þeirra með aukaútbúnaði sem Landhelgisgæslan kann að óska eftir er varlega áætlað um helmingur af verði fran- skrar Super-Puma þyrlu, eða 350-400 milljónir kr. KA-32T þyrlan tekur 16 farþega en MI-17 24 farþega. Þyrlurnar eru báðar búnar hefðbundnum fjar- skipta-, siglinga- og öryggistækjum auk þess sem í þeim eru súrefnis- tæki fyrir farþega og áhöfn og afís- ingarbúnaður. KA-32T þyrlur eru á öllum ísbijótum Sovétmanna. í frétt- atilkynningu frá umboðsaðila so- vésku þyrlanna, Hallgrími Marin- óssyni, segir að fjölmargar þyrlur af þessari gerð séu í notkun í heim- inum. MI-17 vélin sé þó útbreidari, enda séu búin að vera mun lengur í framleiðslu. Yfír tíu þúsund slíkar þyrlur hafa verið framleiddar og eru þær nú í notkun í um 40 löndum. Samkvæmt tilboði Aviaexport skal greiða 20% kaupverðsins við undirritun kaupsamnings, en 80% með bankaábyrgð við afliendingu. Afgreiðslufrestur er 6-8 mánuðir frá undirritun kaupsamnings. Ráðherrum og nefndarmönnum í þyrlunefnd hefur verið afhent tilboð Aviaexport, en það gildir til 5. ágúst 1991. Hugsanleg úrsögn Islendinga úr Alþjóðahvalveiðiráðinu: Vísa í ákvæði hafréttarsamn- ings Sameinuðu þjóðanna Líklega leitað til grannþjóða um stofnun svæðisbundinnar hvalveiðistofnunar TAKI ríkissljórn íslands þá ákvörðun að segja sig úr Alþjóðahval- veiðiráðinu verður væntanlega vísað til hafréttarsamnings Samein- uðu þjóðanna þeirri ákvörðun til stuðnings. Samningurinn, sem undirritaður var 1982, hefur enn ekki tekið gildi. Hann hefur verið undirritaður af um 150 ríkjum, en 46 hafa staðfest hann, þar á meðal Island. Staðfestingu 60 ríkja þarf til þess að samning- urinn taki gildi. Hann hefur hins vegar haft verulega þjóðréttar- lega og pólitíska þýðingu á öllum sviðum hafréttarmála að mati þjóðréttarfræðinga. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra vitnaði til hafréttarsátt- málans í ræðu sinni við opnun árs- fundar Alþjóðahvalveiðiráðsins í Reykjavík í síðustu viku. Hann minnti á að samkvæmt samningn- um skuldbindu aðilar hans sig til að stýra auðlind- um hafsins. Hvað varðaði hvali, bæri mönnum skylda til að starfa saman að stýringu hvala- stofnanna innan viðeigandi alþjóða- stofnanana. „Sé Hvalveiðiráðið ekki tilbúið að taka ábyrgð sína alvarlega, munu aðilar hafréttar- sáttmála Sameinuðu þjóðanna þurfa að líta annað til að fullnægja skyldum sínum um að vinna saman á vettvangi viðeigandi alþjóðlegrar stofnunar til að stjórna nýtingu hvala,“ sagði Þorsteinn. „Viðeigandi“ alþjóðastofnanir Þarna er Þorsteinn Pálsson að vísa óbeint í 65. grein hafréttar- sáttmálanSj en hana er að finna í fímmta hlúta samningsins, sem fjallar um sérefnahagslögsögu. Greinin er svohljóðandi: „Sjávar- spendýr: Ekkert í þessum hluta skerðir rétt strandríkis eða vald alþjóðastofnunar, eftir atvikum, til að banna, tak- marka eða setja reglur um hag- nýtingu sjávar- spendýra með strangari hætti en kveðið er á um í þessum hluta. Ríki skulu starfa saman með verndun sjávarspen- dýra í huga og skulu, hvað hvali snertir, einkum starfa á vettvangi viðeigandi alþjóðastofnana að verndun og stjórnun þeirra og rannsóknum á þeim.“ Þau ríki, sem styðja sjónarmið hvalverndunarsinna, vilja túlka fyrri hluta greinarinnar þannig að hann tryggi vald Alþjóðahvalveiði- ráðsins. Islendingar túlka það hins vegar svo að réttur strandríkis yfír sérefnahagslögsögu sinni sé tryggður í greininni. Jafnframt hafa íslendingar bent á að í seinni hluta greinarinnar er talað um „við- eigandi alþjóðastofnun“, sem á að „stjórna" nýtingu hvala. Hér stend- ur hnífurinn í kúnni; túlkun ís- lenzkra stjórnvalda er sú að Al- þjóðahvalveiðiráðið sé alls ekki „viðeigandi" alþjóðastofnun, meðal annars vegna þess að þau ríki hafa náð yfirhöndinni, sem