Morgunblaðið - 20.06.1991, Page 2

Morgunblaðið - 20.06.1991, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1991 Stóragerðismál: Hæstiréttur styttir fangavist um 2-3 ár HÆSTIRÉTTUR hefur mildað dóma yfir Guðmundi Helga Svav- arssyni, 28 ára, og Snorra Snorrasyni, 34 ára, sem Sakadómur Reykjavíkur dæmdi í 20 ára og 18 ára fangelsi í desember á síðasta ári fyrir að hafa orðið starfsmanni á bensínstöð Esso í Stóragerði að bana 25. apríl 1990. Hæstiréttur staðfesti dóm undirréttar að öðru leyti en því að refsing Guðmundar Helga er ákveðin 17 ára fangelsi og Snorra 16 ára fangelsi. I dómi Hæstaréttar segir að ákæruskjali sé greint frá því að ákærðu hafi farið í bensínafgreiðsl- una í Stóragerði „í þeim tilgangi að ræna þar íjármunum“ og hafí, „er þeir voru komnir á staðinn veist í félagi að starfsmanni stöðvarinnar og banað honum ...“ Hæstiréttur taldi að á þetta bæri að fallast. Hins vegar taldi hann ekki alveg nægjanlega sannað að fyrir þeim hafi beinlínis vakað, þegar þeir lögðu af stað um morguninn, að ráða manninum bana. í dómi Saka- dóms var það talið sannað að það hafí vakað fyrir mönnunum er þeir lögðu af stað í ránsförina að ráða starfsmanninum bana. Gæsluvarðhaldsvist ákærðu kemur til frádráttar fangelsisdóm- unum, en Guðmundur Helgi sat í gæsluvarðhaldi frá 22. apríl til 24. apríl 1989 og frá 2. maí 1990 til uppkvaðningar dóms Hæstaréttar. Snorri sat í gæsluvarðhaldi frá 2. maí 1990 til uppkvaðningar dóms Hæstaréttar. Guðmundur Helgi er dæmdur til að greiða málsvamar- laun skipaðs veijanda síns fyrir Skák: Hannes Hlífar í skákvíking HANNES Hlífar Stefánsson er að leggja upp í sex vikna skák- ferðalag og hyggst keppa á 3-4 opnum skákmótum í Evrópu. Fyrsta mótið verður í Kaup- mannahöfn og hefst það 24. júní. Síðan taka við mót í Austurríki og Þýskalandi. Hannes sagði við Morgunblaðið, að aðalmarkmiðið væri að ná áföng- um að stórmeistaratitli en hann hefur þegar náð einum áfanga af þremur. Hæstarétti, Magnúsi Thoroddsen hæstaréttarlögmanni, 300 þúsund kr. Snorri er dæmdur til að greiða skipuðum veijanda sínum Hilmari Ingimundarsyni hæstaréttarlög- manni, 300 þúsund kr. Þá eru ákærðu dæmdir til að greiða allan annan sakarkostnað fyrir Hæsta- rétti til ríkissjóðs. Hæstaréttardóm- ararnir Bjarni K.. Bjarnason, Hjört- ur Torfason og Þór Vilhjálmsson, Gunnar M. Guðmundsson settur hæstaréttardómari og Stefán Már Stefánsson prófessor dæmdu málið. Ölfus: Jarðskjálfta- hrina held- ur áfram TVEIR sterkir jarðskjálftakippir fundust í Ölfusi í gærmorgun. Skjálftarnir komu með mínútu millibili um klukkan hálfsjö og mældust báðir í kringum 4 stig á Richter-kvarða. Að sögn Ragn- ars Stefánssonar hjá Veðurstofu íslands eru þetta stærstu skjálft- arnir í jarðskjálftahrinu er hófst 16. júní sl. Jarðskjálftarnir tveir voru það sterkir að fólk fann fyrir þeim á höfuðborgarsvæðinu. Ragnar Stef- ánsson sagði að þessir tveir jarð- skjálftar sem mældust um 4 stig á Richter-kvarða hefðu átt upptök sín rétt fyrir neðan Ölfusárós, en þeir hefðu breitt úr sér til austurs og farið 7-8 km inn í Grímsnes. Ragn- ar sagði einnig að mikið hefði verið um að vera þriðjudaginn 18. júní en flestir skjálftarnir verið Iitlir. Að sögn Ragnars voru skjálftarnir tveir í gærmorgun þeir stærstu í þessari hrinu, en um 700-800 skjálftar hafa mælst. ísafjarðardjúp: Notaði neyðarblys til að vísa öðrum veginn Bolungarvík. NEYÐARBLYS sást á lofti í mynni ísafjarðardjúps í gær- kvöldi. Skipulögð leit var þegar hafin en þegar til kom reyndist engin hætta á ferðum. Vél hafði bilað í vélbátnum Draupni ÍS og vélbáturinn