Morgunblaðið - 20.06.1991, Side 22

Morgunblaðið - 20.06.1991, Side 22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1991 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1991 23 22 ptoffgntiMgipifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakurh.f., Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 100 kr. eintakið. Borgar stj órakj ör Iforystugrein Morgunblaðs- ins hinn 17. maí sl., þar sem fjallað var um erfiðleika borgarstjórnarflokks Sjálf- stæðismanna að komast að niðurstöðu um eftirmann Davíðs Oddssonar í embætti borgarstjóra sagði m.a.: „Skiljanlegt er, að borgar- stjórnarflokkur Sjálfstæðis- manna vilji velja eftirmann Davíðs Oddssonar úr sínum hópi. Komi til þess/að hann verði valinn úr röðum trúnað- armanna flokksins utan borg- arstjórnar, hlýtur það að byggjast á eindreginni ósk samstillts borgarstjórnar- flokks.“ Nú hefur borgarstjórnar- flokkur Sjálfstæðismanna ákveðið að gera tillögu til borgarstjórnar Reykjavíkur um að Markús Örn Antons- son, útvarpsstjóri, verði kjör- inn borgarstjóri í Reykjavík. Um þessa niðurstöðu varð samkomulag í borgarstjórn- arflokknum. í henni felst styrkur eftir þann ágreining, sem uppi hefur verið meðal borgarfulltrúa og varaborgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um nýjan borgarstjóra. Markús Örn Antonsson, sem væntanlega verður kjör- inn borgarstjóri Reykjavíkur á fundi borgarstjórnar í dag, kemur til hinna nýju starfa með umtalsverða reynslu að baki í borgarmálum. Hann var einn af borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins um fjórt- án ára skeið og síðustu árin, sem hann átti sæti í borgar- stjórn var hann forseti borg- arstjórnar. Á borgarstjórnar- árunum náði Markús Örn góðum árangri í prófkjörum Sjálfstæðismanna, sem er vísbending um, að honum hafi tekizt að ná til kjósenda með málflutningi sínum. Þessi langa reynsla í borgarmálum, og samstarf við þrjá borgar- stjóra Sjálfstæðisflokksins, þá Geir Hallgrímsson, Birgi Isl. Gunnarsson og Davíð Oddsson, kemur hinum nýja borgarstjóra að góðu gagni í starfi hans á næstu árum. Borgarstjórinn í Reykjavík er ekki einungis embættis- maður. Hann er líka pólitískur forystumaður. í þeim efnum hefur ekki reynt á Markús Örn Antonsson fyrr en nú. Það á eftir að koma í ljós, hvort honum tekst að skapa sér þá pólitísku stöðu, sem nauðsynleg er til þess að leiða Sjálfstæðisflokkinn til sigurs í næstu borgarstjórnarkosn- ingum. Þótt miklu skipti, hver gegnir starfi borgarstjóra, ræður þó úrslitum, hver stefna Sjálfstæðismanna í borgarmálum er. Um það sagði í fyrmefndri forystu- grein Morgunblaðsins: „En umfram allt ber borgarstjór- anum í Reykjavík, forystu- manni Sjálfstæðisflokksins í málefnum höfuðborgarinnar að fylgja fram þeirri víðsýnu og fijálslyndu framfara- stefnu, sem Sjálfstæðismenn hafa markað á mörgum ára- tugum í málefnum höfuð- borgarinnar og borgarbúa al- mennt. Sjálfstæðisflokkurinn á sér merkilega sögu í Reykjavík. Flokkurinn hefur haft frumkvæði að glæsileg- ustu uppbyggingu, sem orðið hefur í nokkurri byggð á Is- landi. Það á við um atvinnulíf- ið í Reykjavík. Það á við um verklegar framkvæmdir í Reykjavík og það á ekki síður við um þá margvíslegu þjón- ustu