Morgunblaðið - 14.06.1991, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1991
21
B BONN - Utanríkisráðherra
Sovétríkjanna, Alexander Bess-
mertnykh, sagði í gær að Sovét-
menn ættu ennþá kjarnorkuvopn
á landsvæði því sem áður var
Austur-Þýskaland. Stjórnvöld í
Moskvu höfðu áður neitað því.
Bessmertnykh sagði á frétta-
mannafundi, sem efnt var til eftir
að hann hafði átt viðræður við
utanríkisráðherra Þýskalands,
Hans-Dietrich Genscher, að enn
væri „einhver" kjarnorkuvopn í
Austur7Þýskalandi og smám sam-
an væri verið að íjarlægja þau
þaðan.
■ STOKKHÓLMI - Sænska
þingið samþykkti á miðvikudag
byggingu brúar yfir Eyrarsund
milli Svíþjóðar og Danmerkur.
Búist er við að danska þingið geri
samskonar samþykkt 14. ágúst
nk. en Danir munu eiga brúna að
hálfu á móti Svíum. Ekki hefur
endanlega verið ákveðið hvernig
brúin muni verða eða hvar hún
verði byggð nákvæmlega en hug-
mynd er uppi um 17 km langa brú
milli Malmö og Kaupmannahafn-
ar.
■ BRUSSEL - Belgíska þingið
hefur samþykkt stjórnarskrár-
breytingu sem gerir ráð fyrir að
ríkisarfar geti verið konur. Síðan
Belgía varð sjálfstæð árið 1830
hefur einvaldurinn aðeins getað
verið karlmaður. Þrátt fyrir þessa
breytingu mun áfram verða vísað
til þjóðhöfðingjans sem „konungs“
í stjórnarskránni hvort sem hann
verður karl eða kona.
■ HANOI - Um 300 manns
hafa látið lífið í Nghe Tinh-hér-
aði í Víetnam eftir að þar fannst
rúbín á síðasta ári og fjöldi fólks
flykktist þangað í rúbínaleit. Fiest-
ir hinna látnu hafa verið myrtir,
dáið í slagsmálum eða hafa verið
inni í námagöngum sem hafa hru-
nið. Að sögn dagblaðsins Lao
Dong hafa skógivaxnar hlíðar ver-
ið eyðilagðar og grafir ættingja
heimamanna verið grafnar upp.
Enn flykkist fólkrtil héraðsins jafn-
vel þótt yfirvöld hafi lagt blátt
bann við námagreftri þar.
■ BANGKOK - Tælenskur
dómstóll hefur ógilt hjónaband
ítalsks manns við tælenskan mann
sem ítalinn hélt að væri kona.
Paolo Edoardo Boeris frá Asti á
Ítalíu giftist Riam Kuemjam á síð-
asta ári. Þeir höfðu kynmök nokkr-
um sinnum en alltaf í myrkri og
að sögn lögmanns Boeris tókst
Riam að leyna því að hann væri
karlmaður. Boeris sagðist hafa
eytt fjórum eða fimm dögum með
Riam í Tælandi áður en hann sneri
aftur til Ítalíu þangað sem hann
vildi að Riam kæmi. Hann komst
ekki að því að eiginkona hans
var karlmaður fyrr en hann hafði
samband við fjölskyidu Riams sím-
leiðis til að spyijast fyrir um_hvers
vegna Riam kæmi ekki til Ítalíu.
■ AÞENU - Grikkinn George
Koskotas, fyrrverandi bankamað-
ur, sagði fyrir rétti á mánudag að
fyrrverandi forsætisráðherra
Grikklands, Andreas Papandre-
ou, hefði lagt á ráðin um að draga
sér fé í eigu ríkisins að andvirði
margra milljóna Bandarikjadala.
Koskotas sagði að Papandreou
hefði kúgað sig til að ræna eigin
banka. Mál þetta sem nú er í rann-
sókn er stærsta hneykslis- og
spillingarmál sem upp hefur
komið í Grikklandi á öldinni.
