Morgunblaðið - 20.06.1991, Blaðsíða 34
34
MQRGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. UÚNÍ 1991
fclk (
fréttum
HARD ROCK CAFE - SÍMI 689888
VISITASIA
Biskupshjónin heim-
sækja Skagafjörð
Biskupinn yfir íslandi, herra Ólafur Skúlason, vísiteraði Skagafjarðar-
prófastsdæmi dagana 26. maí - 7. júní sl.
Biskupinn sótti heim alla söfnuði prófastsdæmisins á þessari yfirreið
sinni en þeir eru 21 talsins. Hann predikaði í 28 messum og helgistund-
um. Ekki lét biskup sér nægja að taka þátt í helgistundum, skoða kirkj-
ur prófastsdæmisins og ræða við sóknarpresta heldur heilsaði hann einn-
ig upp á fólk sem var við dagleg störf sín.
Með biskupi í för voru kona hans, frú Ebba Sigurðardóttir, og síra
Hjálmar Jónsson prófastur Skagfirðinga.
Frá skemmtun samtakanna Átak
gegn áfengi.
unarinnnar og þáðu veitingar. Jón
Guðbergsson, fulltrúi Áfengisvarn-
aráðs stjórnaði skemmtuninni,
Bjartmar Guðlaugsson söng með
gestum, töframaður og Tóti trúður
komu í heimsókn ásamt nemendum
úr fimleikadeild Ármanns og sigur-
vegurum úr Free style keppninni
1991. Hljómsveitin Diddi lék fyrir
dansi.
Margir skemmtikraftanna gáfu
vinnu sína, en auk þess var skemmt-
unin styrkt af Stórstúku íslands,
Áfengisvarnarráði, Ábyrgð, Mjóik-
ursamsölunni, Sól hf., Magnúsi Th.
Blöndal og Álmennu auglýsinga-
stofunni hf.
Garðyrkjustrákarnir Halldór,
Kristinn, Kári, Asbjörn, Valgeir,
Guðlaugur, Baldur og Óskar og
flokkstjórinn Helena.
Stutt hvíld frá sópinu. A myndinni eru Andreas, Þórný, Harpa, Ey-
steinn, Ingibjörg, Reynir, Sigriður, Karlotta og Unnur ásamt flokks-
stjóranum Svöfu.
HAFNARFJORÐUR
Sópað í sól o g blíðu
Hard Rock nautalundir
m/bakaóri kartöflu, smjöri, frönskum
kartöflum, salati m/dressing, heitri
sveppasósu og fullt af Hard Rock kærleik
götur af miklum krafti undir styrkri
leiðsögn flokksstjóra síns, Svöfu
Arnardóttur.
Þessum atorkusömu unglingum
var greinilega þvert um geð að láta
trufla sig við vinnu en féllust þó á
að stilla sér upp fyrir ljósmyndara
Morgunblaðsins. Þau sögðust öll
vera fædd 1976 og flest kváðust
vera við nám í Víðistaðaskóla. Tvær
úr hópnum voru hins vegar úr Öld-
utúnsskóla og stoltar af.
Krakkarnir sögðust hafa þetta
hverfi á sinni könnu og sæu þau
um að sópa, reyta arfa úr beðum
og fleira af því tagi. Við þetta nytu
þau aðstoðar flokkstjóra síns og
kattar sem hefði helgað sér svæðið.
Vildu sumir meina að högni sá héti
Sesar en aðrir voru jafn vissir um
að hann gengi undir nafninu Brúsk-
ur.
Þessir fyrirmyndarunglingar
kváðu vinnuna vera skemmtilega
og eflaust holla líka. Hins vegar
væru launin skammarlega lág og
einhveijum varð á orði að þau færu
í verkfall ef þau gætu. Því næst
sýndu þau blaðamanni Morgun-
blaðsins leikni sína með sópinn.
Ekki var vinnugleðin minni hjá
strákunum sem voru að búa til beð
fyrir skólagarðana skammt frá
Víðistaðaskóla. Þeir reyndust einn-
ig flestallir vera úr Víðistaðaskóla,
jafnaldrar hinna krakkanna.
Garðyrkjumennirnir tóku Morg-
unblaðinu vel og féllust góðfúslega
á að láta mynda sig. Þeir voru ekki
síður fímir með skóflurnar en sópar-
arnir með sópinn sinn. Létu þeir
vel yfír vinnunni en vildu þó meina
að langar vinnupásur væru mesti
kostur hennar.
Biskupinn í Fiskiðju Sauðárkróks. F.v: Signý Bjarnadóttir, frú Ebba
Sigurðardóttir, Sigríður Ragnarsdóttir, síra Hjálmar Jónsson, herra
Ólafur Skúlason, Baldvina Þorvaldsdóttir, Sigríður Jóhannsdóttir
og Magnús Erlingsson.
Á sjómannadaginn 2. júní var farið í hópsiglingu með Siglfirðingi
um Siglufjörð. F.v: Margrét, Ósk Harðarrdóttir, Signý Bjarnadóttir,
frú Ebba Sigurðardóttir, herra Ólafur Skúlason, Kristján Bjarnason
skipstjóri á Stálvík og Ragna Hannesdóttir.
SKEMMTANIR:
300 manns á áfengis-
lausri fj ölskylduskemmtun
*
Atak gegn áfengi hélt fjölskyldu-
skemmtun í Vinabæ, Skipholti
33, í lok maí. í frétt frá samtökun-
um segir að þessi tilraun til að fá
fólk á öllum aldri til að skemmta
sér saman, hafí gefist mjög vel og
í ráði sé að hafa fleiri slíkar
skemmtanir.
Um 300 manns komu til skemmt-
Vinnugleðin leyndi sér ekki hjá blaðsmenn áttu leið um bæinn fyrir
ungum starfsmönnum Vinnu- skömmu.
skóla Hafnafjarðar þegar Morgun- Níu kátir krakkar voru að sópa
HelenaRubinstein
NÝVARA, NÝIRLITIR
NÝJAR PAKKNINGAR
Kynning í dag frá kl. 14-181
sníRtivöruverslunin
" GLÆSÍÆ
Förðun á stoónum.