við íbúana, sem komið hefur verið á í höfuðborginni. Sjálfstæðismenn hafa byggt upp viðameira og skilvirkara félagslegt þjónustukerfi í Reykjavík en annars staðar þekkist á íslandi." í embætti útvarpsstjóra hefur Markús Örn Antonsson verið kappsfullur talsmaður Ríkisútvarpsins m.a. í átökum og samkeppni við einkafyrir- tæki í útvarps- og sjónvarps- rekstri. Þess verður hins veg- ar vænzt, að borgarstjórinn í Reykjavík sýni í verki stuðn- ing við einkaframtakið í at- vinnulífi borgarinnar og trún- að við hugmyndir Sjálfstæðis- flokksins um einkavæðingu, ekki síður á vettvangi sveitar- félaga en ríkisins. Stuðningsmenn og velunn- arar Sjálfstæðisflokksins munu gera sér vonir um, að sú ákvörðun, sem nú hefur verið tekin reynist bæði borg- arbúum og Sjálfstæðisflokkn- ,um til farsældar. En í þeim efnum, sem öðrum er það reynslan ein, sem sker úr að lokum. Vigdís Finnbogadóttir forseti Islands: Ég mun ótrauð halda áfram á sömu braut - fái ég til þess brautargengi VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti Islands, flutti í gær ávarp á Bessa- stöðum þar sem hún skýrði þá ákvörðun sína, að gefa áfram kost á sér til embættis forseta Islands næsta kjörtímabil, sem hefst 1. ágúst á næsta ári. Vigdís hefur gegnt embætti forseta Islands síðan 1980 og hefur því setið tæp þrjú kjörtímabil á forsetastóli. Hún sagði í gær, að fari svo að hún verði kjörin í embættið næstu fjögur ár, þá verði þau ekki fleiri og hún muni að þeim liðnum draga sig í hlé. Vigdís kvaðst hafa orðið vör við mikla umræðu um hvort hún gæfi kost á sér eða ekki og hafa fengið margar áskoranir um að halda áfram. Af þessum sökum hefði hún tekið ákvörðun nú, fyrr en hún hafði ætlað, um að gefa kost á sér næsta kjörtímabil, til þess að eyða óvissu og draga úr öllum vafa að því er forsetaembættið snertir. Vigdís sagði í samtali við blaða- menn að hún hafi orðið vör við umræður um hvort hún hygðist gefa kost á sér til endurkjörs allt síðan í marsmánuði síðastliðnum. „Það var orðið óþægilegt,“ sagði hún. „Þetta var eins og merkjasend- ing, strax og ég hef komið einhvers staðar undanfarið, þá er eins og öllum hafi dottið strax í hug: Hvað skyldi nú Vigdís Finnbogadóttir vera að hugsa?“ Af þessum sökum sagðist hún hafa tekið ákvörðunina fyrr heldur en hún hefði ella kosið. Þessa ákvörðun sagðist Vigdís hafa talið að hún þyrfti ekki að taka fyrr en síðar á árinu og að hún yrði ein um að hugsa þessi mál frameftir árinu. „En, ég er greinilega ekki ein um að hugsa þessi mál,“ sagði hún. Vigdís var spurð hvernig fólk hefði komið á framfæri við hana áskorunum um að hún gæfí áfram kost á sér í forsetaembætti. Hún kvaðst hafa fengið fjölmörg bréf með áskorunum um að gefa kost á sér á ný og fólk hefði komið í við- talstíma forseta í sama Jtilgangi. „Og ég er náttúrulega mikið úti á meðal manna,“ sagði hún. Hún kvaðst hafa borið það undir álit manna, sem hún hefði fyrirfram talið að væru á annarri skoðun um framboð hennar, hvort hún ætti að draga sig í hlé nú. Þeir hafi sagt nei við því, þvert á móti hvatt hana til framboðs. Vigdís var spurð hvort hún gæti um það sagt nú, hvort hún hygði á framboð að afloknu næsta kjörtíma- bili. „Nú skal ég segja það í fyrsta sinn,“ sagði hún. „Fari svo að ég gegni þessu starfi í fjögur ár enn, þá verða þau ekki fleiri. Það skal ég segja. Þá held ég að ég sé búin að vinna það sem ég vildi vinna og get unnið. Þá er ég komin á réttan aldur til að draga mig í hlé, eins og aðrir þegnar þjóðfélagsins.