Morgunblaðið - 02.07.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.07.1991, Blaðsíða 15
Gestur Ólafsson fjölmiðlamenn sem vilja kynna sér mál áður en þeir fjalla um þau. Þar grípur hann á mörgu; hann segist t.d. sakna betri tengsla milli Kvos- arinnar og hafnarinnar og að sjá ekki meiri verslun í miðbænum. Hann bendir á að marga ferðamenn langi miklu meira til að eyða pen- ingunum sínum í skemmtilegu um- hverfí í gömlum miðbæ í góðum sérverslunum og veitingahúsum, en að þeytast_í rútubflum um þvert og endilangt ísland og að það sé mik- ill misskilningur að láta flutninga- fyrirtæki ráða hér of miklu. Hann dáist að mannlífinu í Austurstræti og á Lækjartorgi, en segist sakna þess að hafa hvergi rekist á efna- hagsleg rök fyrir fyrirhuguðum skipulagsaðgerðum á þessu svæði eða stefnu í skipulagi verslunar í miðbænum. Undir lok skýrslunnar segir hann: „Undanfarinn mánuð, síðan ég kom frá íslandi hef ég unnið bæði í Puerto Rico; Tacoma, Washington; San Antonio; Milw- aukee; Columbus, Georgia; og Bridgeport, Connecticút. Enginn þessara staða er jafn áhugaverður og hefur jafn miída möguleika og miðbærinn hefur.“ Mér fínnst skipta miklu að fyrstu skref Þróunarfélagsins verði til heilla fyrir framtíð miðbæjar Reykjavíkur. Ef á að endurtaka þá tilraun að vera með bifreiðaumferð í Austurstræti þá finnst mér borg- aryfirvöld þurfi að segja kjósendum í Reykjavík það skýrt og skorinort í hvaða tilgangi þessi tilraun er gerð, og hvernig þau ætli að meta hvort hún hafi tekist eða mistekist. í sjálfu sér held ég að það skipti ekki miklu máli fyrir framtíð mið- bæjarins eða veltu verslana þar, hvort Austurstræti verður aftur að akstursgötu eða ekki. Þar þarf allt annað og meira til. Ef þessi breyt- ing verður hins vegar varanleg, þá hafa Reykvíkingar og íslendingar allir glatað sinni fyrstu göngugötu. Höfundur er arkitekt og skipulagsfræðingur. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1991 15 Þol - þakmálning Þekur, verndar og fegrar Þarftu að mála þakið? Þá vantar þig Þol þakmálningu frá Málningu hf. Hún er sérstaklega framleidd fyrir bárujám og aðra utanhússfleti sem r þarfnast varanlegrar vamar. J£ Þol er hálfgljáandi alkýð- málning sem er auðveld í BBn u/ notkun. Þol þakmálningin dregur nafn af cinstöku veðrunarþoli sínu og litaúrvalið er fjölbreytt. Þol þakmálningin frá Málningu hf. er punktur- inn yfir vel málað hús. - Það segir sig sjálft. K AtKVDMAlMIW BBr lmálninghlf Næst þegar þú sérð fallega málað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin er — það Segir sig sjáljt —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.