Morgunblaðið - 02.07.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.07.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JULI 1991 FORTJÖLD fyrir hjólhýsi og háa bíla frá Trio. Vönduö og sterk fortjöld í mörg- um stœrðum. Gísli Jónsson & Co. Sýningarsalur, Borgartúni 31 Sími 626747 Mmm daga hálendisferð ___ Brottför alla þriðjudaga_^_ 1. DAGUR: EkiðSprengisandoggistíNýjadal.2. DAGUR: Ekið áfram norður, Bárðardal, Goðafoss til Mývatns og gist þar. 3. DAGUR: Mývatns-og Kröflusvæði skoðuð, ekið síðdegistil Ak- ureyrar og gist þar. 4. DAGUR: Ekið til Hveravalla og gist þar. 5. DAGUR: Frá Hveravöllum til Kerlingarfjalla, Gullfoss, Geysis, Laugavatns, Þingvalla og til Reykjavíkur. INNIFALIÐ: Fullt fæði, leiðsögn og gisting í tjaldi. Einnig er hægt að gista f skálum og á hótelum. Verð aðeins kr. 23.500,- Allar nánari upplýsingar hjá Ferðaskrifstofu BSÍ, Umferðarmiðstöðinni, sími 623320. Snæland Grímsson hf. sími 667280 Ljósmynd/Lars E. Björk Útsýn frá Sjöundá á Rauðasandi yfir til Látrabjargs. Um byggðir Breiðafjarðar eftir Ingihjörgu S. Asgeirsdóttur Þann 6. júlí heldur Útivist í sjö daga sumarleyfisferð um byggðir Breiðafjarðar. Ferð á þessar slóðir býður upp á sannkallað ævintýri fyrir fuglaskoðara og einnig ýmis- legt atyhyglisvert fyrir þá sem vilja kynnast aðstæðum fólks sem þama bjó og sótti lífsbjörg í bjarg og báru. Lögð verður áhersla á göngu- ferðir og útivist þótt bílinn sé með í för. A fyrsta degi er farið um Snæ- fellsnesið, út fyrir Jökul með við- komu á Arnarstapa og Þúfubjargi. Við virðum fyrir okkur svarrandi brimið á Djúpalónssandi og göngum út í Dritvík, skoðum minjar um útræði sem þar var stundað fram á síðustu öid og rifjum upp atburði úr Bárðarsögu Snæfellsáss í tengsl- um við örnefni í landslagi. Næst stönsum við á Gufuskálum við ír- skrabrunn og fiskabyrgin fornu sem talin eru elstu minjar um sjávarút- veg á Norðurlöndum. Þaðan er haldið í náttstað í Grundarfirði. Næsta dag verður haldið í Stykk- ishólm og siglt yfir Breiða- fjörð. Fjörður- inn iðar af lífi á þessum tíma, selur er þarna algeng- ur, bæði land- selur og útselur, og í eyjunum eru miklar sjófuglabyggðir. Þama verp- ir til dæmis stór hluti af díla- og toppskarfsstofnum landsins en al- gengustu fuglarnir em þó æður, lundi og teista. Ef heppnin er með okkur fáum við að sjá haförninn flúga um háloftin því hann er helst að finna við fengsælan Breiðafjörð. Þegar komið er í land á Bijáns- læk, gefst tími til að skoða stein: gervingalögin í Surtarbrandsgili. í þeim eru einkum tijálauf og viðar- brandur sem fergst hafa undir hrauniögum fyrir milljónum ára. Gilið er friðað náttúruvætti. Síðan verður haldið rakleiðis í náttstað vestur Barðaströnd, yfir Kleifaheiði og sunnanverðan Patreksfjörð í Örlygshöfn þar sem vð höfum bæki- stöð næstu nætur. Einum degi verður eytt á Rauða- sandi í fylgd staðkunnugs manns. Frábær 20-40% afsláttur á LASER tölvum og Sanyo telefaxtækjum Gunnar Ásgeirsson hf. Suöurlandsbraut 16 • Sími 680780 Gildir til 5. júlí Gengið verður að Sjöundá sem fór í eyði 1921. Bærinn Sjöundá varð þekktur af sögu GunnarSjGunnars- sonar „Svartfugl“. Það segir frá þeim Saka-Steinunni og Bjarna sem myrtu maka sína á þessum stað um aldamótin 1800. Frá Sjöundá verð- ur svo farið inn í Skor,' þaðan sem Eggert Ólafsson lagði frá landi í sína hinstu för, en hann fórst á Breiðafirði ásamt konu sinni og allri