Morgunblaðið - 14.06.1991, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1991
Heilsuhælið í Hveragerði:
Uppsagnir yfirlækn-
anna afturkallaðar
Bráðabirgðastjórn Heilsuhælisins í Hveragerði dró í gær til baka
uppsagnir tveggja yfirlækna, sem vikið var frá störfum fyrir skömmu.
Þetta gerðist í kjölfar fundar heilbrigðisráðherra, Sighvats Björgvins-
sonar, með formanni bráðabirgðasljórnarinnar og stjórnarmönnum úr
Læknafélagi íslands. Á fundinum kom jafnframt fram, að stjórn Lækna-
félagsins muni væntanlega ákveða á fundi sínum í næstu viku að draga
til baka áskorun sína til lækna um að sækja ekki um störf á hælinu.
Bráðabirgðastjórn Heiisuhælisins
í Hveragerði sendi stjórn Læknafé-
lags íslands erindi á þriðjudaginn,
þar sem óskað var eftir því að hún
breytti tilmælum sínum til félags-
manna, um að sækja ekki um störf
á hælinu. Bráðabirgðastjómin lýsti
jafnframt yfir vilja sínum til að draga
til baka brottvikningu tveggja yfir-
lækna hælisins.
Stjóm Læknafélagsins fundaði um
málið á þriðjudaginn og var niður-
staða hennar, að áður en félagið
endurskoðaði afstöðu sína í máli
þyrfti að liggja fyrir af hálfu heil-
brigðisráðherra, hvemig rekstri hæl-
isins yrði háttað í framtíðinni.
Heilbrigðisráðherra hélt í gær
fund með stjómarmönnum úr
Læknafélaginu og Pétri Jónssyni,
neytinu, segir, að á fundinum hafi
einkum verið rætt um afstöðu stjórn-
ar Læknafélagsins í málefnum hælis-
ins, eftir að bráðabirgðastjórnin tók
þar við. Þar hafí komið fram af hálfu
ráðherra, að Heilsuhælið yrði rekið
sem endurhæfingarstofnun, sem félli
undir lög um heilbrigðisþjónustu, en
Læknafélagið hefði lagt áherslu á
að fá staðfestingu á því.
Páll segir að á fundinum hafi jafn-
framt komið fram, að bráðabirgða-
stjómin hygðist afturkalla uppsagnir
yfirlæknanna sem vikið var frá störf-
um og að stjórn Læknafélagsins
myndi væntanlega ákveða í næstu
viku að draga til baka áskoran sína
til lækna um að sækja ekki um störf
á hælinu.
Kristslíkneski brotið
Morgunblaðið/KGA
Þriggja metra hátt Kristslíkneski eftir Einar
Jónsson var brotið í Hallgrímskirkju í gær og
einnig stór kertastjaki úr smíðajárni. Sá sem
framdi verknaðinn flúði af vettvangi en var
handsamaður af lögreglunni í garði Hnitbjarga,
listasafns Einars Jónssonar við Njarðargötu.
Höfuðið brotnaði af líkneskinu og einnig brotn-
aði úr annarri hliðinni. Maðurinn, sem að sögn
lögreglunnar á við geðræn vandamál að stríða,
dvelst nú í fangageymslu.
formanni
Heilsuhælisins.
ráðuneytisstjóri
bráðabirgðastjómar
Páll Sigurðsson,
í heilbrigðisráðu-
Vogavík:
Rúmlega 1.000
laxar gengnir
RÚMLEGA 1.000 laxar hafa
skilað sér til hafbeitarstöðvar-
innar Vogavík i Vogum á
Vatnsleysuströnd, og er þar
fyrst og fremst um tveggja ára
fisk að ræða. Þetta eru svipað-
ar heimtur og á sama tíma í
fyrra, en búist er við að eins
árs lax fari að skila sér í aukn-
um mæli í lok mánaðarins.
Að sögn Sesselju Guðmunds-
dóttur stöðvarstjóra hjá Vogavík
vora heimturnar hjá stöðinni
rúmlega 1% af eins árs laxi í
fyrra, og svipað heimtist þá af
tveggja ára laxi. Hún sagði að
miðað við ástand sjávar við
sleppingar í fyrra væri ekki búist
við endurheimt á meira en 3%
af eins árs laxi í sumar og um
1% af tveggja ára laxi. í fyrra
var sleppt 1.300 þúsund seiðum
hjá Vogavík, en árið á undan var
1.800 þúsund seiðum sleppt.
