Morgunblaðið - 14.06.1991, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1991
Minning:
Magnhildur Bender
Þegar litið er yfir farinn veg er
líf manns eins og púsluspil. Mörg
minningabrot 'mynda æviferilinn.
Sum eru aðeins smáleiftur en önnur
svo stór þáttur í myndsköpuninni
að án þeirra yrði ómögulegt að
hugsa sér heildarmynd. Svo mikil-
væg var Magnhildur frænka mín,
Lóa, í lífi mínu og ég get ekki gert
mér grein fyrir því hvernig það hefði
orðið ef hennar þátt vantaði þar í.
Lóa kom á heimili foreldra minna
árið 1939, þá fimmtán ára gömul.
Hún var þar þegar ég fæddist, ári
síðar, og við vorum samferða allar
götur síðan þótt við ættum ekki
sama heimili nema í 17 ár. Við vor-
um systradætur, uppeldissystur og
vinkonur.
Nú er hún horfin sjónum okkar
samferðafólksins og við sem vorum
henni náin stöndum hnípin og sorg-
mædd — en rík af minningum um
yndislega konu og full þakklætis
fyrir að hafa öðlast hana sem mikil-
vægan hluta í lífsmynstrinu.
Magnhildur Pálsdóttir Bender var
fædd í Kolgröf í Skagafirði 31. maí
1924. Foreldrar hennar voru hjónin
Guðrún Magnúsdóttir og Páll Sig-
urðsson, en þau bjuggu síðast í
Keldudal í Hegranesi í Skagafirði.
Hún var næstelst sjö systkina;
þeirra Sigurðar, Skarphéðins, Reyn-
is, Hólmfríðar, Gests og Hólmars.
ÚRVALS bón- og
hreinsivörurl
Olíufélagið hf
Lóa var ákaflega starfsöm kona
og vandvirk og hún stundaði störf
sín af samviskusemi og ánægju,
hvort sem það var að sinna heimili
fyrir frænku sína, Önnu, og mann
hennar, Bernhard Petersen, og að-
stoða við að koma bömunum þar
til manns, sinna afgreiðslustörfum
m.a. í Austurbæjarapóteki, sem hún
gerði í mörg ár fyrir hjónaband,
selja heimilisblaðið Eldhúsbókina,
ræsta í æfingadeild Kennaraháskóla
íslands eða taka þátt í umönnun
aldraðra sem var atvinna hennar
allmörg seinustu árin. Það lék allt
í höndunum á henni og vílaði hún
ekki fyrir sér að takast á við ný
verkefni. Hún var virkjur þátttak-
andi í félagsskap Málfreyja í mörg
ár og naut þess að spreyta sig á
ýmsum verkefnum sem henni voru
falin.
Margt kenndi hún mér og gat ég
ávallt flett upp í henni ef mig rak
á gat í hinum ýmsu húsmóðurstörf-
um og oftar en ekki var fljótlegra
að fara til Lóu frænku en leita í
bókum. Ekki skipti máli þótt ég
þyrfti að notast við landsímann í
fjöldamörg ár ef ég var í vandræðum
og þurfti að fá ráð hjá henni. Auðvit-
að var það dýrara, en þúsund sinn-
um öruggara. Hún hughreysti mig
margsinnis og treysti ég alltaf ráð-
um hennar. Hún hafði gott skipulag
á öllum hlutum og er mér t.d. ógley-
manlegt þegar ég fór með henni og
móður minni í innkaupaleiðangur
fyrir jól, en Lóa sá um að kaupa
flestar jólagjafir fyrir móður sína
handa ýmsum afkomendum henanr,
þar til móðir hennar lést árið 1988.
Bamabarnabömin, sem áttu að fá
gjafír, voru 25 eða fleiri og hafði
Lóa skrá yfír aldur þeirra og ýmis-
legt sem koma að gagni að vita
þegar hún var að velja gjafimar.
