Morgunblaðið - 02.07.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.07.1991, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1991 © 1991 Jim Unger/Distributed by Universal Press Syndicate „þesst dtttL aé fd þÍQ tii aá sLato, á.. pú rrtunt ckJc 't hn.fa. peninqG titaSqe/Q nattantAob. . ji Ast er. 5-22- . . . að þola að hún noti færrí högg en þú. TMRefl. U.S. PatOH. — allrightsreserved ® 1991 Los Angeles Times Syndicate Með morgunkaffinu Y )j)N7 1.7. ' Hann heldur sig að því: Gerðu Þú hefur munað eftir að vökva það sjálf er svarið sem ég fæ kjötætu-plöntuna meðan ég var ef ég bið hann að gera eitt- í burtu ...? hvað ... HOGNI HREKKVISI Þessir hringdu . ^ J (cC rO)»|l*ilU\£o I Eyrnalokkur Stór gylltur eyrnalokkur með glærum steini tapaðist í Púlsinum eða í leigubíl á leið í Kópavog. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 42259. Myndavél Myndavél tapaðist í Flugstöðinni á Akureyri fyrir nokkru. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í Eirík í síma 813199. Kettlingar Þrír svartir kassavandir og vel upp aldir átta vikna kettlingar óska eftir góðu heimili. Upplýsingar í síma 30021. SÍBS-fréttir Kona hringdi: „Blaðið SIBS-fréttir kom út fjór- um sinnum á ári til skamms tíma en ég hef ekki séð það uppá síðkast- ið. Er það hætt að koma út?“ Kettlingar Þrír fallegir kassavandir kettl- ingar fást gefins. Upplýsingar í síma 25657 fyrir kl. 18. Kettlingar Atta vikna kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 652762 eftir kl. 20.30. Köttur Sjö mánaða högni, hvítur og grábröndóttur með bleika ól fór frá Nönnugötu fyrir nokkru. Nafn katt- arins, Dódó, er skrifað á ólina en er illlæsilegt. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hringja í síma 29446. Kettlingur Sex mánaða algrár angórakettl- ingur með bláa ól hefur verið týnd- ur í tvær vikur. Vinsamlegast hring- ið í síma 38338 eða síma 679606 ef hann hefur einhvers staðar kom- ið fram. Hjól Ljósblátt 10 gíra karlmannsreið- hjól með hvítu sæti, brettalaust, var tekið við Menntaskólann í Reykja- vík í mars. Finnandi er vinsamleg- ast beðinn að hringja í síma 696510 milli kl. 8 og 16 en eftir það í síma 32344. Kápa Poki með rauðri kápu með hettu og breiðum spæl ásamt svörtum buxum tapaðist í Reykjavík fyrir nokkru. Finnandi vinsamlegast hringi í Nínu Þórðardóttir í síma 28865 eftir kl. 16. Kraftaverkunum fjölgar Snorri Óskarsson hringdi: „Richardt Ryel hefur eytt miklu bleki í að sýna framá að Kristur hafi verið ólæs. Eg þakka Richardt fyrir það að hann er búinn að sanna fyrir okkur, fáfróðum , eitt krafta- verkið í viðbót við hin sem Kristur gerði. Kristur las ólæs, það segir Richardt og hefur eftir Der Spieg- el. í Lúkasarguðspjalli 4:16 er sagt að hann hafi staðið upp „til að lesa“, var honum fengin bók Jesaja spá- manns. Hann fletti bókinni fann ritningarstað og las. Jesús Kristur er auðvitað engum líkur.“ íþróttataska Nordica íþróttataska fannst við Hæðarbyggð í Garðabæ. Upplýs- ingar í síma 656939. Hjól Aðfaranótt fimmtudags var hjól tekið fyrir utan Cafe Óperu. Hjólið er grænt Mongoose fjallahjól og er fundarlaunum heitið. Vinsamlegast hringið í síma 813859. Hjól Rautt stelpuhjól sem á vantar afturbrettið var tekið við Flúðarsel. Vinsamlegast hringið í sím 79470 ef það hefur fundist. Armband Gullarmbandskeðja með múr- steinamynstri tapaðist í Hafnarfirði eða á Álftanesi föstudaginn 21. júní. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 650804. Úr Gullúr með svartri skífu og svartri ól tapaðist í fyrir nokkru. Á úrinu eru engvir tölustafir en de- mant.ur þar sem 12 á að vera. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í símum 688614 eða 813855. Úr Zeon kvenúr með svartri ól sem er í gylltum hring með átta steinum var tekið í Sundlaugunum 19. júní. Vinsamlegast hringið í síma 37146 eða skilist í afgreiðluna hjá Sund- laugunum í Laugadal. Skortur á tillitssemi Gangstéttir eru fyrir gangandi fólk og þar er ekki heimilt að leggja bílum. Samt sem áður grípa margir ökumenn til þess ráðs að leggja upp á gangstétt ef laus stæði eru ekki í grendinni. En þetta er ekki tillit- semi við gangandi vegfarendur enda brot á umferðarlögum. Gang- stéttirnar eru fyrir fótgangandi en göturnar fyrir bílana. Vegfarandi Yíkyerji skrifar Gamall vinur Morgunblaðsins kom að máli við Víkveija vegna texta við mynd á forsíðu blaðs- ins miðvikudaginn 26. júní, sem hann var ekki alls kostar ánægður með. Myndin var glæsileg; loftmynd í lit- um frá Færeyjum; en í fyrirsögn stóð „Grindhvaladráp í Færeyjum". Þar vildi viðmælandi fremur láta standa „marsvínaveiðar". Þessi hvalfiskur hefði langoftast verið kallaður marsvín til skamms tíma, þótt hitt orðið hafi þekkzt. Blaðamenn hafi svo'á fáeinum árum næstum útrýmt hinu fagra orði „marsvín", en tekið upp færeyska orðið „grind“ eða „gríndhvalur". Viðmælandi Víkveija kvaðst ekki minnast þess að hafa heyrt það orð notað framan af ævi sinni, en aftur á móti hafi verið talað um, að hvalur „væri í grindum", þegar hann var að eðla sig, og gilti þá einu, hver tegund það var, sem var að maka sig. Einnig gerði hann athugasemdir við orðalag í myndatextanum. Talað væri um „einn fjörðinn" í Færeyjum, þegar hægur vandi hefði verið að nefna víkina með nafni. Blaðamenn gleymdu því oft, þegar þeir skrifuðu undir niyndir, að veita lesendum þær upplýsingar, sem þeir vilja fá. í stað þess að segja, hvar og hvenær mynd hafi verið tekin, eyði þeir rúmi í ýmiss konar hugleiðingar, sem stundum eigi víst að vera skáldleg- ar. Lokasetningin fór einnig fyrir bijóstið á honum: „í fyrra voru drepnir alls 916 grindhvalir í Færeyj- um í 11 drápum", og áður hefði ver- ið talað um, að eyjarskeggjar væru „að slátra“. Fram að þessu hafi ver- ið sagt á íslenzku að hvalir væru skornir, og einkennilegt fannst hon- um að tala um ellefu dráp. Stundum væru blaðamenn að hæðast að „ríkum ekkjum lengst inni á megin- löndum Ameríku og Evrópu", sem fjánnögnuðu alls konar jaðarhópa ofstækisfullra grænfriðunga og Gaiu-trúarmanna, tækju hvali í fóst- ur, gerðu þá nánast að mannlegum verum og hefðu ekki minnsta skiln- ing á lifnaðarháttum þjóða, sem búa við sjó og afla sér lífsbjargar þaðan. Engu væri þó líkara en textinn væri saminn undir áhrifum frá þessuym „ríku kerlingum" og hinum raun- verulegu fósturbörnum þeirra, þ.e. hinum móðursjúku ofverndarsinnum, sem fá útrás fyrir ofbeldishneigðir sínar í hatri á veiðimennsku strand- þjóða að mati þessa viðmælanda Víkveija. XXX Sami viðmælandi taidi reyndar, að blaðamenn væru oft að gera íslenzkuna fátækari. Hann tók sem dæmi, að fyrir fáeinum árum hafi verið gerður greinarmunur á merkingum orðanna „töluverður", „talsverður" og „umtalsverður". Að vísu hafi lítill merkingarmunur ver- ið á fyrri orðunum tveimur, stund- um nánast enginn, en þó hafi þau oft verið notuð á þann veg, að blæ- brigðamunur hafi verið á. Síðasta orðið hafði þó alveg sérstaka merk- ingu, frábrugðna merkingu fyrri orðanna. Nú sé hins vegar svo kom- ið, að „umtalsverður" sé í blöðum, útvarpi og sjónvarpi langoftast not- að í merkingu fyrri orðanna, sem sjáist nú og heyrist æ sjaldnar í opinberum fjölmiðlum. Þetta sé skaði; þarna hafi eitt orð útrýmt öðrum tveimur og tekið sjálft upp merkingar þeirra. Fyrir bragðið hafi orðið, sem á að fá að lifa, nú víðtæka og oft óljósa eða daufa merkingu í eyrum þeirra, sem vilja, að hvert orð hafi sem ákveðnasta merkingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.