Morgunblaðið - 02.07.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.07.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JULI 1991 SPECK Lensi-, slor-, skolp-, sjó-, vatns- og holræsa-dælur. JX Útvegum einnig dælu- sett meö raf-, Bensín- og Diesel vélum. Vesturgótu 16 - Símar 14680-13280 Suomi borðbúnaður „Lífslistin“ í postulíni frá Ros- enthal. Fagur borð- búnaðuráyóareigið borð. i^vir/)>K\\s\V Nýborg c§5 Ármúla 23, s. 813636 Honda Accord Sedan 2,0 EX ’91 Verðfrá 1.432 þúsund. GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIR ALLA W HONDA VATNAGÖRÐUM 24 RVÍK., SÍMI 689900 V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill! Skoðanakönnun um skipan fiskveiða eftir Hannes Hólm- stein Gissurarson Fyrir skömmu kynnti Morgun- blaðið með stríðsfyrirsagnaletri skoðanakönnun, sem það hafði látið gera um æskilegustu skipan fisk- veiða við landið, en niðurstöður hennar féllu mjög að þeirri stefnu, sem ritstjórar blaðsins, þeir Matt- hías Johannessen og Styrmir Gunn- arsson, hafa boðað síðustu misseri. Var ekki örgrannt um, að þá og næstu daga hrósuðu ritstjórarnir sigri í fréttum og ritstjórnargrein- um. Mig langar til þess að leggja hér nokkur orð í belg um málið. Sérstaklega hyggst ég hér ræða almennt um takmarkanir slíkra kannana, þótt ég játi fúslega, að ég hef einmitt notað niðurstöður annarrar skoðanakönnunar til þess að stríða ritstjórunum tveimur ör- lítið, sem samkvæmt henni naut stefna þeirra aðeins fylgis 6% þjóð- arinnar. Er það raunar umhugsun- arefni, sem ég mun koma betur að síðar, þegar tvær skoðanakannanir stangast svo gersamlega á. Heiðursgesturinn ekki nefndur á nafn Aðalfrétt Morgunblaðsins var, að 95% svarenda væru hlynntir sam- eign þjóðarinnar í fiskimiðunum umhverfis landið. Það var þó í raun og veru ekki fréttnæmt. Um þetta atriði er ekki verulegur ágreiningur og spurningin því lítt þörf. í bók, sem ég birti síðastliðið ár um fyrir- koinulag fiskimiða, Fiskistofnarnir við ísland: Þjóðareign eða ríkiseign? taldi ég til dæmis eðlilegt, að fiskimiðin sjálf væru I þjóðareign, þótt veiðiréttindi í þeim mættu vera í einkaeign. Hver maður gat sagt sér sjálfur, hvert svarið yrði við spurningunni. Eins hefði mátt spytja, hvort menn væru hlynntir eða andvígir íslenskri tungu, fram- þróun vísindanna, sögukennslu í skólum, hreinni náttúru eða öðrum sjálfsögðum hlutum. Önnur spurning í könnuninni er miklu athyglisverðari og hljóðaði svo: „Fiskimiðin eru nú nýtt á þann hátt, að heildarafla af miðunum er skipt milli fískiskipa með svokölluðu kvótakerfí, þ.e. einstökum skipum er úthlutað veiðiheimildum án end- urgjalds fyrir ,þær. Þessar veiði- heimildir eru verðmætar og geta gengið kaupum og sölum milli út- gerðaraðila. Finnst þér í lagi, að veiðiheimildirnar (kvótarnir) séu veittar útgerðarmönnum án endur- gjalds, eða finnst þér, að útgerðar- menn ættu að greiða eitthvert gjald í sameiginlegan sjóð fyrir veiði- heimildirnar (kvótana)?" Fjórðung- ur aðspurðra taldi endurgjaldslausa úthlutun eðlilega, en tveir þriðju hlutar þeirra vildu, að útgerðar- menn greiddu eitthvert gjald í sam- eiginlegan sjóð. Þessi spurning ætti að verða sígilt dæmi um takmarkanir skoð- anakannana. Hún virðist vissulega varlega orðuð og alls ekki á henni neinn baráttublær. Þegar nánar er að gáð, kemur hins vegar allt ann- að í ljós. Tekið er sérstaklega fram, eins