Morgunblaðið - 14.06.1991, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1991-
15
Rannsóknastöðin Mógilsá:
Áhersla lögð á aukin
tengsl við almenning
BREYTINGAR verða gerðar á
starfsemi Rannsóknastöðvar
Skógræktar ríkisins að Mógilsá í
kjölfar þess að nýtt starfslið hefur
verið ráðið að stöðinni. Auk
áframhaldandi rannsókna og til-
rauna verður nú leitast við að efla
tengsl við stofnanir, félög og ein-
staklinga. Meðal annars verður
almenningi auðveldað að skoða
gróður í landi stöðvarinnar. For-
svarsmenn stöðvarinnar kynntu
nýlega starfsemina þar.
Sveinbjörn Dagfinnsson formaður
fagráðs stöðvarinnar og fulltrúi land-
búnaðarráðuneytisins í ráðinu lýsti
markmiðum með rekstri stöðvarinn-
ar. Aðalmarkmiðin sagði Sveinbjörn
vera tvö, að auka þekkingu á skóg-
rækt í landinu og miðla þeirri þekk-
ingu til fagmanna, félaga og þeirra
einstaklinga sem hug hafa á að
rækta skóg. Sveinbjörn sagði að með
nýrri reglugerð um stöðina sem sett
hefði verið í fyrrasumar hefði m. a.
verið stefnt að því að bæta tengsl
stöðvarinnar við þá aðila sem helst
sæktu til hennar þjónustu.
Nýir sérfræðingar hafa verið ráðn-
ir að stöðinni eftir uppsagnir starfs-
manna á síðasta ári. Meðal þeirra
verkefna sem þetta nýja fóik fæst
við eru tegunda- og kvæmarann-
sóknir, notkun trjá- og runnategunda
í landgræðslu, meindýrarannsóknir
og ræktunartæknitilraunir.
Tæp þijátíu ár eru liðin frá því
ræktun og tilraunir hófust að Mó-
gilsá en stöðinni þar var komið á fót
fyrir fé sem Olafur noregskonungur
færði íslendingum að gjöf árið 1961.
Sérfræðingar stöðvarinnar gengu
með blaðamönnum um ræktaða
svæðið og bentu meðal annars á þær
breytingar sem stöðugt verða á gróð-
urfari skógarbotnsins. Sem dæmi
sýndi Þórarinn Benedikz skógfræð-
ingur hindbeijaplöntur sem nú dreifa
sér svo hratt að við vandræðum ligg-
ur.
Arni Bragson jurtaerfðafræðingur
og nýr forstöðumaður á Mógilsá
sagði að eitt þeirra verkefna sem
ráðist verður í á næstunni að Mó-
gilsá verði að gera svæðið þar að-
gengilegra almenningi með því að
leggja göngustíga og merkja fleiri
plöntur. Almennt sögðust starfs-
menn stöðvarinnar sífellt verða varir
við aukinn áhuga almennings á skóg-
rækt. Sem dæmi um það nefndi Árni
að fyrr á árinu hefði stöðin auglýst
eftir samstarfi við landeigendur um
sérstakt tilraunaverkefni með aspa-
rækt. Eitt hundrað og fimmtíu
manns, jafnt bændur og aðrir lan-
deigendur víðs vegar um land, gáfu
sig fram og voru fúsir til að taka
þátt í tilrauninni.
„Skógurinn er farinn að tala fyrir
sig sjáifur", sagði Þórarinn Benedikz
skógfræðingur. „Fólk er farið að sjá
hve mikla möguleika landið býður
upp á í skógrækt og við þurfum
ekki lengur að tala fyrir daufum
eyrum.“ I sama streng tók Sigvaldi
Asgeirsson sem hefur auk starfa
sinna við rannsóknastöðina leiðbeint
Séð yfir Rannsóknastöðina að Mógilsá. Morgunbiaðið/Þorkeii
Árni Bragason forstöðumaður, Jón Loftsson skógræktarstjóri og
Sveinbjörn Dagfinnsson í landi Mógilsár.
um nytjaskógrækt á Suðurlandi. tegundum sem vaxið geta á landinu.
Þá kom einnig fram að unnið er Aðalsöfnin verða að Múlakoti í
að því að koma upp söfnum af tijá- Fljótshlíð og á Hallormsstað.
Góður mcitur
er betri a grilh
Gómsætar ogsv'ínakjöt.
Úrvals nautakjo , a AMfa, vekja athygli
.. rtl, uiötborð okkðr voi
Hin stórglæsrlegu kioœoro
OPIÐ: H! ÚUfj] /
Laugardagur KauDStaður í Mjódd k». 10-14
Mikligarður v/Sund og p
Mikligarður JL- husin ' ðabæ k|. 10-18
Mikligarður Miðvangi og Ga
Sunnudagur Miðvangi og Garðabæ kl. 11-18
Mikligarður vestur i bæ,
LOKAÐ 17. JÚNl
KAUPSTADUR
ÍMJÓDD
Mm WSkm 'JJl1
JXL
AIIKUG4RDUR
ALLAR BÚÐIR
ztsma
ilWI.
» a- m-nzst:.
I
!