“ Mun ótrauð halda áfram á sömu braut Ávarp Vigdísar Finnbogadóttur, sem hún flutti á Bessastöðum í gær, fer hér á eftir í heild: „Eg hef nú gegnt embætti for- seta Islands tæp þijú kjörtímabil. Á þessum árum hef ég stuðlað eftir mætti að ræktun lands og lýðs, leitast við að treysta tengsl forseta- embættisins við íslenska þjóð og láta gott af því leiða á sem flestum sviðum þjóðlífsins. Ég hef reynt að hlúa að dýrmætum arfi okkar, íslenskri tungu og menningu en jafnframt hvatt landsmenn unga sem aldna til að horfa björtum aug- um fram á veg. Mér hefur einnig verið það ljúft og skylt að eiga sam- skipti af hálfu Islendinga við aðrar þjóðir nær og Ijær og lagt mig fram um að styrkja stöðu og ímynd lands og þjóðar hvar sem ég hef komið því við á erlendri grund. Öll þessi viðfangsefni hafa verið mér einkar kær og ánægjurík. Á þessum björtu sumardögum lifir um það bil eitt ár af gildandi kjörtímabili forseta íslands. Stundin er hraðfleyg og ef til vill er ekki óeðlilegt þótt þegar hafi verið stofn- að til umræðu manna á meðal og í fjölmiðlum um það, hvað við taki að ári liðnu og hvort ég muni gefa kost á mér til frekari starfa næsta kjörtímabil. Af þessu tilefni hefur flöldi manna haft tal af mér, ýmist á eig- in vegum eða í umboði hópa og samtaka, fólk úr ólíkum atvinnu- greinum og stjórnmálaflokkum, leikir sem lærðir. Allir hafa þessir landar mínir hvatt til þess að ég gefi kost á mér eitt kjörtímabil í viðbót. Þá hafa mér borist ógrynni bréfa með vinsamlegum kveðjum Vigdís Finnbogadóttir og hvatningarorðum. Þetta traust met ég mikils og einnig þá hlýju og vinsemd sem fram hefur komið í minn garð. Af öllum þessum ástæðum hef ég talið rétt að eyða óvissu og draga úr vafa að því er forsetaembættið snertir og svara á opinberum vett- vangi þeirri spurningu sem fram hefur verið borin. Svarið er einfalt: Ég er reiðubúin að gefa kost á mér til endurkjörs í embætti forseta ís- lands. í þessu efni er mér ekkert hik í huga. Þjóðin hefur treyst mér til að gegna starfi forseta undanfar- in ár og stutt mig ötullega til góðra verka. Margvísleg áform mín í embætti eru ekki enn öll komin í höfn og ýmsum þeirra verkefna sem ég hef einsett mér að vinna að er enn ólokið. Ég mun ótrauð halda áfram á sömu braut - verði mér veitt til þess brautargengi - og vinna ís- landi og íslendingum á komandi árum allt það gagn sem mér er unnt í starfi forseta íslands.“ Yfirlýsing Markúsar Arnar Antonssonar: Borgai'stjórnaifloldairínii sýnir mér mikinn trúnað og heiður HÉR FER á eftir yfirlýsing, sem Markús Örn Antonsson, verðandi borgarstjóri, sendi frá sér í gær: „Borgarstjórnarflokkur Sjálf- stæðisflokksins hefur sýnt mér mik- inn trúnað og heiður með því að tilnefna mig í hið mikilvæga og virðulega embætti borgarstjóra í Reykjavík. Það eru liðin rúm sex ár síðan ég lét af störfum sem borgarfulltrúi og forseti borgarstjórnar eftir tæpra 15 ára_ setu í borgarstjórn Reykjavíkur. Á