Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 44
KJÖRBÓK Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Bögglapóstur um flllt lond PÓSTUR OG SÍMI MOItGUNBLADID, ADALSTRÆTl 6. 101 REYKJA VÍK TELEX 2127. PÓSTFAX 681811. POSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Morgunblaðið/Bjami Tekist á um knöttinn Þeir börðust af hörku um knöttinn, þessir einbeittu drengir í 6. flokki Víðis. Veðrið lék við þá og knattspyrnan átti hug þeirra allan, eins og títt er um drengi á þeirra aldri. Þeir eiga eflaust eftir að æfa sig af kappi í sumar og hver veit nema þeir eigi eftir að láta enn frekar að sér kveða á vellinum í framtíðinni. Rekstrarkostnaður lífeyris- sjóða yfír 400 miUjónir í fyrra Verðbréfamarkaður Islandsbanka sér um rekstur nokkurra lífeyrissjóða GERA má ráð fyrir að kostnaður við rekstur Iífeyrissjóðakerfisins á síðasta ári hafi verið á bilinu 400-500 milljónir króna eða að meðaltali um 4% af iðgjöldum, að sögn Þorgeirs Eyjólfssonar, formanns Landssambands lífeyrissjóða og forstjóra Lífeyrissjóðs verslunarmanna, sem er stærsti lífeyrissjóður landsins. tækið hefði tekið að sér rekstur smærri lífeyrissjóða og það hefði leitt til meira en helmingslsekkun- ar á rekstrarkostnaði. Hann sagði að viðræður stæðu yfir við fleiri lífeyrissjóði um þessa þjónustu og sparnaður væri því meiri sem sjóð- irnir væru stærri. Sjá ennfremur viðtöl á bls. 18. Slys af völd- um klif- urs í Viðey BRÖGÐ hafa verið að því að börn og unglingar hafi slasað sig við klifur í stórgrýttum fjörum Viðeyjar að undanförnu. Guðrún Arnórsdóttir ráðskona segir að ástæða sé til fullrar aðgætni og að aðstandendur barna og ungl- inga ættu að brýna fyrir þeim þær hættur sem geta stafað af slíkum leik. Guðrún sagði að á síðustu dögum hefðu tvö börn fótbrotnað við klifur í stórgrýtinu. Gijótið sé hált og sumstaðar hátt fall niður í fjöruna. Hún sagði að mikil aðsókn hefði verið í Viðey, enda veðrið leikið við íbúa suðvestanlands að undanförnu. Einnig hefði töluverður fjöldi manns heimsótt eyjuna f maímánuði. Nokkuð er um að fólk tjaldi í Við- ey, og sagði Guðrún að það hefði tíðkast undanfarin tvö ár. Öllum væri heimilt að tjalda í eynni en fólki er bent á að hafa samband við ráðsmenn eða staðarhaldara ef það hyggur á útilegu þar. -----» ♦ ♦ Reykjavík: 3-4 teknir ölv- aðir við akstur á sólarhring SJÖ ökumenn voru teknir grun- aðir um ölvun við akstur aðfara- nótt laugardags. Þá voru 29 teknir fyrir hraðakstur. Undan- farið hafa 3-4 ökumenn verið teknir daglega grunaður um ölvun. Miðað við virka daga eru þetta óvenju margir ökumenn sem tekn- ir hafa verið grunaðir um ölvun, en að sögn lögreglunnar eru flest- ir teknir ölvaðir við akstur aðfara- nætur laugardaga og sunnudaga. Upp úr miðnætti aðfaranótt föstudags stöðvuðu lögreglumenn bíl á Bústaðavegi þar sem ökumað- urinn þótti koma undarlega fyrir sjónir. Hann reyndist vera undir áhrifum sterkra geðlyfja og var færður á lögreglustöðina. Þorgeir segir að þessi kostnaður sé ekki mikill miðað við þá þjón- ustu sem lífeyrissjóðirnir veita. Þó megi ná þessum kostnaði enn frek- ar niður með því að fækka sjóðun- um og stækka rekstrareiningarnar ng það sé afar mikilvægt að það sé gert sem fyrst, en lífeyrissjóð- irnir eru nú á milli 70 og 80 tals- ins. 41 sjóður er í Landssambandi lífeyrissjóða og 27 í Sambandi al- mennra lífeyrissjóða, auk nok- kurra lífeyrissjóða sem standa ut- an þeirra, svo sem Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins. Lífeyrissjóður verslunarmanna er stærsti lífeyrissjóður landsins. 