leggja alla áherzlu á verndun hvalastofnanna, en ekki stjórnun þeirra. Öll ríki geta orðið aðilar að ráðinu, jafnvel þótt þau veiði ekki hvali, og er þetta fyrirkomulag einstakt fyrir alþjóðastofnun af þessu tagi. Jafn- framt er á það bent að ráðið fari ekki eftir eigin reglum, þar sem kveðið er á um verndun, þróun og beztu nýtingu hvalastofnanna, byggða á vísindalegum niðurstöð- um. Guðmundur Eiríksson, þjóð- réttarfræðingur utanríkisráðuneyt- isins, segist telja að þegar hafrétt- arsáttmálinn gangi í gildi, sem getur orðið eftir fáein ár, verði vald Alþjóðahvalveiðiráðsins varð- andi veiðar innan 200 mílna efna- hagslögsögu enn frekar dregið í efa en nú. ísland eina V-Evrópuríkið sem hefur staðfest sáttmálann Fleiri atriði í hafréttarsáttmálan- um eru talin styðja skoðun ís- lenzkra stjómvalda í hvalveiðimál- inu. Hvað varðar nýtingu lífrænna auðlinda er meginreglan í sáttmá- lanum að strandríki hafi fullveldis- réttindi innan 200 mílna sérefna- hagslögsögu sinnar. í 62. grein er kveðið á um „beztu nýtingu hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögunni". ísland er eina Vestur-Evrópurík- ið, sem hefur staðfest hafréttar- sáttmála SÞ. íslendingar töldu samninginn mikinn sigur á sínum tima vegna ákvæða hans um efna- hagslögsögu, en er hann var undir- ritaður 1982 höfðu staðið áratuga deilur við grannríkin um útfærslu íslenzku efnahagslögsögunnar. Nærri öll hin ríkin, sem hafa stað- fest sáttmálann, teljast til hins svo- kallaða Þriðja heims, nema ef vera kynnu Mexíkó, Kýpur og Júgóslav- ía. Vestræn ríki hafa hikað við að staðfesta samninginn, meðal ann- ars vegna andstöðu við ákvæði hans um málmvinnslu á hafsbotni, sem eru ríkjum Þriðja heimsins mjög í hag. Það þótti því skjóta skökku við á fundi hvalveiðiráðsins þegar til dæmis fulltrúar Banda- ríkjanna og Nýja-Sjálands vitnuðu til hafréttarsáttmálans máli sínu til stuðnings. Svæðisbundnin hvalveiðistofnun íslendingar líta svo á að hafrétt- arsáttmálinn gefí svigrúm fyrir „viðeigandi" alþjóðastofnun, aðra en Alþjóðahvalveiðiráðið, til þess að setja hvalveiðum reglur án þess að til algerrar verndunar komi. Guðmundur Eiríksson segir að þetta yrði væntanlega svæðisbund- in stofnun þjóðanna við Norður- Atlantshaf, til að mynda íslend- inga, Norðmanna, Grænlendinga og Færeyinga. „Það er eðlilegast að hafa svæðisbundna stofnun, miklu frekar en einhveija stofnun, sem samanstendur af hvalveiði- þjóðum eins og íslandi og svo ríkj- um á borð við Indland,“ segir Guð- mundur. „Slík stofnun þyrfti þó helzt að ná til allra lögsögusvæða, sem viðkomandi dýr ganga um. Hrefnan er eingöngu á Norður-Atl- antshafssvæðinu og sumar smáteg- undir eins og grindhvalur eru mjög staðbundnar, ná aðeins til eins eða tveggja svæða. Við viljum líka víkka út starfssvið slíkrar stofn- unar og tala um öll spendýr, ekki bara hvali. Þetta á sérstaklega við um sel, því að það bráðvantar stofn- un til að stjórna selastofninum." Starfshópur utanríkisráðuneyt- isins og sjávarútvegsráðuneytisins um hvalamál mun skila tillögum um aðgerðir með haustinu. Meðal annars þarf að ákveða hvort leita á eftir samstarfi við önnur ríki um svæðisbundna stofnun eða hvort um víðtækari hvalveiðisamtök verði að ræða. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er líklegast að rætt verði á næstunni við grann- þjóðirnar við Norður-Atlantshaf; Norðmenn, Færeyinga og Græn- lendinga um að setja á fót stofnun á borð við þá, sem Guðmundur talar um. Fundur hvalveiðiráðsins í Reykjavík er talinn hafa gert út- slagið um að ekki sé hægt að ná málamiðlun milli friðunarsinna og hvalveiðiþjóða innan Alþjóðahval- veiðiráðsins. BAKSVIÐ eftir Ólaf Þ. Stephensen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.