Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 37
r MOEGÚNBLAÐIÐ/ SUNNUÐAGIíR 9.1 JÚNÍ11991 Vinnueftirlit ríkisins: Leiðbeiningar um vinnu bama VÉLSKÓLA íslands var slitið laugardaginn 25. maí en skólinn átti 75 ára afmæli á þessu skólaári. Andrés Guðjónsson lætur nú af stöf- um eftir 20 ára starf sem skólameistari. Á haustönn voru 170 nemendur við skólann og voru alhent 30 próf- skírteini í desember. Á vorönn voru 163 nemendur við skólann og 44 prófskírteini voru afhent. Alls luku því 74 námi frá skólanum á þessu skólaári. Verðlaun fyrir frábæran árangur í námi hlutu Björn Kjartansson fyrir stærðfræði, Björn S. Stefánsson fyr- ir eðlisfræði, Eyþór Guðlaugsson fyrir ensku, Bergur M. Guðbjörnsson fyrir íslensku og Pálmi Indriðason fyrir dönsku. Landssamband íslenskra útvegs- manna gefur árlega vegleg verðlaun fyrir bstan árangur í vélfræði- og rafmagnsfræðigreinum. Að þessu sinni hlutu verðlaunin Bjöm Kjart- ansson fyrir vélfræði og Eyþór Guð- laugsson fyrir rafmangsfræði. Véla- stjórafélagið heiðrar þann nemenda sem starfað hefur sérstaklega vel að félagsmálum í skólanum og hlaut þau Jón G. Sigurjónsson. Andrés Guðjónsson skólameistari lætur nú af störfum eftir tveggja áratuga starf sem skólameistari en hann hefur starfað við skólann í 36 ár. í ræðu sinni þakkaði hann sam- starfsfólki gott samstarf og óskaði ungum vélstjórum velfarnaðar í starfi. Skólastarfið var með hefðbundn- um hætti, nema hvað haldið var uppá 75 ára afmæli skólans 3. nóv- ember. í tilefni þess kom út bókin „Véistjóramenntun á íslandi 1915- 1990, Vélskóli íslands 75 ára“ eftir Franz Gíslason sagnfræðing og kennara við skólann. --------------- Sumarrétta- tilboð SVG tekur gildi Sumarréttir SVG, sérstakur til- boðsmatseðill fyrir ferðamenn, tók gildi 1. júní. Veitingastaðir víða um land sem eru innan Sambands veitinga- og gistihúsa (SVG) bjóða í sumar sér- stakan matseðil, Sumarrétti SVG, þar sem áhersla er lögð á staðgóðan mat á vægu verði. Markmið þessa tilboðs er að slá á hræðslu ferða- manna við hátt matarverð á Islandi og tryggir það að þeir geti borðað á veitingahúsum um allt land fyrir tiltekna upphæð. Enn fremur er því ætlað að koma til móts við fjölskyl- dufólk þar sem börn borða á mjög góðum kjörum. (Fréttatilkynning) VINNUEFTIRLIT ríkisins hefur gefið út leiðbeiningar um hvaða störf heimilt er að ráða börn til og láta þau vinna. Þær eru gefnar út í samræmi við ákvæði laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnu- stöðum. Barn merkir í lögunum einstakling innan 16 ára aldurs. Vorið 1990 var samþykkt á Al- þingi að herða ákvæði vinnuverndar- laganna um vinnu barna og ung- menna. Kveðið var á um það að börn yngri en 14 ára megi ekki ráða nema til léttra, hættulítilla starfa. Ennfremur að ekki megi „láta börn á aldrinum 14 og 15 ára, né heldur „19. júní“ komið út: Staða kon- unnar í EB meðal efnis ÁRSRIT Kvenréttindafélags ís- lands „19. júní“ er komið út. Þetta er 41. árgangur ritsins og hefur hann að geyma greinar og viðtöl um ólík málefni sem eiga það sam- eiginlegt að snerta hagsmuni kvenna á einn eða annan hátt. Ritsljóri 19. júni að þessu sinni er Ellen Ingvadóttir, blaðamaður. í ritinu er m.a. hugleiðing um könnun Jafnréttisráðs á því hvers vegna færri konur í sveitarstjórnum gáfu kost á sér til endurkjörs. Staða kvenna í Evrópubandalaginu er til umflöllunar og í blaðinu skiptast Þórarinn V. Þórarinsson, hjá Vinnu- veitendasambandinu, og Sólveig Ól- afsdóttir, hjá Sambandi íslenskra auglýsingastofa, á skoðunum um það hvort skipta eigi lífeyrissjóðsréttind- um maka við skilnað hjóna. Fyrir nokkru var íslensk kona skipuð í fyrsta sinn í stöðu sendi- herra. Um það er fjallað í „19. júní.“ „Græn fjölskylda" er tekin tali og í ritinu er viðtal um mengunarmál við Auði Sveinsdóttur hjá Landvernd. Auk þess er í blaðinu fjallað um ást- ir aldraðra, mataræði kvenna, jafn- rétti á ungum heimilum og í ritinu er að finna grein um þjálfun „ástar- vöðvans." þau sem yngri eru, vinna við hættu- legar vélar og við hættulegar að- stæður". Vinnueftirliti ríkisins var falið að setja leiðbeinandi skilgrein- ingar um hvað í þessu felst. í stjórn Vinnueftirlitsins sitja fulltrúar aðila vinnumarkaðarins og hafa þeir sam- þykkt skilgreiningarnar. Þær eru nú komnar út í bæklingi sem verður sendur aðilum og fyrirtækjum sem málið varðar. í leiðbeiningunum eru þau störf talin