Morgunblaðið - 20.06.1991, Síða 1

Morgunblaðið - 20.06.1991, Síða 1
56 SIÐUR B 136. tbl. 79. árg.__________________________________FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1991_________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Akvörðun í dag um framtíðaraðsetur þýskra stjórnarstofnana: Líklegt að Bonn verði tekin fram yfir Berlín Sankt-Augustin. Frá Sæmundi G. Halldórssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞÝSKA þingið bindur í dag enda á langvarandi þrætur um hvort flytja eigi aðsetur stjómsýslu frá Bonn til Berlínar. Forsetinn, kansl- arinn og margir aðrir málsmetandi menn vilja að Berlín verði látin axla þær skyldur sem fylgja því að hún er höfuðborg Þýskalands samkvæmt sameiningarsáttmálanum sem gekk í gildi 3. október í fyrra. Á þingi virðist hins vegar ætla að verða meirihluti fyrir Bonn. Talið er að 310 þingmenn séu fylgjandi því að ríkisstjórn og þing verði áfram í Bonn en 250 vilji Berlín. Franskar lögreglur mótmæla Reuter. Þúsundir franskra lögregluþjóna sóttu í gær mót- mælafund í París. Kröfðust þeir meðal annars þess að þeir fengju að halda skotvopnum sínum áfram og að þjálfun lögregluþjóna yrði bætt. Að undanförnu hefur borið mjög á auknu ofbeldi í úthverfum franskra stórborga og telja lögreglu- þjónar sig ekki vera nógu vel búna til að bregðast við því. Flytjast embætti forseta og kanslara, þing, ráðuneyti og sendi- ráð til Berlínar telst mönnum til að 60.000 manns þurfi að flytjast búferlum eða segja upp starfi sínu og að allt kosti þetta tugi milljarða marka. Hins vegar er bent á að í fyrrum höfuðborg Austur-Þýska- lands standi geysistórar byggingar í ríkiseign sem rúmi allar þessar stofnanir og gamla þinghúsið (Reichstag) hefur verið endurnýjað. Berlín er enn stærsta borg Þýska- lands og mesta menningarborg landsins með ótal leikhús og þrjár óperur. Margir vona að það myndi RÖSE-ráðstefnan fjallar um afskipti af innanríkisdeilum: Sovétmenn falla frá kröfu um neitunarvald aðildarríkia Berlín. Reuter. TVEGGJA daga fundur utanríkisráðherra aðildarríkja Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) hófst í Berlín í gær. Var ákveðið að Albanía yrði 35. landið sem fær aðild að ráðstefnunni. Á vinnufundum ráðstefnunnar sem haldnir eru fyrir luktum dyrum er rætt um leiðir til að hindra átök í álfunni. Varð strax ljóst að Sovét- menn myndu þar berjast hart gegn hugmyndum hinna ríkjanna um ákvæði er heimili aðgerðir til að reyna að stöðva innanlandsdeilur í einstökum rílqum. Kröfðust þeir í fyrstu að hvert aðildarríki hefði neitunarvald í slíkum málum en féllu síðar frá þeirri kröfu. Sovétmenn ætluðu með afstöðu sinni að koma í veg fyrir að málefni Eystrasaltsríkjannna yrðu rædd á fundum ráðstefnunnar. Utanríkis- ráðherrar Eistlands, Lettlands og Litháens, þeir Lennart Meri, Janis Jurkans og Algirdas Saudargas, fengu þó með aðstoð Dana, Svía og Norðmanna að vera viðstaddir setn- ingarfundinn sem gestir. Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, varaði í setningarræðu sinni við vax- andi þjóðernisstefnu og hættu á kyn- þáttamisrétti í álfunni. Hann hvatti til þess að lönd Austur-Evrópu fengju aukna aðstoð á erfiðu skeiði breyt- inga frá miðstýrðu efnahagskerfi í fijálsan markaðsbúskap. „Þörfin fyr- ir aðstoð sést enn frekar er við hug- um að hættumerkjum sums staðar í Evrópu. Við getum ekki og megum ekki standa aðgerðalausir álengdar ef hætta verður á hemaðarátökum einhvers staðar í álfunni," sagði kanslarinn. Ráðstefnan samþykkti áskorun til deiluaðila í Júgóslavíu um að halda fast í einingu sambands- ríkisins. Flest aðildarríkin, þar á meðal fyrrum bandalagsríki Sovétmanna í Varsjárbandalaginu, vilja að RÖSE geti ef þörf kreíji kallað saman neyð- arfund háttsettra embættismanna, sent könnunarnefnd á vettvang deiluaðila og boðist til að miðla mál- um. Sovéski utanríkisráðherrann, Aiexander Bessmertnykh, lagði í upphafi fundar áherslu á að öll aðild- arríkin yrðu að vera samþykk ef gripið yrði til áðurnefndra ráða. Ut- anríkisráðherra Belgíu, Mark