Byggðastofnun fær 200 millj.
til að aðstoða rækjuvinnsluna
Duga skammt ef koma á öllum rækjuiðnaðinum á réttan
kjöl, segir Matthías Bjamason nýskipaður stjómarformaður
RIKISSTJÓRNIN ákvað í gær að veita 200 milljónum króna til
rækjuiðnaðarins með milligöngu Byggðastofnunar. Heimild var
til þessa í lánsfjárlögum. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra
sagði í gær að ekki yrði um frekari fyrirgreiðslu til greinarinnar
að ræða. Matthías Bjarnason alþingismaður hefur verið skipaður
formaður stjórnar Byggðastofnunar og hefur hann boðað til
stjórnarfundar næstkomandi þriðjudag. Hann segir þessar 200
milljónir króna duga skammt ef koma eigi öllum rækjuiðnaðinum
á réttan kjöl aftur. Lárus Jónsson framkvæmdastjóri Félags
rækju- og hörpudiskframleiðenda segir að auk þessara peninga
þurfi að koma til skuldbreytingar vanskilalána fyrirtækjanna.
milljónir króna gætu með þessum
hætti gert fyrir rækjuiðnaðinn.
„Ef á að koma rækjuiðnaðinum
öllum á réttan kjöl, þá hrekkur
þetta skammt. Þetta er auðvitað
hjálp, en það vantar mikið til að
allt komist á réttan kjöl, það þarf
margt annað að gera,“ sagði
Matthías.
Lárus sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær, að rækjuvinnslan
hefði óskað eftir því að ríkisstjórn-
in tæki til athugunar að nýju að
taka lán til Verðjöfnunarsjóðs og
greiða einstökum framleiðendum
hluta af því verðfalli sem orðið
hefur á síðastliðnu ári. „Við því
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins:
Staða sjóðsins hef-
ur versnað um nær
helming á 11 árum
STAÐA Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins hefur versnað um nær helm-
ing frá árinu 1978 eða á 11 árum þegar Guðjón Hansen, tryggingar-
fræðingur, gerði úttekt á sjóðnum. Þá voru heildarskuldbindingar sjóðs-
ins umfram eignir 43 milljarðar króna en voru í árslok 1989 sam-
kvæmt tryggingarúttekt Jóns Erlings Þorlákssonar, 88 milljarðar
króna.
var ekki orðið,“ sagði Lárus. „Það
er nánast sama niðurstaða og við
fengum hjá fyrri ríkisstjórn.“
Hann sagði erfitt að meta hve
mörgum fyrirtækjum þessi fyrir-
greiðsla gæti bjargað út úr erfið-
leikunum. Hann sagði að menn
yrðu að velta fyrir sér hvernig
taka ætti á þessum málum til
frambúðar, ekki síst í ljósi mikilla
styrkja til rækjuvinnslunnar í
helstu samkeppnislöndunum, Nor-
egi og Grænlandi.
Matthías Bjarnason sagði að
stjórnarfundur Byggðastofnunar
hefði verið boðaður 25. júní næst-
komandi og yrði þá fjallað um
málið. Hann var spurður hvað 200
LIU ályktar um fijáls olíuviðskipti:
Flutningsj öfnuður
verði felldur niður
Olíufélagið vill viðhalda flutningsjöfnun
STJÓRN Landssambands íslenskra útvegsmanna hefur samþykkt
að taka upp viðræður við olíufélögin um að beita sér fyrir því við
stjórnvöld að olíuviðskipti verði gefin fijáls. Mælt er með að ákvæði
um flutningsjöfnuð og innkaupajöfnuð á gasolíu og svartolíu verði
feUd úr gildi og Verðlagsráð gefi verðið fijálst.
í frétt frá LIÚ kemur fram að Iögin telji það hagkvæmt. Þá segir
efni samþykktarinnar hafi verið
kynnt fulltrúum olíufélaganna og
hafa tvö þeirra lýst sig samþykk
ályktuninni en Olíufélagið hf. telur
að viðhalda eigi flutningsjöfnun en
samþykkir ályktunina að öðru leyti.
I samþykkt stjórnar LÍÚ kemur
fram að eftir sem áður verði keypt
olía frá Sovétríkjunum þegar olíufé-
að vegna tengingar olíuverðs við
skiptakjör sjómanna sé óskað eftir
því að olíufélögin gefi LÍÚ upp verð
á gasolíu í birgðum miðað við hver
mánaðamót.