létt sem ekki hafa í för með sér mikla líkamlega áreynslu, s.s. að lyfta eða bera þunga hluti eða flytja þá til. Hættulítil teljast störf þar sem ekki eru notaðar vélar eða verkfæri sem geta haft hættu í för með sér, störf þar sem ekki er hætta á falli eða þar sem ekki er unnið með eiturefni eða hættuleg efni. Sem dæmi um hættulítil störf má nefna sendla-, skrifstofu- og verslunar- störf, hreinsun á lóðum o.fl. utan- húss og garðyrkjustörf án véla. Enn- fremur létt landbúnaðar-, fisk- vinnslu- og iðnaðarstörf sem ekki tengjast hættulegum vélum. Þessi skilgreining á sem fyrr segir við störf sem ráða má yngri en 14 ára til. Hættulegar vélar, sem ekki má láta börn á aldrinum 14 og 15 ára eða yngri vinna við, eru m.a. vélar sem skera, meija, pressa eða þrýsta á efni eða hluti. Svo og vélar sem notaðar eru til að flytja efni eða vöru frá einum stað til annars. í áðurnefndum bæklingi eru síðan taldar upp fjölmargar fiskvinnslu-, landbúnaðar-, tré- og járnsmíðavél- ar. Hættulegar aðstæður eru m.a. vinna þar sem hætta getur verið á mengun frá eiturefnum, hættulegum efnum, bruna, raflosti, sprengingum eða falli. Tilgangurinn með lagabreyting- unni og útgáfu leiðbeininganna er sá að draga úr slysum á börnum við vinnu. Athuganir á tíðni vinnuslysa hér á landi benda til að þau séu til- tölulega algengust í yngstu aldurs- flokkunum. (Frettatilkynning) Morgunblaðið/KGA Orvar Þór Einarsson og Hallur Reynisson taka við verðlaunum frá Landssambandi iðnaðarinanna úr hendi forseta þess, Haraldi Sumarliðasynir. Skólaslit Iðnskólans í Reykjavík: Nauðsyn er að efla tengsl Iðnskólans við atvinnulífið Utskriftarnemendur Myndlista- og handíðaskóla Islands ásamt Bjarna Daníelssyni skólastjóra. Myndlista- og handíðaskólinn: 55 nemendur útskrifaðir Myndlista- og handíðaskóla Islands var slitið í 52. sinn laug- ardaginn 25. maí. Nemendur skólans á síðasta skólaári voru 215 að tölu og braut- skráðust 55 að þessu sinni. Úr myndlistadeild útskrifuðust 35, þar af 13 úr málun, 6 úr skúlpt- úr, 11 úr fjöltækni og 5 úr grafík. Úr listiðnaðardeiid útskrifuðust 20, 11 úr grafiskri hönnun, 7 úr leirlist og 2 úr textíl. Viðurkenningar fyrir ágætan námsárangur hlutu eftirtaldir: Hlíf Ásgrímsdóttir í málun, Helgi Eyj- ólfsson í skúlptúr, Finnur Arnar Arnarsson í fjöltækni, Jóhanna Sveinsdóttir í grafík, Helga Þórey Björnsdóttir í leirlist, Gerður Guð- mundsdóttir í textíl og Jón Ágúst Pálmason í grafískri hönnun. Útskriftarnemendur sýndu loka- verkefni sín opinberlega dagana 11.-20. maí í nýju húsnæði væntan- legs Listaháskóla íslands í Laugar- nesi og var sýningin mjög vel sótt. IÐNSKÓLANUM í Reykjavík var slitið föstudaginn 31. maí í Hall- grímskirkju og voru 267 nem- endur brautskráðir við það tæki- færi. Hallur Reynisson hlaut verðlaun fyrir bestan árangur á stúdents- prófí og Örvar Þór Einarsson nem- andi í rafeindavirkjun hlaut verð- laun fyrir hæstu einkunn í löggiltri iðngrein. Auk þeirra hlutu nokkrir nemendur verðlaun frá velunnurum skólans fyrir góðan námsárangur í ýmsum greinum. Á vorönn voru 1.739 nemendur við nám í Iðnskólanum, 1.599 í dagskóla og 140 í meistaranámi eða í öldungadeild. Á skólaárinu voru 379 nemendur brautskráðir, 267 í vor og 112 um áramótin. Ingvar Ásmundsson skólameist- ari óskaði nemendum allra heilla um ókomna tíð og bað þá leggja sig fram í hverju því verki sem þeir tækju sér fyrir hendur, hvort heldur þeir færu út í atvinnulífið eða til framhaldsnáms. Hann lagði áherslu á mikilvægi almennrar menntunar samhliða iðnnámi og fjallaði um mikilvægi endurmenntunar fyrir starfandi iðn- aðarmenn því burtfararpróf væri í raun ekki annað en áfangi í lengra ferli. Skólameistari sagði að efla þyrfti tengsl skóla og atvinnulífs og nauð- synlegt væri að virkja alla þá hæfi- leika sem byggju með ungu fólki. Skólanefnd Iðnskólans hefur sam- þykkt að efla þessi tengsl og á að hefjast handa strax í haust. Húsnæðisvandi skólans er tals- verður og nægir að nefna að skól- inn er nánast í sama húsnæði og hann var í fyrir áratug þegar nem- endur voru aðeins um 800 talsins. Helgi Laxdal formaður Vélstjórafélags íslands afhendir skólameist- arahjónunum, Ellen og Andrési Guðjónssyni, gjöf og blómvönd eftir að Andrés hafði slitið skólanum í síðasta sinn sem skólameistari. Vélskóli íslands: Andrés skólameist- ari lætur af störfum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.