Morgunblaðið - 02.07.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.07.1991, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 146. tbl. 79. árg. ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reuter Félagi í landvarnasveitum Slóvena og óbreyttur borgari í bænum Yrhnika skjótíi á þyrlu Júgóslavíuhers í gær. A innfelldu myndinni sést Króatinn Stipe Mesic, nýr forseti Júgóslavíu, ræða við fréttamenn eftir kjör hans í embætti á sunnudagskvöld. Júgóslavíuher hótar hefndum: Fyrrverandi samstarfsmenn Gorbatsjovs: Boðað uppgjör við harðlínuöfl Moskvu. Reuter. NOKKRIR af fyrrverandi, nánum samverkamönnum Míkhaíls S. Gorb- atsjovs, forseta Sovétríkjanna og leiðtoga kommúnistaflokksins, á umbótaferli hans eru meðal þátttakenda í nýjum stjórnmálasamtökum sem hleypt hefur verið af stokkunum í Sovétrílyunum og virðist boða opinberan klofning í kommúnistaflokknum. Edúard Shevardnadze, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Alexander Jakovlev, sem árum sam- an var helsti ráðgjafi Gorbatsjovs, eru meðal níu frammámanna sem undirrita yfirlýsingu um stofnun samtakanna. Frumkvöðlarnir segjast treysta á stuðning umbótasinna í kommúnistaflokknum. „Við erum sannfærðir um að ger- samlega nýjar aðstæður eru að skap- ast í landinu, aðstæður sem gera brýnt að grípa til algerlega nýrra aðferða til að treysta lýðræðið," seg- ir í yfirlýsingunni. Stofnfundur sam- takanna, Lýðræðislegu umbóta: hreyfingarinnar, verður í haust. í níu manna hópnum eru m.a. hag- fræðingurinn Stanislav Shatalín og nýkjörnir borgarstjórar í Moskvu og Leníngrad, Gavríl Popov og Anatólíj Sobtsjak. Það vakti athygli fyrir skömmu er Gorbatsjov varði gerðir Ögranir Slóvena sagðar stofna vopnahléinu í hættu Ljubljana. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter. TÆKNILEG atriði töfðu fyrir því að júgóslavneski herinn sneri tii herbúða sinna í Slóveníu eða færi úr landinu í gær. Einn liður í sam- komulagi Slóvena og stjórnar Júgóslavíu á sunnudagskvöld um vopna- hlé var myndun nefndar sem á að greiða úr ágreiningsmálum um herflutninga og hafa eftirlit með ferðum hersins. I jReuíers-skeytum í gærkvöldi var haft eftir talsmönnum Júgóslavíuhers að vopnahléið gæti farið út um þúfur á hverri stundu ef Slóvenar hættu ekki að ögra herliðinu með ýmsum hætti. „Ráðamönnuin Slóveníu hefur verið gert ljóst að brugðist verður við slikum ógnunum með afdráttarlausum og umfangsmiklum hernaðarárásum,“ sagði í yfirlýsingu yfirhersljórn- Fulltrúar beggja aðila eiga sæti í áðurgreindri nefnd en varnarmála- ráðherra Slóveníu, Janez Jansa, sagði síðdegis í gær að Slóvenar gætu ekki sætt sig við fulltrúana sem júgóslavneska stjórnin hefur tilnefnt. „Þeir eru herforingjar sem hafa átt aðild að hernámi Slóveníu og við getum ekki samþykkt þá sem eftirlits- eða samningsaðila.“ Hann sagði að júgóslavneski herinn hefði þegar brotið vopnahléið með því að fljúga þyrlum í slóvenskri lofthelgi. „Það var skotið á óbreytta borgara úr einni þyrlu og kona slasaðist, auk þess sem þyrlurnar hafa flutt vopn, fæði og samskiptatæki til herdeilda sem eru lokaðar af en hvorttveggja er gróft brot á vopnahléinu.“ Milan Kucan, forseti Slóveníu, sagði í gær að 200.000 varaher- menn hefðu verið kallaðir út í Bosníu-Herzegovínu og Serbíu um helgina. Stjórnvöld í Slóveníu álíta að landinu stafi hætta af þeim og hernaðarsérfræðingur sagði að júgóslavneski herinn gæti undir- búið nýja árás á Slóveníu á einni viku. Hann spáði að hann yrði þá betur undirbúinn og myndi buga landvarnarsveitirnar en ekki sjálf- stæðisvilja þjóðarinnar. Yfír 700 hermenn hafa flúið úr júgóslav- neska hernum síðan átökin í Sló- veníu hófust fyrir fimm dögum. 