Morgunblaðið - 14.06.1991, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1991
Fimmta Arctic Open-golfmótið:
Þekktur atvinnugolfleikari
kvenna á meðal keppenda
ARCTIC Open-golfmótið, hið
fimmta í röðinni verður haldið á
Jaðarsvelli um Jónsmessuna. Mót-
ið verður sett fimmtudaginn 20.
júní og stendur það fram á laugar-
Amtsbókasafnið:
Bókmennta-
stund hjá
Norðanpiltum
NORÐANPILTAR efna til bók-
menntastundar á Amtsbókasafn-
inu á Akureyri á morgun, laugar-
daginn 15. júní, og hefst hún kl.
16.30.
„Norðanpiltar ku kunnastir fyrir
frumflutning efnis í tali og tónum,
en nú bregður svo við að komið er
til móts við þá aðdáendur hljómsveit-
arinnar sem óskað hafa þess að ljóð-
in fái á stundum spjarað sig óstudd
af styrkum örmum þess hljómfalls
er tóneiskir frumspekingar kenna við
rokk og ról.
Nú mun því staldrað við án nokk-
urs slegins setnings og kvæði flutt
á Amtsbókasafninu 15. júní nk. kl.
16.30. Þar munu Anna Lísa Baldurs-
dóttir, Guðbrandur Siglaugsson og
Jón L. Halldórsson fara með eigin
skáldskap og Halldór G. Pétursson
magna flutning þeirra með völdum
köflum úr annálum þjóðarinnar,"
segir í fréttatilkynningu.
dag. Það sem einkum gerir mót
þetta sérstakt er að leikið er um
hánótt í miðnætursól. Golfklúbbur
Akureyrar hefur skrifað undir
styrktarsamning við Cross Creek
Apparel Inc. frá North Carolina
sem er þekktur framleiðandi golf-
fatnaðar í Bandaríkjunum, en
þetta mun vera fyrsti styrktar-
samningur sem íslenskt íþróttafé-
lag gerir við erlent fyrirtæki Með-
al gesta á mótinu verður Amy
Childers, ein af bestu atvinnugolf-
leikurum kvenna í Bandaríkjun-
um, en auk þess leika á mótinu
Astralir sem m.a. unnu til ferðar
á þetta mót og í beinu framhaldi
af mótinu munu breskir golfleik-
arar gera tilraun til að komast í
heimsmetabók Guinness með því
að leika sem flestar holur á einum
sólarhring.
Arctic Open-golfmótið verður sett
á fimmtudag í næstu viku. Leiknar
verða 36 holur og verða keppendur
ræstir út í fyrri umferð kl. 20 á föstu-
dagskvöld, en síðari umferð verður
leikin á laugardaginn. Keppendur á
mótinu verða um 140, en þar af eru
um 70 erlendir kylfingar. Meðal
gesta á mótinu verður Amy Child-
ers, sem er ein af bestu upprennandi
atvinnugolfleikurum kvenna í
Bandaríkjunum, en hún er 23 ára
og hefur náð mikilli frægð vestan-
hafs. Koma hennar á mótið er studd
af Flugleiðum og Vífílfelli og er fyrst
og fremst hugsuð með það fyrir aug-
um að styrkja íslenskar konur í golfi
Fínar línur:
Eyþór Þorbergsson skiptaráðandi
sagði að eigandi tískuverslunarinnar
Fínar línur hefði verið kærður fyrir
skilasvik, þ.e. að rýra eignir búsins
skömmu fyrir gjaldþrot verslunarinn-
ar og koma þeim þannig undan gjald-
þrotaskiptum. Eigandinn hefði um
hálfum mánuði fyrir gjaldþrotið selt
lager og innréttingar og einnig bif-
reið sem skráð var í eigu verslunar-
innar. Þeir sem keyptu annars vegar
AKPREYRI
Breytt símanúmer
Frá og með miðvikudeginum
12.júní verða símanúmer
okkar sem hér segir:
Skiptiborð/afgreiðsla 96-11 600
Beinir símar:
Ritstjórn 96-11601
Auglýsingar 96-11602
Símbréf 96-11603
Farsími 985-28874
Hafnarstræti 85, Akureyri
og hvetja þær til aukinnar þátttöku
í íþróttinni.
A sérstöku íjáröflunarmóti sem
áströlsku blaðamannasamtökin
Australian Associated Press héldu
til styrktar líknarmálum var á meðal
vinninga ferð til Norðurlanda og hluti
af þeirri ferð var að leika á Arctic
Open-mótinu, þannig að vinningshaf-
ar frá Ástralíu verða á meðal þátttak-
enda.
í beinu framhaldi af mótinu verður
keppni þar sem fjórir breskir golfleik-
arar munu gera tilraun til að komast
í heimsmetabók Guinness með því
að leika sem flestar holur á einum
sólarhring. Hvergi gefst jafngott
tækifæri til þess en á þeim stað í
heiminum þar sem hægt er að leika
allan sólarhringinn.
