Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 2
2 FRETTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1991
Lagt upp íHeilsuhlaup
Morgunblaðið/Þorkell
Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins hófst við hús Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíð á hádegi í gær.
Hlaupið var í Reykjavík, á Akureyri og Egilsstöðum.
Slæmt atvinnuástand
ríkjandi á Siglufirði
MJÖG slæmt atvinnuástand hefur ríkt á Siglufirði undanfarna mán-
uði. Að sögn Björns Valdimarssonar bæjarstjóra verður að leita mörg
ár aftur í tímann til að finna tímabil þar sem atvinnuleysi hefur ver-
ið jafnmikið og hafa afleiðingar þess þegar komið fram í auknum
brottflutningi fólks frá Siglufírði. Meginástæður atvinnuleysisins eru
tvær, loðnubrestur og uppsagnir hjá Síldarverksmiðjum ríkisins ann-
ars vegar og slæmt ástand í byggingariðnaði hins vegar.
„Ástandið núna er mjög alvar-
legt. Fyrstu fjóra mánuði ársins
1989 var ástandið að vísu slæmt líka
en það má segja að síðustu mánuðir
síðasta árs og fyrstu mánuðir þessa
árs séu versta samfellda tímabilið í
atvinnusögu bæjarins í mörg ár,“
sagði Björn Valdimarsson bæjar-
Ivantsjúk teflir á
Islandi í haust
SOVÉTMAÐURINN Ivantsjúk verður meðal þáttakenda i fyrsta móti
heimsbikarkeppninnar í skák sem haldið verður hér á landi í haust.
Ivantsjúk er einn sterkasti skák-
maður heims og er eftir glæsilegan
sigur sinn á skákmótinu í Linares
talinn líklegastur ásamt Anatólíj
Karpov fyrrum heimsmeistara til að
heyja einvígi við Garríj Kasparov um
heimsmeistaratitilinn 1993. Karpov
tekur einnig þátt í heimsbikarmótinu
hér á landi.
Aðrir þáttakendur hér á mótinu
verða: Anderson, Svíþjóð, Beljavskíj,
Sovétríkjunum, Chandler, Bretlandi,
Ehlvest, Eistlandi, Gulko, Banda-
ríkjunum, Khalifman, Sovétríkjun-
um, Ljubojevie, Júgóslavíu, Nicolic,
Júgóslavíu, Portisch, Ungveijalandi,
Salov, Sovétríkjunum, Seirawan,
Bandaríkjunum, Speelmann, Bret-
landi, Timman, Hollandi, og Jóhann
Hjartarson, sem teflir sem gestur á
mótinu.
Heimsbikarmótin eru fímm talsins
Selfoss:
Hraðakstur
á Hellisheiði
LÖGREGLAN á Selfossi tók 28
ökumenn fyrir of hraðan akstur
aðfaranótt laugardags. Þar af
voru 24 teknir fyrir of hraðan
akstur á Hellisheiði.
Margir ökumannanna á Hellis-
heiði óku á 80 til 90 kílómetra
hraða á kafla þar sem hámarks-
hraði er 50 kílómetrar á klukku-
stund vegna fræmkvæmda við
bundið slitlag. Hraði bílanna fór
upp undir 120 kílómetra á klukku-
stund.
Auk þeirra sem teknir voru fyr-
ir hraðakstur voru 3 teknir fyrir
ölvunarakstur aðfaranótt laugar-
dags.
og verður hver þátttakandi að tefla
á þremur þeirra. Sá sem nær bestum
árangri samtals á mótunum verður
heimsbikarmeistari.
stjóri í samtali við Morgunblaðið.
Hann sagði ástæður atvinnuleys-
isins einkum tvær. Annars vegar
loðnubrestinn og uppsagnir hjá
Síldarverksmiðjum ríkisins og hins
vegar mikinn samdrátt í byggingar-
iðnaði en þar sagði hann að Siglfirð-
ingar sæju fram á bjartari tíð á
næsta ári.
„Við höfum verulegar áhyggjur
af stöðu Síldarverksmiðja ríkisins
og umræðunni um fyrirtækið. Það
er talað um Álafoss og SR nánast
sem sambærileg vandamál en það
er hins vegar ekki rétt. I ullariðnað-
inum er verið að tala um langvar-
andi erfiðleika, taprekstur og ítrek-
aðar björgunaraðgerðir. Síldarverk-
smiðjur ríkisins hafa hins vegar ekki
verið baggi á ríkissjóði og aldrei
þurft á aðstoð eða skuldbreytingum
úr opinberurn fjárfestingarsjóðum
að halda. Þetta er fyrirtæki sem
hefur staðið undir sér í áratugi en
á við vandamál að stríða núna í kjöl-
far loðnubrests. Það er því ekki
sanngjamt að bera þetta saman,“
sagði Bjöm að lokum.