Hún gekk að þessu eins og hveiju
öðru verki sem unnið var af alúð
og öryggi. Það sem við otuðum að
henni, náttkjólar, húfur eða eitt-
hvert dót féll ekki alltaf í kramið
því að annaðhvort hafði það verið
valið árið áður eða þörf á einhvetju
öðru frekar, liturinn hentaði ekki
en stundum var það nákvæmlega
það sem hún var að leita að. Það
var eins og hún hefði tölvu í höfðinu
svo nákvæm var hún i samlagningu
á öllum þeim varningi sem safnaðist
í gjafapokana. Þegar við komum
heim, gengnar upp að hnjám, spörk-
uðum við af okkur skótauinu og
fengum okkur góða „kjaftatörn“ og
hlógum saman sem oftar. Ég mun
sakna rabbstundanna -okkar, ekkert
mun koma í þeirra stað.
Hún giftist Sófusi Bender bifreið-
astjóra 11. maí 1957. Ég man eftir
því að okkur krökkunum á Flóka-
götu 25 fannst að hann Sófus væri
að taka hana Lóu frá okkur, en eitt
er víst að það gerði hann ekki held-
ur eignuðumst við í honum góðan
vin sem okkur öllum þótti mjög
vænt um, enda var hann öðlings-
maður og ljúfmenni. Hann lést 1.
maí 1988. Þau eignuðust tvo syni,
Gunnar og Ingvar Júlíus, sem er
kvæntur Guðríði Önnu Jóhannsdótt-
ur og eiga þau dótturina Petru níu
ára og soninn Anton ársgamlan.
Fjölskyldan og heimilið var Lóu
frænku minni eitt og allt. Uppeldi
sonanna var hennar hugðarefni og
voru þau Sófus samhent í því sem
öðru. Strákunum fannst þau eflaust
oft ströng en það er víst að ekki
hefur það skaðað þá enda voru þau
hlý og ástúðleg í umvöndunum sín-
um. Þeir bræður hafa erft ljúf-
mennsku og alúð foreldranna og
hlýlegra samband á milli móður og
uppkominna sona, en var hjá Lóu
og drengjunum, er varla hægt að
hugsa sér.
Eftir lát Sófusar hélt Lóa fyrir
alvöru út á vinnumarkaðinn. Ekki
reyndist auðvelt að fá starf sem
henni féll og fóru margir á mis við
góðan starfskraft, en á þeim árum
var miðaldra húsmóðir ekki eftirsótt
á skrifstofur borgarinnar. Vélritun-
arkunnátta, bókhaldsþekking eða
samviskusemi og aðrar slíkar
dyggðir voru ekki tíundaðar. Hjá
mörgum atvinnurekandanum sem
óskaði eftir starfskrafti var slík
umsókn ekki svaraverð og virtist
aldur og húsmóðurstarfíð ráða úr-
slitum um að slík persóna væri ekki
hæf. En hún frænka mín lagði ekki
árar í bát og eftir að hafa verið
starfstúlka á dvalarheimili aldraðra
við Dalbraut í nokkur ár bauðst
henni starf í félagsmiðstöð aldraðra
í Bólstaðarhlíð 43, þegar hún var
opnuð. Þar tel ég að hún hafi verið
komin í draumastarfið, og ég veit
að hún saknaði starfsins sárt þegar
veikindin tóku starfsorku hennar.
Það var henni þó huggun harmi
gegn að fínna þá hlýju og einstöku
vinsemd sem streymdi til hennar frá
samstarfsfólki hennar í Bólstaðar-
hlíðinni. Ég er viss um að hún myndi
vilja að ég þakkaði þessu fólki fyrir
allt það sem það gerði fyrir hana.
Ekki aðeins mátti hún koma til
vinnu þegar hún treysti sér til, held-
ur buðu samstarfsstúlkurnar henni
í dvöl vestur á Reykhólum á Barða-
strönd í fyrrasumar til þess að hún
gæti fyrr náð sér eftir stórar Iæknis-
aðgerðir og lært að þekkja nýjar
aðferðir í matargerð og lifnaðar-
háttum sem gestir þar vestra læra
að tileinka sér og talið er að gefíst
vel, m.a. í baráttunni við sjúkdóminn
krabbamein.