og það sé eitthvað óeðlilegt, að veiðiheimildirnar séu veittar „án endurgjalds". í annan stað er þeim óskýra kosti vai-pað fram, að út- gerðarmenn greiði „eitthvert" gjald í „sameiginlegan“ sjóð. Eftir nokkra umhugsun tökum við eftir því, að aðalatriðið vantar í spurninguna. Heiðursgestur Morgunblaðsins er ekki nefndur á nafn. Hann er auð- vitað sjálft ríkið. Það veitir veiði- heimildirnar, og það leggur á „eitt- hvert“ gjald, og það fer með hinn „sameiginlega“ sjóð. Hið raunveru- lega val, sem liggur fyrir í þessu máli — nvort sá hagnaður, sem felst í því, að minni floti dragi sama afla að landi, renni til útgerðarfyrir- tækjanna eða ríkisins — kemur ekki fram. Þessi spurningaleikur er með öðrum orðum hreinn feluleikur. Við sjáum þetta enn betur með því að bera í huganum fram aðrar spurningar og geta okkur til um líklegustu svörin við þeim. Hér er tillaga: „Síðustu tvær aldir hefur tvenns konar nýting náttúruauð- linda verið reynd. Annars vegar hefur ríkið slegið eign sinni á auð- lindir og annaðhvort nýtt þær sjálft, eins og í Ráðstjómarríkjunum, eða leigt þær einkaaðilum, eins og í Kúvæt. Hins vegar hafa einkaaðilar fengið full afnotaréttindi af auðlind- um og þær mátt ganga kaupum og sölum með ýmsum takmörkun- um, eins og í Bandaríkjunum og Svisslandi. Hvora skipan mála telur þú heppilegri?" Ég spái því, að mik- ill meirihluti aðspurðra tæki afnot einkaaðila af auðlindum fram yfir ríkiseign. Önnur hugsanleg spurn- ing hljóðar svo: „Nú nýta útgerðar- fyrirtæki landsins fískimiðin endur- gjaldslaust og mega kaupa og selja veiðiheimildir hvert af öðru. Lagt hefur verið til, að þess í stað verði Vegna breytinga hjá kaupanda höfum við til afgreiðslu strax KINGSLAND FJÖLKLIPPUR 85 SX Tilboðsverð kr. 1.660. OOO. - Verð án vsk MmWWÉULMW M WÆÆS I & T hf., Smiöshöföa 6,112 Reykjavík, s. 674800. Hannes Hólmsteinn Gissurarson „Ein skilvirkasta sið- venjan, eitt skýrasta dæmið um reynsluvit kynslóðanna, sem ég kann að nefna, er auð- vitað séreignarréttur- inn, viðurkenningin á því, að menn rækta bet- ur eigin garða en ann- arra.“ tekin upp opinber sala veiðileyfa, þannig að enginn megi veiða nema hann kaupi af ríkinu veiðileyfi á sérstöku uppboði, sem efnt sé til reglulega, til dæmis fyrir hveija vertíð. Myndi þetta fela í sér stór- aukið ráðstöfunarfé þeirra sextíu og þriggja manna, sem sitja á Al- þingi og ráðstafa nú þegar um níutíu milljörðum króna. Telur þú þá skipan mála heppilegri en núver- andi kerfí?“ Ég spái því, að fleiri velji núverandi kerfi en sölu veiði- leyfa, þótt meirihlutinn verði hugs- anlega ekki eins mikill og í fyrri spumingunni, sem ég setti fram. Hvert rekst á annars horn Fáum blandast heldur hugur um, hvert hefði verið svarið, hefði fólk verið spurt um það í skoðanakönn- un, hvort það væri hlynnt auðlinda- skatti. Fáir eru hliðhollir sköttum. Orðið hefur á sér neikvæðan blæ. En eins og ritstjórum Morgunblaðs- ins er auðvitað sjálfum fullkunn- ugt, þá aðhyllast þeir nákvæmlega sömu hugmynd og hefur oft verið nefnd „auðlindaskattur", þótt þeir kjósi nú að kalla hana „álagningu veiðigjalds" eða jafnvel „opinbera sölu veiðileyfa“. Örð hafa ekki að- eins merkingu, heldur hafa þau líka blæ, og þess vegna er mikið vanda- verk að bera fram spurningar, sem svara sér ekki sjálfar. Ég er hrædd- ur um, að fyrir marga hafi spurn- ingin í skoðanakönnun