Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUKNL'UAGUR 9. JÚNÍ 1991 KENNSLA Píanókennsla Tek nemendur í píanótíma. Upplýsingar í síma 52349. FJÖLBRAUTASKÓLI SUÐURLANDS Nýr skóli Fjölbrautaskóli Suðurlands íSkógum Nýr skóli tekur til starfa í haust í Skógum sem leggur aðaláherslu á 2ja ára framhalds- nám með samstarfssamningi við Fjölbrauta- skóla Suðurlands á Selfsossi. Að auki verður boðið upp á fornám fyrir fram- haldsskólann og starfræktur 10. bekkur grunnskóla, einkum ætlaður fyrir nemendur, sem hyggja á framhaldsnám í Skógum. Skólinn mun starfa sem heimavistarskóli frá mánudegi til föstudags með skipulögðum ferðum til og frá skóla. Áhersla er lögð á góða aðstöðu til náms og tómstunda með félagsmálastarfi. Umsóknarfrestur er til 10. júní. Umsóknir berist Fjölbrautaskóla Suðurlands, Tryggvagötu 25, 800 Selfossi. Upplýsingar eru gefnar hjá Fjölbrautaskólan- um í síma 98-22111, hjá Heimi Hálfdánar- syni í síma 98-78911 eða hjá séra Halldóri Gunnarssyni fyrir hönd skólanefndar í síma 98-78960. Skólanefnd. Enskunám íEnglandi í Eastbourne á suðurströnd Englands bjóð- um við margs konar námskeið fyrir fólk á öllum aldri. Má þar nefna: Sumarnámskeið, almenn námskeið allt árið, námskeið í við- skiptaensku og einnig 3ja vikna námskeið fyrir 50 ára og eldri. Notið sumarfríið og lærið ensku. Þarna er mjög fallegt og margt að sjá og einnig eru þarna góðir golfvellir. Upplýsingar veitir Kristín Kristinsdóttir, full- trúi International Student Advisory Service á íslandi, í síma 671651 milli kl. 9 og 11.30 f.h. virka daga. Starfsmaður I.S.A.S. í East- bourne er ávallt til aðstoðar. Geymið auglýsinguna. Kennarar - fóstrur - leiðbeinendur Námskeið ítónlistar-, leiklistar- og hreifingar- uppeldi verður haldið 26. til 30. ágúst. Kennarar: Anna Haynes, Anna Richardsdóttir, Anna Jeppesen, Bára Lingdal, Hafdís Árna- dóttir, Harpa Arnardóttir, Guðbjörg Árnadótt- ir, Sigríður Eyþórsdóttir og Sigurjón Sigurðs- son. Innritun allan júní-mánuð. Innritun í síma 15103 og 22661. Kramhúsið. A TVINNUHUSNÆÐI Fiskvinnsla - flugfiskur Til sölu 500 fm fiskvinnsluhús í Keflavík. Vinnsluleyfi til útflutnings. 20 fm lausfrystir, lyftari o.m.fl. Allt í góðu ástandi, tilbúið til vinnslu. Upplýsingar í síma 92-15986 eða 92-15987. Skrifstofuhúsnæði um 160 fm. til leigu í Alþýðuhúsinu við Hverf- isgötu . Upplýsingar í símum 12350 eða 35378. Til leigu á góðum stað á mótum Dvergshöfða og Höfðabakka a) 150 m2 skrifstofuhæð, vel innréttuð, gott útsýni. Laus nú þegar. Til greina kemur samstarf við Radíóstofuna hf. og Norsk Data á íslandi hf. um símaþjónustu og móttöku. b) 150-200 m2verslunar- og skrifstofuhús- næði, hentar vel fyrir verslunar- og þjón- ustufyrirtæki. Laust fljótlega. (Samvinna um símaþjónustu hugsanleg. Radíóstofan hf. gæti tekið að sér tæknivinnu fyrir inn- flytjanda á rafeindasviði). c) 400-500 m2 iðnaðarhúsnæði hentar fyrir léttan iðnað og/eða heildverslun. d) 500 m2 og 150 m2 verkstæðis- eða iðn- aðarhúsnæði. Góðar innkeyrsludyr. Að- koma úr læstu porti. Til greina kemur að leigja húsnæðið í smærri einingum en að ofan greinir til traustra aðila