Eys- kens, sagði fréttamönnum að flest ríkin væru andvíg sjónarmiði Sovét- manna. „Við viljum að aðgerðirnar verði eins áhrifaríkar og kostur er og það merkir að alger eining er ekki ávallt ákjósanleg eða fram- kvæmanleg," sagði Eyskens. Síðar um daginn féll sovéski utanríkisráð- herrann frá þessari kröfu. Þröstur Ólafsson er sérstakur full- trúi Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra á fundinum en af íslands hálfu sækja hann einnig Gunnar Pálsson sendiherra og Gunn- ar Gunnarsson, ráðgjafi í utanríkis- ráðuneytinu. styrkja sjálfstraust Austur-Þjóð- veija ef Berlín yrði raunveruleg höfuðborg og allar valdastofnanir landsins væru í miðdepli nýju sam- bandsríkjanna fimm. Einnig er minnt á að í fjörutíu ár hafi vestur- þýskir stjórnmálamenn lofað því að Berlín yrði aftur höfuðborg. Þar hefðu stjórnmálamenn auk þess fyrir augunum andstæðurnar í þýsku samfélagi, ríkidæmið og fá- tæktina en væru ekki einungis inn- an um íbúa velstæðrar smáborgar eins og í Bonn. Verði Bonn hins vegar fyrir val- inu þarf þingið ekki að yfirgefa þinghúsið nýja sem kostað hefur mikið fé að reisa. Margir þingmenn og starfsmenn eiga íbúðarhúsnæði í Bonn og þar eru makar og börn búin að koma sér fyrir. Bonn er friðsæl og falleg smáborg og þeim sem ekki vissi betur hlyti að reyn- ast erfitt að trúa því að í þeirri sveitasælu sé valdamiðstöð fjöl- mennasta ríkis Evrópu. Margir hafa aftur á móti fengið sig fullsadda af deilunni um borg- irnar tvær og teija umræðuna komna út í hreina vitleysu. I kjölfar þess hefur farið að bera á tillögum og röksemdum sem kannski eru ekki settar fram i fullri alvöru. Tímaritið Die Zeit hefur þannig varpað því inn í umræðuna hvort ekki væri einfaldast að hafa aðsetur þings og ríkisstjórnar þar sem það er í dag. Hins vegar gætu borgirn- ar skipst á nöfnum! Ónnur hugsan- leg lausn var reifuð af Stuttgarter Zeitung. Lagði dagblaðið til að ríkisstjórnin yrði færð til Berlínar en stjórnarandstaðan yrði um kyrrt í Bonn. Bandaríkin: Var Taylor forseta byrlað eitur? Kólumbía: Escobar gefur sig fram Bogota. Reuter. PABLO Escobar, kólúmbíski eiturlyfjakonungurinn, gaf sig í gær fram við lögreglu í borginni Medellin í norðurhluta Kólumbíu. Skýrði kólúmbíska útvarpsstöðin RCN frá þessu í gær. Escobar er helsti forystumaður kóiúmbiskra eiturlyfjaframleiðenda. Samkvæmt frétt útvarpsstöðvar- innar handtóku lögregiumenn Escó- bar á leynilegum stað skammt fyrir utan Medellin og var síðan flogið með hann í þyrlu til borgarinnar Envigado þar sem hann var settur í fangelsi. Tilkynningin um handtöku hans kom einungis örfáum klukkustund- um eftir að þing Kólumbíu sam- þykkti breytingu á stjórnarskrá landsins serh gerir það að verkum að útilokað verður að framselja menn til annarra ríkja. Á síðustu árum hafa tugir eitui'lyfjasala verið framseldir til Bandaríkjanna. Louisville, Kentucky. Reuter. LÍKMENN hafa fjarlægt kistu með jarðneskum leifum Zacharys Taylors, 12. forseta Bandaríkjanna, úr marmaragrafhýsi hans til þess að vísindamönnum gefist kostur á að rannsaka hvort forset- anum hafi verið ráðinn bani með eitri. Taylor, sem var þekktur fyrir hetjulega framgöngu sína í stríðinu við Mexíkó, lést árið 1850, aðeins 16 mánuðum eftir að hann tók við forsetaembættinu. Banamein hans var talið maga- og þarmasýking. Hershöfðinginn fyrrverandi virtist við hestaheilsu fimm dög- um fyrir andlátið, þegar hann lagði hornstein að minnismerki George Washingtons, fyrsta for- seta Bandaríkjanna. Rithöfundurinn Clara Rising frá Flórída, sem fylgdist með ásamt fjölda fréttamanna og ann- arra áhorfenda, þegar líkkistan var tekin úr grafhýsinu í þjóðar- kirkjugarðinum í Louisville, trúir því staðfastlega, að Taylor hafi dáið eftir að hafa neytt jarðar- beija sem eitruð hafi verið með arseniki. Hún segir að ástæðan til morðsins hafi ef tii vill verið andúð forsetans á þrælahaldi. Embættismenn segja að niður- stöður rannsóknarinnar muni liggja fyrir eftir viku til tíu daga. Zachary Taylor Reuter

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.