Morgunblaðið - 02.07.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.07.1991, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1991 Pétur Sigurðsson og Torfi Björnsson ræðast við um borð í Erni. Sjóstangaveiði: Vinsæl fjölskylduíþrótt á Isafjarðarhátíðinni UM 25 manns tok þatt í sjostangaveiði a hátiðinni. Farið var út á tveimur bátum, Erni og Stundvís, og voru leiðbeinendur frá Sjóstangaveiðifélaginu á ísafirði til aðstoðar á bátunum. Blaðamað- ur brá sér í annan bátinn og ræddi við Pétur Sigurðsson, frá Sjó- stangaveiðifélaginu á ísafirði, og Torfa Björnsson, skipstjóra á Erni. Aðspurður sagði Pétur að áhugi á sjóstangaveiðum hefði aukist töluvert síðustu árin. „ Nú er þetta orðin vinsæl ijolskylduíþrótt og algengt að hjón séu í þessu saman og keppi á mótum. Fólk er fljótt að komast upp á lagið með stöng- ina og félagsskapurinn í kringum þetta er mjög skemmtilegur," sagði Pétur. Hann sagði að 36 manns á öllum aldri væri í Sjó- stangaveiðifélaginu á ísafirði en boðið væri upp á 7 mót víðs vegar um landið í sumar. Til dæmis yrði haldið árlegt sjóstángaveiðimót í Bolungarvík um næstu helgi. Hvað búnað varðar sagði Pétur að hann væri ekki dýr. „Græjurnar eru ekki dýrar og hafa leyst jólagjafa- vanda nokkrar hátíðir í röð á sum- um heimilum. Sumir kaupa þetta úti á lægra verði en hér heima. Yfirleitt endist útbúnaðurinn líka lengi,“ sagði Pétur og bætti við að belti sem sjóstangaveiðimenn þurfa á að halda sé hægt að útbúa og þurfi því ekki að kaupa. „Sjóstangaveiðin eru bara tóm- stundagaman hjá mér. Ég er á rækju á veturna en veiði á færi á sumrin. Ég hef það ágætt,“ sagði Torfi en hann hefur verið í útgerð í 40 ár. Ahöfn Arnar var fiskin í ferð- inni og veiddi ýmsar tegundir. Má þar nefna þorsk, kola, ýsu og lýsu. Ökuleikni: Allir unnu í iríhjóla- íeppninni UMFERÐARDAGUR á ísafirði var haldinn síðastlið- inn sunnudag. Á dagskrá var hjólreiðakeppni barna allt frá þriggja ára aldri. Yngstu keppendurnir kepptu á þríhjólum og sigruðu að sjálfsögðu allir. Næst kepptu fimm til átta ára hjólreiðakappar, hver í sínum árgangi. í flokki fimm ára sigraði Jón Haukur Ólafs- son, sex ára Sigurður Péturs- son, sjö ára Steingrímur Steingrímsson og átta ára Árni Björn Ólafsson. í hjólreiðaralli sigraði Jó- hannes Þorsteinsson, annar var Árni Þór Einarsson og þriðji Stefán Þ. Ólafsson. í hjólreiðakeppni Ökuleikn- innar sigraði Stefán Þór Ólafs- son í yngri riðli, annar varð Birgir Örn Sigutjónsson og þriðji Hjörtur Magnússon. I eldri riðli sigraði Árni Þór Ein- arsson, í öðru sæti varð Bjarni Halldórsson og þriðja Rakel Guðmundsdóttir. Guðrún og Arndís. HRAÐLESTRARNÁMSKEID Sumarnámskeið í hraðlestri hefst þriðjudaginn 16. júlí nk. Vilt þú lesa meira, en hefur ekki nægan tíma? Vilt þú vera vel undirbúin(n) undir námið í haust? Nú er tækifæri fyrir þá, sem vilja margfalda lestrar- hraða sinn, en hafa ekki tíma til þess á veturna. Skráning í síma 641091. H RAÐLESTR ARSKOLINN CB 10 ÁRA Ui>i LINDA PÉTURSDÓTTIR íslensk fegurð NO NAME ... COSMETICS — Loksins eru þeir komnir nýju sumarlitirnir Nýjar pakkningar Ný varalitalína, stórkostlegir litir Komið, skoðið og fáið leiðbeiningar hjá fagfólki í eftirtöldum verslunum: Snyrtivöruversl. Dísella, Miðvangi 41, Hafnarfirði Verslunin Perla, Kirkjubraut 2, Akranesi -12/7 kynning Snyrtilínan, Fjarðarkaupum, Hafnafirði -4. og 5/7 kynning Snyrtistofan Paradís, Laugarnesvegi 82 Gott útlit, Nýbýlavegi 14, Kópavogi Snyrtistofan Rós, Engihjalla 8, Kópavogi Snyrtistofan Líf, Álfabakka 12, Mjódd, Reykjavik Snyrtihús Heiðars, Vesturgötu 19, Reykjavik Hár og förðun, Faxafeni 9, Reykjavík Ingólfsapótek, Kringlunni 8-12, Reykjavik Snyrtistofan NN, Kringlunni 6, Reykjavík. Snyrtistofan Yrja, Klausturhvammi 15, Hafnarfirði Snyrtistofan Táin, Smáragrund 2, Sauðárkróki Gloría, Hafnargötu 21, Keflavík - 12/7 kynning Snyrtistofa Nönnu, Strandgötu 23, Akureyri Snyrtistofa Ólafar, Austurbraut 10, Höfn, Hornarfirði Patreksapótek, Patreksfirði Studio Dan, Hafnarstræti 20, ísafirði Snyrtistofa Anitu, Skóiavegi 26, Vestmannaeyjum Vörusalan, Hafnarstr. 104, Akureyri - 5/7 og 6/7 kynning Snyrtistofan Hilma, Garðarsbr. 18, Húsavík - 5/7 kynning Snyrtistofan Gimli, Miðleiti 7 Snyrtivöruverslunin Cher, Laugavegi 76 ;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.