þeim árum vann ég náið með mörgum þeirra, sem nú sitja í borgarstjórninni af hálfu meirihluta og minnihluta. Auk þess var .samvinna mín við embættis- menn borgarinnar ávallt með ágæt- um. Á þeim árum sem liðin eru frá veru minni í borgarstjórn hefur nýtt fólk bæst í hópinn, sem gott MATTHÍAS Bjarnason, sljórn- arformaður Byggðastofnunar, er sammála Guðmundi Malmqu- ist, forstjóra stofnunarinnar, um að ekki sé hægt að lána rækjuiðnaðinum 200 milljónir króna vegna þess að fæst rækju- vinnslufyrirtæki eigi trygging- ar fyrir lánunum. í samtali við Morgunblaðið sagði verður að kynnast og starfa með. Því lít ég björtum augum til framtíðarinnar varðandi samstarfið við hina kjörnu fulltrúa í borgar- stjórn, starfsmenn Reykjavíkur- borgar og alla borgarbúa. Það eru ávallt mörg umfangsmikil og biýn verkefni til meðferðar hjá Reykjavíkurborg, á vettvangi borg- arstjórnar og hjá stofnunum borg- arinnar. Ég mun leggja mig fram um að þau verði þannig af hendi leyst að til heilla horfi fyrir Reyk- víkinga og verði framkvæmd í anda stefnu Sjálfstæðisflokksins, sem hefur sýnt mér það traust að gera tillögu til borgarstjórnarinnar um mig sem borgarstjóra. Mér er ofarlega í huga hin ötula forysta Davíðs Oddssonar í borgar- stjóraembætti síðastliðin níu ár. Fá tímabil á síðari tíma sögu Matthías Bjarnason að ekki komi til greina að lána rækjuiðnaðinum 200 milljónir króna eins og ástand- ið sé núna þar sem fæstar rækju- vinnslustöðvar eigi nokkur veð fyr- ir lánunum. Að sjálfsögðu fari Byggðastofnun ekki að lána rækjuvinnslufyrirtækjunum 200 milljónir króna nema einhver trygging komi til. Reykjavíkurborgar hafa einkennst af jafn þróttmiklu og árangursríku starfi. Það er því blómlegt bú, sem ég tek við. í rúm sex ár hef ég gegnt emb- ætti útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins. Það hafa verið viðburðarík ár og kreljandi tímar fyrir starfsmenn þess. Þeir eiga mikið lof skilið. Ríkisútvarpið hefur staðið vel að vígi fjárhagslega undanfarið og við- horf almennings til þjónustu þess hefur verið mjög jákvætt. Mér er þetta hvort tveggja mikils virði á þeim tímamótum sem nú sér fram á. Fyrir nokkrum árum gat ég þess í blaðaviðtali að ég myndi ekki sitja lengur en 6-8 ár, eða að hámarki 11-12 ár í starfi útvarpsstjóra. At- vikin hafa hagað því þannig að breytingin verður fyrr en nokkur gat séð fyrir. Ríkisstjórnin ákvað í síðustu viku að veita 200 milljónum til rækjuvinnslunnar gegnum Byggðastofnun. Guðmundur Malmquist, forstjóri stofnunarinn- ar, sagði í samtali við Morgunblað- ið í síðustu viku að hann myndi ekki leggja til við stjórn Byggða- stofnunar að rækjuvinnslunni yrðu lánaðar þessar 200 milljónir. Það er með söknuði sem ég kveð starf mitt hjá Ríkisútvarpinu og samstarfsmenn mína þar. En mér er líka ljúft að taka þeirri áskorun sem felst í ákvörðun borgarstjórn- arflokks Sjálfstæðisflokksins frá í dag. Árni Sigfússon: Hlakka til að starfa með Markúsi Erni ÁRNI Sígfússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist hlakka til að starfa með Markúsi Erni Antonssyni á vettvangi borgar- stjórnar. Segist hann ekki sjá neitt athugavert við að velja mann utan borgarstjórnarflokksins í embætti borgarsljóra hafi