Morgunblaðið - 20.06.1991, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1991
Á löggæsla lands-
ins von á viðreisn?
eftir Eðvarð Árnason
Ný ríkisstjórn mun væntanlega
fara yfir og breyta áherslum á
margþættar greinar þjóðlífsins. Ein
grein er löggæslan í landinu. Ekki
cy vafi á því, að margir sem starfa
að málefnum löggæslunnar í dag,
ala með sér þá von, að nýtt stjórn-
vald líti til málefna löggæslunnar.
Löggæslan í dag er ekki vel í
stakk búin til að gegna vandasömu
og veigamiklu hlutverki sínu.
Ástæðan er vöntun á markvissu
heildarskipulagi. Það segir ákveðna
sögu um ástand löggæslunnar, að
borgarstjóm Reykjavíkur hefur ít-
rekað sett fram þá hugmynd að
komið verði á fót borgarlögreglu,
til að treysta löggæslu innan marka
höfuðborgarinnar. Það er Ijóst að
þessi hugmynd er sett fram í nauð-
vörn. Borgarlögregla er ekki lausn,
og næði ekki að rótum vandans.
Vandamálið færðist þá aðeins til
nágrannabyggðarlaganna, Kópa-
vogs eða Hafnarfjarðar. Löggæslan
þarf að vera hreyfanleg og geta
verið til staðar þar sem álagspunkt-
ar myndast hvort sem það er í mið-
bæ Reykjavíkur, Strandgötunni í
Hafnarfirði eða Húnaveri. . .
Er fíkniefnadeild
lögreglunnar í réttum farvegi?
Eftir að aðgerðir voru hertar í
Bandaríkjunum gegn sölu eiturlyfja
þar, hafa glæpahringir beint sjón-
um sínum frekar í aðrar áttir, m.a.
til Evrópu, þar sem varnir gegn
þeim hafa verið veikari. I mörgum
tilvikum hafa sölumenn eiturefn-
anna lækkað einingarverð þeirra,
til að örva sölu þeirra. Gróði bygg-
ist þá á aukinni magnsölu, og fleiri
fórnarlömbum.
Þeir sem annast sölu og dreifingu
eiturefna eru ógnvaldar, sem virða
ekki lög eða landamæri. Þessir ógn-
valdar ungmenna okkar hafa nú
þegar skilið eftir djúp sár hjá of
mörgum íslenskum ijölskyldum.'
Er löggæslan í stakk búin til að
ná árangri í mikilvægum störfum
sínum á þessu sviði? Innan löggæsl-
unnar er gott starfsfólk með mikla
reynslu og þekkingu, en þessi
reynsla og þekking skilar sér ekki
sem skyldi, vegna skorts á virkri
heildarstjórn.
Endurskipulagning
Ekki er hægt að vænta viðreisn-
ar á löggæslunni með núverandi
fyrirkomulagi á yfirstjórn. Leggja
þarf nú þegar grunn að heimild til
að stofnsett verði embætti ríkislög-
reglustjóra sem færi með yfirstjófn
allrar löggæslu landsins. Um ieið
þarf að skapa heimild til að fækka
þeim aðilum sem í dag bera starfs-
heitið lögreglustjóri.
Sýslumenn og bæjarfógetar sem
oftast hafa verið skipaðir í stöður
sínar eftir lit flokksskírteinis fá með
starfskipuninni verkþátt, starfstitil
lögreglustjóri án tillits til þess hvort
þeir hafa nokkra reynslu eða þekk-
ingu á málefnum löggæslunnar, né
þekkingu til að fara þar með verk-
stjórn. Því hiýtur að koma að því
fyrr eða síðar að skipan þessara
mála verði breytt og í stað núver-
andi héraðslögreglustjóra komi full-
trúar sem færu með umboðsvald frá
ríkislögreglustjóra. Með þessari að-
gerð væri einnig um fullkomnun
að ræða varðandi aðskilnað lög-
gæslu frá dómsvaldi.
Eðvarð Árnason
„Leggja þarf nú þegar
grunn að heimild til að
stofnsett verði embætti
ríkislögreglustjóra sem
færi með yfirstjórn allr-
ar löggæslu landsins.“
Eftir að þessi aðgerð væri komin
til framkvæmda væri þegar búið
að losa verulega um meinbugi úr-
elts fyrirkomulags, og möguleiki
opnaðist til uppbyggíngar. Upp-
byggingar sem tæki mið af þörf-
um og kröfu nútímans.
Sú deild löggæslunnar sem vinn-
ur að vörnum gegn innflutningi á
fíkniefnum á tvímælalaust að vera
hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins.
Þessi veigamikla deild löggæslunn-
ar verður að vera sveigjanleg, og
hvorki háð sýslu né bæjarmörkum.