Hótel ísland
opnað í júlí
„VIÐ ætlum að taka 42 her-
bergi á Hótel íslandi í notkun
í júlí, en áætlað er að öll 110
herbergin verði tilbúin um
næstu áramót," sagði Konráð
Guðmundsson, sem hefur um-
sjón með uppbyggingu og frá-
gangi á Hótel Islandi fyrir eig-
anda Hótel íslands hf., Búnaðar-
bankann.
í fasteignablaði Morgunblaðsins
í dag er auglýst eftir fólki til starfa
við móttöku og herbergjaþjónustu
á hóteli og staðfesti Konráð að
þar væri átt við Hótel ísland. „Við
ætlum að opna hótelið 7. júlí og
eram þegar byijaðir að bóka
gesti,“ sagði Konráð. „Það liefur
gengið ágætlega. Að vísu fórum
við heldur seint af stað, en ég
vona að nýting þessara herbergja
verði samt góð í sumar.“
Að sögn Konráðs verða þijú
hótel á Islandi stærri en H^tel
ísland, þegar það verður fullgert.
Hótel Saga og Loftleiðir eru stærst
og jafn stór, þá Hótel Esja og þar
næst Hótel Island. Holiday Inn
fylgir þar fast á eftir. Konráð sagði
að verð á gistingu yrði svipað á
Hótel Islandi og almennt á hinum
hótelunum.
Enginn hótelstjóri verður ráðinn
á Hótel ísland, heldur sér Hótel
Saga um rekstur þess, en mót-
tökustjóri hefur verið ráðinn, Ingi-
björg Ólafsdóttir.
Kom ríðandi
til dansins
LÖGREGLAN var kölluð að
veitingahúsi í Reykjavík að-
faranótt laugardags, vegna
konu, sem hafði birst þar
við dyrnar ríðandi á hesti.
Konan, sem var undir áhrif-
um áfengis, ætlaði sér að
sækja dansleik í húsinu og
skilja hestinn eftir utan dyra.
Dyravörðum og öðram gestum
leist ekki jafn vel á þá hug-
mynd konunnar og kallaði var
á lögregluna. Lögreglan tók
konuna í sína vörslu, en hestin-
um var komið fyrir annars
staðar.
Um 3 þúsund imgiingar
í vinnuskólum í sumar
UM þessar mundir er að hefjast starfsemi vinnuskóla fyrir ungl-
inga, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Um þrjú þúsund
unglingar munu fá störf við vinnuskólana.
A vegum Vinnuskóla
Reykjavíkur munu um 1.700
krakkar starfa í sumar. Vinna
hófst 4. júní og henni lýkur 2.
ágúst. Einungis þeir sem fæddir
era 1976 og 1977 era gjaldgeng-
ir í vinnu hjá vinnuskóla borgar-
innar. Eldri hópurinn mun vinna
frá kl. 8 til kl. 16 og hefur 187
krónur í tímakaup en sá yngri frá
kl. 8 til kl. 12 fyrir 165 krónur á
tímann. Krakkarnir munu einkum
starfa við almenna garðvinnu og
við að hreinsa bæinn.
Vinnuskóli Kópavogs starfar
einnig í júní og júlí. Þar vinna um
350 krakkar í sumar. Þrír aldurs-
hópar fá vinnu hjá Kópavogsbæ
í ár. Krakkar fæddir 1977 munu
vinna frá kl. 8 til kl. 11. Tíma-
kaup þeirra er 183,45 krónur.
Unglingar fæddir 1975 og 1976
munu hins vegar vinna til hálffj-
ögur á daginn. Þeir sem fæddir
era 1975 fá 244,60 krónur á
tímann en hinir fá 207,90 krónur.
Unglingar í Kópavogi vinna
flestir við almenn garðyrkjustörf
en hópar vinnuskólakrakka starfa
á barnaheimilum og eUiheimilum
í bæjarfélaginu og einhveijir
munu aðstoða við umönnun fatl-
aðra og þroskaheftra. Einnig eru
fatlaðir unglingar í vinnu á vegum
Vinnuskólans í Kópavogi.
Á vegum Vinnuskóla Garða-
bæjar eru 250 unglingar að vinna
í sumar. Þeir í Garðabænum bjóða
fjórum árgöngum vinnu, þeim
sem fæddireru 1975, 1976, 1977
og 1978. Yngri árgangarnir vinna
þijár og hálfa klukkustund dag-
lega í tvær vikur en þeir sem
fæddir eru 1975 og 1976 vinna
sjö klukkutíma á dag í júní og
júlí. í fyrra vann einnig talsverður
hópur unglinga í ágúst á vegum
skólans.
Kaupið hjá unglingum í
Garðabæ er ívið hærra en í
Reykjavík. Þeir sem elstir eru fá
225 krónur á tímann, þeir sem
era á 15. ári fá 190 krónur, ungl-
ingar fæddir 1977 fá 170 krónur
í tímakaup en yngsti hópurinn fær
150 krónur á tímann.