með snyrtilega starfsemi. Nánari upplýsingar veitir Erling Ásgeirsson í síma 673737 á skrifstofutíma. TIL SÖLU Sumarbústaðalóðir til sölu í Biskupstungnahreppi Nokkrar glæsilegar sumarbústaðalóðir eru til sölu í Laugarási og Reykholti í Biskups- tungum. Lóðirnar eru innan samþykkts aðal- skipulags og seljast með heitu og köldu vatni, vegi, sameiginlegri rotþró og girðingu. Glæsilegt útsýni. Orstutt í alla þjónustu, s.s. verslun, sundlaug með heitum potti og renni- braut, íþróttavöll, hestaleigu og veitingastað. Upplýsingar í síma 98-68808. Oddviti Biskupstungnahrepps. Löndunarkrani á bryggju Hjá Hafnarfjarðarhöfn er til sölu löndunar- krani, sem notaður hefur verið á Óseyrar- bryggju til löndunar úr smábátum. Kraninn er boltaður niður og er snúið um lóðréttan ás með handafli. Rafdrifin vinda er læst við 500 kg þunga. Hæð undir bómu er 4,1 m og lengd bómu 3,1 m. Nánari upplýsingar á hafnarskrifstofu, Strandgötu 4, sími 91 -53444 eða 91-652300. Hafnarfjarðarhöfn Hestamenn Til sölu á Reykjavíkursvæðinu fjárhús og hlaða, sem breyta má í hesthús. Upplýsingar í síma 21814. Pylsuvagn Til sölu er mjög góður vagn með fjölbreytt vöruúrval (pylsur, hamborgara, ís, pítur, sam- lokur o.fl.). Allt vörur með góðri álagningu. Ágæt staðsetning. Upplýsingar aðeins veittar á skrifstofunni. Birgir Hermannsson, viðsk.fr. Skipholti 50b. Til sölu Vegna endurnýjunar og hagræðingar eru eftirtalin tæki og vélar til sölu: Jarðýtur: Komatsu D45 A ’82. Komatsu D65 A '81. Gröfur: O & K RH14 ’73. Hitachi ’81. Annað: Sem ný TOS fræsivél ásamt fylgi- hlutum. Vélin er nær ónotuð. Framangreind tæki verða til sýnis eftir nán- ara samkomulagi. Upplýsingar gefa Magnús Ingjaldsson og Sigurður 0. Karlsson í síma 53999. m m HAGVIRKI O KLETTUR Kælivél til sölu Til sölu er diesel/rafknúin kælivél fyrir gáma eða flutningavagna. Upplýsingar í síma 672278. EPAhf. REFRIGERATION ENGINEERING Strandavíðir úrvals íslensk limgerðisplanta. Einnig aðrar trjátegundir. Upplýsingar í síma 667490. Mos-Skógur, Mosfellsdal. BATAR-SKIP Fiskiskiptil sölu 270 lesta yfirbyggt fiskiskip, smíðað árið 1965 og endumýjað 1979. Skipið er vel búið tækjum og í góðu ástandi. Lögmenn Garðar og Vilhjálmur, Hafnargötu 31, Keflavík, sími 92-11733, fax 92-14733. Fiskkvóti Óska eftir að fiska í dragnót fyrir aðila, sem á kola- eða þorskkvóta. Upplýsingar í símum 93-61284 og 985-22197. Fiskiskiptil sölu 105 rúmlesta yfirbyggt stálskip, byggt í Nor- egi 1968. Aðalvél Caterpillar 715 hö. 1988. Skipið selst með veiðiheimildum. Vélskipið Tálkni BA 123, sem er 64 rúmlesta stálskip byggt í V-Þýskalandi 1956. Aðalvél Caterpillar 325 hö. árg. 1985. Skipinu fylgja u.þ.b. 60 þorskígildi. Fiskiskip-skipasala, Hafnarhvoli v/TryggvagötUi 3. hæð, sími 91-22475. Skarphéðinn Bjarnason, sölustjóri, Gunnar I. Hafsteinsson, hdl., Magnús Helgi Árnason, hdl. Úrelding fiskiskips Úrelda á 150 tonna fiskiskip. Aðalvél: Lister Blaston, 495 hestöfl er til sölu ásamt öllum búnaði og siglingatækjum er til sölu. Einnig jafnstraumsrafmagnsmótorar. Upplýsingar í síma 92-11815, Keflavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.