Morgunblaðið - 14.06.1991, Side 14

Morgunblaðið - 14.06.1991, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1991 Leyfið börnunum að koma til mín... eftir Ragnheiði Davíðsdóttur Sem kristin manneskja hef ég lengi velt fyrir mér hvert sé hlut- verk kirkjunnar í samfélaginu. Svarið ætti að vera einfalt: það að útbreiða kristna trú og vinna eftir boðorðum biblíunnar þar sem ná- ungakærleikur og hjálp við lítil- magnann gengur eins og rauður þráður í gegnum þá helgu bók. En spyija má hyemig hin íslenska þjóð- kirkja hefur staðið sig í þessu verð- uga hlutverki. Samkvæmt lögum nýtur þjóð- kirkjan fastra fjárframlaga í formi kirkjugjalda, sem öllum skattskyld- um meðlimum hennar ber að greiða. Auk þess greiðir hið opinbera laun til allra starfandi presta innan kirkj- unnar. Þannig mætti ætla að stórir söfnuðir hefðu talsverðar fjárhæðir úr að spila til þess að halda uppi öflugu safnaðarstarfí í þágu sókn- arbarnanna. En hvernig skila þessir peningar sér til fólksins í landinu? Vel, kunna nú sumir að svara og benda á öll steinsteypumusterin í sóknum landsins — kirkjurnar — sem sönnun þess að peningunum sé vel varið. Þá má aftur spyija hvemig þessi hús þjóni því fólki sem orðið hefur undir í lífsbaráttunni. Jú, segja hinir sömu. í kirkjunni geta þeir ræktað sína trú og með- tekið boðskap Jesú Krists og víst er það satt og rétt svo langt sem það nær. En boðskapur frelsarans gengur ekki hvað síst út á náunga- kærleika og hjálp við þá sem minna mega sín. Og sá göfugi boðskapur virðist ekki hafa skilað sér sem skildi í verki hjá hinum lögboðnu og ríkislaunuðu þjónum kirkjunnar — prestunum. Svo virðist sem margar kirkjur landsins standi auðar og ónotaðar stóran hluta dagsins. í stærri þétt- býliskjörnum hefur kirkjan auk þess yfir safnaðarheimili að ráða þar sem nýting virðist takmörkuð. Þessi oft glæsilegu safnaðarheimili eru gjarnan nýtt til veisluhalda t.d. erfi- drykkjur, fermingarveislur, brúð- kaupsveislur og skírnarveislur. Vissulega eru þess mörg dæmi að safnaðarheimili séu nýtt undir ýmiskonar safnaðarstarf fyrir aldr- aða, unglinga og ungar mæður en það er því miður ekki algilt. Stóran hluta dagsins stendur þetta hús- næði autt og ónotað. í ljósi þessara staðreynda varð það vissulega aðdáunarvert fram- tak safnaðarins í Hóla- og Fellasókn að opna kirkjuna fyrir börnum safn- aðarins og sýna þannig í verki að unnið er eftir boðskap Jesú Krists þegar hann sagði: „Leyfið börnun- um að koma til mín en bannið þeim það ekki.“ Það er alkunn staðreynd að hér á landi ganga fjölmörg skólabörn sjálfala með lykil um hálsinn á meðan foreldrar þeirra neyðast til að vinna langan vinnudag til fram- færslu fjölskyldunnar. Það hlýtur því að vera fagnaðarefni þegar kirkjan gengur fram fýrir skjöldu til þess að veita þessum börnum öruggt skjól á viðsjárverðum tím- um. En betur má ef duga skal. Ég vona svo sannarlega að framtak þessa safnaðar sé aðeins fyrsti vísir- inn að öflugu kirkjustarfi í þágu bama hér á landi. En það eru fleiri þjóðfélagshópar en börnin sem eiga undir högg að sækja í okkar samfélagi. Hér á landi er því miður fjöldi utangarðsungl- inga og annarra þeirra sem orðið hafa undir í lífsbaráttunni. Fjöl- margir einstæðingar eiga varla til hnífs og skeiðar auk þess sem þeir eru félagslega afskiptir. Þar bíður kirkjunnar verðugt hlutverk í anda Jesú Krists. Hvernig væri að opna kirkjuna fyrir þetta fólk? Víða er- lendis þekkist bein félagsleg hjálp til handa þessum þjóðfélagsþegn- um. Þar hefur kirkjan gengið fram fyrir skjöldu í beinni fjárhagslegri aðstoð við bágstadda auk þess sem kirkjan hefur hlutast til um matar- gjafír og fataúthlutanir. Varla þarf að fara mörgum orðum um að slík hjálp myndi sannarlega vera Guði þóknanleg og í anda þess boðskapar Ragnheiður Davíðsdóttir „Ég sé fyrir mér öflugt hjálparstarf innan þjóð- kirkjunnar þar sem koma mætti upp heimil- islegu athvarfi fyrir utangarðsfólk, sem hvergi á höfði sínu að halla.