Morgunblaðið - 02.07.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.07.1991, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JULl 1991 ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að með víðtæku end- urskoðunarstarfi á löggjöf um fiskveiðistjórnun eigi að freista þess að bæta það kerfi sem nú er við lýði og þróa það. Ætlunin sé að hefja þetta endurskoðunarstarf á næstunni. Sjávarútvegsráðherra segir að yrði tekin upp sala veiðileyfa yrði um að ræða miklar fjármagnstil- færslur frá landsbyggð til þéttbýlis. Hann ætlar að leggja ríka áherslu á rannsóknir tengdar sjávarútvegi og í undirbúningi er fimm ára verk- efni Hafrannsóknastofnunar sem kosta mun um 300 milljónir króna. Þá er farið að huga að skipulagsbreytingum innan sjávarútvegsráðu- neytisins, sem miða að því að komið verði fyrir í sérstakri stofnun utan ráðuneytisins, viðfangsefnum eins og úthlutun veiðiheimilda og veiðieftirlit. Þetta kom m.a. fram í ræðu sjávarútvegsráðherra á fundi Útvegsmannafélags Norðurlands á sunnudag. Þorsteinn Pálsson sagði að víð- tækri endurskoðun á löggjöf um fiskveiðistjórnunina ætti að vera lok- ið fyrir árslok 1992. Ætlunin væri að heíja þetta endurskoðunarstarf á næstunni, en að því loknu ætti að .liggja fyrir mat á kostum og göllum kerfisins og þeirri þróun sem átt hefði sér stað í samanburði við aðra kosti sem fyrir hendi eru. Tekist yrði á við galla kerfisins og hver ábending sem fram kæmi skoðuð í þeim tilgangi að bæta ■ kerfið og styrkja það. Þorsteinn sagði mikil- vægt að menn gengju með opnum huga til endurskoðunarstarfsins og væru reiðubúnir að horfa til allra átta á meðan matið færi fram. Úthlutun veiðiheimilda og veiðieftirlit í nýrri stofnun í ræðu Þorsteins kom fram að verið er að hefja undirbúning að skipuiagsbreytingum í sjávarútvegs- ráðuneytinu, þar sem óeðlilegt hefur þótt að úthlutunarvaid veiðiheimilda, allt eftirlit með veiðum og einnig úrskurðarvald um ágreiningsefni væri í höndum sömu manna í ráðu- neytinu. Gert er ráð fyrir að í sér- stakri stofnun utan ráðuneytisins yrði fengist við þessi viðfangsefni, þ.e. úthlutun veiðileyfa og veiðieftir- lit auk gagnasöfnunar er þessum málum tengjast. Gæðaeftirlit, eða fiskmat myndi einnig heyra undir þessa nýju stofnun. Þorsteinn sagðist telja að með þessu fyrirkomulagi mætti sníða annmarka af núverandi fyrirkomu- lagi. Hann sagði það sitt markmið, að verkefni þessi í sjálfstæðri stofn- un gætu farið fram í sem nánustum tengslum við Fiskifélagið. „Ég er þeirrar skoðunar að skipulagsbreyt- ingar af þessu tagi geti haft veru- lega þýðingu og bætt stjórnsýslu á þessu mikilvæga sviði,“ sagði Þor- steinn. Sjávarútvegsráðherra sagði á fundinum að miklu skipti að auka þekkingu á lífríki sjávar, það atriði væri ekki síður mikilvægt en fisk- veiðistjórnunin sjálf. Á Hafrann- sóknastofnun hefði verið unnið að undirbúningi fjölstofna rannsókna í þeim tilgangi að auka þekkingu á lífríkinu og tengslum einstakra fiski- stofna og hvernig fæðuval þeirra væri við mismunandi skilyrði. Rann- sóknir af þessu tagi hefðu einungis farið fram í takmörkuðum mæli áður. Þorsteinn sagðist leggja ríka áherslu á að af þessu verkefni geti orðið og unnt verði að færa út kvíarnar á rannsóknarsviðinu með því að hefja þetta verkefni. Rann- sóknin mun taka 5 ár og er kostnað- ur um 60 milljónir á ári. „Ég hef lýst þeirri skoðun minni að sjávarút- vegurinn sjálfur taki með einhveij- um hætti beinan þátt í kostnaði við þessar rannsóknir, svo mikilvægar sem þær eru fyrir hann og þjóðar- búið í heild.