Morgunblaðið - 14.06.1991, Side 4

Morgunblaðið - 14.06.1991, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR l'4'.'JÚNÍ 1991 MENNT ER máttur »AKNfa#65% AF MÍNU •ÍKÍ"30'a LÁNÍHARA í i'Xíif. HÚSALEIGU I fRWmírnsnp » RÍKRa J! n -,M5' skfrðinguna .IíjWN T1L BAKA í SKÓLA! VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 14. JUNI YFIRLIT: Yfir Grænlandi er 1025 mb hæð en skammt norðaustur af Skotiandi er 989 mb lægð, sem hreyfist austur. Hiti breytist lítið. SPÁ: Norðaustan gola en kaldi nyrst á landinu, dálítil úrkoma á Norður- og Norðausturlandi en bjart veður sunnanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Norðanátt fremur hæg víðast hvar, skúrir norðan- og austanlands, en þurrt og bjart um sunnanvert landið. Vestanlands verður skýjað, en úrkomulaust. Svalt verður norðan- og norðaustanlands, en allt að 12 stiga hiti sunnanland yfir daginn. Svarstmi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar Heiöskírt vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 'Cllk Léttskýjaft r r r r r r r Rigning Hálfskýjað / / / * / * Askyjað ' * / * Slydda / * / Alskýjað * * * • * Snjókoma # * # ■J 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius Ý Skúrir V Él — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur [7 Þrumuveður Aðgerð framkvæmd á röngum fæti sjúklings ÞAU mistök áttu sér nýlega stað á Borgarspítalanum, að aðgerð var gerð á röngum fæti á sjúklingi, sem var í meðferð á slysa- og bækl- unardeild spítalans, en gera átti aðgerð á ökkla hans vegna gam- alla meiðsla. Að sögn Brynjólfs Mogensen, yfirlæknis deildarinnar, er einsdæmi að mistök af þessu tagi hafi átt sér stað á Borgarspíta- lanum. Brynjólfur sagði í samtali við Morgunblaðið að þrátt fyrir mikinn undirbúning fyrir aðgerðina, og að því er taldar hafi verið mjög góðar vinnureglur, þá hafi tekist svona hörmulega til. Hann sagði að afieið- ingarnar fyrir sjúklinginn væru þær að hreyfigeta fótariris hefði minnk- að, en að öðru leiti yrði viðkomandi ágætlega gangfær. „Það sem gert var er því miður varanlegt og verður ekki aftur tek- ið. Við hörmum að þetta hefur átt sér stað, og munum gera það sem við getum til að bæta þann skaða sem viðkomandi hefur orðið fyrir. Við héldum að við værum með tryggt kerfi, en þrátt fyrir það gat þetta gerst. Þetta hefur aldrei gerst á Borgarspítalanum áður, og ég vona að það komi aldrei fyrir aft- ur,“ sagði Brynjólfur. Að sögn Ingimars Sigurðssonar, skrifstofustjóra í heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu, eru sam- kvæmt breytingu sem gerð var á tryggingalöggjöfinni árið 1989 greiddar ákveðnar millibilsbætur til sjúklinga vegna mistaka sem eiga sér stað við læknisverk, þar til séð verður hver örorka viðkomandi verður. Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands í dag: Hagnaðurinn var 79 milljónir á síðasta ári HAGNAÐUR Sláturfélags Suðurlands var 79 milljónir króna á síðasta ári og eru það mikil umskipti frá árinu áður þegar um 91,4 milljóna tap varð hjá félaginu. Samkvæmt ársskýrslu félagsins má aðallega rekja þennan bata í afkomu til bættrar afkomu afurðadeildar, kjötiðnað- ar og heildverslunar, auk þess sem fjármagnsgjöld lækka verulega milli ára vegna hagstæðrar gengisþróunar erlendra mynta og lægri vaxta í kjölfar minni verðbólgu. Aðalfundur félagsins verður haldinn í dag á Hvolsvelli. Rekstrartekjur Sláturfélagsins á árinu 1990 voru alls 3.237,8 milljón- ir króna að frádreginni sölu eigin deilda. Sala til eigin deilda nam 827,5 milljónum. Velta dregst saman milli ára um rúm 3%, aðallega vegna þess að rekstri verslunarinnar í Austur- veri var hætt og hún leigð. Auk þess lauk sölu eftirstöðva skinnalagers að mestu á árinu 1989, að því er fram kemur í ársskýrslu félagsins. Rekstrarhagnaður ársins þ.e. án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var 145,8 milljónir en á árinu áður 47,2 milljónir þannig að rekstrarbati milli ára er 98,6 milljónir. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 83,6 milljónum en árið áður var tap að fjárhæð 101 milljón. Um 10% samdráttur varð í sauðfj- árslátrun hjá félaginu á árinu 1990. í ársskýrslu félagsins er vikið að samdrætti í framleiðslu sauðfjár- afurða vegna hins nýja búvörusamn- ings. Þar er bent á að Sláturfélag Suðurlands þurfi að gera ráð fyrir að slátrunár- og heildsölukostnaður lækki um allt að 4% árlega að raun- virði á næstu árum. Af þeim sökum þurfi að leita leiða til að draga enn frekar úr kostnaði við slátrun og dreifingu. Ákvörðun um að leggja niður sláturhúsið á Hvolsvelli sé rök- rétt aðgerð þegar horft sé á þróun í samdrætti í framleiðslu, og kröfu um raunlækkun slátrunar- og heild- sölukostnaðar á næstu árum. Morgu nblaðið/KGA Utifundinum bárust meðal annars kveðjur frá BSRB, Framsóknarflokknum, Alþýðubandalaginu og Kvennalistanum. Útifundur námsmanna: Stjómvöld hafa vegið gróf- lega að jafnrétti til náms „Núverandi Viðreisnarstjórn hefur vegið gróflega að grund- Hsimild: VefturBtofa Islands (Byggt á veöufspá kl. 16.15 í gær) vallartilgangi laga um lánasjóð- inn sem er að tryggja öllum jafn- rétti til náms, óháð efnahag og með teknu tilliti til félagslegra aðstæðna. Þær skerðingar sem nú eru veruleiki er það versta sem við höfum orðið fyrir og að sögn fulltrúa ríkisstjórnarinnar í stjórn lánasjóðsins er þetta bara byrjunin," sagði Arnór Sigfúss- son, fulltrúi SÍNE í stjórn LÍN, á útifundi námsmanna á Lækjar- torgi í gær. Ólafi G. Einarsyni, menntamálaráðherra, var boðið að tala á fundinum en hann af- þakkaði boðið. I máli Arnórs kom fram að full- trúar námsmanna hefðu farið á fund menntamálaráðherra skömmu eftir að hann tók við embætti til að inna hann eftir hugmyndum hans um lánasjóðinn og kynna fyr- ir honum hugmyndir sínar. Hann sagði að ráðherra hefði bent á að vandi væri fyrir höndum en jafn- framt hefði hann sagt að hann hygði ekki á kollsteypur í málefnum lánasjóðsins. Benti Amór á að ann- að hefði komið á daginn með skerð- ingu námslána og hugmyndum ráð- herra. Þá fjallaði Arnór sérstaklega um áhrif skerðingarinnar á náms- menn erlendis og benti á að þeir ættu erfiðara með að nýta sér lækk- að tekjutillit en námsmenn hérlend- is. Hann sagði að þak á skólagjöld kæmi sér afar illa og benti á hug- myndir um að krefjast 100% náms- árangurs myndu valda miklum erf- iðleikum fyrir nemendur sem þyrftu að aðlaga sig nýjum aðstæðum í öðru landi. Næst talaði Huldís Franksdóttir nemi í Þroskaþjálfaskólanum og sagði meðal annars að skerðingin sem nú hefði verið ákveðin væri ósanngjörn og bæri með sér fljót- færnishátt og rangindi. Pétur Osk- arsson, væntanlegur fulltrúi Stúd- entaráðs í stjórn LÍN, taldi upp þrenn rök menntamálaráðherra fyr- ir skerðingunni. Hann sagði að ráð- herra hefði'sagt að aðhalds væri þörf í ríkisfjármálum en benti á að námsmenn hefðu viljað semja um skynsamlegar breytingar. Ráðherra hefði einnig sagt að námslán hefðu hækkað um 16% umfram verðlag frá árinu 1989 en þetta væri ekki nema hálfur sannleikurinn því lánin hefðu ekki hækkað umfram verðlag ef litið væri til ársins 1985. Þriðju rök ráðherra eru að sögn Péturs þau að námslánin væru of há. Fá einstaklingar í leiguhúsnæði 55 þúsund krónur á mánuði nú en 46 eftir skerðinguna. Spurði Pétur fundarmenn hvort þeim fyndist þessi upphæð of há. m. / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma htti veður Akureyri 7 alskýjað Reykjavik 13 léttskýjað Bergen 14 skýjað Helsinki 15 skýjað Kaupmannahöfn 15 skýjað Narssarssuaq 9 hálfskýjað Nuuk 1 alskýjað Osló 15 skýjað Stokkhólmur 13 rigning Þórshöfn 10 alskýjað Algarve 24 haiðskírt Amsterdam 16 skýjað Barcelona 23 heiðskirt Berlín 19 þrumuveður Chicago 19 heiðskirt Feneyjar 24 helðskfrt Frankfurt vantar Glasgow 11 skúr Hamborg 16 skýjað London 15 skúr Los Angeles 16 alskýjað Lúxemborg 14 skýjað Madrid 31 heiðskírt Malaga 26 heiðskírt Mallorca 26 heiðskírt Montreal 13 lóttskýjað NewYork 14 heiðskírt Orlando 23 léttskýjað París 13 rigning Madeira 21 hálfskýjað Róm 26 heíðskírt Vín 24 skýjað Washington 21 léttskýjað Winnipeg 18 þrumuveður Búfiskur gjaldþrota FISKELDISSTÖÐIN Búfisk- ur hf. í Landssveit var úr- skurðuð gjaldþrota síðastlið- inn þriðjudag að ósk eigenda fyrirtækisins. Að sögn Harra Ormarssonar, fulltrúa hjá sýslumanninum í Rangár- vallasýslu, nema skuldir fyr- irtækisins 130 milljónum króna, en eignir eru taldar nema 60 milljónum. Helstu kröfuhafar í þrotabú Búfisks eru Framkvæmdasjóð- ur með 70 milljónir króna og Landsbanki íslands með 55 milljónir. Bústjóri þrotabúsins hefur verið skipaður Valgarður Sigurðsson hdl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.