Hjá Vinnuskóla Hafnarfjarðar
vinna eingöngu unglingar sem
fæddir eru 1976 og 1977. Eldri
hópurinn vinnur sjö tíma á dag á
187 krónur á tímann en sá yngri
í þijár og hálfa stund og fær 168
krónur fyrir á tímann. Um 300
krakkar fá vinnu hjá Vinnuskóla
Hafnarfjarðar í sumar.
Á Akureyri vinna 390 ungling-
ar á vegum vinnuskólans í sumar.
Þar fá þeir vinnu sem fæddir eru
1975, 1976 og 1977. Áður voru
teknir 13 ára unglingar í vinnu
en vegna slæms atvinnuástands í
bænum var ákveðið að veita 16
ára unglingum vinnu í staðinn.
Vinna er þegar hafin hjá einum
hópi - unglinga en aðrir taka til
starfa 18. júní og þeir síðustu 8.
júlí. Unglingarnir vinna í 7-8 vik-
.ur-
Vinnutími unglinganna er svip-
aður og í hinum sveitarfélögum
en kaupið er talsvert hærra. Elstu
krakkarnir fá 276,19 krónur í
tímakaup, næstelsti hópurinn fær
215,56 krónur á tímann en yngstu
krakkamir (fæddir 1977) fá
188,62 krónur á tímann.
Þessir yngstu launþegar lands-
ins munu fljótlega komast í kynni
við skattayfirvöld eins og aðrir
sem þiggja laun því þau munu
flestöll borga 6% af laununum
sínum í skatt.
r
Álafoss er í raun
gjaldþrofa
►ítrekaðar tilraunir stjórnvalda,
banka, sjóða og stjómenda Álafoss
virðast ekki ætla að bera árangur.
Með sameiningu Álafoss og Iðnað-
ardeildar Sambandsins var lagt af
stað með gífurlegan skuldabagga
beggja fyrirtækjanna og það átti
sér tæpast viðreisnarvon, sérstak-
lega þegar við tók hávaxtatímabil,
óhagstæð gengisþróun og rangar
ákvarðanir í verðlagningu vörunn-
ar erlendis. Saga þessi er rakin í
blaðinu í dag og lýst þeim viðhorf-
um sem nú blasa við í rekstri þessa
iðnfyrirtækis sem í störfum tali
er eitt hið mikilvægasta hér á
landi. /10
Gobatsjov biður um
aðstoð
►Forseti Sovétríkjanna notar nú
hverttækifæri sem gefst til að
reyna að sannfæra leiðtoga Vest-
urlanda um nauðsyn þess að koma
landi hans til aðstoðar með gífur-
legum fjárframlögum svo að tak-
ast megi að reisa efnahag landsins
úr rústum. Ella segir hann heims-
friðinn geta verið í hættu. /16
Lífeyrissjóðir
íeldlínunni
►Þing Bandalags starfsmanna
ríkis og bæja fjallaði um lífeyris-
sjóðamál nú á dögunum og á þann
hátt að einsýnt er að málefni þeirra
eru aftur komin í brennidepil.
Gundvallarspumingin sem menn
leita nú svara við er hvort hag-
kvæmara sé fyrir lífeyrissjóði að
eiga lífeyrisreikning í bönkum
heldur en í núverandi lífeyrissjóða-
kerfí. /18
Bheimili/
FASTEIGNIR
► 1-16
Þefskynið er besta
mælitækið á húsasótt
►Rætt við danska prófessorinn
Ole Fanger. /12
► Öll höfum við okkar hugmyndir
um götur sem hafa sál. í hugum
sumra er slíkar götur helst að fínna
í grónum götum, þar sem standa
gömul hús með blómlega garða
og tré sem teygja sig einatt yfir
steingirðingarnar sem snúa út að
götunni. Aðrir sjá fyrir sér ný-
byggingarhverfi, þar sem land-
nemastemnngin ræður ríkjum og
allt getur gerst. Um þetta fjöllum
við í gamni og alvöru og meðal
vísindalegra uppgötvanna er að
fáar þjóðir eiga eins mikið í bú-
ferlaflutningum og við íslendingar.
/1
Var Kólumbus
norskur?
► Sagt var nýrri kenningu þar sem
reynt er að sýna fram á að Kólum-
bus hafi verið norskur. Þar með
reyna frændur okkar Noðrmenn
að eignasér bæði Leif og Kólum-
bus./4
FASTIR ÞÆTTIR
Frétlir 1/2/4/6/bak Útvarp/sjónvarp 40
Dagbók 8 Menningst. 6c
Hugvekja 9 Mannlifsstr. 8c
Leiðari 22 Pjölmiðlar 18c
Helgispjall 22 Kvikmyndir 20c
Reykjavíkurbréf 22 Dægurtónlist 21c
Myndasögur 26 Minningar 23c
Brids 26 Bíó/dans 26c
Stjömuspá 26 A fömum vegi 28c
Skák 26 Velvakandi 28c
Fólk í fréttum 38 Samsafnið 30c
Konur 38
INNLENDAR FRÉTTIR:
2—6—BAK
ERLENDAR FRETTIR:
1-4