Þijár starfssystur hennar heim-
sóttu hana á 67 ára afmælisdaginn
hennar, sem var réttri viku áður en
hún lést. Þær buðu henni með sér
í leikhús og voru tilbúnar að aðstoða
hana á allan hátt við að komast
með. Það var stoltið, járnviljinn og
lífslöngunin sem hjálpaði Lóu til að
fara með þeim í þessa leikhúsför,
sem hún naut mjög. Hún hitti fjölda
fólks sem hún hafði kynnst í Ból-
staðarhlíðinni og sagði mér að allir
hefðu fagnað henni, kysst hana og
faðmað og ekki látið á sig fá að
útlitið væri breytt. Lóa hafði gert
það upp við sig að takast á við lífið
til hinstu stundar og þrátt fyrir
áverka sjúkdómsins var hún sama
ljúfa konan og áður og það var það
sem fólkið skynjaði.
Aðeins tæpri viku áður en hún
fór í leikhúsið dreif hún sig einnig
upp af sjúkrabeðinum, dubbaði sig
upp og mætti á ættarmót móðurfjöl-
skyldu sinnar. Þetta mót var ráð-
gert á liðnu ári og vorum við saman
í undirbúningsnefndinni. Lét hún
HYUNDAI
MÓTÖLD
1200 og 2400 baud, bæöi frístandandi
og innbyggð í tölvur. 2400 baud gerðin
fæst með gagnaþjöppu og villueftirliti
með MNP 5 staðli.
Verð frá aðeins kr. 16.497.00
án VSK.
Miðstöð tölvuviðskiptanna §
TZ["'| i||/K 111 #A 1
s IÆKNIVAL
SKEIFUNNI 17 • 108 R. • S. 681665
sitt ekki eftir liggja og tók þátt í
undirbúningnum allt fram á móts-
dag.
Einnig í þetta sinn var það hark-
an og áhuginn sem hjálpaði henni
að komast það sem hún hafði ætlað
sér.
Mótið tókst miklu betur en við
höfðum þorað að vona en vorum
báðar með fíðring í maganum dag-
ana áður, vegna óvissu um mætingu
og áhuga fjölskyldu okkar. En það
voru 190 afkomendur ömmu okkar
og afa, Efimíu Bóasdóttur og Magn-
úsar Andréssonar frá Kleifum í
Kaldbaksvík, sem komu saman á
sunnudagssíðdegi til að hitta fjöl-
skyldu sína og fagna því að vera
svo ríkir af ættingjum. Ég er þakk-
lát fyrir að Lóa frænka mín náði
takmarki sínu að vera með okkur
þennan eftirminnilega dag og hún
lék á als oddi.
Hún var engum lík.
Að kynnast því hvernig Lóa brást
við veikindum sínum var mér lær-
dómsríkt. Hun horfðist í augu við
dauðann eins og við eigum líklega
að gera. Hún undirbjó sig og fjöl-
skyldu sína fyrir viðskilnaðinn. Hún
gekk frá málum sínum á þann veg
að engin spurningarmerki yrðu þeg-
ar hennar nyti ekki lengur. Hún var
viðbúin því sem koma skyidi.
Þennan erfíða tíma naut hún ein-
stakrar umönnunar Gunnars sonar
síns, sem hefur alla tíð haldið heim-
ili með móður sinni, Ingvars og
konu hans. Og börnin lífguðu tilver-
una, þótt ekki væru kraftar til þess
að hossa þeim eins og hún vildi.
Hólmfríður systir hennar og mað-
ur hennar, Páll, léttu undir með
henni og þótt fjarlægðin væri nokk-
ur gaf það einlæga samband sem
alltaf var á milli þeirra systra henni
mikinn styrk, svo og umhyggja Sigr-
únar, dóttur Sófusar af fyrra hjóna-
bandi, sem býr í Bandaríkjunum.
Fóstursystir Lóu, Ingibjörg Stella
Guðvinsdóttir, reyndist henni svo
vel að ég held að slíkt sé einstakt.
Hún kom norðan úr landi til að
hjúkra henni og fundum við hve
mikið traust Lóa bar til hennar og
nú í síðustu viku þegar von var á
Stellu eina ferðina enn sagði hún
að allt yrði í lagi á meðan að Stella
væri hjá sér, sem hún gerði þar til
yfír lauk. Ég er viss um að Guð
launar henni Stellu þann kærleika
sem hún sýndi henni Lóu frænku
minni, ekki síst á þeim 14 mánuðum
sem liðnir eru síðan sjúkdómurinn
greindist.