hann sambæri- lega reynslu af borgarmálum og Markús Orn. „Þarna var fylgt þeim leikreglum, sem viðhafðar hafa verið þegar sjálf- stæðismenn í borgarstjórn hafa til- nefnt menn í embætti borgarstjóra og við þær leikreglur hef ég alltaf sætt mig. Borgarstjórnarflokkurinn tók ákvörðun um valið eftir tillögu frá fráfarandi borgarstjóra og um hana var mjög gott samkomulag," segir Árni. „Ég tel ekki neitt athuga- vert við það að velja mann utan borg- arstjórnarflokksins í embættið, þegar hann hefur jafn mikla reynslu af borgarmálum og Markús Örn.“ Rækjuvinnsla: Ekki lánað án trygginga — segir stj órnarformaður Byggðastofnunar Gjaldþrot Álafoss hf.: Mikilvægt að gera tilraun til áframhaldandi rekstrar - segir Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra JÓN Sigurðsson, iðnaðarráðherra, átt í gær fundi með sljórn Ála- foss, starfsmönnum, lánardrottnum, fulltrúum þriggja sveitarfélaga og forystumönnum Stéttarsambands bænda, þar sem m.a. var rætt um möguleika á áframhaldandi rekstri fyrirtækisins. „Ég er ekki í vafa um að ef einhverjir þættir úr rekstrinum fá að byrja á sléttu geti það skilað því sem þarf til að standa undir launum og efniskostn- aði og einhverju upp í fastan kostnað, segir ráðherra. Jón sagði að ákvörðun ríkis- stjórnarinnar hefði m. a. verið um að hann kannaði áhuga starfs- manna og fleiri aðila á að hafa for- göngu um stofnun rekstrarfélags, sem leitaði eftir samningum við þrotabú Álafoss ef af gjaldþroti yrði um að taka að sér rekstur ein- hverra þátta sem gætu staðið undir sér. Þá yrði um leigusamninga að ræða í upphafi um afnot af tækjum, húsnæði og aðgangi að viðskipta- samböndum og samningum. „Á fundunum kom fram jákvætt við- horf um að reyna þetta og að lánar- drottnar leggjast ekki gegn því fyr- irfram,“ sagði ráðherra. Ráðgert er mánaðarlangt rekstr- arhlé hjá Álafossi frá 7. júlí og sagði ráðherra að það veitti svigrúm til undirbúnings. „Fjárhagsstuðn- ingi ríkisins við Álafoss er þrátt fyrir þetta að fullu lökið og það ligg- ur í hlutarins eðli að ekki getur orðið um fjárframlag ríkisins til nýs fyrirtækis," sagði Jón. Sagði hann mikilvægt að tilraun til áframhald- andi reksturs yrði gerð og taldi víst að leitað yrði eftir samningum við þrotabú félagsins. Aðspurður sagðist ráðherra efast um að rétt væri að fyrirtækinu hefðu verið lagðir til 2.4 milljarðar króna á síðustu árum en sagði ekki tímabært að nefna eina ákveðna fjárhæð. „Það er ljóst að mikið fé hefur verið lagt til þessa rekstrar og í honum eioi bundnir miklir íjár- munir. Það er hins vegar mikilvægt að það er ekki ágreiningur í hópi þeirra sem fjallað hafa um málið að rekstur Álafoss hf. var kominn í þrot. Fyrirtækið var ekki rekstrar- hæft í óbreyttu ástandi og hefði þurft verulega mikið fé til viðbótar til að tryggja framhald rekstrarins. Það fé fékkst ekki og þá var ekki um annað að ræða en viðurkenna staðreyndir og freista þess að högg- ið verði sem sársaukaminnst," sagði Jón. Kvaðst hann ekki vera sam- mála Þorsteini Sveinssyni, stjórnar- manni í Álafossi, að nægt hefði að leggja félaginu til 150 millj. Sveitarfélög ræða mögulegan rekstur Björn Jósef Arnviðarson, bæjar- fulltrúi á Akureyiá, segir að hug- myndir um