Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 10
eftir Friðrik Indriðason ALAFOSS hf. er nú í raun gjaldþrota og hefur stjórn þess lótió forsætisróðherra vita að ekki sé annarra kosta völ en fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta ef lánardrottnar og nýir eignaraðilar komi því ekki til hjálpar. Hið opinbera hefur haldið fyrirtækinu á floti, allt frá því það var stofnað 1987 með sameiningu gamla Alafoss og ullariðnaðardeildar Sam- bandsins. A þeim árum sem lióin eru frá stofn- un Alafoss hf. hafa tvær stórar „björgunartil- raunir“ verið gerðar til að koma rekstri þess í viðunandi horf en báðar hafa þær mistekist og staðan versnað allt fram á síðasta ár. Er nú svo komið að öllu starfsfólkinu, 370 manns, hefur verið sagt upp störfum og er framtíð þess óviss. A síðustu tveimur árum hefur hið opinbera eða sjóðir í eigu ríkisins veitt Ála- fossi styrki og aðstoð í formi víkjandi lána sem nema um einum milljarði króna á núvirði, þar af hefur Framkvæmdasjóður lagt til tæpar 500 milljónir króna í hlutafé sem sjóóurinn hefur nú afskrifaó. Davíð Oddsson forsætisráðherra telur enga skynsemi í því að ríkissjóóur eða aðrir opinberir sjóðir láti meira fé í rekstur Álafoss. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins mun Ólafur 01- afsson forstjóri Álafoss hafa tekið þá ákvörðun að segja upp starfsfólki fyr- irtækisins í apríl sl. Hann lagði þessa ákvörðun fyrír stjórn fyrirtækisins sem svo aftur sam- þykkti hana undir lok síðasta mán- aðar. I stuttu máli er staða Ála- foss í dag þannig að fyrirtækið er með neikvætt eigið fé að upphæð 600 milljónir króna en það var já- kvætt um 1,1 milljarð við stofnun þess 1987. Taprekstur þess síðustu þrjú árin nejnur nokkuð á þriðja milljarð króna og þegar litið er á þróun efnahagsreiknings fyrirtæk- isins kemur í ljós að veltufé hefur hrapað úr tæpum 1,8 milljarði króna árið 1987 og í rúmlega hálf- an milljarð króna á síðasta ári. Á sama tímabili hefur fastafé minnk- að um 1,1 milljarð króna og eignir um 2,4 milljarða króna. Þegar horft er á þessa þróun virðist gjald- þrot óumflýjanlegt einkum í ljósi þess að síðasta „björgunartilraun- in“ sem var framkvæmd fyrir rúmu ári var af öllum hlutaðeigandi talin lokatilraun til að halda Álafossi gangandi. Þijár leiðir til umræðu Þtjár leiðir hafa komið til um- ræðu innan stjómar Álafoss um ■ Stjórn Álafoss hef ur óskaó eftir gjaldþrotaskiptum ef lánardrottnar og nýir eignaraóilar komi ekki til hjálpar ■ Taprekstur sió- ustu þriggja ára nemur nokkuó á þriója milljaró króna ■ Eigió fé Álafoss er nú neikvætt um 600 milljónir króna. ■ St jórn Fram- kvæmdasjóós telur f rekari ffyrir- greióslu sjóósins til Álafoss honum of- vióa. framtíð fyrirtækisins og er fjallað um þær í nýrri greinargerð Ólafs Ólafssonar forstjóra til stjórnar. í fyrsta lagi að reyna að treysta rekstrargrundvöll þess, i öðru lagi að stofna nýtt fyrirtæki um reksturinn og í þriðja lagi gjald- þrot. Ef litið er á fyrstu leiðina segir í greinargerðinni að í upphafi þessa árs, er séð var hvert stefndi með reksturinn, samþykkti stjórn Ála- foss áætlun sem miðaði að stór- felldri lækkun skulda með sölu eigna og niðurfellingu skulda auk þess að nýtt hlutafé kæmi til. Þessi áætlun var kynnt lánardrottnum fyrirtækisins en fékk misjafnar undirtektir hjá þeim. Aðgerðir þessar miðast einungis við að helstu lánardrottnar fyrirtækisins afskrifi skuldir sem þeir myndu annars tapa við gjaldþrot. Hér er einkum litið til ríkissjóðs, Fram- kvæmdasjóðs og Byggðasjóðs en samtals skuldar Álafoss þessum aðilum 760 milljónir króna og var hugmyndin að þessari skuld væri breytt í hlutafé. Við þessa breyt- ingu yrði fyrirtækið alfarið í eign ríkisins en Framkvæmdasjóður og Byggðasjóður eiga í dag 60% hlut- afjár. Fleiri markmið voru nefnd sem nauðsynleg samhliða þessu eins og niðurskurður á rekstrar- kostnaði og aukin framlegð til að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.