Oftar en ekki eru alvarleg afbrot
og glæpir í einhveijum tengslum
við eituriyf og neytendur þeirra.
Samkvæmt verkaskiptingu innan
lögreglunnar fer RLR með rann-
sókn og úrvinnslu á stærri og alvar-
legri málaflokkum. Eðlilegt er því
að fíkniefnadeild lögreglunnar sé
hjá RLR.
Til þess að löggæsla landsins
geti í framtíðinni rækt það hlutverk
sem henni er ætlað verður hún að
losna úr þeim viðjum sem hún er í
nú. Endurskipuleggja þarf starfs-
leiðir. Taka verður upp ný og mark-
viss vinnubrögð sem stefna að fyrir-
fram settu marki. Hverfa verður frá
skipulagsleysi og ómarkvissum
dagskipunum sem eru svo ríkjandi
í dag. Álþingi verður að móta verk-
stefnuna.
Endurskipulagning löggæslunn-
ar þarf ekki að þýða kostnaðar-
auka, þvert á móti má ætla að
hægt væri að spara verulegt fjár-
magn með endurskipulagningu.
Höfundur er yfirlögrcgluþjónn í
Snæfellsness- og
Hnappadalssýslu.
Um ofbeldi og ábatavonir
Vímum lýðinn
eftir Jón
Guðbergsson
Undanfarnar vikur, jafnvel mán-
uði, hefur ekki linnt fréttum af lík-
amsárásum og ofbeldi. Við lýsingu
á ofbeidisverkum sem unnin voru
yfir eina helgi skömmu fyrir páska
dugði ekki eins stafa tala. Daginn
eftir birtust svo tilmæii frá kaup-
mönnum um að fá leyfi til að selja
vímuefnið alkóhól í matvörubúðum.
Nú er það á flestra vitorði -
enda kortlagt í blöðum - að líkams-
árásir tengjast að stórum hluta
áfengisveitingastöðum. Eftir að
bjórflóðið gekk yfir og vínveitinga-
staðir spruttu upp eins og gorkúlur
á mykjuhaug hefur aukning ofbeld-
isverka orðið óhugnanleg. I Reykj-
vík hafði áfengisveitingastöðum
ijölgað úr 53 í ársbyijun 1989 í 88
í október í haust sem leið. Aukning-
in er 66%. - í rauninni var þessi
öfugþróun vituð fyrirfram. Dæmi
frá öðrum stöðum á heimsbyggðinni
nægðu ekki til að koma í veg fyrir
að meirihluti alþingismanna kallaði
þessi ósköp yfír þjóðina. Hagsmun-
ir bruggara og prangara, innlendra
og erlendra voru látnir sitja í fyrir-
rúmi.
En er ekki mælirinn loksins full-
ur? Er virkilega nauðsynlegt að
gera ungu fóli og ístöðulitlum per-
sónum enn auðveldara að verða sér
,úti um þetta vímuefni? Hvers á fólk
eiginlega að gjalda? Er ekki mál
að styijöld löggjafa og sveitar-
stjórna gegn fögrum mannlífi og
vímulausri æsku linni? Er það ef
til vill stefna stjórnvalda að halda
almenningi sæmilega vímuðum?
Stöðugur heiladauði ýtir sjálfsagt
ekki undir gagnrýni á stjórnarfar
og stjórnsýslu nema síður sé.
Hvergi hafa áhrif áfengiseinka-
sölu á drykkju verið rannsökuð bet-
ur en í Bandaríkjunum. Þar eru líka
hæg heimtökin þar sem sum ríkin
búa við einkasölu eins og norrænar
þjóðir, utan Danir, en önnur leyfa
sölu áfengis í almennum verslunum.
Ríkiseinkasala mun vera í 18 ríkj-
anna. Svo segir um nýjustu bandar-
ísku rannsóknir í fréttatilkynningu
frá Áfengisvarnaráði.
Vínsala matvöruverslana
eykur neyslu
Sala víns í matvöruverslunum
stuðlar að aukinni áfengisneyslu.
Tveir bandarískir vísindamenn.
Wagenaar og Holder, benda á í
Journal of Studies in Alcohol að
sala veikra vína í matvörubúðum
auki áfengisneyslu.
í ýmsum ríkjum vestra er einka-
sala á áfengi eins og á Norðurlönd-
um, í nokkrum fylkjum Kanada og
víðar. í Iowa og Vestur-Virginíu
var leyft að selja veik vín og bjór
í vissum matvörubúðum. Vísinda-
mennirnir fylgdust með áhrifum af
því. Niðurstaðan var sú að ekki ein-
ungis. víndrykkjan jókst heldur og
heildarneysla áfengis. I Vestur-
REYKIALUNDUR
„Ég er viss um að fjöldi
kaupmanna lítur ekki á
ábatavon sem for-
gangsatriði þegar líf og
hamingja annarra er í
veði.“
Virginíu jókst víndrykkja um 48%
og í Iowa um 93%.