áhöfn árið 1768. Frá Skor liggur leiðin aftur út á Sand. Á höfuðbólinu Saurbæ stendur kirkja sem áður stóð á Reykhólum, •fögur íslensk smíð frá miðri síðustu öld en endurreist hér og vígð 1982. Rauðsendingar höfðu' þá misst fyrri kirkju í ofsaroki. Heilum degi er vel varið á Látra- bjargi og í Látravík, einkum ef veð- ur er gott. Ekið verður langleiðina inn á bjargið en síðan gengið vestur eftir því niður að Bjargtöngum, vestasta odda landsins. Þarna gefst gott tækifæri til að kynnast fugla- iífinu í bjarginu og þeir óhræddu geta ef til vill lagst fram á bjarg- brún og virt fyrir sér aðstæður undir Geldingsskorardal þar sem hið frækilega björgunarafrek var unnið í desember 1947 er heima- menn björguðu áhöfn togarans Dhoon af strandstað. Á leiðinni til baka til bækistöðvarinnar í Örlygs- höfn verður ekið um Seljadal þar sem skoðuð verður gömul steinhlað- in refagildra. Þá verður haldið und- ir Brunnanúp að rústum hinnar fornu verstöðvar að Brunnum í vestanverðri Látravík. Örnefni eins og Kárnafit minnir á sögur af viður- eign Látramanna við erlenda ræn- ingja en hún ber nafn' foringja þeirra og Kúlureitur nefnist dys ræningjanna sem þar féllu. Hér er fátt eitt upp talið af öllu því sem skoða má áður en haldið er aftur í náttstað. Þá er enn eftir að skoða útvíkurn- ar: Breiðavík, Kollsvík og Hænuvík með minjum sínum um útræði og ábúð við gullnar sandstrenur milli þverhníptra núpa. Síðasta daginn okkar í Rauðasandshreppi notum við til skoðunar og gönguferða um þessar gullfallegu víkur og ef til vill gefst okkur tóm til að ganga á Blakkinn og líta við í Láturdal fyr- ir kvöldið. Heimferðardagurinn sá fyrri af tveim rennur upp en áður en Rauða- sandshreppur er kvaddur er rétt að skoða byggðasafnið að Hnóti og líta við í Sauðlauksdal þar sem sá merki prestur og jarðræktarmaður Björn Halldórsson þjónaði á seinni hluta 18. aldar. Auk kartöfluræktar er hans minnst fyrir sandvamar- garðinn Ranglát og ritsmíðar um garðrækt. Hér dvaldi líka mágur hans, Eggert Ólafsson, dijúgan tíma við ritun Ferðabókarinnar. Þaðan liggur leiðin yfir til Arnar- fjarðar um Suðurfirði og Helluskarð í Vatnsfjörð. Ef veður leyfir notum við tíma til að ganga á Lónafell eins og Hrafna-Flóki forðum daga eða skoða Hornatær í návígi. Síðan er haldið um stijálbýla firði Barða- strandarsýslu, kjarri vaxna oggróð- ursæla. Öðru hvoru verður stansað til að njóta kyrrðarinnar og ganga smáspöl á fögrum stöðum. Vera má að kyrrð verði rofin af hljóði þangskurðarvélar eða pramma sem flytur þangbaggana að Reykhólum, hljóð sem minna okkur á lífsviður- væri fólks og nýtingu náttúrugæða fyrr og nú. Undir kvöldið komum við í Króksijarðarnes. Á lokadegi ferðarinnar leggjum vð leið okkar um Dali. Ekið verður um Saurbæ, Skarðsströnd og Fells- strönd og tíminn notaður til skoðun- ar á fögrum og sögufrægum stöð- um. Surtarbrandur var unninn á Tindum fram yfír miðja þessa öld. Höfuðvólið Skarð er ríkt af sögu og minjum liðinna alda en þar hef- ur sama ætt búið í rúm 800 ár. Eftir að hafa notið útsýnisins undir Klofningshyrnu út yfir Dagverðar- nes og eyjarnar, verður haldið inn með Hvammsfirði og stansað við Krosshólaberg, bænastað Auðar djúpúgðu, Sælingsdalslaug og fleiri stöðum í þessu söguríka héraði áður en ekið verður um Bröttubrekku og Borgarfjörð til Reykjavíkur. Höfundur er iðjuþjálfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.