Nökkvi ÍS var þegar kominn á staðinn. Blyssins varð vart hjá a.m.k. þremur bátum á þessu svæði sem gerðu þegar viðvart. Skipulögð leit hófst þegar, stjórnað frá stjómstöð björgunarsveitarinnar Ernis í Bol- ungarvík. Allnokkrir bátar komu þegar á vettvang enda flestir færa- bátar á veiðum á þessum slóðum. Þá fóru til ieitar bátarnir Daníel Sigmundsson frá ísafirði og Gísli Hjalta frá Bolungarvík. Einnig var flogið yfír svæðið. Það var svo síðdegis að sást til vélbátsins Nökkva ÍS, þar sem hann var með Draupni í togi. Hafði vél Draupnis bilað og maðurinn sem var einn um borð náð sambandi við skipveija á Nökkva gegnum talstöð og beðið um aðstoð við að koma bátnum til Bolungarvíkur. Bátveij- um á Nökkva gekk hins vegar illa að fínna Draupni og varð þá að ráði að maðurinn á Draupni gæfí til kynna með neyðarblysi hvar hann væri. Hins vegar var ekki athugað að Sandurinn hífður upp í Álsey. Vestmannaeyjar: Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Lundaveiðin undirbúin LUNDAVEIÐIMENN í Eyjum eru nú í óða önn að undirbúa sig, enda ekki nema tvær vikur þar til veiðitíminn hefst. Dyttað er að veiðikofunum, byggt við þá eða unnið að einhverjum endurbótum og lagfæringum. Lúndakarlar notuðu góðviðrið fyrir nokkru og var dvalið í flest- um úteyjunum'við alls kyns störf. Álseyingar voru meðal þeirra sem voru að gera klárt hjá sér. Veiði- hús þeirra varð fyrir aurskriðu á síðastliðnum vetri og er nær ónýtt. Þeir hafa því hafíð undir- búning nýrrar byggingar sem ráð- gert er að reisa næsta vor. Þeir hafa grafíð fyrir undirstöðum nýja hússins og flutt út sand fyrir steypuna. Grímur Meirihluti bæjarsljórnar Ólafsfjarðar fallinn: Liggnr beinast við að ræða við minnihlutann - segir Oskar Þór Sigurbjörnsson forseti bæjarsljórnar sem ekki greiddi tillögu um uppsögn bæjarsljóra atkvæði OSKAR ÞOR Sigurbjörnsson forseti bæjarstjórnar Ólafsfjarðar seg- ir að beinast liggi nú við að hefja viðræður við fulltrúa á lista vinstri manna og óháðra, sem verið hafa í minnihluta í bæjarstjórn um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Ólafsljarðar, eftir að tillaga þriggja fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að víkja Bjarna Kr. Grímssyni bæjarstjóra úr starfi var felld á bæjarstjórnarfundi í gær. Sjálfstæðisflokkurinn hefur myndað meirihluta í bæjarstjórn Olafsfjarðar á kjörtímabilinu, með fjóra fulltrúa, en listi vinstri manna og óháðra hefur þrjá fulltrúa. Umræða um starfslok bæjar- lengi greint á um bæjarstjórann. stjóra hefur staðið lengi og í byijun „Ég hef alltaf átt ágætt samstarf láta vita af þessum aðgerðum og því ekki annað vitað en einhver væri þar í nauð. Rétt er að taka fram að bátarnir höfðu samband sín á milli um rás sem flotinn hlust- ar almennt ekki á. Gunnar þessa mánaðar gerðu 7 af 8 fulltrú- um í bæjarmálaráði Sjálfstæðis- flokksins samþykkt þar um. Tillaga þess efnis var flutt á fundi bæjar- stjórnar í gær og féll, en Óskar Þór Sigurbjörnsson oddviti Sjálfstæðis- manna í bæjaríjtjórn greiddi tillög- unni ekki atkvfeði sitt. Fulltrúarnir þrír lýstu því yfir að yrði tillagan ekki samþykkt væri meirihlutinn þar með fallinn. Óskar Þór sagði að menn hefði Útlendingaeftirlitið: Tveim Túnisbú- um vísað úr landi STARFSMENN Útlendingaeftirlitsins stöðvuðu vinnu tveggja manna frá Túnis í fiskvinnslufyrirtækinu Sjófangi í Örfirisey í gær, en mennirnir höfðu hvorugir atvinnuleyfi. Þær upplýsingar fengust hjá Útlendingaeftirlitinu að málinu Iyki líklegast á þann veg að mennirn- ir færu úr landi, slíkt væri algengast í tilvikum sem þessum. Mennirnir voru ferðamenn hér á