Morgunblaðið - 14.06.1991, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUPAGUR 14. JÚNÍ 1991
43
KR-ingar voru mjög ákveðnir og
gáfu aldrei tommu eftir, voru fljót-
ari og höfðu yfirburði á öllum svið-
um. Guðni Kjartansson hefur breytt
leikskipulagi liðsins frá í fyrra til
hins betra þar sem léttleikinn og
liðsheildin eru höfð í fyrirrúmi. Ef
KR-ingar leika áfram eins og í þess-
um leik er fátt sem getur komið í
veg fyrir að meistaratitilinn hafni
í Vesturbænum í haust, þó að of
snemmt sé að spá um það núna.
Allt KR-liðið lék vel og var hvergi
veikann hlekk að fínna. Rúnar,
Ragnar og Gunnar Skúlason vom
bestu leikmenn liðsins.
Valsmenn reyndu að pressa KR-
inga framar en þeir gerðu gegn
Fram en höfðu ekki árangur sem
erfiði. Vörnin opnaðist á köntunum
þar sem vængmennirnir, Ágúst
Gylfason og Þórður Bogason, sátu
oft eftir. Miðjan var kraftlaus og
var eins og velgengnin undanfarið
hafi stigið leikmönnum til höfuðs.
Það vantaði alla þá baráttu sem
einkennt hefur liðið í fyrstu leikjun-
um. Einar Páll Tómasson var besti
leikmaður Vals.
„Lélegt"
„Þetta var lélegt hjá okkur og
það mistókst allt sem við gerðum,“
sagði Sævar Jónsson Valsmaður.
„Það var eitthvað slen yfir okkur.
Eg veit ekki hver skýringin er en
kannski hafa menn hugsað of mik-
ið um að fá ekki á sig mark. Þetta
er alltaf spurning um hugarfar.
KR-ingar léku eins og við leyfðum
þeim. En mótið er ekki búið,“ sagði
Sævar, sem tognaði í upphitun og
gat ekki beitt sér á fullu í leiknum.
Yfirburðir
Gunnar braut múrinn
KR-ingar fundu loks leið í mark
Valsmanna á fyrstu mínútum síðari
hálfleiks og gerðu þá tvö mörk með
tveggja mínútna millibili. Gunnar
Skúlason varð fyrstur til að skora
hjá Bjarna, sem hafði haldið Vals-
markinu hreinu í 317 mínútur.
Ragnar skoraði annað markið og
er það eitt glæsilegasta mark sem
undirritaður hefur séð. Rúnar Krist-
insson innsiglaði stórsigurinn með
marki undir lok leiksins eftir að
hafa leikið Valsvömina grátt.
CROSS SP 2
Stæröir 39-46. Stööugir,
þægilegir og sterkir
leöurskór.
ÚTSÖLUSTAOIR:
Roykjavlk Bottamaöunnn. Sportmsikiiöorinn, Bikarinn,
Sportmaöurinn, Trimmiö, Búsport K6^«vo*ur Sportllnan
Kaflavik Samkaup Saad^aröl V*»rsi. Aldan Akraaaa
Vtersl Óöinn Borgarnas Borgarsport Stykklahólaiur
Versl. Utlibœr Orundsrfjöröur Vfersl. Fell ðlafavfk
Versl. Rocky isaf jöröur Sporthlaöan SauOarkrókur
Kaupfélag Skagfiröinga Slglufjóröur Versl.Torgiö Dalvfk
Sportvlk Akurayrl Sporthúsiö EgllsataAlr Versl. FaHa-
b»r Esklfjöröur Versl.HAkon Söfusson Naskaupatahur
Versl. S.Ú.N. Itayöarfjöröur Kaupfélag Héraösbúa
•syBlafJörhur Versl. Aldan Hornaf jör&ur K.A.S.K.
Vastaiannaayjar Axel Ó.
CROSSTEC
Stæröir 32-38.
Stórkostlegir skór,
nrtjög sterkir og
fallegir.
tT.'
Morgunblaöiö/Einar Falur
Gunnar Oddsson er hér einbeittur á svip, en Sævar Jónsson vakir yfir honum. Þessi mynd er táknræn fyrir yfir-
burði KR-inga sem voru oftast skerfinu á undan í leiknum.
Fyrsta stig Víðis
kom í Garðabæ
„ÉG hefði viljað fá öll stigin en það er gott að ná stigi, við vorum
farnir að örvænta eftir þrjú töp,“ sagði Óskar Ingimundarson,
þjálfari Víðis, við Morgunblaðið eftir jaf ntefli gegn Stjörnunni,
1:1, í Garðabæ í gærkvöldi.