980 stríðsfangar hafa verið teknir, 21 hefur fallið, þar af 11 óbreyttir borgarar, og alls 100 særst. undir sjálfstæðisbaráttuna. Yfirlýs- ingar Slóvena og Króata væru hluti „farsóttar sem breiddist æ meira út og gæti komið af stað borgarastyij- öld. Sjá frétt á bls. 24. Shevardnadze nýlega í ræðu en það hafði ekki gerst frá því að ráðherr- ann sagði óvænt af sér embætti fyr- ir nokkrum mánuðum í mótmæla- skyni við aukin áhrif harðlínuafla. Ljóðskáldið og þingmaðurinn Jevgeníj Jevtúsjenkó hélt því nýlega fram að það hefti Gorbatsjov í um- bótaviðieitnjnni að forsetinn skyldi vera flokksbróðir yfirlýstra stalín- ista. Vladímír Ivashko, næstvalda- mestur í stjórnmálaráði sovéska kommúnistaflokksins, sagði í gær að kominn væri upp margvíslegur og alvarlegur ágreiningur í flokkn- um en hét því að barist yrði fyrir því að flokkurinn yrði baráttutæki „lýðræðislegs og mannúðlegs sósíal- isma“. Ivan Frolov, aðalritstjóri flokksmálgagnsins Prövdu, segir „nokkra hættu vera“ á klofningi vegna deilna harðlínu- og umbóta- afla og umsjónarmaður lesenda- bréfasíðu blaðsins varpar fram þeirri spurningu hvort slík umskipti séu í vændum. Miðstjórn flokksins heldur fund síðar í mánuðinum þar sem rædd verða drög að nýrri stefnuskrá og búast sumir heimildarmenn við því að upp úr geti soðið á þeim fundi milli deiluaðila. Anatólíj Lúkjanov, forseti sovéska þingsins, er sagður hafa snúist gegn Gorbatsjov í árs- byrjun og telja heimildarmenn að hann reyni að styrkja harðlínumenn í von um að verða nýr Sovétleiðtogi. Sjá frétt á bls. 24. Norðmenn hefja ekki hrefnu- veiðar í atvinnuskyni á ný Ósló. Reuter, Aftenposten. Á FUNDI sem Samtök norður-norskra hrefnuveiðimanna héldu í bæn- um Svolvær á sunnudag var ákveðið að falla frá fyrirhuguðum veiðum sem hefjast áttu sama dag. í ár verða því engar hrefnuveiðar í atvinnu- skyni, en sjómennirnir hyggjast veiða hrefnur til einkaneyslu. Formaður samtakanna, Steinar Bastesen, fékk ekki vilja sínum fram- gengt á fundinum, en hann hefur verið ötull talsmaður þess að veiðar skyldu hefjast sem allra fyrst, þrátt fyrir að samþykktir Alþjóðahvalveiði- ráðsins um bann við hrefnuveiðum séu enn í fullu gildi. Ottast var að veiðar í trássi við bannið myndu vekja neikvæð viðbrögð og skaða málstað veiðimanna auk þess sem norsk stjórnvöld hafa lagt hart að þeim að halda að sér höndum. Á fundinum voru 70 hrefnuveiði- menn sem komið höfðu til Svolvær á fimmtán bátum. Upphaflega stóð til að fara á veiðar eftir fundinn, en þar sem veiðarnar voru ekki sam- þykktar létu bátarnir úr höfn til þess eins að vekja athygli á kröfum hrefnuveiðimannanna. Hans-Dietrich Genscher, utanrík- isráðherra Þýskalands, átti fund með ráðamönnum í Belgrad, Zagreþ og Ljubljana; í gær. Hann er formaður nýrrar nefndar Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) sem á að stuðla að lausn deilumála í Evrópu. Kucan batt mikl- ar vonir við fundinn en hann og aðrir ráðamenn Slóveníu telja mjög mikilvægt að fulltrúar erlendra ríkja kynni sér ástandið í Júgóslavíu til hlítar, setji sig inn í deilumálin og hjálpi við að leysa þau. Moskvublaðið Pravda sagði í gær að stuðningur sumra stjórnmálaleið- toga Vesturveldanna við kröfur Eystrasaltsþjóðanna hefði átt nokkra sök á upplausninni í Júgó- slavíu, þeir hefðu með þessu ýtt Reuter Varsjárbandalagið líður undir lok Leiðtogar Austur-Evrópuríkja lögðu Varsjárbandalagið formlega niður á hádegi í gær er síðasti leiðtogafundur þess var haldinn í Prag. „Slæmu hjónabandi er lokið og nú getur vinátta hafist," sagði Jozsef Antall, forsætisráðherra Ungveijalands, og bætti við að nú gengi í garð nýtt tímabil þar sem Austur-Evrópuríkin gætu skapað vináttutengsl við Sovétríkin á jafnréttisgrundvelli. Myndin er af leiðtogunum eftir fund- inn, en hann sátu fyrir hönd Sovétríkjanna þeir Gennadíj Janajev vara- forseti og Alexander Bessmertnykh utanríkisráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.