sem þeir hefðu starfað hjá þátt í landi og bjuggu í gistihúsi Hjálp- ræðishersins þar til fyrir skömmu er þeir fluttu í herbergi úti í bæ. Samkvæmt upplýsingum frá Út- lendingaeftirlitinu er það oft að svona málum ijúki með því að mönnum er gefínn kostur á því að hverfa úr landi án frekari eftirmála og stundum tækju þau fyrirtæki ferðakostnaði ef aðstæður krefðust. Mennirnir höfðu verið hér á landi í nokkrar vikur en óvíst er hve lengi þeir hafa unnið hjá Sjófangi. Beita má þá aðila sem ráða menn í vinnu án atvinnuleyfís viðurlögum en ekki hefur verið mikið látið á það reyna fram til þessa, að sögn starfsmanns Útlendingaeftirlitsins. við Bjarna og þegar að honum er ómaklega vegið eins og nú þá styð ég hann að sjálfsögðu,“ sagði Ósk- ar. Hann sagði að engar viðræður hefðu átt sér stað um myndun nýs meirihluta í Óiafsfirði, en beinast lægi við að ræða við fulltrúa minni- hlutans þar um. Á undirskriftarlista sem lágu frammi í Ólafsfirði til stuðnings Bjarna Kr. Grímssyni rituðu 245 kjósendur nöfn sín, en um 830 eru á kjörskrá í bænum. Fréttatilkynning þriggja sjálfstæðismanna „Upphaf trúnaðarbrests milli bæjarstjóra og meirihluta bæjar- stjórnar má rekja til þess umróts sem varð þegar hlutur Öjafsfjarðar- bæjar í Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar og Útgerðarfélagi Ólafsfjat'ðar var seldur. Bjarni vann að undirbúningi þess máls. Hann krafðist óskoraðs umboðs til starfans en hafði síðan ekkert samráð við meirihlutann og þegar upplýsinga var óskað voru þær ekki veittar og borið við að leynd þyrfti að ríkja. Oftar en einu sinni var bent á vanhæfni bæjar- stjóra til að vinna að málinu vegna skyldleika við málsaðila. Bæjar- stjórn stóð að lokum frammi fyrir einum kosti og gat ekki lagt óháð mat á málið," segir í fréttatilkynn- ingii minnihlutans. Um síðustu bæjarstjórnarkosn- ingar var orðið ljóst að ekki var samstaða ym að hafa Bjarna Kr. Grímsson til frambúðar sem bæjar- stjóra. Miklar kvartanir flokks- manna og annarra bæjarbúa vom út af starfí bæjarstjóra og árekstrar við meirihlutann. Innan meirihlut- ans þótt Bjarni einráður og lítt sinna sambandi við þá sem hann sótti umboð sitt til. Menn ræddu opinskátt innan flokksins um að skipta um bæjarstjóra hið fyrsta og ekki síðar en á kjörtímabilinu miðju. Alvarlega var rætt við Bjarna um breytt vinnubrögð en þau löguðust lítið. Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn- inni kvörtuðu oft undan upplýsinga- leysi og beinum yfírgangi eins og bókanir Björns Vals Gíslasonar í bæjarráði bera vitni. Beindust þær auðvitað að meirihlutanum sem ábyrgur var. Fjarvera bæjarstjóra frá skrif- stofu sinni og ferðalög hafa orðið tilefni deilna í meirihlutanum svo og ábendingar um háa kostnaðar- reikninga bæjarstjórans. Skýrslum eða minnisblöðum skilaði hann ekki um ferðir sínar þrátt fyrir beiðni þar um. Reynt hefur verið innan meirihlutans að finna leið til að bæta úr þessum brestum en bæjar- stjóri ekki verið tilbúinn til breyt- inga. Síðustu mánuðina hefur for- seti bæjarstjórnar meira og minna verið að starfí með bæjarstjóra til að tryggja upplýsingar og samráð. Bæjarstjóri hefur stillt ágrein- ingnum upp sem persónulegum. Auðvitað hlýtur ágreiningur af þessu tagi að taka á sig persónu- lega mynd að einhveiju leyti. En allir hafa bæjarfulltrúarnir reynt mikið til að fínna lausn á ágrein- ingnum um störf bæjarstjórans og margir góðir menn reynt að miðla málum. Lausnin hefur alitaf strand- að á því að bæjarstjóri væri til við- ræðu um sátt,“ segir í yfirlýsing- unni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.