Morgunblaðið - 14.06.1991, Síða 10

Morgunblaðið - 14.06.1991, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1991 Torben Ebbesen Myndlist Eiríkur Þorláksson Undanfarnar vikur hefur mikið borið á norrænum listamönnum í sýningarsölum borgarinnar, og virðist vorið einkar vinsæll tími hjá þeim til að koma með sýning- ar á list sinni hingað til lands. Eins og að líkum lætur hefur Norræna húsið verið einna dug- legast á þessu sviði, og nú stend- ur yfir í sýningarsölunum í kjall- ara hússins sýning á verkum danska listamannsins Torben Ebbesen. Torben Ebbesen er einn virtasti myndlistarmaður Dana nú um stundir, og til marks um það álit má nefna að hann var fulltrúi Dana á Feneyjatvíæringnum 1990, sem er ein mesta myndlist- arhátíð heims hverju sinni, en þangað senda hinar ýmsu þjóðir venjulega aðeins sitt sterkasta fólk. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga allt frá 1974, bæði heima og erlendis, og tekið þátt í ýmsum vel þekktum samsýning- um, eins og Parísartvíæringnum 1980, Inside-Outside í Hollandi 1987 og Scandinavia Today í Jap- an sama ár. Ebbesen er fæddur 1945 og stundaði sitt listnám við Konung- legu listaakademíuna í Kaup- mannahöfn á árunum 1968-75, en einmitt á þeim tíma var hug- myndalistin í hámarki og mál- verkið vék til hliðar fyrir vanga- veltum um hlutgerð hugmynda og hugtaka. í þeirri viðleitni varð höggmyndalist af einu eða öðru tagi sterkasti miðillinn. í inngangi í sýningarskrá segir að Ebbesen hafi orðið fyrir nokkrum áhrifum frá rússneskum konstrúktífistum og súprematistum, og hugmyndir þeirra hafi m.a. orðið honum frjór jarðvegur fyrir tilraunir til að láta höggmyndina skapa rými; í þeirri viðleitni hafi hann bæði notað sér geómetrísk grunnform og hluti úr byggingarlist í myndgerð sinni. Eins og flestir þeir listamenn, sem vinna mest út frá hugmyndu- m og hugtökum, fremur en ákveðnum viðfangsefnum, er Ebbesen afar íjölhæfur listamað- ur, sem ekki bindur sig of mikið við eina grein myndlistar öðrum fremur, heldur notar það sem honum þykir henta hveiju sinni. í verkum sínum er. hann oftast að fjalla um rýmið, skipulag þess eða skipulagsleysi, og einnig fjall- ar hann um hið hverfula, og reyn- ir að festa það niður í þeim form- um, sem augnablikið hefur gefið því. Til þess að koma viðhorfum sínum sem best til skila vinnur listamaðurinn oft í samstæðum, þannig að tvö eða þrjú verk bera Torbén Ebbesen: Nafnlaust. ef til vill sama heitið og vinna út frá sama viðfangsefninu, en nálg- ast það á mismunandi hátt. í mörgum af þeim samstæðum, sem eru á sýningunni í Norræna hús- inu, notar Ebbesen byggingarefni til að skerpa athygli áhorfandans; blikkrammar, galvaníserað járn, glanshúðaðar eldhúsflísar, gúmm- íleiðslur — allt kemur þetta fólki til að líta hlutina öðrum augum en ef eingöngu væri um málningu og striga að ræða. Einnig notar hann brennistein í þó nokkrum verkum til að draga yfir ímyndirn- ar, þannig að þær virðast enn vera að mótast — listamaðurinn er enn að verki, með tímann sem verkfæri. Nafngiftin er einnig mikilvæg í augum Ebbesen þar sem hún tengir verkin við víðara svið mög- uleika en ella. Þannig er titilinn „Furðuvatn" (nr. 1) tilvísun, sem allir geta unnið út frá; bláleit bylgjumyndun málaðs krossviðar færir þá tilvísun í vatn út til fleiri þátta, sem áhorfandinn getur bætt við. Tvær samstæður undir titlinum „Heilalandslag" (nr. 5 og 6 og síðan nr. 13. og 14) vinna á svipaðan hátt, þ.e. með saman- burði; annars vegar er unnið út frá ljósmyndum, en hins vegar eru myndirnar prentaðar aftur á flís- ar, og breytast þannig í fast form, sem vísar aftur til titilsins. I öðrum verkum er efniviðurinn slitinn úr hefðbundnu hlutverki og notaður sem nýr miðill, eins og í „Nafnlaus“ (nr. 17), eða eins og Dystein Hjort segir í sýningar- skrá: „Verksmiðjuframleitt efni er hrifið út úr síriú fyrirframætl- aða nytsemishlutverki, rifið út úr venjubundinni orðaröð sinni en verður þess í stað hluti af nýju og leyndardómsfullu máli sem engin orðabók er til