Hefur ályktunin verið send við-
skiptaráðherra og þess óskað að
hann vinni að þeim breytingum á
viðskiptum með olíuu, sem í álykt-
uninni felast.
Landsbankinn:
Ástæður fyrir því að staða sjóðsins
hefur versnað svo á stuttum tíma
eru samkvæmt úttekt Jóns Erlings
helstar þær, að þessa 43 milljarða
hefur vantað í sjóðinn auk raunvaxta
af þeim í 11 ár. Höfuðstóll sjóðsins
hélt áfram að brenna upp í verðbólgu
og 1980 vora aðeins 22% eigna sjóðs-
ins verðtryggð. Þá hefur sjóðfélögum
fjölgað mjög ört þetta tímabil og
gjöld til sjóðsins hafa aldrei náð því
að standa undir þeim réttindum sem
sjóðurinn veitir fyrirheit um. Enn-
fremur hafa réttindi sjóðfélaga verið
aukin á þessum tíma.
í úttektinni era skuldbindingar
sjóðsins reiknaðar út með tvennum
hætti. Annars vegar er rætt um
áfallnar skuldbindingar og þær töld-
ust 56 milljarðar umfram eignir í
árslok 1989. Þá er miðað við það að
sjóðnum sé lokað og sjóðfélögum
greidd út þau réttindi sem þeim ber
samkvæmt lögum sjóðsins jafnóðum
og þau falla til. Væra iðgjöldin þann-
ig hækkuð núna úr 10% í 26,4% til
að standa undir réttindum, myndi
samt skorta 56 milljarða á að sjóður-
inn ætti eignir fyrir skuldbindingum
sínum.
Hins vegar eru einnig reiknaðar
út heildarskuldbindingar sjóðsins. Þá
er við það miðað að þeir sem greiða
í sjóðinn nú muni greiða í hann áfram
út starfsævina og frá réttindi í sam-
ræmi við það, þó iðgjöld haldist
áfram óbreytt 10%. Þá þarf að leggja
sjóðnum til ofangreinda 88 milljarða
króna til þess að hann geti staðið
við skuldbindingar sínar, en sam-
svarandi upphæð var 43 miljarðar
króna árið 1978 eins og fyrr sagði.
Allri fyrirgreiðslu hætt
til fiskeldisfyrirtækja
BANKASTJÓRN Landsbanka íslands hefur sent framkvæmdastjór-
um þeirra laxeldisfyrirtækja, sem viðskipti hafa átt við bankann,
tilkynningu um að bankastjórnin hafi ákveðið að hætta fyrirgreiðslu
til laxeldisfyrirtækja. I bréfi til framkvæmdastjóranna segir að þetta
sé gert með hliðsjón af stöðu laxeldis í landinu í dag og framtíðar-
möguleikum greinarinnar, og þar sem nú Iiggi fyrir sú ákvörðun
stjórnvalda að veita fé til einhverra fyrirtækja í tilraunaskyni.
Eins og greint hefur verið frá í
Morgunblaðinu hefur Landsbank-
inn lánað langmest af viðskipta-
bönkunum til fiskeldisfyrirtækja,
eða samtals um 1,2 milljarða króna
í afurða- og rekstrarlán, og lítur
bankinn á þetta sem tapað fé að
meginhluta til.
Búnaðarbanki íslands hefur sam-
tals lánað 324 milljónir til fískeldis-
fyrirtækja, en þar af eru afurðalán
um 170 milljónir. Sjö starfandi fisk-
eldisfyrirtæki eru nú í viðskiptum
við bankann, og að sögn Kristins
Zimsen, aðstoðarbankastjóra, verð-
ur engin breyting á viðskiptum
bankans við þau. Hann sagði að
bankinn hefði þó engan hug á að
hefja viðskipti við fleiri fiskeldisfyr-
irtæki.
íslandsbanki hefur lítil viðskipti
við fiskeldisfyrirtæki nú orðið, að
sögn Vals Valssonar bankastjóra,
en helstu fyrirtækin sem bankinn
hafði í viðskiptum eru nú gjald-
þrota. Hann sagði að bankinn hefði
því að mestu afskrifað það fé sem
hann hefði lánað til fiskeldis.