“ Aldrei allsherjar sátt um stjórnun fiskveiða Þorsteinn gerði hugmyndir manna um sölu veiðileyfa að umtalsefni. Hann sagði það vekja nokkra undr- un, að fyrir kosningar hefðu litlar umræður verið um sjávarútvegsmál og það kerfi sem ákveðið hefði verið varðandi fiskveiðistjórnun. Margir hefðu talið að þau mál yrðu ráðandi í kosningabaráttunni, svo hefði ekki verið, en nú skömmu síðar væru þau aðalumræðuefni manna, einkum að frumkvæði Morgunblaðsins. „Morgunblaðið leggur á það mikla áherslu að þjóðarheill verði aðeins borgið og réttlæti aðeins tryggt í þessu þjóðfélagi ef skattur verður lagður á sjávarútveginn. Það virðist vera eina leiðin sem Morgunblaðið sér til að auka réttlæti og bæta hag alls almennings í landinu. Þetta er nokkuð nýmæli, því ekki síst úr því horni hafa menn á undanförnum áratugum séð aðrar leiðir predikaðar þegar rætt hefur verið um mikilvægi þess að auka réttlæti í þjóðfélaginu og bæta hag fólksins. Fram til þessa hefur það ekki verið boðskapurinn á þéim bæ að þeim markmiðum yrði best náð með því að auka skatt- heimtu," sagði Þorsteinn. Augljóst væri að um svo mikil- vægt atriði sem stjórnun fiskveiða væri geti aldrei orðið allsheijar sam- komulag, ekki hefði verið sátt um sóknarmarkskerfið og ekki yrði held- ur sátt um kerfi þar sem veiðiheim- ildir yrðu boðnar til sölu og seldar hæstbjóðanda hveiju sinni. Við hefð- um valið aflamarkskerfi með fram- seljanlegum heimildum, sem hefðu það að markmiði að vernda fiski- stofna og auka hagkvæmni. „Það sem menn setja helst fram gegn núverandi fiskveiðistefnu er framsal veiðiheimilda. Menn segja sem svo, að það sé ósiðlegt að selja óveiddan fisk úr sjónum, það sé ósið- legt að afhenda fáum mönnum yfir- ráð yfir þessari sameiginlegu auðlind sem fiskimiðin eru,“ sagði Þorsteinn og mótmælti því að auðlindin hefði verið afhent mönnum til eignar. Menn geri sér grein fyrir að þessi auðlind sé takmörkuð og því sé ekki hjá því komist að fela þeim sem best eru til þess fallnir, að nýta hana, í þágu þjóðarheildarinnar. „Hvað hafa menn upp úr því að setja sérstakan skatt á veiðileyfi," spurði sjávarútvegsráðherra. „Ríkis- sjóður myndi fá fleiri krónur í sinn hlut, en fjármagnið færi ekki aðeins út úr sjávarútvegsfyrirtækjunum, það færi líka úr sjávarplássunum. Við værum með þessu móti að stuðla að einhverri mestu fjármagnstil- færslu frá landsbyggð til þéttbýlis, frá framleiðslugreinum til þjónustu er um getur," sagði Þorsteinn Páls- son sjávarútvegsráðherra. Morgunblaðið/Rúnar Þ6r Sumarklipping í sólskini Hann Eyþór sló tvær flugur í einu höggi er hann naut sólarblíðunn- ar sem verið hefur á Akureyri síðustu daga um leið og Hlynur hár- skeri klippti hár hans í samræmi við sumarblíðuna. Tillögur um leyfilegt aflamark: Engra gleðitíðinda að vænta - segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra segir þess ekki að vænta að hægt verði að út- hluta meiri kvóta á næsta ári en því sem nú er að líða. Búist er við að í næstu viku liggi fyr- ir tillögur Hafrannsóknastofn- unar um aflamark á næsta kvótaári. Þetta kom fram á fundi sem Útvegsmannafélag Norðurlands hélt á Akureyri á sunnudag. íbúafjölgun á landinu 1980-1990: Ibúum landsbyggðar fjölgaði um 340 en um 26 þús. á