■ WASHINGTON - Banda-
ríski flugherinn skýrði frá því ný-
lega að smíðuð hefði verið torséð
stýriflaug er borið getur hefð-
bundna sprengjuhleðslu allt að 500
km leið ef skotið er af landi, ívið
lengra sé skotið úr lofti. Hraði
flaugarinnar er um 1.000 km á
klst. Gert er m.a. ráð fyrir því að
torséða sprengjuþotan B-2 og
fleiri flugvéiategundir verði búnar
nýja vopninu. Alls hefur verið sa-
mið um smíði rúmiega en 8.600
flauga og er heildarkostnaður um
15 milljarðar Bandaríkjadollara
(um 900 milljarðar ÍSK). Toma-
hawk-stýriflaugar _ Bandaríkja-
manna reyndust írökum skeinu-
hættar í Persaflóastríðinu.
Suður-Irak:
Búðir reistar fyrir flóttafólk
Genf, London, Teheran. Reuter.
HÁTTSETTUR embættismaður Sameinuðu þjóðanna sagði í gær,
að samtökin væru reiðubúin að koma upp búðum fyrir shíta, sem
flúið hefðu heimili sín í Suður-írak. Iranir segjast hafa miklar
áhyggjur af yfirvofandi árás íraska stjórnarhersins á shíta, sem leit-
að hafa hælis á fenjasvæðunum í Suður-írak, en Bretar segja, að
verði á fólkið ráðist muni það hafa alvarlegar afleiðingar í för með
sér fyrir íraksstjórn.
Sadruddin Aga Khan prins og
sérlegur fulltrúi SÞ í írak sagði,
að stefnt væri að því að koma upp
búðum fyrir heimilislausa shíta á
næstu dögum en þeir eru taldir
vera nokkur hundruð þúsund og
hafast flestir við á fenjasvæðunum
í suðurhluta landsins. Flýðu þeir
þangað þegar íraksher hafði bælt
niður uppreisnina gegn Saddam
Hussein.
Bandaríkjamenn og fleiri segjast
ekki hafa orðið varir við aukinn
viðbúnað íraskra hermanna nálægt
fenjasvæðunum en íranir segjast
samt hafa miklar áhyggjur af árás
á flóttafólkið. Á miðvikudag ræddi
Douglas Hurd, utanríkisráðherra
Breta, við Ali Akbar Velayati,
starfsbróður sinn íranskan, um
þessi mál og talsmaður ráðuneytis-
ins sagði síðar, að árás íraka á
shíta væri brot á samþykktum ör-
yggisráðs SÞ og hefði alvarlegar
afleiðingar fyrir þá.
Bandarískir hermenn eru að bú-
ast til brottferðar frá kúrdísku
borginni Dahuk í Norður-írak en
hún er utan hins eiginlega griða-
svæðis. Hafa Kúrdar þó grátbeðið
hermennina um að vera um kyrrt
og segjast margir munu flýja aftur
fari þeir alveg.
fn Electrolux
ltr. 184.200,- stgr,
Electrolux
ísskápar
★ Klakavél
★ Kalt drykkjarvatn
★ Engin affrysting
★ Framleiddir í U.S.A.
ásamt öðrum Electrolux gæðum
★ Hljóðlátur
★ Góð einangrun
★ Lengsta ábyrgð á íslandi
fyrir kælitæki
★ Lipur þjónusta
★ Electrolux nr. 1 í íslenskri
neytendakönnun
★ Fáðu þér skáp, sem upp-
fyllir þínar kröfur
Laitdsins mesta úrval af kæli- og frystitækjum
Eru þetta ekki kælitæki, sem þú vilt hafa á þínu heimili?
Heimasmii
Kringlunni, sími 685440
Electrolux
Þar sem gæðin sjást
m
HÚSASMIÐJAN HF.
Skútuvogi, sími 687710