Morgunblaðið - 02.07.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.07.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR'2. JÚLÍ 1991 31 Hvað veldur því að ekki er hlustað á staðkunnuga menn við ákvörðun vegastæða? eftir Jón Halldórsson Góðar og öruggar samgöngur skipta miklu í samskiptum manna og eru því samgöngumál stór mál í augum landsmanna. Þetta kom greinilega fram þegar birt voru við- töl við fólk víða um land nú fyrir nýafstaðnar alþingiskosningar — samgöngur er það mál sem fólki er ofarlega í huga. Nýi vegurinn yfir Steingrímsfjarðarheiði er mikil samgöngubót fyrir þá sem eiga leið um Vestfirði. Þau mistök urðu þó á þeirri vegalagningu vegna þess að ekki var hlustað á hugmyndir okkar heimamanna er lutu að því hvar við teldum heppilegast að leggja veginn, þannig að hann nýtt- ist sem best allt árið. í Staðardal var t.d. vegurinn lagður svo til eins og áin liggur. Þetta hefur þýtt það að áin hefur margsinnis í vorleys- ingum og vatnavöxtum farið yfir veginn og tekið hann í sundur og skapað mikil vandræði og kostnað vegna viðgerða. Ef farið hefði verið eftir ráðum okkar, sem hér búum og þekkjum bæði vel til vatna og snjóa og vegurinn þá lagður nokkr- um metrum ofar eða í hlíðarlögg- inni, þá hefði aldrei þurft að koma til þeirra vandræða að áin tæki veginn í sundur, en það á eftir að óbreyttu ástandi að koma oft fyrir hér í Staðardal. Vegurinn á Stein- grímsíjarðarheiði er að mestu leyti til fyrirmyndar. Þó gerðu tækni- menn vegagerðarinnar þar stóra vitleysu, þ.e. með staðsetningu veg- arins eins og hann er í dag frá af- leggjaranum upp að mastrinu á Hátungunum og vestur fyrir gamla sæluhúsið á Steingrímsijarðarheiði, þar lokast vegurinn fyrst vegna snjóa. Ef farið hefði verið eftir því sem við heimamenn lögðum til, þ.e. að sprengja ekki tveggja metra geil niður í holtið, við gamla sælu- húsið heldur leggja veginn yfir hol- tið og fylla að því beggja vegna, þá hefði snjór aldrei orðið til að tefja för farartækja, snjóinn hefði allan skafið í burtu. Eins og þetta er núna, þá hefur vegagerðin búið til snjóakistu til að loka veginum, en við þetta verðum við að búa, á okkur er ekki hlustað og þarna er peningum eytt til að gera veginn ófæran. Er þetta hagsýni? Á okkur er ekki hlustað segi ég enn og það er eins og enginn ráðamaður hafi vald til að stoppa þessa vitleysu af. Nú er fyrirhugað að leggja veg frá vegamótunum í Staðardal að Kálfanesflóa og höfum við heima- menn viljað hafa áhrif á það hvar hann yrði settur. Skoðun okkar er sú að til þess að sleppa við brekkur og snjó, þá sé það engin spurning að leggja veginn frá Gijótá með- fram sjónum um Bjarnarvík. Ríkj- andi vindátt stæði þá af sjónum á veginn, þannig að þar festi ekki snjó. Snjó mundi ekki festa á veg sem þarna væri nema ef vestanátt væri búin að vera um lengri tíma, en þá væri auðvelt að koma þeim snjó af veginum út í sjó. Heyrst hefur að vegagerðin sé búin að ákveða að leggja veginn um svo- nefnd Fellabök á svipuðum slóðum og vegurinn eða vegarslóðinn er nú. Það þarf ekki kunnugan mann til að sjá að þarna er mikil snjóakista og okkur heimamönnum er það kunnugt að þarna er allt á kafi í snjó, ef einhver snjór kemur úr lofti. Ef þetta yrði ofan á þá er vegagerð- in að búa til framtíðarverkefni í snjómokstri á sama hátt og ég benti á hér að