Morgunblaðið - 14.06.1991, Page 7

Morgunblaðið - 14.06.1991, Page 7
Sumarhús eyðilagðist í eldsvoða HÚSIÐ Vegamót, skammt aust- an við jarðstöðina Skyggni, brann til grunna að kvöldi 12. júní. Slökkviliðinu í Reykjavík var gert aðvart um eldinn um kl. 18 og var húsið þá alelda. Húsið var sumarhús. Tveir drengir höfðu verið að brenna rusli við húsið og töldu þeir sig hafa slökkt í því áður en þeir yfirgáfu staðinn. Flest bendir til að eldur hafi náð að teygja sig úr ruslinu í húsið, sem var úr timbri. Eitthvað af tækjum og vélum sem geymd voru í húsinu eyðilögð- ust og skemmdir urðu á plötum. Borgarráð: Fimm tilboð í þjónustusel við Hæðargarð FIMM tilboð bárust í fram- kvæmdir við þjónustusel fyrir aldraða við Hæðargarð 31. Hef- ur borgarráð samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Ártaks hf., sem bauð rúmlega 56,2 milljónir í verkið. Tilboðið er 100,95% af kostnaðaráætlun. Aðrir sem buðu í verkið voru Sigurður Guðmundsson, sem bauð rúmar 59 millj. eða 106,02% af kostnaðaráætlun, Sigurður K. Eggertsson hf., sem bauð rúmlega 57,7 millj. eða 103,52% af kostn- aðaráætlun, S.H. Verktakar hf. buðu rúmar 58,4 millj. eða 104,93% af kostnaðaráætlun og Ármannsfell hf. bauð rúmar 59,9 millj. eða 101,52% af kostnaðará- ætlun. ERTU MEÐ SKALLA? HÁRVANDAMÁL? I Aðrir sætta sig ekki við það! Af hverju skyldir þú gera það? Fáðu aftur þitt eigið hár, sem vex eðlilega Sársaukalaus meðferð Meðferðin er stutt (1 dagur) Skv. ströngustu kröfum banda- rískra og þýskra staðla Framkvæmd undir eftirliti og stjórn sérmenntaðra lækna Upplýsingar hjá EURO CLINIC Ltd. Ráðgjafastöð, Neðstutröð 8, Póshólf 111, 202 Kópavogi - Sími 91-641923 á kvöldin - Sfmi 91-642319. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÖNÍ 1991 ----------------------——-------i—;-- 7 MITSUBISHI LRNCER HLAÐBAKUR 4WD ÖRUGGUR AKSTUR MEÐ SÍTENGDU ALDRIFI A MITSUBISHI MOTORS HEKLU-BÍLAR ERU HOLLIR UMHVERFINU m HEKLA LAUGAVEGI 174 SÍMI695500 □ Aflstýri □ Samlæsing á hurðum □ Rafstýrðir útispeglar □ Rafknúuar rúðuvindur □ 14" felgur □ 1,8 lftra bensínhreyfill með rafstýrðri fjölinnsprautun □ 3ja ára ábyrgð að 100.000 km. VERÐ FRÁ KR. 1.248.960 SAMRÆMDUR FJÖRÐUNARBÚNAÐUR Fjöðrunarbúnaðurinn í Lancer hlaðbak með sítengt aldrif er f fullu samræmi við afl og getu bflsins í misjafnri færð. Endurbætt gormíjöðrun (MacPherson) að framan ásamt hagkvæmri hjólastöðu og mikilli sporvídd gera bílinn afar stöðugan og ráðfastan við öll skilyrði. Heill afturás með gormfjörðun og mjög volduga jafnvægisstöng er kjörinn búnaður fyrir bíl, sem bæði þarf að geta glfmt við vonda færð og hraðakstur. Seigjutengslið er einfaldur og fyrirferðarlítill Liúnaður, sem leyfir einungis lítilsháttar mismun á snúnings- hraða á aftur og framhjólum. Þetta þýðir, að ekki er um að ræðaað hjólin áöðrum hvorumásigeti ..spólað" en hin verið f kyrrstöðu. FLUGLEIÐIR Á eyjunum átján bíður þín ógleymanlegt sumarfrí. Þú kynnist stórbrotinni náttúrufegurð, sérstæðu mannlífi og einstakri gestristni nágrannaþjóðar sem nær hámarki á Ólafsvöku. Allir vegir eru malbikaðir, brýr og jarðgöng liggja á milli byggðarlaga og ferjuferðir eru tíðar. Gististaðir eru í Þórshöfn og í flestum stærri bæjum. Upplýsingar í síma 690300 (alla 7 dagá vikunnar) á söluskrifstofum okkar, hjá umboðsmönnum um land allt og ferðaskrifstofum. *Stgr. á manninn m.v. 4 í bíl í a-flokki (2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára). 32®

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.