stofnun fyrirtækis um iáframhaldandi rekstur Álafoss séu :á byrjunarstigi en sveitarstjórnar- menn Akureyrar, Mosfellsbæjar og Hveragerðis muni kanna þessa möguleika sameiginlega á næstu dögum. Sagði hann að hugmyndirn- ar miðuðust við að núverandi rekstri fyrirtækisins yrði fram haldið að verulegu leyti af nýja fyrirtækinu. Málið verður rætt á fundi bæjarráðs Akureyrarbæjar í dag. „Þetta þarf að vinnast mjög hratt og verður að telja allar líkur á að bústjóri muni láta reka fyrirtækið áfram. Höfuðforsendan fyrir því að hægt verði að endurvekja þennan iðnað er sú að viðskiptasamböndum Álafoss verði viðhaldið og að Sovét- samningar fyrirtækisins standi. Þá gæti hugsanlega nýr aðili, sem kæmi að rekstrinum, fengið að upp- fylla þá. Þurfa margir að koma að málinu og sýna því velvilja og velt- ur það meðal annars á Landsbank- anum, sem hefur milligöngu um þessi milliríkjaviðskipti, Samband- inu og fleiri aðilum. Éin hugmyndin er sú að þetta verði rekið í lítið breyttri mynd og einnig hefur verið rætt að reka fyrirtækið í nokkrum smærri einingum,“ sagði Björn. Óuppgerð ull fyrir 60-80 millj. Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, sagði í samtali við Morgunblaðið, að bænd- ur ættu óuppgerða ull hjá Álafossi sem næmi 60-80 milljónum. „Bændur telja mjög slæmt ef íslenskur ullariðnaður legðist niður og tjáðum við ráðherra að við vild- um að tækist samstaða með hags- munaaðilum um að reisa fyrirtækið við og gerðum tillögu um það,“ sagði Haukur. Sagði hann að sér litist illa á hugmyndir um að hluta fyrirtækið niður í nokkur fyrirtæki. „Þegar Álafoss hf. var stofnaður átti að sameina hönnun og mark- aðssetningu og við sjáum ekki að það hafi mistekist," sagði hann. Stjórn Álafoss hf.: Opinber framlög til fyr- irtækisins 962 millj. kr. STJÓRN Álafoss hf. sendi frá sér mótmæli í gær við staðhæfingum forsætisráðuneytisins og starfshóps ríkisstjórnarinnar um stöðu Álafoss hf. og framlög hins opinbera til fyrirtækisins. Segir stjórnin að heildar- aðstoð hins opinbera til fyrirtækisins hafi ekki verið 2.4 milljarðar króna heldur sé heildarupphæð þeirra fjármuna sem fyrirtækið hafi fengið frá opinberum aðilum 962 milljónir kr. að teknu tililiti til fjármuna frá Framkvæmdasjóði og lækkun ábyrgða sjóðsins. Stjórnin segir að ríkið hafi veitt 505 milljónum til fyrirtækisins frá 1987 sem skiptist þannig að frá Hlutafjársjóði hafi komið 111 millj., lán frá Atvinnutryggingasjóði hafí verið 250 millj., víkjandi lán frá ríkis- sjóði 130 millj., auk 17 millj. fram- lags vegna ullarþvottastöðvar. Þá segir í yfirlýsingu stjórnarinnar að framlag Framkvæmdasjóðs hafi numið 756 millj. en ekki 1.806 eins og haidið hafi verið fram, sem skipt- ist þannig að stofnframlag sjóðsins til fyrirtækisins hafí verið 539 millj. og innborgað hlutafé í tveimur greiðslum samtals 217 inillj. „Ábyrgðir Framkvæmdasjóðs gagnvart Álafossi hf. hafa lækkað um 299 millj. kr. frá stofnun og mun -tjón sjóðsins lækka sem því nemur við gjaldþrot fyrirtækisins. Frá þess- ari upphæð eru veð að upphæð 322 millj.,“ segir m.a. í yfirlýsingu stjórn- arinnar. Segir stjómin að í yfirliti Fram- kvæmdasjóðs séu nefndar upphæðir og aðgerðir sem séu allsendis ótengd- ar