framan upp á Steingríms- fjarðarheiði við gamla sæluhúsið og í Staðardal. Það sem við heimamenn höfum gert er það að þegar verið var að ræða um sameiningu Hrófbergs- hreppg og Hólmavíkurhreppa árið 1986 þá ræddu fulltrúar heima- manna við þingmenn kjördæmisins, þá Matthías Bjamason sem var þáverandi samgönguráðherra og Sighvat Björgvinsson og Ólaf Þ. Þórðarson, fulltrúa félagsmálaráðu- neytisins, Húnboga Þorsteinsson og Jóhann T. Bjarnason, framkvæmd- astjóra Fjórðungssambands Vest- fjarða, vegamálastjóra og fulltrúa hans meðal annars um væntanlega vegagerð frá vegamótum í Staðard- al að Hólmavík til að tryggja sem bestar og öruggastar samgöngur á þessu svæði sem var ein af megin forsendum sameiningarinnar. Bentu fulltrúar á að það tækist ekki nema með því að leggja hinn væntanlega nýja veg um Bjarnarvík og að Ósi. Það var forsenda sameiningar Hrófbergshrepps og Hólmavíkur- hreppa að nýr vegur yrði lagður um Bjarnai’vík enda sagði þáver- andi samgönguráðherra, Matthías Bjarnason, það að ef hann fengi einhveiju þar um ráðið, þá yrði nýr vegur hvergi annars staðar lagður nema um Bjarnarvík, sem sé að nýr vegur um Fellabök kom aldrei til greina, bæði hjá samningamönnum beggja hreppanna og öðrum samn- ingamönnum sem tóku þátt í sam- einingarmálum beggja hrappanna. Það er lágmark að ráðamenn þjóð- arinnar standi við sínar yfirlýsingar sem þeir eru búnir að segja okkur. Það er ekki nóg að koma eins og farfuglar sem eru að leita að ein- hveiju ætilegu svona rétt fyrir kosningar en þess á milli sjást þeir ekki. Það er ætlast til þess af okk- ur að við, sauðsvartur almúginn, stöndum við okkar yfirlýsingar, það verða topparnir að gera líka. Þessir ráðamenn virtust skilja sjónarmið heimamanna og að tryggja þannig að íbúarnir kæmust allra sinna ferða auk þess sem þessi vegur er fyrir íbúa Strandasýslu norðan Steingrímsfjarðar og fyrir þá sem leið eiga yfir Steingríms- fjarðarheiði. Til frekari áherslu um staðsetn- ingu á vegi þessum meðfram sjón-. Jón Halldórsson „Á okkur er ekki hlust- að segi ég enn og það er eins og enginn ráða- maður hafi vald til að stoppa þessa vitleysu af.“ um um Bjarnarvík að Ósi og þaðan út á Kálfanesflóa þá undirrituðu 235 heimamenn vorið 1989 undir áskorunarlista um það að væntan- legur vegur yrði lagður þarna með- fram sjónum. Þrátt fyrir allt þetta þá ætla yfirmenn vegamála að iíta algerlega framhjá þessu og loka okkur inni, vegna snjóa. — Er þetta góð byggðastefna, því miður virðist hún vera frekar í orði en á borði. Ég vil benda á að vegagerð með- fram sjónum yrði ef til vill ódýrari en sú leið sem vegagerðin mælir með um Fellabök. Að lokum vil ég beina þeim orð- um mínum til hinna nýkjörnu þing- manna Vestfirðinga að þeir beiti áhrifum sínum í þá átt að farið verði eftir óskum heimamanna um staðsetningu á vegi þessum og koma þannig í veg fyrir meiriháttar mistök og peningasóun, sem ekki kemur að því gagni sem ætlast er til. _ Ég vil og benda á það, að ef vegurinn um Fellabök verður lagður eins og yfirmenn vegamála mæla með þá ógnar það mjög vatnsbóli Hólmavík'urbúa þar sem það yrði þá það nærri honum að það yrði í hættu vegna mengunar af umferð eftir veginum, af efni sem í veginum er, ég tala nú ekki um ef t.d. olíu- flutningabíll færi á hliðina og olían flæddi út, hún rynni beint í vatns- bólið, hvað