yfir. Langar keðjur af nýjum hugrenninga- tengslum verða til. Ekki er hægt að segja að verk Torbens Ebbesens boði íslenskum listunnendum nýja strauma. Sú hugmyndalist, sem hér er á ferð- inni, hefur átt sterka fulltrúa hér á landi síðustu tvo áratugi, og því kemur hér fátt á óvart. Hins veg- ar hefur málverkið sótt mikið á síðasta áratuginn, og hugmynda- listin er ekki lengur í aðalhlut- verki á vettvangi myndlistarinnar hér á landi. Sú staðreynd, að Ebbesen var valinn sem fulltrúi Dana í Feneyjum á síðasta ári bendir hins vegar til að svo sé ef til vill enn í Danmörku. Því er vert fyrir listunnendur að fylgjast með þeim hræringum. Sýning Torbens Ebbesens í Norræna húsinu stendur til sunnudagsins 23. júní. Opnunarsýning Hringur Jóhannesson: Gamalt liey í.kvöldsól. 1990. Enn eitt musteri verslunarinn- ar, Borgarkringlan, hefur nú verið vígt með venjulegúm íslenskum hætti, þ.e. öll vinna kláruð á síð- ustu stundu, dugnaður iðnaðar- manna við sólarhringsvökur aug- lýstur sérstaklega, yfirlýsingar gefnar um að þarna sé loksins komið það sem fólk leitar að sér til lífsfyllingar o.s.frv., o.s.frv. Tvennt til viðbótar vekur hér athygli, og snýr að myndlistinni. í fyrsta lagi er í byggingunni að finna stórt listaverk úr gleri og járni frá hendi Steinunnar Þórar- insdóttur, og mun þetta í fyrsta sinn sem miðstöð af þessu tagi kostar upp á listaverk til skreyt- ingar; hingað til hefur ítalskur marmari og suðrænar plöntur verið taldar fullgóðar til að lyfta landsmönnum upp við innkaupín. Megi þessi breyting vita á gott, og að listamenn fá fleiri verkefni við að lífga upp á byggingar atvinnulífsins. Hitt atriðið er að hér hefur verið opnað nýtt sýningarhúsnæði fyrir myndlist í landinu, og gefíð nafnið Gallerí Kot. Þessi salur stendur inn af gjafavöruverslun og verður rekinn samhliða henni, og ætti sú starfsemi að fara ágæt- lega saman; vörurnar eru nógu ólíkar til að ekki þurfi að verða árekstrar. - Salurinn er rúmgóður og hentar ágætlega fyrir listsýn- ingar, utan þess að þar er stór gluggi sem snýr í vestur, og kann að reynast erfiður fyrir lýsingu; þetta má laga með skilrúmum (sem um leið auka veggrýmið) og gluggatjöldum. Hringur Jóhannesson nýtur þess heiðurs að halda fyrstu sýn- inguna í þessu nýja rými. Hann sýnir hér sautján olíumálverk frá síðustu þremur árum, og sem fyrr eru helstu viðfangsefnin í mál- verkunum landið, birtan og himin- inn norður í Aðaldal, en þar á list- amaðurinn vinnustofu og þangað sækir hann sér andlega næringu á hveiju sumri. Það hefur löngum verið ein- kenni á málverkum Hrings af landslagi, að þau hafa í raun Ijall- að um mannlega nálægð, annað hvort í formi skugga af mönnum og vélum, eða með myndum af vélum, byggingum eða heysátum, fremur en um landslagið sjálft; það hefur fremur verið umgjörð um það sem maðurinn hefur gert eða getur gert. Myndirnar hafa þannig fjallað um örlagavaldinn pg samspil hans við umhverfi sitt. í slíkum myndum ríkir þögul kyrrð, sem færir áhorfandann nær þeirri tilfinningu, að þarna sé að finna hið rétta umhverfi manns- ins, fremur en innan fjögurra veggja eða innan um steinkastala borgarinnar. Þessu til áherslu er ljósblár litur himinsins, sem Hringur notar svo iðulega, og vekur ætíð upp hlýjar minningar um góðverðursdagana, sem allir lifa fyrir; það passar einnig vel við þá ímynd friðar og reglu, sem geislar af þessum myndum. í nokkrum myndanna á sýning- unni nú má greina að Hringur er að fara inn á nokkuð ný svið í málverkinu sínu. Hér er um að ræða hreinræktaðar landslags- myndir eða náttúrulýsingar, sem fremur er hægt að kenna við róm- antískar stemmningsmyndir en nokkuð það sem Hringur hefur fengist við hingað til. Sem dæmi um þetta má nefna „Morgunþoka við Hagatjörn (nr. 4), sem minnir nokkuð á verk William Turner í litum og heildarsvip, en ber ekki með sér þau átök náttúruaflanna, sem Turner fjallaði svo mikið um. Önnur mynd, „Kvöldflug (nr. 14), er sólarlagsmynd, en það er ætíð stutt milli rómantíkur og væmni þegar það efni er tekið fyrir; hér