“ sem kirkjan stendur fyrir. Fyrir örfáum dögum bárust frétt- ir af því að sextán einstaklingar hefðu orðið að leita á náðir fanga- geymslu lögreglunnar vegna þess að þeir höfðu ekki í önnur hús að venda. Hvernig væri ef kirkjan beitti sér í þágu þessa fólks? Ég sé fyrir mér öflugt hjálparstarf inn- an þjóðkirkjunnar þar sem koma mætti upp heimilislegu athvarfi fyr- ir utangarðsfólk, sem hvergi á höfði sínu að halla. Það er vissulega verð- ugt hlutverk að aðstoða erlendar þjóðir sem líða skort vegna stríð- sógnana og uppskerubrests. En maður líttu þér nær! Hér á landi er þörfin einnig til staðar og sú þörf er hreint ekki lítil. Fyrir allmörgum árum sagði ég mig úr hinni íslensku þjóðkirkju. Það gerði ég þegar mér varð ljóst að kirkjan stóð ekki undir vænting- um mínum hvað varðar aðstoð við lítilmagnann. Síðan hafa lögboðin kirkjugjöld mín runnið óskipt til Háskóla íslands. En þessi ákvörðun mín þýðir þó engan veginn að ég sé ekki sannkristin manneskja. Ég áttaði mig einfaldlega á að ég þarf ekki steinsteypuhallir til þess að rækta mína trú. Ég þarf heldur ekki neina milligöngumenn milli mín og Guðs. Það samband rækta ég með því að tileinka mér boðskap Biblíunnar í reynd. Þannig tel ég að sannkristið fólk sýni best trú sína með gerðum sínum og vinni í anda þess boðskapar sem Biblían boðar á sinn stórkostlega hátt. Að lokum vil ég taka skýrt fram að með þessum orðum er ég ekki að gera lítið úr starfi þeirra safnaða sem vissulega sýna gott fordæmi í félagslegri aðstoð við safnaðarfólk sitt. Ljósasta dæmi þess er framtak safnaðarins í Hóla- og Fellasókn sem nú hefur opnað faðm sinn á móti börnunum. Vonandi rennur senn upp sá dagur að hin íslenska þjóðkirkja komi til móts við þarfir fólksins í landinu og opni allar sín- ar dyr í raunverulegri aðstoð við sína minnstu bræður. Höfundur er blaðamaður. t .7/7///////// VORLÍNAN NÝBÝLAVEGI 12, KÓPAVOGI. Afram stelpur ... Kvennahlaup í Garðabæ 1991 eftír Gullveigu KVENNAHLAUP Sæmundsdóttur Spenna, hraði, hávaði, vinnuálag, tímaskortur.... Flestir kannast vafalaust við þessa fylgifiska nú- tíma samfélags. Þeir eru jafn fastir liðir í tilverunni og árstíðirnar sem fylgja hver annarri hvað sem á gengur. En hvað er til ráða? Hvem- ig getum við byggt okkur upp þann- ig að við stöndumst sem best álag- ið, sem við búum við, og fáum útr- ás fyrir alla spennuna sem því fylg- ir? Fáar leiðir eru jafn vænlegar til árangurs í þessu sambandi og lík- amleg áreynsla, sem er bæði holl og skemmtileg, ekki síst undir ber- um himni í góðum félagsskap. Nu þegar dagur er hvað lengstur og nóttlaus voraldar veröld umlykur okkur ætla konur að bregða undir sig betri fætinum. Hlaupið verður svonefnt Kvennahlaup laugardag- inn 22. júní næstkomandi í Garðabæ. Én þó að talað sé um „hlaup“ er öllum fijálst er fara leið- ina samkvæmt sinni eigin aðferð; hlaupa, skokka eða ganga og mark- miðið er ekki að koma í mark á undan einhveijum öðrum. Markm- iðið með hlaupinu er að fá allar konur til að hreyfa sig og stunda GARÐABÆR 1991 útivist og gefst þátttakendum kost- ur á að velja um tvær vegalengdir, 2 km eða 5 km, eftir því sem hveij- um og einum hentar. Um það bil 3.000 konur tóku þátt í Kvennahlaupinu síðastliðið sumar; ungar jafnt sem eldri. Hvernig væri nú að taka fram strigaskóna og slást í hópinn? Hlaupið er ekki erfitt, það verður Gullveig Sæmundsdóttir örugglega skemmtilegt og þú hefur vafalaust gott af því. Geturðu leyft þér að missa af þessu tækifæri? Höfundur er ritstjóri hjá Fróða hf. Ný verslun Hans Petersens á Laugavegi 178. VARMO SNJÓBRÆÐSLA Hans Petersen opnar tvær nýjar verslanir HANS Petersen opnaði nú nýver- ið tvær nýjar ljósmyndavöru- verslanir í Reykjavík. í Hóla- garði, Breiðholti, og á Laugavegi 178. I nýju verslununum verður veitt alhliða ljósmyndaþjónusta eins og í öðrum verslunum fyrir- tækisins og boðin hraðframköll- unarþjónusta. Verslanir Hans Petersens eru nú orðnar 7 talsins. Sú fyrsta var opn- uð í Bankastræti árið 1907, fyrir 84 árum, þar næst í.Glæsibæ, Aust- urveri, Lynghálsi 1, Kringlunni og nú í Hólagarði, Breiðholti, og á Laugavegi 178. N O V E L L

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.