Morgunblaðið - 02.07.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.07.1991, Blaðsíða 19
aðinum af verkum sínum. Orð eru ódýr. Við segjumst líklega öll vera hlynnt hreinni náttúru. En myndum við velja atvinnuleysi frekar en starf í álveri? Flestir styðja áreiðanlega fagrar listir í orði. En hversu hátt aðgöngugjald er fólk tilbúið til að greiða í Þjóðleikhúsið? Hversu mörg listaverk erum við reiðubúin til að kaupa fyrir eigið fé? í skoðanakönn- unum hér á landi segjast langflest- ir vilja efla og styrkja Ríkisútvarp- ið. En hvað er að marka það miðað við hitt, hversu margir myndu ekki segja upp áskrift af því, ættu þeir þess kost? Ekki þarf síðan að minna á það, hversu fúsir menn eru til að gera góðverk á kostnað annarra! Sjálfur hef ég því satt að segja mesta trú á þeirri skoðanakönnun, sem hinn frjálsi markaður gerir á hverjum degi okkur að kostnaðar- lausu. Fjórða takmörkun skoðanakann- ana tengist hinni þriðju. Skoðana- kannanir taka eingöngu til þeirra, sem eru hér og nú. Þeir einir svara, sem eru nú á lífi. Forfeður okkar og afkomendur hafa hins vegar þar ekkert að segja. Ekki er því tekið tillit til skoðana þeirra. Það væri til dæmis síður en svo óhugsandi, að menn vildu nú taka stórt erlent lán, sem þeir gætu sjálfir eytt, en afkomendur þeirra yrðu að greiða aftur. Þá er þess að geta, að kostn- aður og ávinningur af margvísleg- um verkum mannanna er lengi að koma fram, stundum ekki fyrr en eftir nokkrar kynslóðir. Fleiri hefðu eflaust sagst vera sósíalistar fyrir fimmtíu árum en gera það nú. Smám saman verður til reynslu- þekking kynslóðanna, vitund þeirra um möguleika og skorður. Margir þeir, sem leggja mikið upp úr skoð- anakönnunum sem tæki til að marka stefnu í stjórnmálum, virðast haldnir barnalegri staðreyndatrú, pósitívisma, en gera sér ekki grein fyrir því þekkingargildi, sem felst í siðvenjunni, í hinum skráðu og óskráðu reglum, sem við höfum lært mann fram af manni og oft óafvitandi. Ein skilvirkasta siðvenjan, eitt skýrasta dæmið um reynsluvit kyn- slóðanna, sem ég kann að nefna, er auðvitað séreignarrétturinn, við- urkenningin á því, að menn rækta betur eigin garða en annarra. Eng- in skoðanakönnun hér og nú mun fá mig til þess að hafna þessari gömlu og góðu skoðun. Öðru nær. Nú liggur fyrir að færa hana út á fiskimiðin: Menn skipuleggja veiðar sínar hagkvæmar, geti þeir gengið að varanlegum veiðiréttindum vísum. Höfundur er lektor í stjórnmálafræði í Félagsvísindadeild Háskóla íslands. Tríó Phauss Hafler ■ TRÍÓ Phauss Hafler mun leika í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b í kvöld, þriðjudaginn 2. júlí, kl. 21.00. Tríóið skipa Michael von Hauss- wolff og Andrew McKenzie. Verkið sem þeir flytja í kvöld er sérstaklega aðlagað að Nýlistasafn- inu og íslandi. XÍterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JUU 1991 19 Þjóðræknisfélag‘ íslendinga: Nýtt námskeið fyrir börn og ráðstefna fyrirhuguð Þjóðræknisfélag íslendinga efnir í fyrsta skipti til 8 daga námskeiðs fyrir börn Islendinga, sem eru búsettir erlendis, á Laugarvatni dagana 9. - 16. ág- úst. Þjóðræknisfélagið heldur þetta námskeið í samvinnu við Iþróttasamband Islands og Iþróttamiðstöð Islands á Laugar- vatni. Önnur nýjung hjá Þjóð- ræknisfélaginu er ráðstefna um þjóðræknismál er halda á í Wash- ington, Bandaríkjunum í októ- ber. Að sögn Jóns Ásgeirssonar, for- svarsmanns Þjóðræknisfélags ís- lendinga, er þetta námskeið félags- ins hið fyrsta sinnar tegundar og er það ætlað bömum á aldrinum 8 - 12 ára. Á námskeiðinu verður boðið upp á ýmis konar íþróttaiðkun og útiveru ásamt umfjöllun um málrækt og sögu lands og þjóðar. Einnig er áætlað að skoða Þjóð- minjasafnið, Húsdýragarðinn og Viðey svo dæmi séu nefnd. Jón Ásgeirsson sagði að þegar hefðu margar fyrirspurnir borist vegna námskeiðsins en umsóknar- frestur rennur út 1. ágúst. Fjöldi þátttakenda er miðaður við 20 börn og er þátttökugjaldið 10.000 kr. fyrir börn félagsmanna. Ef vel tekst til í ár verður námskeiðið endurtek- ið næsta sumar. Jón Ásgeirsson sagði ennfremur að Þjóðræknisfélagið muni standa fyrir ráðstefnu um þjóðræknismál í Washington í Bandaríkjunun í október. Er þessa dagana verið að vinna að því að undirbúa þessa ráð- stefnu. Fulltrúar allra íslendingafé- laganna vestan hafs munu taka þátt í henni en í Kanada og Banda- ríkjunum eru samanlagt 37 íslend- ingafélög. Forseta Islands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, verður boð- ið á ráðstefnuna. Jafnframt verða fulltrúar frá Verslunarráði íslands, Upplýsingaskrifstofu ferðamála í New York og Flugleiðum á ráð- stefnunni. Að sögn Jóns Ásgeirssonar er ráðgert að fjalla um leiðir til þess að auka samvinnu félaganna og möguleika þeirra til þess að starfa að landkynningu. Jón sagði að ráð- stefnan væri ráðgerð 8. október en daginn eftir 9. október á degi Leifs Eiríkssonar kemur Gaia til Was- hington. Munu ráðstefnugestir vera meðal þeirra er taka á móti skip- inu. Jón sagði að lokum að stefnt væri að því að halda næstu ráð- stefnu að ári og verður hún haldin í Evrópu. En 1993 er ráðgert að halda ráðsstefnu á Íslandi þar sem fulltrúar frá íslendingafélögum í Evrópu og Norður - Ameríku munu hittast. umlH WMi Púrru bleitiíiÍirí þ.$|ilegu :pökkunlH xX-ÍXvX; S&í^iíSíiíVSíiííi:: :^:i^ii:iÍ!5i:i¥Si§SÍ :::::::::::: Fiaba-rt sjantpó og næring xÚiÚibÚiÚÍT iiiiiiii Umhverfísvæna þvottaefnið Mdlamlún \msa.'U Sími682700 Mýkingarcfni fyrir [nottinn Éi.t’t vinsælasta tannkremið í l'SA tea IVORY Camay gt.&'t-ILtihiiliBfi'.&Kitifi"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.