Stjarnan var mun sterkari aðil-
inn fyrstu tuttugu mínúturnar,
liðið náði strax tökum á miðjunni
en tókst ekki að nýta sér það t-H
■■■■^H marktækifæra fyrr
Frosti en Ingólfur skoraði
Eiðsson glæsilegt mark á 25.
skrifar mínútu. Markstan-
gimar björguðu
Stjörnunni tvívegis í hálfleiknum. Á
skallaði inn í á Ragn-
ar Margeirsson eftir auka-
spymu. Ragnar sendi fyrir
markið á Gunnar Skúlason sem
afgreiddi knöttinn í netið á 48.
mín. frá markteig.
ObO Sigurður Björgvins-
■ mm son sendir fram á
Rúnar við miðlínu. Rúnar ein-
leikur upp að vítateig og sendir
boltann til vinstri á Ragnar
Margeirsson sem skoraði
glæsilegt mark efst í markhor-
nið fjær á 50. mín.
Op O Sigurður Björgvins-
aw son gefur stungu-
sendingu innfyrir vörn Vals á
Ragnar Margeii-sson, sem leikur
upp að endamörkum hægra
meginn og sendir síðan á Rúnar
Kristinsson sem skorar snagg-
arlegt mark á 86. mín. eftir að
haf leikið laglega á Magna og
Bjarna markvörð.
21. mínútu átti Grétar Einarsson
skot í stöngina og Klemenz Sæ-
mundsson átti skot í þverslá á 27.
mínútu eftir að Jón Otti hafði hætt
sér fulllangt frá marki Stjömunnar.
Víðismenn mættu ákveðnir til
leiks í síðari hálfleiknum, leikmenn
börðust vel á miðjunni og náðu að
skapa sér þokkaleg marktækifæri
og vöm Stjörnunnar virtist ekki
traustvekjandi. Barátta Víðis skil-
aði marki á 67. mínútu en bæði lið-
in fengu góð færi eftir það. Jón
Otti varði vel með úthlaupi frá Hlyni
Jóhannssyni og hinu megin á vellin-
um skoraði Ingólfur glæsilegt mark
úr aukaspyrnu en það var dæmt
af vegna brots á varnarmanni Víðis
í aukaspyrnunni.
í heildina var jafnteflið sann-
gjarnt en Ingólfur var allt annað
en ánægður. „Við getum ekki leikið
verr en við gerðum í þessum leik.“
Ingólfur Ingólfsson
■ W tók við knettinum rétt
utan vítateigs eftir þversend-
ingu frá Kristni Lárussyni. Ing-
ólfur lagði boitann fyrir sig og
skoraði með þrumuskoti í slá og
inn. Glæsilegt mark!
Eftir hornspymu
barst boltinn til
Steinars Ingimundarsonar
vinstra megin í vítateignum.
Steinar lagði knöttinn fyrir sig
og skaut boltanum á milli fóta
Heimis Erlingssonar og í fjær-
hornið.
Skíðabjálfari tskast
til ísatjaröar
Skíðafélag ísafjarðar óskar eftir að ráða
skíðaþjálfara í alpagreinum veturinn 1991-
1992. Um er að ræða þjálfun 13 ára og eldri.
Nánari upplýsingar gefur Arnór í síma
94-3373 eftir kl. 18.
Skíðafélag ísafjarðar
KNATTSPYRNA / SAMSKIPADEILDIN
Valsmenn hittu loks
fyrir ofjaria sína
KR-INGAR yfirspiluðu Vals-
menn langtímum saman og
uppskáru verðskuldaðan sigur,
3:0, að Hlíðarenda og höfðu
sætaskipti við bikarmeistarana
á toppnum. Vesturbæingar
léku eins og vel smurð vél,
byggðu upp sóknir sínar f rá
aftasta manni og hrein unun
var að sjá til þeirra. Sigurinn
var síst of stór þar sem mörg
upplögð marktækifæri KR-inga
fóru forgörðum.
Guðni Kjartansson, þjálfari KR,
var ánægður með sína menn.
„Við vorum ákveðnir í að sýna að
hægt væri að skora hjá Val. Ég
hefði viljað fá fleiri
mörk, en þessi þijú
er ágæt uppskera,
enda eru þeir með
góðan markvörð. Nú
erum við í efsta sæti og þar ætlum
við okkur að vera, en tökum þó
einn leikur fyrir í einu. Mótið er
rétt að byija og mikið eftir enn,“
sagði Guðni.
Fyrri hálfleikur var fjörugur og
mikill hraði í honum eins og reynd-
ar öllum leiknum. Það eina sem
vantaði voru mörk. KR-ingar höfðu
tögi og hagldir, en Valsmenn fengu'
þó eina og eina skyndisókn.
ValurB.
Jónatansson
skrifar
HI-TEC
SKÚR
SUMAR91
IMPACT
Stæröir 38-46.Sterkir
hlaupaskór og
“ vinnuþjarkur.
ABC OSLO
Stæröir 39-46.
Afburöa hlaupaskór
meö lofthæl (energy return)
léttir, stööugir
og umfram
allt þægilegir.
LADY RUNNER SP 2
SærÖir 36-41.
Glæsilegir hlaupaskór
meö BIOTEC 2000
dempun í
hælum.
. ■J&”
w