Morgunblaðið - 02.07.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.07.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1991 39 Valgerður Jóns- dóttír - Kveðja Fædd 9. september 1896 Dáin 24. júní 1991 Það var ljúft að alast upp vest- ast í vesturbænum á árunum milli 1950-1960. Fjaran var skammt undan, síkvik af lífi, garðar með forboðnum ávöxtum, gamlir skúrar, brotajárn og mannlífið sjálft sem minnir á margbreytilega mósaíkmynd. En sú mynd er ekki heil lengur því hluti hennar, sem var mér ákaflega kær, er fallinn brott og kemur ekki aftur. Hún Vala mín var ömmusystir mín og bjó á Seljavegi 15 hér í Reykjavík ásamt Guðmundi Hafl- iðasyni manni sínum, fyrrum versl- unannanni og þekktum borgara í Reykjavík á sinni tíð, og Rögnu einkadóttur þeirra. Vala var í mínum augum einn af þessum föstu punktum tilverunnar og ég naut þar í fyllsta mæli ástríkis og hlýju á bernskuárum. Milli heimila okkar var skammur spölur og því ekki stórmál að koma sér á milli. Heimsóknir minar til Völu voru því tíðar, ýmist komu þær af sjálfu sér eða ég átti þar athvarf þegar for- eldrar mínir brugðu sér af bæ um lengri eða skemmri tíma. Og á Seljaveginum væsti svo sannarlega ekki um mann. Þegar ég fer að muna eftir mér stendur Vala á sextugu og í minningunni er hún alltaf eins, lágvaxin, afar grönn og létt á fæti, með sítt hár í flétt- um, góðgjörn, hæglát en glettin og sífellt með eitthvað á pijónunum í orðsins fyllstu merkingu. Það fór orð af prjónaskapnum hennar Völu sakir þeirrar vandvirkni sem lögð var í hann og hagleiks sem ein- kenndi hann jafnan. Að koma í dagstofuna hennar Völu var afskaplega róandi, tifið í klukkunni, lágvært glamrið í pijón- unum, asalaust og án alls fyrir- gangs. Ég hélt oft í hespuna fyrir Völu meðan hún vatt pijónabandið upp á hnykilinn og þá, eða þegar hún sat við pijónaskapinn, sagði hún mér sögur sem hún kunni margar. Þetta voru hreinræktaðar íslenskar þjóðsögur og ævintýri, ekki lesnar upp úr bók, heldur sagðar fram rétt eins og þær höfðu gengið í munnmælum mann fram af manni öldum saman. Vala var gædd góðri frásagnargáfu og þótt ég skildi það ekki þá, laukst það upp fyrir mér smám saman að fyrir atbeina hennar hafði ég orðið aðnjótandi hinnar fornu íslensku sagnahefðar í sinni tærustu mynd, hefðar sem því miður hefur látið undan síga á seinni árum með neikvæðum af- leiðingum fyrir þá kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi. Hún var gef- andinn og ég þiggjandinn. Sam- skipti okkar hefðu vart verið betri þótt hún væri raunveruleg amma mín. Ég varð ríkur af kynnum mínum við hana og varðveiti vel þann ijársjóð sem hún jós upp ur sagnabrunni sínum. Það er fyrir þetta og takmarka- lausa ástúð og hlýju sem ég vil þakka Völu að leiðarlokum. Hún dvaldist hin síðari ár elli og hjúkr- unarheimilinu Grund og hlaut þar Vandaðar vörur á betra verði Nýborg Skútuvogi 4, sími 812470 hægt andlát á Jónsmessudag, 24. júní sl. Guð blessi ástvini hennar. Hún hvíli í friði. Einar Magnússon Amma Valgerður er dáin, en minningin um góða ömmu á ekki eftir að dofna i framtíðinni. , Amma, sem pasaði mig þegar ég var lítill, sagði sögur sem ég mann enn þann dag í dag, amma sem alltaf sá um að lítill strákur fengi nóg að borða svo hann yrði nú stór og sterkur. Hún amma bjó í vesturbænum, á Seljavegi 15; þar sem Iitli ömmustrákurinn býr núna, og á þessari stundu vildi ég hvergi annars staðar búar. Allar minningarnar úr vesturbænum rifjast upp þegar ég horfi út um eldhúsgluggann, amma við elda- vélina segjandi sögur, þetta voru árin ógleymanlegu í gamla vestur- bænum. Alltaf var nóg við að vera útivið og þegar þreytan fór að segja til sín var gott að koma inn í hlýjuna til ömmu, fá eitthvað i gogginn og leika sér í stofunni, dunda sér með leikfangakallana meðan amma sat í sófanum sínum, pijón- aði og fylgdist brosandi með. Þessi ár voru sannarlega uppbyggjandi fyrir lítinn gutta sem var byija sína skólagöngu í Landakoti, með nunnurnar á aðra hönd og trausta ömmu á hina. Sannariega drauma- uppeldi flestra foreldra hvað svo sem úr því rættist. Valgerður Jónsdóttir fæddist 9. september 1896 á Káranesi í Kjós. Hún var dóttir hjónanna Jóns Hall- dórssonar og Ragnhildar Gott- sveinsdóttur. Jón og Ragnhildur byijuðu búskap í Káranesi 1890 og bjuggu þar til ársins 1931 er þau fluttu til Reykjavíkur. Kára- neshjónin eignuðust fjögur börn, tvíburana Valgerði og Krístinu, og synina Guðsvein og Halldór. Bæði Guðsveinn og Halldór dóu langt um aldur fram, en Kristín dvelur nú í Hafnarbúðum. Káraneshjónin ólu einnig upp frænku sína, Gróu, sem lést ung að árum og barnabarn sitt Svan- & Lofta- plötur og lím Nýkomin sending ^ Nykomin sending Þ.ÞORGRfMSSON&CO Ármúla 29, Reykjavík, sími 38640 V í S B E N D I N G IAN W00SN AM Á HEIÐURINN AF ÞVÍ AÐ ÞESSI BOLTIVARÐ hildi, sem ætíð hefur sýnt ömmu mikla tryggð alla tíð og er henni þakkað það núna. Fjölskyldan flutti á Seljaveginn eins og fyrr segir árið 1931 og þar bjuggu gömlu hjónin til dauða- dags. Ragnhildur lést árið 1937 og Jón árið 1949. Amma hélt tryggð við Seljaveginn og bjó þar áfram ásamt honum afa, Guð- mundi Hafliðasyni. Þau eignuðust eina dóttur, Ragnhildi, sem var stoð og stytta hennar ömmu eftir að hún var orðin ein, en afi lést í Landspítalanum 2. febrúar 1971. Ég og Gerður systir mín, sem dvelur núna erlendis, þökkum ömmu fyrir allar þær ánægju- stundir sem við áttum með henni og alla þá hlýju og kærleik sem hún sýndi okkur. Amrna Valgerður lést á Grund þann 24. júní sl., þar sem hún hafði dvalið við góða umönnun síðustu fimm ár ævi sinnar. Guð blessi ömmu okkar og alla þá sem henni voru kærir. Reynir Rucanoryá^ íþróftagallar Verð kr: 5»T80,m Stærðir: S-XXL Opib laugardaga frá kl. 10-14. »hunnel SPORTBÚÐIN Armúla 40, sími 813555

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.