þá. Ég vil að síðustu benda á dæmi sém ég tel og eflaust fleiri að sé eyðing á fjármunum án þess að þeir komi að gagni. Það gerðist á síðastliðnu hausti að vegagerðin setti upp snjóruðningu upp á Stein- grímsfjarðarheiði í þeim tilgangi að reyna að hindra það að snjóa mundi festa á veginn. Af reynslu sl. vetrar er ljóst að þessi snjógirðing kemur ekki að gagni. Þar sem ég tel mig hafa góða reynslu að vegagerð og hvað lagning vega kunni að kosta, þá vil ég fullyrða að það hefði ekki orðið dýrara að byggja veginn þarna upp úr snjó, og þá hefðu einu gilt úr hvaða átt hefði snjóað, sem snjógirðing gerir ekki, hún ver að- eins eina átt ef hún yrði einhver vörn. Við sitjum því uppi ineð gagnslausa snjógirðingu. Að lokum þetta, þegar þetta er skrifað er búið að bjóða út kaflann frá vegamótum í Staðardal og út að Gtjótá eftir því sem ég best veit þá voru sex aðilar sem gerðu tilboð í þennan áðurnefnda vegarkafla. Mér er sagt að heimamenn hafi verið næst lægstir en það á eftir að koma í ljós hver hreppir hnossið, vonandi heimamenn. Það verður að öllum líkindum á næsta ári að kaflinn Gijótá-Ós, verður boðinn út og ég vona að blessaðir ráða- mennirnir sjái sóma sinn í því að fara eftir óskum heimamanna með því að fá nýjan snjólausan veg um Bjarnarvík. Og hygg að stór hópur heima- manna sé sömu skoðunar og ég í þessu efni, en skoðanir þeirra hafa í engu breyst síðan þeir á vordögum 1989 skrifuðu undir framangreint áskorunarskjal um veg um Bjarn- arvík. Höfundur á heima að Hrófbergi í Strandasýslu og vinnurað mestu sem verktaki. Tímarit Máls og menningar er komið út TÍMARIT Máls og menningar, 2. hefti 1991, er komið út. Með- al efnis eru nokkrir kaflar úr drögum Þórbergs Þórðarsonar að sjálfsævisögu sem skrifuð voru seint á fjórða áratugnum. Einnig eru í tímaritsheftinu ávörp um Þórberg eftir Þor- stein frá Hamri og Guðmund Andra Thorsson. Viðtal við Þórarin Eldjárn eftir Árna Siguijónsson er í heftinu. Bergljót Kristjánsdóttir og Þórður Ingi Guðjónsson rita um Maijas eftir Einar H. Kvaran. Stefán Snævarr skrifar grein til varnar skáldskapnum. Stefán fjallar um j,áhrifafælni“ í íslensk- um bókmenntum. Sigurður Ingólfsson greinir frá Leðurblökumanninum. Sigurður Pálsspn skrifar grein sem ber heitið „Útþrá/Heimþrá“. Skáldskapur í heftinu er eftir Kristínu Omarsdóttur, Úlfhildi Dagsdóttur, Pjetur Hafstein Lár- usson, Stefán Steinsson, George Perec og Goran. Þá eru í heftinu nokkrir ritdómar. Tímaritið var prentað í Prent- smiðjunni Odda. Ritstjóri þess er Árni Siguijónsson. Við breytum útaf venjunni og höfum /%/% ýju námskeiöin okkar hafa mælst svo vel fyrir, aö ekki er W l/ annaö hægt en aö halda óslitinni dagskrá allt áriö. Því hefur veriö bætt viö auka sumarnámskeiö. Sumarnámskeiöiö verður þó einfalt í sniöum. Viö bjóðum uppá eitt kerfi; „Stutt og strang" í þremur tímum á dag; morgna, síðdegis og á kvöldin. STUTT OG STRANGT Þetta námskeiö hentar sérstaklega vel fyrir þær konur sem eru komnar í gott form, og vilja halda sér við yfir sumariö, með kraft- miklum og ákveðnum æfingum. Takmarkaður þáttakendafjöldi þessa önnina. Einkaviðtalstímarnir falla niður til haustsins. Innritun alla daga í sima 83730. Sumarnámskei& hefst mánudaginn 8. júlí. LÍKAMSRÆKT jsb SUÐURVERI • HRAUNBERGI 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.