helst jafnvægið réttu megin striksins. Það er sjálfsagt fyrir Hring Jóhannesson sem aðra listamenn að þreifa fyrir sér og þroska sína listasýn. Hann hefur um langt skeið náð að skapa sérstakt við- horf í myndum sínum, þar sem heimur manns og náttúru er í góðu jafnvægi. Nú er hann greini- lega að leita eftir að auka hlut náttúrunnar og fjalla um hana eina og sér. Náttúrumyndir eiga sér afar langa og sterka hefð í sögunni, bæði hér á landi og ann- ars staðar, og því er stutt á milli listaverks og klisju, sem hefur verið endurtekin margoft áður. Það verður gaman að sjá hvernig Hringur vinnur úr þessum við- fangsefnum á næstunni, og hvort hann heldur í þá sýn, sem hingað til hefur einkennt verk hans, eða hvort þar kemur fram nýtt tillegg til landslagsmyndarinnar. Sýning Hrings Jóhannessonar í Gallerí Koti stendur til 22. júní. Sprækir ellilífeyrisþ egar o g njósnakonan Sunny Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir David Laing Dawson: Á elleftu stundu Þýðandi: Álfheiður Guðlaugsdóttir og K.K. Beck: Sporlaust Þýðandi: Álfheiður Guðlaugsdóttir Útg. Úrvalsbækur, Frjáls fjölmiðl- un hf. 1991 Þetta eru fimmta og sjötta bókin sem Úrvalsbækur hafa sent frá sér síðustu mánuði og hefur tveggja annarra verið getið í þessum dálk- um. Þær hafa sýnilega mælst harla vel fyrir enda hefur valið á sögunum tekist; á ferðinni eru góðar afþrey- ingarbækur og þýðingar á þeim betur unnar en oft hefur verið með sams konar lesningu. „Á elleftu stundu“ gerist á elli- heimili og aðalsögupersónan er Henry hálfáttræður karl sem er fullur vansældar og einmanaleika og er ósáttur við að þurfa að vera á elliheimili. Hann fer að gruna að einhver starfsmaður á heimilinu sé valdur að dauðsföllum sem dynja yfir á heimilinu. Hann ætlar að rannsaka málið en skynjar þá að sé þetta rétt til getið er hann sjálf- ur í hinni mestu hættu. Hann leitar eftir hjálp hjá Dixie nokkurri Brown, sem er einnig vistmaður á heimilinu, honum töluvert yngri og hún hefur látið hann finna að henni líst nokkuð vel á karlinn Henry. Þau ganga fulllangt í athafna- semi sinni og endar með því að þau verða að flýja af heimilinu og fara inn á hótel og eiga þar nokkra góða daga uns óheppni og erfiðleikar virðast hvert sem litið er. Þau eru flutt aftur á heimilið og leikurinn æsist í meira lagi. Þetta er nokkuð lúnkin saga, og hún er ekki aðeins afþreying heldur er hún einnig nokkuð góð lýsing á gömlu fólki sem hefur verið afskrif- að af hinum yngri en það sýnir sig að það elur með sér drauma og langanir sem koma aldri ekki við. Að mörgu leyti hugnarileg og óvenj- uleg afþreyingarsaga. „Sporlaust“ er á hinn bóginn njósnasaga og um margt hefðbund- in. Miðaldra kona, Sunny Sinclair, sem var njósnari í heimsstyijöldinni og kynntist þá Alex nokkrum Mark- hoff og með þeim tókust ástir. Síð- an skildu leiðir og einhverra hluta vegna virðist Alex aldrei hafa borið sig eftir því að hafa á ný samband við Sunny. En hún man fyrstu ást- ina eins og kvenna er háttur og þegar gamall félagi úr leyniþjón- ustunni snýr sér til hennar og biður um að hún hjálpi til að hafa upp á Markhoff af óljósum ástæðum ákveður hún að taka þátt í leiknum. En þegar hún hefst handa verður hún þess áskynja að ýmsir fylgjast með ferðum hennar og trúlega er ætlunin að hún leiði einhveija þeirra til Alex svo þeir geti komið honum fyrir kattarnef, ef til vill vegna þess að hann býr yfir vitneskju sem kemur einhveijum mjög óheppilega. En Sunny er útsmogin og ráða- góð og lætur ekki deigan síga. Hún hefur samband við dóttur Alex og tekst með erfíðismunum og útsjón- arsemi að fá hana til liðs við sig. Hún þeytist um Bandaríkin og Kanada þver og endilöng og er allt- af í meiri og minni lífshættu og alls konar flækjur koma upp á sem hana óraði ekki fyrir. Sagan er lipurleg en kannski dálítið ruglingsleg á köflum. Það fer allt vel á endanum og flest geng- ur upp. Þýðing Álfheiðar Guðlaugs- dóttur á báðum sögunum er þokka- lega unnið verk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.