þeirri, sem Morgunblaðið lét gera á dögunum, svarað sér sjálf. Hið sama er vita- skuld að segja um þær tvær spurn- ingar, sem ég bar hér fram. Til marks um þetta má líka hafa það, að aðrar skoðanakannanir hafa leitt til þveröfugrar niðurstöðu. Nægir þar að nefna skoðanakönnun Gall- ups fyrir nokkrum mánuðum, sem Sjávarfréttir birti, þar sem 62% sögðust. aðhyllast núverandi kvóta- kerfi, en aðeins 6% kváðust vilja, að ríkið seldi veiðileyfi hæstbjóð- endum. Þessi skoðanakönnun, sem vinum okkar allra á Morgunblaðinu verður nú svo skrafdijúgt um, stangast ekki aðeins algerlega á við aðrar nýlegar skoðanakannanir. Hún stangast líka að sumu leyti á við sjálfa sig. Ein spurningin var um það, hvort menn vildu aukna hag- kvæmni í sjávarútvegi, janfvei þótt það kostaði byggðaröskun. Lang- flestir svöruðu játandi. Önnur spurning var, hvort menn vildu ein- hvern byggðakvóta. Langflestir svöruðu játandi. Þessi svör eru ber- sýnilega í mótsögn hvort við annað. Skýringin er hins vegar ekki langt undan. Öll viljum við aukna hag- kvæmni, og öll viljum við líka, að byggðir landsins búi við blómlega útgerð. Spurningarnar svara sér sjálfar, blærinn á þeim ræður úrslit- um. Ekki er öll sagan sögð. Skoð- anakönnun þessi stangast ekki að- eins á við aðrar nýlegar skoðanak- annanir, og hún stangast ekki að- eins á við sjálfa sig. Hún stangast líka á við vísindalegar niðurstöður. Ef þeir fræðimenn, sem gefið hafa fiskveiðum gaum, eru sammála um eitthvað, þá er það um það tvennt, að veiðiheimildir eigi ekki að vera bundnar byggðarlögum og að þær skuli veittar til sem lengst tíma. En samkvæmt skoðanakönnuninni vilja 82% byggðakvóta og 63% skammtímakvóta! Takmarkanir skoðanakannana Ég er sannfærður um, að hinir samviskusömu starfsbræður mínir á Félagsvísindastofnun, sem fram- kvæmdu könnunina fyrir Morgun- blaðið, hafa viljað vanda sig og að dr. Stefán Ólafsson, forstöðumaður stofnunarinnar, hefur ekki látið það hafa minnstu áhrif á tilhögun henn- ar, að hann er sjálfur sammála rit- stjórum Morgunblaðsins um æski- legustu skipan fískveiða. Þeir gall- ar, sem eru á könnuninni, eru á flestum eða öllum slíkum könnun- um og sýna okkur aðallega það, að hæpið er að draga víðtækar ályktanir af þeim. Einn megingall- inn er sá, að afar erfítt er í slíkum spurningaleik að sneiða hjá orðum, sem bera með sér einhvern blæ og veita þannig einhveijum skoðunum sérstaka forgjöf. Annar galli er sá, að mannleg tungar sértekur oft um of hinn óraflókna mannlega veru- leika, sem í kringum okkur er. Úr lífrænni hringiðu velur hún fáein fátækleg hugtök. Sú athöfn að spyija og svara getur aldrei haft nema mjög takmarkað þekkingar- gildi, því að þar er ekki gert ráð fyrir neinni framþróun, víxlverkun vitunda, ef svo má segja. Kostirnir, sem úr er að velja, kunna að vera óteljandi, en við getum ekki sett nema örfáa þeirra á blað og þá í mjög einfaldaðri mynd. Þriðja takmörkun skoðanakann- ana er, að þá svara menn inn í símtæki eða út um dyragætt, en ekki með verkum sínum. Kjarni málsins er hins vegar ekki, hvað menn eru tilbúnir til að segja, held- ur hvað þeir eru tilbúnir til að gera, þegar þeir standa andspænis kostn- FARANGURSKASSAR fyrir allar gerðir bíla, stóra sem smáa. Verðfrá kr. 28.000.- Gísli Jónsson & Co. Sýningarsalur, Borgartúni 31 Sími 626747

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.