Ég get ekki lokið þessum kveðju-
orðum án þess að minnast á þann
þátt sem hjálpaði henni frænku
minni ekki minnst til þess að takast
á við erfið veikindi, sætta sig við
örlögin og vera raunsæ. Það er þátt-
ur starfsliðs Heimahlynningar
Krabbameinsfélags íslands. Þegar
ég orðaði fórnfúst starf við einn
hjúkrunarfræðinginn sagði hann að
þetta væri ekki fórnfysi heldur
ákveðin hugmyndafræði sem unnið
væri eftir. Ég veit kki hvað á að
kalla slíka aðhlynningu en að það
skuli vera til fólk sem líknar sjúkum
á slíkan hátt og styrkir aðstandend-
ur eins og starfsfólk heimahlynning-
arinnar gerir er ómetanlegt og verð-
ur seint fullþakkað.
Lóu varð að ósk sinni að geta
verið heima til hinstu stundar, hún
lést þar að morgni 8. júní sl. í faðmi
ástvina.
Það er komin kveðjustund, ég
þakka samfylgdina og allt sem hún
Lóa mín kær var mér og fjölskyldu
minni. Ég þakka einnig fyrir ástrík-
ið sem hún sýndi móður minni ætíð
og ómetanlegan stuðning við hana.
Móðir mín hefur ekki aðeins misst
kæra frænku sína heldur einnig
bestu vinkonu sína og trúnaðarvin,
á mili þeirra bar aldrei skugga.
Ég bið góðan Guð að taka elsku-
lega.frænku mína, Magnhildi Bend-
er, í faðm sinn og gefa henni frið.
Elsa Petersen
í dag kveðjum við kæra sam-
starfskonu og góðan vin, frú Magn-
hildi Bender, en hún starfaði síðustu
æviár sín i Félagsmiðstöð aldraðra,
Bólstaðarhlíð 43.
Fyrir rúmu ári veiktist hún af ill-
kynja sjúkdómi sem hún barðist
hetjulega gegn fram til hins síðasta,
en þegar líðan hennar leyfði kom
hún til vinnu og var gott að njóta
starfskrafta hennar og fá góð ráð
hjá henni, sem ætíð voru gefín af
skynsemi og vel yfirveguð.
Ánægjulegt var að fara með
henni á fallegum sólskinsdegi í leik-
hús 1. júní sl. Og sjá hve hún naut
þess að sjá „Söngvaseið" en það
hafði verið ein helsta uppáhalds
kvikmynd hennar.
Við kveðjum hana með söknuði
og vottum sonum hennar og fjöl-
skyldu allri okkar dýpstu samúð.
Samstarfsfólk í
Bólstaðarhlíð 43
Stykkishólmur:
Landsvirkjun sem-
ur um umframorku
Stykkishólmi.
NÝLEGA hefur Landsvirkjun
gert samninga um kaup og nýt-
ingu afgangsorku hér á svæðinu.
Var fyrri samningurinn undirrit-
aður í Ólafsvík fyrir seinustu
mánaðamót, en hann felur í sér
að Hraðfrystihús Ólafsvíkur hf.
kaupir orku með ýmsum skilyrð-
um.
Helstu skilyrðin eru þau að ef
Landsvirkjun (RARIK) verður uppi-
Vörur úr lífrænt
ræktuðu komí
Faxafell hf. sími 51775
skroppa með algenga raforku verð-
ur umframorkan tekin fyrirvara-
laust, sem þýðir að þá verður Hrað-
frystihúsið annaðhvort að sætta sig
við það eða bregða upp varaafli
með díselstöð sem tiltæk mun verða
ef á þarf að halda. Auk þessa eru
svo ýmis skilyrði af beggja hálfu.
Er með þessu um helmings sparnað-
ur á raforku og er það mikil stoð
í umfangsmiklum rekstri. Þá hefur
eins samningur verið undirritaður
í Stykkishólmi og á þar í hlut Sund-
laug Stykkishólms.
Asgeir Ólafsson rafveitustjóri í
Stykkishólmi segir að þetta séu
fyrstu samningar sinnar tegundar
sem Landsvirkjun og RARIK hafa
gert hér um sölu á umframorku
fyirtækjanna. Einnig gat hann þess
að ef þessir samningar yrðu í fram-
kvæmd til góðs myndi vonandi
hægt að bjóða fleirum slík við-
skipti. Þessa samninga má endur-
skoða á vissu millibili.
- Árni.