Þó það tengist ekki þessu máli
beint er ekki úr vegi að benda á
að sömu vísindamenn rannsökuðu
áhrif þess að Bandaríkjamenn
hækkuðu lögaldur til áfengiskaupa
í 21 ár.
Við það dró stórlega úr slysum
þar sem táningar komu við sögu
og áfengisneysla ungs fólks minnk-
aði verulega.
Barnamatur og brennivín
Af beiðni kaupmanna verður það
helst ráðið að það sé eitthvert sér-
stakt vantraust á þá og starfslið
þeirra að leyfa ekki margfalda
ijölgun áfengissölubúða.
Svo er í raun ekki. Að vísu er
misjafn sauður í mörgu fé og óvíst
FÉLAG talkennara og talmeina-
fræðinga heldur í sumar aðra
norrænu ráðstefnuna um tal-
meinafræði í samvinnu við Nor-
disk samarbejdsrad for logopæd
og foniatri. Ráðstefnan verður á
Hótel Loftleiðum 21. til 23. júní.
Þar verða á annað hundrað þátt-
takendur sem starfa við og
áhuga hafa á tal-, mál-, og radd-
erfiðleikum.
Viðfangsefni ráðstefnunnar er:
Hagnýting fræðikenninga, staða
talmeinafræði í nútíð og framtíð.
Fyrirlesarar eru frá öllum Norður-
að kornungir starfsmenn, t.d. við
kassa, hafi bein í nefinu til að hindra
að stæðilegir táningar beri áfengi
út úr sölubúðum. Það er kannski
ekki aðalatriði. Hitt skiptir máli að
bæði kaupmenn og aðrir skilji að
alkóhól er engin venjuleg söluvara
heldur vímuefni sem veldur ávana
og fíkn. í löndum Evrópubandalags-
ins einum saman deyr um hálf millj-
ón manna árlega fyrir aldur fram
af völdum þessa efnis.
Sjálfsagt má færa rök að því að
kaupmenn gætu selt ýmis efni sem
lyfsalar einir hafa leyfi til að selja
nú. Kannski þeir biðji næst um að
fá að selja valíum og morfín? Er
það kannski nokkuð fáránlegra en
að hugsa sér að vínið sé í hillunni
við hliðina á barnamatnum?
Flestum mun nú finnast nóg
komið. Af því læra börnin sem fyr-
ir þeim er haft. Hætt er við að
margur sakleysinginn skipaði vímu-
efninu alkóhóli á bekk með hveiti
og sykri, mjólk og kjöti ef það
væri selt í sömu verslunum og þær
nauðsynjar. Og einhvern veginn
finnst mér að kaupmönnum í land-
inu væri fremur til framdráttar að
selja ekki vörur sem oft valda óbæt-
anlegu tjóni. Ég er viss um að fjöldi
kaupmanna lítur ekki á ábatavon
sem forgangsatriði þegar líf og
hamingja annarra er í veði.
Höfundur er starfsmaður
Afengisvarnaráðs.
löndunum, Englandi og Bandaríkj-
unum. Þeir verða samtals 21 en auk
þess verður boðið upp á vinnubúðir
og pallborðsumræður. Aðalfyrirles-
ari er Hennig Karlstad frá Noregi.
Fyrirlestur hans nefnist: „Logopedi,
verdigrunnlag og yrkesetikk".
Aldrei fyrr hefur Félag talkenn-
ara og talmeinafræðinga ráðist í
svo viðamikið verkefni en undirbún-
ingur hefurstaðið yfir frá því haust-
ið 1989. Ýmis félagasamtök og
opinberir aðilar styðja þeSsa ráð-
stefnu. Gefst fólki kostur á að sækja
hluta ráðstefnunnar.
0 BRJÓSTAGJAFAPÚÐAR 0 EGGJABAKKADÝNUR. 0 SÓFAR o
CC D O. S £ oo o Z w > w z > X o t/3 o O; o z
Q < oí al O LYSTADUN o X m 1/3 H >
00 o GC < 73 O 00 H
z f- o m S ^ss o- r > 73 o
0£ X' tu _J uu s z < u VestAÍuH, jftfsUn, d > r O O <' z c 73
O SUMARHÚSADÝNUR 0 LATEXDÝNUR ð BAKPÚÐAR 0
VARMO
SNJOBRÆÐSLA
Norræn ráðstefna
um talkennslu
og talmeinafræði