Álafossi hf. sem snerti m.a. lóða- kaup og byggingakostnað auk ábyrgða sein tengist gamla Álafossi sem hafi alfarið verið í eigu Fram- kvæmdasjóðs. Segir stjórnin að í heildarupphæð þeirra fjármuna sem gengið hafi til fyrirtækisins frá opinberum aðilum séu lán með veðum upp á kr. 574 millj. og óveðtryggð lán og hluta- fjárframlög auk ábyrgðabreytinga nemi því 388 millj. Val nýs borgarstjóra: Reyndi ekki á hvort samstaða næðist um einn úr hópnum - segir Katrín Fjeldsted KATRÍN Fjeldsted, borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins, segist telja, að ekki hafi verið reynt til þrautar að ná samstöðu um að velja einhvern úr borgarsljóra- flokknum í embætti borgarstjóra áður en sú leið var valin, að til- nefna Markús Orn Antonsson í embættið. „Ég var þeirrar skoðunar, að borgarstjórnarflokkurinn ætti að reyna til þrautar að ná samstöðu um einhvern úr sínum hópi í borgar- stjóraembættið,“ segir Katrín. „Eg tel að það hafi ekki verið fullreynt áður en ákveðið var að grípa til þeirrar neyðarlausnar að velja mann utan hópsins.“ Katrín segir að þegar ljóst var, að sú leið yrði valin, hafi hún eins og félagar hennar ákveðið að styðja Markús Örn, enda þekki hún hann ekki nema af góðu og hafi allt gott um hann að segja sem stjórnmála- mann, í ljósi þess samstarfs, sem þau hafi átt í borgarstjórn. Er afar sáttur við niðurstöðuna - segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins, segist afar sáttur við þá nið- urstöðu fundar borgarstjórnar- flokks sjálfstæðismanna í gær, að tilnefna Markús Örn Antons- son í embætti borgarstjóra. „Ég er afar sáttur við þessa niður- stöðu enda var ég samþykkur því að þessi leið yrði valin, þegar sú staða blasti við, að við Árni Sigfús- son nutum nokkurn veginn jafn mikils stuðnings í borgarstjórnar- flokknum," segir Vilhjálmur. Hann segist hafa unnið með Markúsi Erni á margvíslegum vett- vangi í 25 ár. Þekking hans á borg- armálum sé yfirgripsmikil, hann sé góður félagi og í alla staði traustur maður. „Það sem skiptir mestu máli núna, er að vel tókst til við að leiða málið til lykta og ná sam- stöðu um þennan hæfa mann í starfið," segir Vilhjálmur. Frá hádegisverðarboði Sparisjóðs Hafnarfjarðar fyrir þingmanna- nefndir EFTA- og EB-ríkjanna í gær. Starfsemi sparisjóða kynnt EB og EFTA Sparisjóður Hafnarfjarðar efndi í gær til hádegisverðar fyrir þingmannanefndir EFTA- og EB ríkjanna, sem nú hafa fund á íslandi. Að sögn formanns stjórnar Sparisjóðs Hafnarfjarðar, Matt- híasarÁ. Mathiesen og sparisjóðs- stjóranna, þeirra Þórs Gunnars- sonar og Jónasar Reynissonar, gafst sparisjóðunum hér á landi kærkomið tækifæri tii þess að kynna fyrir þessum aðilum starfs- semi sparisjóðanna. Með tilkomu aukins fjrálsræðis í peningamál- um innanlands og auknum fjár- magnsflutningum á milli landa væri nauðsynlegt fyrir íslensku sparisjóðina að fá tækifæri til þess að kynna eigin starfsemi fyrir slíkum aðilum og jafnframt öðlast aukna þekkingu á aðstæð- um sambærilegra stofnana 5 helstu viðskiptalöndum okkanr með tilliti til þeirra miklu breyt- inga sem nú eiga sér stað á fjár- málasviðinu og koma til með að eiga sér stað á komandi árum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.