24 þúsund einstaklingar greiddu iðgjöld til hans á síðasta ári ein- hvern tíma. Rekstrarkostnaður sjóðsins nam 33,3 milljónum króna sem samsvarar 1,88% af iðgjöldum eða 0,9% af veltu. Ef hins vegar er miðað við uppsafnaða eign sjóðsins er rekstrarkostnaðurinn um 0,2%. 1.800 lífeyrisþegar fengu greiðslu úr sjóðnum á síð- asta ári, samtals 333 milljónir. • Þorgeir segir að gera megi ráð fyrir að hejldariðgjöld lífeyrissjóð- anna á síðasta ári hafi numið um 13,9 milljörðum og að meðaltali sé rekstrarkostnaðurinn um 4% af iðgjöldum. Hann segir að hug- myndir um að færa lífeyrissjóðina inn í bankakerfið séu fráleitar. Það muni engan sparnað hafa í för með sér, heldur þvert á móti kostn- aðarauka, en það kosti milljarða á ári hveiju að reka bankakerfið. Það sé heilmikil vinna að færa reikning fyrir sérhvern launamann og kostnaðinn vegna 200 þúsund reikninga til viðbótar muni banka- kerfið örugglega taka í auknum vaxtamun. Verðbréfafyrirtækin bjóða mörg hver upp á einkareikninga fyrir þá sem annaðhvort borga ekki í lífeyrissjóð eða vilja safna viðbótarlífeyrissjóði til elliáranna. Verðbréfamarkaður íslandsbanka býður upp á svonefndan verðbréfa- reikning. Þjónustugjöld vegna hans eru 0,6% af eign frá 0-4 milljónir, 0,4% af eign frá 4-8 milljónum, og 0,2% af eign yfír 8 milljónir. Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri VÍB, sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrir- Skortur er á gróður- mold í höfuðborginni Fyrirtæki stofnað sem vinnur ræktanlega mold úr jarðveg'i MIKILL skortur er á gróðurmold í Reykjavík og segir Hafsteinn Hafliðason garðyrkjumaður að þetta sé orðið sérstaklega tilfinn- anlegt þar sem búið væri að byggja yfir allar mýrar á borgar- landinu. „Það eru aðeins holtin eftir eða sá möguleiki að fara austur í sveitir eða upp í Borgarfjörð til að sækja mold. Þetta vandamál hefur farið sívaxandi á síðustu árum,“ segir hann. Nú hefur verið stofnað fyrirtæki í Reykjavík sem sérhæfir sig í moldarvinnslu og hefur keypt sérstaka vélasamstæðu til að vinna ræktanlega mold úr jarðvegi, m.a. úr uppgreftri af byggingarstöð- um. Guðmundur T. Gíslason annar tveggja eigenda fyrirtækisins seg- ir að þeir hafi keypt stóra véla- samstæðu í vor sem sundurgrein- ir jarðveg og hreinsi burt gijót og köggla. „Við getum einnig blandað ýmsum efnum í moldina svo sem holtasandi, skeljasandi og húsdýraáburði,“ segir hann. Guðmundur sagði að þeir hefðu kynnt borgaryfirvöldum mögu- leika þessarar tækni og fengið úthiutað svæði til starfseminnar í Gufunesi endurgjaldslaust þar sem um merka nýjung væri að ræða. Guðmundur sagði orðna mikla örðugleika á að útvega góða gróðurmold á borgarsvæðinu. Nokkuð er flutt til landsins af sérstakri léttmold fyrir garðyrkju- stöðvar og skógrækt frá Skandin- avíu og Sovétríkjunum. „Það er eingöngu mold sem hefur ákveðna eiginleika sem ræktunartæknin krefst og íslenska moldin hefur ekki,“ sagði Hafsteinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.