Keppnin hefur vakið áhuga
margra erlendra fjölmiðla og er gert
ráð fyrir að blaðamenn frá m.a.
Newsweek, Golf Illustrated U.S.,
Insight Magazine, Los Angeles Ti-
mes og Sports Illustrated U.S. fylg-
ist með keppninni. Á síðasta ári var
forsíðugrein um mót þetta í The
Wall Street Journal.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Sjallinn verður opnaður að nýju í kvöld, föstudagskvöld, en síðustu
vikur hafa nýir eigendur gert umfangsmiklar breytingar í húsinu.
Á myndinni er Sigurður Thorarensen framkvæmdastjóri í hópi iðnað-
armanna sem í gær lögðu lokahönd á undirbúning vegna opnunar-
helgarinnar.
Sjallinn opnaður í kvöld
eftir miklar breytingar
Fyrrverandi eigandi
kærður fyrir skilasvik
SKIPTARÁÐANDI bæjarfógetaembættisins á Akureyri hefur kært
fyrrverandi eiganda verslunarinnar Fínar línur fyrir skilasvik. Þá
kærði hann einnig þá sem áttu við hann viðskipti skömmu fyrir gjald-
þrot verslunarinnar.
bifreiðina og hins vegar lager og
fleira hafa einnig verið kærðir fyrir
hlutdeild í skilasvikum, að sögn Ey-
þórs.
Ásgeir Björnsson hefur verið ráð-
inn bústjóri og sagði Eyþór það nú
mál bústjórans að taka ákvörðun um
hvort samningum varðandi söluna
verði rift. Rannsóknarlögreglan á
Akureyri mun annast rannsókn máls-
ins.
„ÞAÐ ER mikill hugur í okkur og
við vitum af því að Sjallans hefur
verið sárt saknað og margir hafa
beðið eftir að hann yrði opnaður
að nýju,“ sagði Sigurður Thorar-
ensen, framkvæmdastjóri Sjall-
ans, en skemmtistaðurinn verður
opnaður í kvöld að loknum miklum
breytingum. Gísli Jónsson, for-
stjóri Ferðaskrifstofu Akureyrar
og umdæmisstjóri Flugleiða á
Norðurlandi, keypti ásamt fjöl-
skyldu sinni Sjallann um miðjan
siðasta mánuð af Islandsbanka.
Sigurður sagði að gerðar hafi ver-
ið allmiklar breytingar innandyra,
dansgólf og svið hafa verið stækkuð,
hljóðkerfið hefur verið bætt til mik-
illa muna með það fyrir augum að
dempa hávaða í húsinu. Ný teppi
hafa verið lögð og húsið allt málað
utan sem innan auk þess sem stólar
hafa allir verið yfirdekktir. Vínstúkur
hafa verið endurbættar og lagðar
marmara og viðarklæðningar eru
áberandi í húsinu.
I Mánasal á efri hæð hússins verð-
ur áhersla lögð á afslappað andrúms-
loft, með rólegri tónlist og þá hefur
anddyri einnig tekið stakkaskiptum,
en búið er að tengja bar sem þar var
Kjallaranum.
Fjórir dansleikir verða í Sjallanum
um helgina og leika norðlenskar
hljómsveitir fyrir dansi öll kvöldin,
Rokkbandið leikur í kvöld og 17.
júní, hljómsveitin Namm og Júlíus
Guðmundsson leika fyrir dansi á
laugardagskvöld og hljómsveit Ingi-
mars Eydal á sunnudagskvöld.
Áhersla verður í framtíðinni lögð
á að bjóða gestum upp á vandaðar
skemmtanir næsta vetur og er þegar
farið að leggja drög að þeirri fyrStu,
en áætlað er að tvær til þijár slíkar
verði í boði á vetri komandi. I síð-
ustu viku júnímánaðar verða sænskir
hljómlistarmenn í Sjallanum og halda
þar ferna hljómleika, en þar er á
ferðinni hljómsveitin Sticky Fingers
sem falla ætti unnendum Rolling
Stones í geð, en hún leikur eingöngu
lög þessarar þekktu rokkhljómsveit-
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Hlífarkonur gefa, barnadeild tæki
Kvenfélagið Hlíf afhenti barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akur-
eyri fyrir skömmu súrefnismettunartæki, en með því er mettun súr-
efnis í blóði mæld. Tækið er notað er sjúklingar eiga í öndunarörðug-
leikum og gefur til kynna hvort auka þurfi súrefni. Myndin var tek-
in við afhendingu tækisins, en við því tóku læknar deildarinnar þeir
Baldur Jónsson, Geir Friðgeirsson og Magnús Stefánsson.
IslandsmótiO 2. deild - Akureyrarvðllur í kvöfd kl. 20.
ÞOR
IA
Komiö og sjáiö toppleik sumarsins.
Forsala aðgöngumiða verður í Sporthúsinu frá kl. 15-18.
Leikmenn verða þar og spá í spilin.
Allir velkomnir í kaffi í dag frá kl. 15-17.
Sporthú>id
15 ára.
VÖRf