Suðvesturlandi ÍBÚUM landsbyggðar fjölgaði um 339 á síðasta áratug, 1980-1990, á meðan íbúum á Suðvesturlandi fjölgaði um rúmlega 26 þúsund. Hefði íbúafjölgun verið samkvæmt landsmeðaltali í öllum landshlut- um væru ibúar landsbyggðarinnar um 10.500 fleiri en þeir eru nú og hefði íbúafjölgun verið sú sama í öllum bæjum og kaupstöðum landsins á timabilinu væru Akureyringar um 1.300 fleiri. Á tíu ára timabili frá 1980 til 1990 fjölgaði um 754 íbúa á Akureyrij en á sama tíma fjölgaði íbúum í Hafnarfirði um tæplega 3.000. I upp- hafi síðasta áratugar voru íbúar á Akureyri um 1.200 fleiri en í Hafnarfirði, en þar hefur mikil breyting orðið á og voru Hafnfirð- ingar um 1.000 fleiri en Akureyringar á síðasta ári. Þetta kemur fram í könnun sem unnin var á vegum Fjórðungssam- bands Norðlendinga á íbúafjölgun í kaupstöðum og bæjum á árunum 1980-1990. Þar kemur fram að íbúum á Suðvesturlandi, þ.e. Reykjavík, öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og á Suð- urnesjum fjölgað um rúmlega 26 þúsund, eða 1,94% á ári. Mikil umskipti verða hvað íbúa- fjölgun varðar er litið er til lands- byggðarinnar, hefði íbúafjöigun verið samkvæmt landsmeðaltali í öllum landshlutum umrætt tímabil væru íbúar á landsbyggðinni 10.560 fleiri á kostnað Suðvestur- lands, t.d. vantar um 2.500 íbúa á Norðurlandi eystra og um 1.400 á Norðurlandi vestra til að ná lands- meðaltali. I þremur kjördæmum, Vesturlandi, Vestfjörðum og á Norðurlandi vestra, býr nú færra fólk en bjó í þessum landshlutum árið 1980. Flestir hafa flutt búferl- um frá Vestfjörðum eða tæplega 700 manns á tíu árum. Á Norður- landi eystra hefur íbúum fjölgað um 427 á liðnum áratug, um 360 á Austurlandi og 765 á Suðurlandi. Árið 1980 bjuggu á Suðvestur- landi 135 þúsund manns, en á síð- asta ári voru íbúar á svæðinu rúm- lega 161 þúsund og hafði þannig fjölgað um rúmlega 26 þúsund. Á landsbyggðinni voru 94.187 íbúar árið 1980 og 94.526 árið 1990, þannig að íbúum landsbyggðar hefur einungis fjölgað um 339 á tíu ára tímabili. Þorsteinn kvaðst reikna með að síðari hluta næstu viku liggi fyrir skýrsla Hafrannsóknastofnunar um mat á fiskistofnum og tillögur stofnunarinnar um leyfilegt afla- mark á næsta ári í framhaldi af því. Hann sagðist ekki vita nú um niðurstöður þessara rannsókna, „en mín tilfinning er hins vegar sú að það sé ekki neinna gleðitíðinda að vænta, við getum ekki vænst þess að geta úthlutað á næsta ári stærri veiðiheimildum en á þessu ári og kemur kannski engum á óvart,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði aðstæður ekki með þeim hætti nú að hægt yrði að veiða meira úr helstu nytjastofnun okkar á næsta ári og leiddi það hugann að markaðsaðstæðum þeim sem nú væru ríkjandi. A síðustu misserum hefðum við búið við eitthvert hæsta markaðsverð sem sögur færu af. „Við getum ekki gert út á hækk- andi markaðsverð. Frekar búið okk- ur undir það að einhver lækkun verði á næstu misserum,“ sagði Þorsteinn. Við þeim aðstæðum sem framundan væru yrði að bregðast á þann hátt, að freista þess að gera enn meir úr verðmætum en hingað til hefði verið gert. Með góðu skipu- lagi, hugviti og starfsfólki hefði sýnt sig að hægt væri að gera stöð- ugt meira úr verðmætunum. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra: Sölu veiðileyfa fylgir til- færsla fjár til þéttbýlis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.